Tæplega sjötíu prósent íslenskra fanga hafa aldrei greitt í stéttarfélag eða lífeyrissjóð Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 28. febrúar 2024 07:01 Tæplega sjötíu prósent íslenskra fanga hafa aldrei greitt í stéttarfélag eða lífeyrissjóð og fæstir þeirra sem ljúka afplánun taka virkan þátt á vinnumarkaði. Þetta eru helstu niðurstöður úr könnun sem Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, gerði í íslenskum fangelsum. Niðurstöðurnar gefa tilefni til þess að stjórnvöld skoði félagshagfræðilega þætti fangelsunar gaumgæfilega með tilliti til þeirra úrræða sem bjóðast þegar fangar hafa greitt skuld sína gagnvart samfélaginu með fangelsisvist. Að mati Afstöðu endurspegla niðurstöður könnunarinnar þá staðreynd að íslenskir fangar eru upp til hópa einstaklingar sem misst hafa af tækifærum í lífinu sem öðrum þykja sjálfsögð. Einstaklingar sem hafa glímt hafa við mikinn félagslegan vanda sem litað hefur líf þeirra á alla vegu og orðið til þess að þeir beygi af réttri braut. Þar sem endurkomutíðni í íslenskum fangelsum er mjög há og gera má ráð fyrir að annar hver einstaklingur hljóti fangelsisdóm aftur má draga þá ályktun að fæstir þeir sem fara í gegnum fangelsiskerfið hér á landi fari nokkurn tíma á vinnumarkað. Sú ályktun er meðal annars byggð á þeirri staðreynd að dómþolum er gert að greiða sektir, bætur, sakarkostnað og uppsöfnuð meðlög. Þetta eru skuldir sem fylgja miðanum út í frelsið og tekur því við sannkallað skuldafangelsi sem varað getur út ævina. Skuldafangelsið birtist helst í því að 70% af launum viðkomandi eru sjálfkrafa dregin frá upp í umræddar skuldir þrátt fyrir að augljóst megi heita að ekki nokkur einstaklingur í veikri stöðu geti lifað af 30% launa sinna. Þetta leiðir óumflýjanlega til þess að fyrrum dómþolar finna sér störf í svörtu hagkerfi og komast því í raun aldrei almennilega út í hið frjálsa samfélag. Líkurnar aukast því verulega á áframhaldandi glæpastarfsemi sem oftar en ekki endar með nýjum fangelsisdómi. Afstaða telur þetta verulegt áhyggjuefni og ljóst að félagslegt stuðningsnet eftir afplánun er þakið götum. Stjórnvöld verða að opna augun fyrir því að þetta fyrirkomulag hindrar farsæla aðlögun að samfélaginu og eykur ítrekunartíðni glæpa með tilheyrandi afleiðingum fyrir samfélagið allt. Afstaða skorar á ríkisstjórnina að setja á fót starfshóp þvert á ráðuneyti til að skoða í grunninn tengslin á milli efnahagslegra erfiðleika, takmarkaðra atvinnutækifæra og þátttöku í glæpum með tilliti til núverandi fyrirkomulags og finna leiðir til að styðja við fyrrverandi fanga í þessari stöðu. Tryggja verður að félagslegt stuðningsnet skili árangri og víkja frá þeirri stefnu sem stuðlar að skuldafangelsi. Könnunin var lögð fyrir sextíu fanga úrtak í íslenskum fangelsum og var svarhlutfall um 90%, sem er alls ekki sjálfsagt. Könnunin var einföld og eingöngu leitað svara við því í hvaða stéttarfélag og í hvaða lífeyrissjóð viðkomandi hafði greitt í einhvern tíma á ævinni fyrir afplánun. Niðurstöðurnar voru jafnframt á þá leið að 45% þeirra sem höfðu greitt í þessa sjóði greiddu í Eflingu stéttarfélag og Gildi lífeyrissjóð. Sú niðurstaða leiðir jafnframt til þess að frekari rannsókna er þörf þegar kemur að efnahagslegum tengslum við glæpastarfsemi. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Lífeyrissjóðir Stéttarfélög Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Ennþá svangar Hildur Björnsdóttir Bakþankar Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson Skoðun Vill einhver eiga tvo milljarða? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð – loksins orðin að veruleika Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Sjá meira
Tæplega sjötíu prósent íslenskra fanga hafa aldrei greitt í stéttarfélag eða lífeyrissjóð og fæstir þeirra sem ljúka afplánun taka virkan þátt á vinnumarkaði. Þetta eru helstu niðurstöður úr könnun sem Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, gerði í íslenskum fangelsum. Niðurstöðurnar gefa tilefni til þess að stjórnvöld skoði félagshagfræðilega þætti fangelsunar gaumgæfilega með tilliti til þeirra úrræða sem bjóðast þegar fangar hafa greitt skuld sína gagnvart samfélaginu með fangelsisvist. Að mati Afstöðu endurspegla niðurstöður könnunarinnar þá staðreynd að íslenskir fangar eru upp til hópa einstaklingar sem misst hafa af tækifærum í lífinu sem öðrum þykja sjálfsögð. Einstaklingar sem hafa glímt hafa við mikinn félagslegan vanda sem litað hefur líf þeirra á alla vegu og orðið til þess að þeir beygi af réttri braut. Þar sem endurkomutíðni í íslenskum fangelsum er mjög há og gera má ráð fyrir að annar hver einstaklingur hljóti fangelsisdóm aftur má draga þá ályktun að fæstir þeir sem fara í gegnum fangelsiskerfið hér á landi fari nokkurn tíma á vinnumarkað. Sú ályktun er meðal annars byggð á þeirri staðreynd að dómþolum er gert að greiða sektir, bætur, sakarkostnað og uppsöfnuð meðlög. Þetta eru skuldir sem fylgja miðanum út í frelsið og tekur því við sannkallað skuldafangelsi sem varað getur út ævina. Skuldafangelsið birtist helst í því að 70% af launum viðkomandi eru sjálfkrafa dregin frá upp í umræddar skuldir þrátt fyrir að augljóst megi heita að ekki nokkur einstaklingur í veikri stöðu geti lifað af 30% launa sinna. Þetta leiðir óumflýjanlega til þess að fyrrum dómþolar finna sér störf í svörtu hagkerfi og komast því í raun aldrei almennilega út í hið frjálsa samfélag. Líkurnar aukast því verulega á áframhaldandi glæpastarfsemi sem oftar en ekki endar með nýjum fangelsisdómi. Afstaða telur þetta verulegt áhyggjuefni og ljóst að félagslegt stuðningsnet eftir afplánun er þakið götum. Stjórnvöld verða að opna augun fyrir því að þetta fyrirkomulag hindrar farsæla aðlögun að samfélaginu og eykur ítrekunartíðni glæpa með tilheyrandi afleiðingum fyrir samfélagið allt. Afstaða skorar á ríkisstjórnina að setja á fót starfshóp þvert á ráðuneyti til að skoða í grunninn tengslin á milli efnahagslegra erfiðleika, takmarkaðra atvinnutækifæra og þátttöku í glæpum með tilliti til núverandi fyrirkomulags og finna leiðir til að styðja við fyrrverandi fanga í þessari stöðu. Tryggja verður að félagslegt stuðningsnet skili árangri og víkja frá þeirri stefnu sem stuðlar að skuldafangelsi. Könnunin var lögð fyrir sextíu fanga úrtak í íslenskum fangelsum og var svarhlutfall um 90%, sem er alls ekki sjálfsagt. Könnunin var einföld og eingöngu leitað svara við því í hvaða stéttarfélag og í hvaða lífeyrissjóð viðkomandi hafði greitt í einhvern tíma á ævinni fyrir afplánun. Niðurstöðurnar voru jafnframt á þá leið að 45% þeirra sem höfðu greitt í þessa sjóði greiddu í Eflingu stéttarfélag og Gildi lífeyrissjóð. Sú niðurstaða leiðir jafnframt til þess að frekari rannsókna er þörf þegar kemur að efnahagslegum tengslum við glæpastarfsemi. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar