Lífeyrissjóðir

Fréttamynd

Lífeyrismál unga fólksins

Það getur skipt sköpum að kynna sér lífeyrismálin fyrir tvítugt frekar en um fertugt eða seinna. Það er mikilvægt að velja sér lífeyrissjóð og kynna sér ávöxtunarleiðir, möguleika til að nýta sparnaðinn til fyrstu fasteignakaupa o.s.frv.

Skoðun
Fréttamynd

Í upphafi skyldi endinn skoða

„Hvar ert þú að ávaxta þínum lífeyrissparnaði?“ Það er ekki beint svona sem samræður hefjast í dag - þrátt fyrir að yfir ævina mun fólk líklega spara um 40-100 m.kr. í gegnum lífeyriskerfið. Fyrir flesta er lífeyrissparnaður ein stærsta fjárfesting ævinnar, ásamt húsnæði.

Skoðun
Fréttamynd

Ert þú 1 af 5?

Nú standa yfir rafrænar kosningar í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins. Almenni Lífeyrissjóðurinn er ekki þessi hefðbundni sjóður þar sem stéttarfélög og atvinnurekendur skipa hvor sinn helming stjórnar, heldur er Almenni Lífeyrissjóðurinn opinn öllum og telur um 57 þúsund sjóðfélaga - c.a. 1 af hverjum 5 í samfélaginu hefur atkvæðisrétt.

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­festar auka stöðu­töku sína með krónunni um tugi milljarða

Eftir að gengi krónunnar hafði veikst stöðugt á seinni árshelmingi 2022 eru merki um að væntingar fyrirtækja og fjárfesta hafi breyst að nýju sem endurspeglast í aukinni framvirkri gjaldeyrisstöðu viðskiptabankanna með krónunni í byrjun þessa árs. Það kann að hafa átt sinn þátt í því krónan hefur rétt úr kútnum að undanförnu og þá voru gjaldeyriskaup lífeyrissjóða í liðnum mánuði með minnsta móti um langt skeið.

Innherji
Fréttamynd

Stefnir LV vegna aldurs­bundinna skerðinga

Sjóðfélagi hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur stefnt sjóðnum vegna breytinga á samþykktum sem fólu það í sér að áunnum lífeyrisréttindum var breytt mismikið milli aldurshópa. Í stefnunni er þess krafist að breytingin verði dæmd ógild og að viðurkennt verði með dómi að lífeyrissjóðnum hafi verið óheimilt að lækka lífeyrisréttindi með þessum hætti.

Innherji
Fréttamynd

Öldunga­ráð VR fyrir eldri borgara sem við verðum öll

Ég hef átt því láni að fagna að vera fulltrúi í stjórn VR frá árinu 2000. Á þeim tíma hafa 6 formenn verið starfandi og ég hef unnið með þeim öllum af bestu getu.Áherslur mínar í gegnum árin hafa ávallt verið að launakjör séu í samræmi við þá framleiðniaukningu sem starfsmenn leggja til með vinnuframlagi sínu.

Skoðun
Fréttamynd

Najkorzystniejsze opcje oszczędzania?

Bez wątpienia wszyscy zgodzimy się, że oszczędzanie jest korzystne, ale czy jedna forma oszczędzania jest korzystniejsza od innej? Snædís Ögn Flosadóttir, dyrektor operacyjny Lífeyrisauka, przybliża i tłumaczy opcje dodatkowych oszczędności emerytalnych, które są rodzajem prywatnych oszczędności.

Samstarf
Fréttamynd

Stað­festi um­deildar breytingar þrátt fyrir and­mæli FME

Fjármála- og efnahagsráðuneytið staðfesti fordæmalausar breytingar á samþykktum lífeyrissjóða, sem fólu það í sér að áunnum lífeyrisréttindum var breytt mismikið milli kynslóða, þrátt fyrir að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefði gefið neikvæða umsögn og ráðlagt ráðuneytinu að synja sjóðunum staðfestingu. Að mati eftirlitsins er ekki lagaheimild fyrir skerðingu réttinda hjá sjóðum sem búa við góðan fjárhag. 

Innherji
Fréttamynd

Hagstæðasti sparnaðurinn?

Við getum eflaust öll verið sammála um að hagkvæmt sé að leggja fyrir en er eitt sparnaðarform hagstæðara en annað? Snædís Ögn Flosadóttir, rekstrarstjóri Lífeyrisauka, fræddi okkur um viðbótarlífeyrissparnað sem er ein tegund séreignarsparnaðar.

Samstarf
Fréttamynd

Gildi sér engin rök fyrir nýjum reglum um til­nefningar­nefndir

Gildi lífeyrissjóður hallast að því að nýleg lagaákvæði, sem lögfesta setu stjórnarmanns í tilnefningarnefndum banka og fela nefndunum það hlutverk að leggja mat á störf framkvæmdastjóra, þarfnist endurskoðunar. Enginn haldgóður rökstuðningur sé fyrir þessum breytingum og reynslan sýni að almennt sé óheppilegt að stjórnarmenn sitji í tilnefningarnefndum.

Innherji
Fréttamynd

Gildi oftast eina mót­staðan á markaði gegn launa­skriði for­stjóra

Launakjör forstjóra Símans og fjárfestingafélagsins Skel eru úr takti við það sem eðlilegt getur talist í íslensku samfélagi að sögn Árna Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Gildis lífeyrissjóðs. Hann segir að lífeyrissjóðurinn sé oftast eini fjárfestirinn á markaði sem stendur á móti straumnum þegar kemur að starfskjarastefnum skráðra félaga.

Innherji
Fréttamynd

Um starfskjör forstjóra

Reynslan hefur sýnt að sífellt er verið að bæta við kaupaukum í ýmsu formi til stjórnenda fyrirtækja í Kauphöllinni án þess að það komi niður á háum föstum launum, segir framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs. 

Umræðan
Fréttamynd

Á annan tug einka­fjár­­festa keyptu breytan­­leg skulda­bréf á Al­vot­ech

Vel yfir tuttugu fjárfestar, einkum verðbréfasjóðir og lífeyrissjóðir, komu að kaupum á breytanlegum skuldabréfum upp á samtals um tíu milljarða sem Alvotech gaf út undir lok síðasta árs en innlendir einkafjárfestar voru um helmingurinn af þeim fjölda, samkvæmt gögnum um þátttakendur í útboðinu. Skuldabréfunum, sem bera 12,5 til 15 prósenta vexti á ársgrundvelli, má breyta yfir í almenn hlutabréf í árslok 2023 á genginu 10 Bandaríkjadalir á hlut en markaðsgengið er nú um 40 prósentum hærra, eða rúmlega 14 dalir.

Innherji
Fréttamynd

„Stjórnar­menn hafa ekkert að gera í til­nefningar­nefndum“

Stjórnarmenn sem sitja í tilnefningarnefnd hjá sama fyrirtæki hafa augljóst forskot á aðra frambjóðendur til stjórnar og beina hagsmuni af tiltekinni niðurstöðu sem fer ekki endilega saman við hagsmuni fyrirtækisins, hluthafa þess eða annarra haghafa. Þetta segir Helga Hlín Hákonardóttir, meðeigandi hjá ráðgjafafyrirtækinu Strategíu, sem hefur um árabil veitt fagfjárfestum, stofnanafjárfestum og hinu opinbera ráðgjöf um stjórnarhætti og stefnumótun.

Innherji
Fréttamynd

Lífeyrissjóðir vilja að stjórnar­menn hverfi úr til­nefningar­nefndum

Lífeyrissjóðir hafa ítrekað gert athugasemdir við það að stjórnarmaður smásölufélagsins Festar sitji jafnframt í tilnefningarnefnd félagsins. Samantekt Innherja sýnir að um helmingur þeirra félaga sem starfrækja tilnefningarnefnd hafa komið því í kring að minnst einn stjórnarmaður eigi sæti í nefndinni. 

Innherji
Fréttamynd

Hvers eigum við að gjalda?

Ég hef fundað oftar en ég hef minni til með forsvarsmönnum lífeyrissjóðanna og SA, og komið að fjölda kynninga um arðsemi og mikilvægi þess að lífeyrissjóðirnir komi að fjárfestingu á íbúðamarkaði eins og tíðkast í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við.

Skoðun
Fréttamynd

Gildi minnkar stöðu sína í Símanum um meira en fjórðung

Lífeyrissjóðurinn Gildi, sem hefur verið einn allra stærsti hluthafi Símans um langt skeið, seldi meira en fjórðung bréfa sinna í fjarskiptafélaginu í liðnum mánuði. Að undanförnu hafa stærstu lífeyrissjóðir landsins verið að selja sig nokkuð niður í Símanum.

Innherji
Fréttamynd

Hækkandi álag á banka­bréfin „gróf veru­lega“ undan gjald­eyris­markaðinum

Seðlabankastjóri segjast hafa væntingar um að gengi krónunnar hafi náð lágmarki og það muni styrkjast þegar líður á árið. Mikil hækkun vaxtaálags á skuldabréf bankanna í erlendri mynt hafði talsverð neikvæð áhrif á gjaldeyrismarkaðinn á síðustu mánuðum ársins 2022 en nú er útlit fyrir að sú staða sé að breytast til hins betra.

Innherji
Fréttamynd

Lífeyrissjóðir með fjórðung af nýjum íbúðalánum árið 2022

Hrein ný útlán lífeyrissjóða til heimila námu 48 milljörðum króna árið 2022 og voru þau um fjórðungur af heildarupphæð nýrra íbúða á árinu. Nýbirtar tölur Seðlabanka Íslands sýna endurkomu lífeyrissjóða á lánamarkaði eftir tveggja ára tímabil þar sem uppgreiðslur voru meiri en ný útlán.

Innherji
Fréttamynd

Ardian: Auð­veldara að fjár­festa á Ís­landi ef sam­keppnis­lög­in eru eins og í Evrópu

Fjárfestingarstjóri hjá Ardian, sem stóð að stærstu erlendu fjárfestingunni hér á landi í meira en áratug með kaupunum á Mílu í lok síðasta árs, segir að fyrir erlenda langtímafjárfesta sé mikilvægt að þeir upplifi það að vera meðhöndlaðir af hálfu stjórnvalda með sama hætti og innlendir fjárfestar. Afar erfitt sé hins vegar að eiga við þá áhættu sem tengist vaxtastiginu og flökti í gengi krónunnar.

Innherji
Fréttamynd

Bein út­sending: Fjár­fest í þágu þjóðar

Landssamtök lífeyrissjóða og innviðaráðuneytið standa í dag fyrir ráðstefnu um innviðafjárfestingar með áherslu á samgönguinnviði. Ráðstefnan fer fram á Grand hóteli og hefst klukkan 8:30. Hún er sýnd í beinu streymi hér á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Sunna kemur ný inn í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna

Sunna Jóhannsdóttir, sem er verkefnastjóri fjármála hjá Íslensku óperunni, hefur tekið sæti í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV). Kemur hún inn í stjórnina í kjölfar þess að Guðrún Johnsen, doktor í hagfræði, hætti í stjórninni eftir ráðningu hennar sem ráðgjafi yfirstjórnar Danska seðlabankans.

Klinkið
Fréttamynd

Lækkandi vaxta­á­lag á evru­bréf bankanna ætti að „róa gjald­eyris­markaðinn“

Eftir að hafa lækkað nær stöðugt í verði frá áramótum hefur gengi krónunnar styrkst um 2,5 prósent gagnvart evrunni síðustu þrjá viðskiptadaga. Tilkynning Símans um sölu á skuldabréfi fyrir um 16 milljarða til félags í rekstri Ardian réð miklu um styrkingarspíralinn í gær, að sögn sérfræðinga á gjaldeyrismarkaði, en væntingar eru eins um að lækkandi vaxtaálag á erlendar útgáfur bankanna geti haft áhrif á gengi krónunnar til styrkingar.

Innherji