Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. desember 2024 11:02 Paul Watson var um árabil leiðtogi Sea Shepherd-samtakanna. AP Kanadíski umhverfisaðgerðasinninn Paul Watson verður ekki framseldur til Japan. Honum verður sleppt úr haldi í Grænlandi, eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi þar í tæpa fimm mánuði. Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins DR. Þar er haft eftir lögmanni Watson, Jonasi Christoffersen, að honum sé létt vegna þessara frétta. Fer beint til Frakklands „Ég hef statt og stöðugt trúað því að þetta mál hafi ekki verið grundvöllur til framsals, og harma að það hafi þurft að kosta hann fimm mánuði af lífi hans,“ hefur DR eftir Christoffersen. Hann segir lögreglu á leið í fangelsið í Anstalten í Grænlandi, til þess að ganga frá lausn Watsons. „Ég geri ráð fyrir því að hann fari í kjölfarið með fyrsta flugi heim til sín í Frakklandi, þar sem hann getur haldið jól með fjölskyldu sinni.“ Sagður hafa ráðist á hvalveiðimenn Hinn 73 ára Watson var handtekinn í Nuuk þann 21. júlí síðastliðinn þegar skip hans lagðist að bryggju í Nuuk en hann var sagður á leið á slóðir nýrra japanskra hvalveiðibáta í Kyrrahafi. Japönsk stjórnvöld hafa krafist framsals Watsons en lögfræðingar hans sögðu að slíkt yrði brot á Evrópulöggjöf. Yfirvöld í Japan vilja meina að Watson hafi ráðist á hvalveiðimenn árið 2010 og beitt þá ofbeldi. Watson neitaði alfarið sök í málinu. Refsiramminn fyrir brotin sem Watson eru gefin að sök er þriggja til fimmtán ára fangelsi. Watson var lengi leiðtogi Sea Shepherd-samtakanna sem þekktast er fyrir mótmælaaðgerðir sínar gegn hvalveiðum Japana, Norðmanna og Íslendinga. Vakti það mikla athygli hér á þegar hann stóð að því að tveimur hvalveiðibátum Hvals var sökkt í Reykjavíkurhöfn árið 1986. Hvalveiðar Hvalir Umhverfismál Japan Grænland Danmörk Tengdar fréttir Starbucks styður Paul Watson Sea Shepherd umhverfissamtökin hafa notið stuðnings fjölda stórfyrirtækja og eitt þeirra er Starbucks-kaffihúsakeðjan fræga sem rekur um fjörutíu þúsund kaffihús víða um heim. 21. október 2006 07:00 Gæsluvarðhald yfir Paul Watson framlengt Gæsluvarðhald yfir umvherfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt til fimmta september næstkomandi. Héraðsdómurinn í Sermersooq staðfesti þetta í dag. 15. ágúst 2024 14:01 Paul Watson ánægður með Svandísi Paul Watson segir að hann ætli að hinkra við með skip sitt í bili á Íslandsmiðum ef ske kynni að Kristján Loftsson leggi af stað á miðin með hvalfangara sína. 20. júní 2023 13:42 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Fleiri fréttir Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Sjá meira
Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins DR. Þar er haft eftir lögmanni Watson, Jonasi Christoffersen, að honum sé létt vegna þessara frétta. Fer beint til Frakklands „Ég hef statt og stöðugt trúað því að þetta mál hafi ekki verið grundvöllur til framsals, og harma að það hafi þurft að kosta hann fimm mánuði af lífi hans,“ hefur DR eftir Christoffersen. Hann segir lögreglu á leið í fangelsið í Anstalten í Grænlandi, til þess að ganga frá lausn Watsons. „Ég geri ráð fyrir því að hann fari í kjölfarið með fyrsta flugi heim til sín í Frakklandi, þar sem hann getur haldið jól með fjölskyldu sinni.“ Sagður hafa ráðist á hvalveiðimenn Hinn 73 ára Watson var handtekinn í Nuuk þann 21. júlí síðastliðinn þegar skip hans lagðist að bryggju í Nuuk en hann var sagður á leið á slóðir nýrra japanskra hvalveiðibáta í Kyrrahafi. Japönsk stjórnvöld hafa krafist framsals Watsons en lögfræðingar hans sögðu að slíkt yrði brot á Evrópulöggjöf. Yfirvöld í Japan vilja meina að Watson hafi ráðist á hvalveiðimenn árið 2010 og beitt þá ofbeldi. Watson neitaði alfarið sök í málinu. Refsiramminn fyrir brotin sem Watson eru gefin að sök er þriggja til fimmtán ára fangelsi. Watson var lengi leiðtogi Sea Shepherd-samtakanna sem þekktast er fyrir mótmælaaðgerðir sínar gegn hvalveiðum Japana, Norðmanna og Íslendinga. Vakti það mikla athygli hér á þegar hann stóð að því að tveimur hvalveiðibátum Hvals var sökkt í Reykjavíkurhöfn árið 1986.
Hvalveiðar Hvalir Umhverfismál Japan Grænland Danmörk Tengdar fréttir Starbucks styður Paul Watson Sea Shepherd umhverfissamtökin hafa notið stuðnings fjölda stórfyrirtækja og eitt þeirra er Starbucks-kaffihúsakeðjan fræga sem rekur um fjörutíu þúsund kaffihús víða um heim. 21. október 2006 07:00 Gæsluvarðhald yfir Paul Watson framlengt Gæsluvarðhald yfir umvherfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt til fimmta september næstkomandi. Héraðsdómurinn í Sermersooq staðfesti þetta í dag. 15. ágúst 2024 14:01 Paul Watson ánægður með Svandísi Paul Watson segir að hann ætli að hinkra við með skip sitt í bili á Íslandsmiðum ef ske kynni að Kristján Loftsson leggi af stað á miðin með hvalfangara sína. 20. júní 2023 13:42 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Fleiri fréttir Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Sjá meira
Starbucks styður Paul Watson Sea Shepherd umhverfissamtökin hafa notið stuðnings fjölda stórfyrirtækja og eitt þeirra er Starbucks-kaffihúsakeðjan fræga sem rekur um fjörutíu þúsund kaffihús víða um heim. 21. október 2006 07:00
Gæsluvarðhald yfir Paul Watson framlengt Gæsluvarðhald yfir umvherfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt til fimmta september næstkomandi. Héraðsdómurinn í Sermersooq staðfesti þetta í dag. 15. ágúst 2024 14:01
Paul Watson ánægður með Svandísi Paul Watson segir að hann ætli að hinkra við með skip sitt í bili á Íslandsmiðum ef ske kynni að Kristján Loftsson leggi af stað á miðin með hvalfangara sína. 20. júní 2023 13:42