

Norðmenn minnast þess í dag að eitt ár er liðið frá voðaverkunum í Útey og Osló þar sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik drap 77 manns og særði 242. Formaður ungra jafnaðarmanna sem verður viðstödd minningarathöfn í Útey í dag segir fólk líta björtum augum til framtíðarinnar og vilja halda hugsjónum þeirra sem voru drepnir á lofti.
Norðmenn minnast þess í dag að eitt ár er liðið frá voðaverkunum í Útey og Osló þar sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik drap 77 manns og særði 242.
Ungliðar í norska verkamannaflokknum undirbúa sig nú undir að minnast þess að á sunnudag er liðið eitt ár frá því að Anders Behring Breivik myrti 77 manns í Útey og í Osló. Eins og fram kom á Vísi fyrir fáeinum dögum verður Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, viðstödd minningarathöfn í Útey. Guðrún flaug til Noregs í morgun.
Næsta sunnudag verður ár liðið frá voðaverkunum í Útey, þegar 77 manns létust í árásum fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik á stjórnarráðsbyggingar í Osló og sumarbúðir ungliða Verkamannaflokksins í Útey. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík ætla að minnast atburðanna í Minningarlundinum í Vatnsmýri á sunnudagskvöld klukkan hálfníu. Þar verða flutt ávörp og tónlist. Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, mun verða viðstödd minningarathöfn í Útey.
Ef Anders Behring Breivik verður úrskurðaður ósakhæfur mun það kosta norska ríkið stórfé að vista hann á sérhannaðri einkaréttargeðdeild.
Tíu vikna réttarhöldum yfir hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik lauk fyrir rétti í Ósló í gær. Breivik hélt lokaávarpið í réttarhöldunum þar sem hann krafðist þess að vera látinn laus og hélt því fram að sagan myndi hreinsa hann af áburði. Fjölmargir áhorfendur í salnum yfirgáfu hann áður en Breivik hóf að tala.
Fjöldi fólks sem viðstaddur var réttarhöldin yfir Anders Behring Brevik, norska fjöldamorðingjanum, yfirgaf dómhúsið þegar Breivik var gefinn kostur á að tjá sig um réttarhöldin undir lok þeirra í dag. Salurinn hafði áður verið fullur af áhorfendum.
Lokadagur réttarhaldanna yfir norska fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik fer fram í dag með því að verjendur flytja mál sitt og Breivik sjálfur gefur lokayfirlýsingu. Verjendur Anders Behring Breivik færa í málflutningi sínum rök fyrir því að hann sé heill á geði og eigi því að vera dæmdur í fangelsi. Í gær færðu sækjendur hins vegar rök fyrir því að hann eigi að vera dæmdur vanheill og eigi þar með að vistast á réttargeðdeild. Breivik hefur sjálfur viðurkennt að hafa orðið 77 manns að bana og sært meira en 240 þann 22. júlí í fyrra.
Réttarhöldunum yfir Anders Breivik fer nú senn að ljúka. Ríkissaksóknarar Svein Holden og Inga Bejer Engh munu í dag hefja loka málflutning í máli Anders Breivik og færa rök fyrir sekt hans.
Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik hefur fengið ástarbréf og stuðningsyfirlýsingar í fangelsið þar sem hann dvelur. Hann hefur sýnt sálfræðingi sínum nokkur þeirra.
Íslenskur geðlæknir hafði yfirumsjón með því að meta Anders Behring Breivik. Læknirinn, sem heitir María Sigurjónsdóttir, bar vitni fyrir réttinum í morgun. Þar sagði hún, samkvæmt frásögn norska blaðsins VG, að teymi geðheilbrigðisstarfsfólks sem sá um að vakta Breivik allan sólarhringinn í þrjár vikur í febrúar síðastliðnum hafi fundist sem Breivik væri að reyna að sannfæra þau um hugmyndafræði sína.
Anders Behring Breivik neitaði að svara í dómsal í Ósló í gær, þegar til stóð að spyrja hann um tölvuleikinn World of Warcraft, sem hann spilaði í gríð og erg meðan hann var að undirbúa fjöldamorðin síðastliðið sumar.
Dómari í Breivik málinu sást í dag leggja kapal í tölvunni sinni meðan á vitnaleiðslum stóð. Á mynd sem birtist í norskum fjölmiðlum sést Ernst Henning Eielsen, einn af fimm dómurum í málinu, leika sér í tölvukapalnum solitaire. "Fólk hefur mismunandi leiðir til að halda sér einbeittu," sagði talskona réttarins í fjölmiðlum í dag, en myndin hefur vakið töluverða athygli. "Dómararnir fylgjast gaumgæfilega með öllu því sem fram kemur fyrir réttinum."
NoregurFjöldamorðinginn Anders Behring Breivik eyddi alls um 390 þúsund norskum krónum, sem nemur rúmum 8,3 milljónum íslenskra króna, í skipulag og framkvæmd ódæðanna í fyrrasumar. Þetta kom fram við réttarhöldin í gær.
Talið er að fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hafi tekið inn blöndu af örvandi lyfjum stuttu áður en hann framdi ódæðisverk sín í júlí á síðasta ári.
Bernskuvinir Anders Behring Breivik og þrír vinir hans síðan á unglingsárunum vitnuðu í dag gegn fjöldamorðingjanum í Osló. Geir Lippestad, verjandi Breiviks, segir að það hafi verið mjög erfitt fyrir hann að hlusta á vitnisburðinn.
Norskir lögreglumenn báru vitni í máli Anders Behring Breivik í Osló í gær. Þeir lýstu því þegar fjöldamorðinginn var handsamaður í Útey, 22. júlí síðastliðinn, stuttu eftir að hann hafði myrt 69 manns.
Maður kveikti í sjálfum sér fyrir utan dómshúsið í Osló í morgun þar sem réttarhöldin yfir fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik fara fram.
Tilfinningaþrungin stund var í dómsal í Osló í dag þegar fórnarlömb sem særðust í árás Anders Behring Brevik í Útey lýstu því hvernig þau komust lífs af.
Geir Lippestad, verjandi fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik, og saksóknarar óttast að sagan kunni að endurtaka sig ef fjölmiðlar fá afhentar upptökur af því þegar ungur maður henti skó og hrópaði í áttina að Breivik við réttarhöldin í dag.
"Morðinginn þinn, þú drapst bróður minn. Farðu til fjandans,“ sagði eitt vitnið í réttarhöldunum gegn Anders Behring Breivik í morgun. Í sama mund henti hann skóm í áttina að Breivik. Skórinn hæfði ekki Breivik sjálfan en lenti á einum af verjanda hans, Vibeke Hein Bæra. Samkvæmt frásögn danska ríkisútvarpsins virtist Breivik sjálfur taka þessu með ró.
Réttarhöld í máli norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breiviks hófust að nýju í Osló í dag. Fyrir réttinn komu nokkrir þeirra sem komust lífs af í hildarleiknum í Útey síðasta sumar.
Alls fórust 52 Norðmenn í vinnuslysum í fyrra og er það mesti fjöldi sem ferst í slíkum slysum í landinu frá upphafi.
Meðan fólk, sem lifði af árásir Anders Behrings Breivik í sumar, skýrði frá skelfilegri reynslu sinni við réttarhöldin í Ósló, komu tugir þúsunda saman í miðborginni og sungu lítið barnalag, sem hryðjuverkamaðurinn hafði reynt að koma óorði á.
Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra tók þátt í hópsöng í Osló í dag til að sýna samstöðu með fjölmenningu. Sungið var í tilefni af réttarhöldunum yfir fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik.
Rúmlega 40 þúsund manns komu saman á Youngstorgi í Osló í dag og sungu þjóðlagið Börn regnbogans. Nokkrum metrum frá torginu sat Anders Behring Breivik í dómssal og lýsti voðaverkum sínum í Osló og Útey.
Katrín Jakobsdóttir, er ein fimm menningarmálaráðherra Norðurlandanna, sem mun syngja á torginu á Osló nú í hádeginu. Hún segir að um sé að ræða litla aðgerð til að sýna samstöðu með fjölmenningu. "Við erum hérna að rölta út á torg í Osló, rétt hjá sprengjustaðnum, og þetta er svona aðgerð til þess að sýna samstöðu með fjölmenningu," segir Katrín.
Norðmenn ætla að fjölmenna í miðborg Oslóar í dag til þess að syngja lagið Regnbogabarn. Með þessu vilja Norðmenn lýsa andúð sinni á Anders Behring Breivik og voðaverkum sem hann framdi í Osló og Útey í fyrra, en réttarhöld yfir Breivik standa nú yfir eins og kunnugt er.
"Ég held að allir Norðmenn hafi séð að ég er ekki órökvís," sagði Anders Behring Breivik fyrir rétti í Ósló í gær. "Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því lengur."