

Finnur Aðalbjörnsson gerði sér lítið fyrir í fyrrakvöld þegar hann fór á stórum fjögur hundruð hestaafla Fendt traktor með snjóblásara yfir heiðina. Þetta gerði hann til þess að tryggja að starfsmenn hans og vinir sem fylgdu honum á heiðinni kæmust út fyrir landsteinanna.
Landeigandi sem hefur sett sig upp á móti Blöndulínu 3 segir gagnrýni ráðherra og orkufyrirtækja á hendur landeigenda afar ómálefnalega.
Sveitarstjórn Hörgarársveitar krefst þess að allar línur rafmagns sem liggja í gegnum sveitarfélagið verði komið neðanjarðar. Í Hörgárdal og Öxnadal var rafmagnslaust í fjóra sólahringa þar sem lengst var rafmagnsleysi í óveðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að jarðgöng á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar myndu stórefla atvinnusvæðið á Norðurlandi. Ráðherra gerir fastlega ráð fyrir að göngin verði einn af þeim möguleikum sem skoðaðir verða.
Félags- og barnamálaráðherra og sveitarstjóri í Hörgársveit undirrituðu viljayfirlýsingu um aðkomu stjórnvalda að húsnæðisuppbyggingu í Hörgársveit á laugardag.
Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001.
Lögmaður dóttur Grants Wagstaff sem fórst í flugslysi í Barkárdal sumarið 2015 segir andlát hans mega rekja til stórfellds gáleysis flugmannsins Arngríms Jóhannssonar. Krefst dóttirin 12 milljóna króna miskabóta frá Arngrími og tryggingafélagi hans, Sjóvá.
Hún nýtir hundinn sinn, köttinn, meira að segja hárið af ömmu sinni - norska listakonan sem búin er að hreiðra um sig í gömlu síldarbræðslunni á Hjalteyri.
Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar.
Sóknarpresturinn séra Oddur Bjarni Þorkelsson fræddi áhorfendur um Möðruvelli í Hörgárdal í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2.
Þau Elsa Ösp Þorvaldsdóttir og Róbert Fanndal Jósavinsson á bænum Litla-Dunhaga eru handhafar umhverfisverðlauna Hörgársveitar í ár. Þau eiga tvö ung börn, einbeita sér að kúabúskap og eru með milli fimmtíu og sextíu mjólkandi kýr í róbótafjósi.
Skemmtileg togstreita er milli Öxndæla og Hörgdæla um nafnið á einum frægasta fjallstindi landsins. Öxnadalsmegin heitir hann Hraundrangi en Hörgdælir, sem horfa á tindinn frá hinni hliðinni, nota annað nafn.
Djákninn á Myrká gekk aftur og gat því ekki sagt kristilegt nafn ástkonu sinnar. Því mælti hann "Garún, Garún," þegar þau riðu saman út í tunglskininu og hún sá í hvíta hauskúpuna.
Lífleg umræða hefur skapast í fésbókarhópnum Handóðir prjónarar eftir að þátturinn "Um land allt“ var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi.
Áform um að opna fræðslusetur á Hrauni í Öxnadal um Jónas Hallgrímsson hafa legið í láginni í áratug eftir að bakhjarlar verkefnisins urðu gjaldþrota í bankahruninu.
Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum.
Skólahald í Þelamerkurskóla í Eyjafirði fellur niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs.
Arngrímur Jóhannsson vill að ekkja sem höfðar bótamál gegn honum vegna andláts eiginmanns skili 7,5 milljóna króna tryggingu fyrir málskostnaði. Lögmaður ekkjunnar segir það myndu hindra aðgang hennar að dómstólum.
Arion banki hefur boðið til sölu sex herbergja orlofshús í eigu bankans, sem aðeins æðstu stjórnendur hans hafa haft afnot af síðustu ár, í Hörgársveit í Eyjafirði.
Ökumaðurinn var sviptur ökuleyfi.
Bandarískur karlmaður fæddur 1955.
Köfunarslys varð í dag á Eyjafirði til móts við Hjalteyri þar sem einn einstaklingur lést.
Fjölskylda Grants Wagstaff, sem lést í flugslysi í Eyjafirði, kveðst harmi slegin vegna minningarathafnar án sinnar vitneskju. Arngrímur Jóhannsson, sem flaug vélinni og ekkjan stefnir í dómsmáli, stóð að uppsetningu minnismerkis.
Tvær aurskriður féllu í vestanverðum Eyjafirði í dag
Enn hefur ekki verið skipaður dómari í máli ekkju Kanadamannsins sem fórst í flugslysi í Barkárdal gegn flugmanninum og tryggingafélaginu Sjóvá.
Hverjum gæti dottið í hug að byggja upp ferðaþjónustu á grunni draugasögu? Jú, bændunum á Myrká þar sem djákninn ásótti Guðrúnu forðum og kallaði Garúnu.
Heilbrigðisfulltrúi segir slysið á Öxnadalsheiði í gær, þar sem nokkur þúsund lítrar af olíu láku út í jarðveginn eftir að olíuflutningabíll valt, gefa tilefni til að ráðist verði í aðgerðir.
Þrettán þúsund lítrar af olíu láku út í umhverfið á slysstað en hreinsun beinist aðallega að læk í grennd við þjóðveginn.
Opnað hefur verið fyrir umferð um Öxnadalsheiði að nýju eftir að olíuflutningabíll valt á veginum fyrr í dag. Um sautján þúsund lítrar af olíu láku úr tanknum og rakleitt í Grjótá sem er nærri veginum.
Olíubragð af ánni.