Grænland

Fréttamynd

Inuit Ataqa­tigiit vann mikinn sigur í græn­lensku kosningunum

Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur.

Erlent
Fréttamynd

Þrennt drukknaði við strendur Grænlands

Tveir menn og kona drukknuðu eftir sjóslys við strendur Grænlands á fimmtudaginn. Fólkið var á siglingu frá Narsaq til Qaqortoq við suðurstrendur Grænlands en skilaði sér ekki á áfangastað.

Erlent
Fréttamynd

RAX Augnablik: Forvitnin varð þeirra banabiti

„Ég þekkti engan og var svona að kynnast mönnum og finna út hverja væri best að tala við. Ole var vinalegur og við urðum ágætis vinir. Hann var mjög góður maður,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson um Ole Nyelsen.

Menning
Fréttamynd

Heimsveldin og auðlindir Grænlands

Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu.

Erlent
Fréttamynd

Hafa boðað til kosninga á Græn­landi

Mikill meirihluti grænlenska þingsins samþykkti í gærkvöldi að boða til kosninga sem fram munu fara þann 6. apríl næstkomandi, samhliða áður boðuðum sveitarstjórnarkosningum í landinu. Framundan er því sjö vikna kosningabarátta.

Erlent
Fréttamynd

Enn mistekst Erik Jensen að bola Kim Kielsen burt

Harðvítug valdabarátta um leiðtogahlutverkið á Grænlandi tók á sig nýja mynd í dag þegar Erik Jensen, formaður Siumut-flokksins, neyddist til að lýsa því yfir að honum hefði ekki tekist að fá neinn annan flokk í lið með sér til að mynda nýja landsstjórn. Þetta þýðir að Kim Kielsen heldur áfram stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands, þrátt fyrir að Erik Jensen hafi fellt hann úr formannssæti Siumut í nóvember.

Erlent
Fréttamynd

Allt í loft upp á Grænlandi eftir að Kielsen missti þingmeirihlutann

Landsstjórn Grænlands missti í dag meirihluta sinn á grænlenska þinginu þegar einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, tilkynnti óvænt að hann hefði sagt skilið við stjórnina. Formaður Demokraterne, Jens Frederik Nielsen, krafðist þess jafnframt að efnt yrði til nýrra þingkosninga.

Erlent
Fréttamynd

Fagnar stefnumörkun um aukið samstarf Íslands og Grænlands

Utanríkisráðherra Grænlands, Steen Lynge, fagnar stefnumörkun íslenskra stjórnvalda um að stórefla samstarf Íslendinga og Grænlendinga. Þetta kemur fram í yfirlýsingu ráðherrans á heimasíðu landsstjórnar Grænlands í tilefni af útgáfu yfirgripsmikillar skýrslu um verkefnið, sem þeir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Össur Skarphéðinsson, formaður Grænlandsnefndar ráðherrans, kynntu fyrir helgi.

Erlent
Fréttamynd

Gengur hægt að bola Kim Kielsen úr starfi

Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands. Erik Jensen, sem fyrir tveimur mánuðum felldi Kielsen úr formannsstóli Siumut-flokksins, virðist hafa mistekist að sannfæra fulltrúa samstarfsflokkanna í landsstjórn Grænlands um að hann ætti jafnframt að setjast í forsæti landsstjórnarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta loðnan veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár

Fyrsta loðnan sem veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár fékkst á Austfjarðamiðum í gærkvöldi þegar grænlenska skipið Polar Amaroq fékk milli tuttugu og þrjátíu tonn í einu kasti. Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjungshlut í grænlensku útgerðinni en yfirmenn um borð eru íslenskir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Endurtaka útboð í gerð flugvallar á Grænlandi

Flugvallafélag grænlenskra stjórnvalda, Kalaallit Airports, hefur ákveðið að bjóða út að nýju gerð flugvallar við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Þetta er endurtekning á útboði í fyrra en tilboðin sem þá bárust voru sögð hafa verið öll hátt yfir fjárhagsramma verkefnisins. Íslenski verktakinn Ístak var í hópi bjóðenda, sem valdir höfðu verið að undangengnu forvali.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum

Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsti sjúk­lingurinn sem lagður er inn á sjúkra­hús vegna Co­vid-19

Í fyrsta sinn frá upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur nú þurft að leggja Covid-smitaðan einstakling inn á sjúkrahús á Grænlandi. Landlæknir Grænlands segir ástand sjúklingsins ekki vera alvarlegt, heldur sé um að ræða varúðarráðstöfun vegna undirliggjandi sjúkdóms viðkomandi.

Erlent
Fréttamynd

Grænland lokað næstu tvær vikur

Grænlenska landsstjórnin hefur bannað allt farþegaflug til Grænlands næstu tvær vikur, til 12. janúar. Aðeins verður leyft farþegaflug á vegum stjórnvalda og neyðarflug. Þetta kom fram á fréttamannafundi sem Kim Kielsen forsætisráðherra og Henrik L. Hansen, landlæknir Grænlands, héldu í Nuuk í gær.

Erlent
Fréttamynd

Sex greindust með smit í Ilu­lissat

Sex greindust með kórónuveiruna í Ilulissat á Grænlandi í gær. Flestir þeirra sem greindust komu með flugi frá Danmörku og greindust í seinni landamæraskimun. Allir eru sagðir hafa virt sóttkví og segir landlæknir Grænlands takmarkaða hættu á frekari útbreiðslu.

Erlent
Fréttamynd

Biður græn­lensku börnin af­sökunar

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðið 22 Grænlendinga, sem voru sem börn teknir af fjölskyldum sínum og fluttir nauðugir til Danmerkur árið 1951, opinberlega afsökunar.

Erlent