Vinnumarkaður

Fréttamynd

Á­kveðinn hópur út­skúfaður og ljóst hverjir eiga að halda starfi sínu

Starfsmenn Eflingar eru enn í miklu áfalli eftir að þeim var öllum sagt upp í byrjun vikunnar. Auglýst var eftir nýju starfsfólki í morgun og starfsmönnum hent út af innri vef félagsins í gærkvöldi. Trúnaðarmaður félagsmanna VR í Eflingu gagnrýnir framkomu stjórnar harðlega og skiptar skoðanir voru meðal stjórnarmeðlima VR á aukafundi um málið í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Horfa þurfi á hóp­upp­sögn Eflingar í stærra sam­hengi

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, segir að hópuppsögn starfsmanna Eflingar hafi komið sér á óvart og slíkar aðgerðir séu ávallt áhyggjuefni. Þó beri að horfa á ákvörðunina í samhengi við þau langvarandi átök sem hafi ríkt innan Eflingar.

Innlent
Fréttamynd

Að vinna frítt

Vinir fá flotta viðskiptahugmynd. Vinir framkvæma hana og hljóta lof fyrir. Fjár er aflað til að reka verkefnið áfram og verkefnið fer að skila tekjum. Einhvers staðar á leiðinni syrtir í álinn. Úps. Það er kominn ágreiningur. 

Skoðun
Fréttamynd

Segir upp öllu starfs­fólki Eflingar

Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu.

Innlent
Fréttamynd

Fær hálfa milljón í bætur vegna upp­sagnarinnar

Strandabyggð þarf að greiða Þorgeiri Pálssyni, fyrrverandi sveitarstjóra sveitarfélagsins, hálfa milljón króna í miskabætur vegna uppsagnar hans. Héraðsdómur telur uppsögnina hafa verið framkvæmda með óeðlilega meiðandi hætti.

Innlent
Fréttamynd

Skatta­stefna Reykja­víkur­borgar er partur af at­vinnu­stefnunni

Ný atvinnu- og nýsköpunarstefna Reykjavíkurborgar var lögð fyrir borgarstjórn fyrr í vikunni. Í henni eru ýmsir góðir punktar. Stefnan er m.a. byggð á niðurstöðum samráðs við fyrirtæki í borginni og samtök þeirra. Á þeim fundum komst til skila – og rataði meira að segja inn í plaggið – að tortryggni og vantraust ríkir á milli atvinnulífs og borgaryfirvalda.

Skoðun
Fréttamynd

Er­lent starfs­fólk er ferða­þjónustunni gríðar­lega mikil­vægt

Ferðaþjónustan stendur frammi fyrir þeirri áskorun að stór hluti þess erlenda starfsfólks sem starfaði í greininni fyrir heimsfaraldur er horfinn og hefur færst til annarra atvinnugreina. Fyrir tíma heimsfaraldurs var fólk af erlendum uppruna þriðjungur af heildarfjölda starfsfólks í ferðaþjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Störfin heim í Fjarðabyggð

Landsbyggðin þekkir vel að með tilkomu net- og tæknivæðingar skiptir staðsetningin minna máli. Störf eru nú í meira mæli auglýst án staðsetningar, sem er ánægjuleg þróun og mun að öllum líkindum aukast með stafrænni þróun. En afhverju erum við í Fjarðabyggð þá ekki að auglýsa störf okkar án staðsetningar?

Skoðun
Fréttamynd

Virkni er velferð

Reykjavík réðst í markvissar viðspyrnu aðgerðir í covid og einn liður í þeim voru aðgerðir til að bregðast við auknu atvinnuleysi og fjölgun fólks sem þurfti að reiða sig á fjárhagsaðstoð Reykjavíkur til framfærslu.

Skoðun
Fréttamynd

Au pair látin gista í lítilli geymslu með bráða­birgða­tjaldi

Kærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að afturkalla dvalarleyfi filippseyskrar konu sem starfaði sem „au pair“ hjá íslenskri fjölskyldu. Leyfið var afturkallað eftir að konan hætti störfum hjá fjölskyldunni vegna aðstæðna sem hún lýsti sem óviðunandi.

Innlent
Fréttamynd

Hug­vitsam­legar kjara­við­ræður?

„Allir vinna“ er markmið þar sem hagsmunir aðila fara saman og eru líklegir til að leiða til samninga sem halda til lengri tíma. Þá gildir að koma auga á tækfærin sem skila verðmætasköpun til beggja aðila.

Skoðun
Fréttamynd

Þriðja og síðasta þrepið verði að „um­bylta for­ystu­sveit“ ASÍ

Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík, segir að eftir að tvö þrep í þátt átt að gera breytingar á verkalýðshreyfingunni hafi gengið eftir, þá muni það þriðja og síðasta felast í að „umbylta forystusveit Alþýðusambands Íslands“ – forystuteymið og miðstjórn – á þingi sambandsins næsta haust.

Innlent
Fréttamynd

Ungir inn­flytj­endur eiga erfitt með að fá vinnu

Tæpur helmingur atvinnulausra á landinu er með erlent ríkisfang. Þetta fólk er oft ungt og ómenntað en getur nú lært réttu handtökin fyrir atvinnulífið í nýju og skemmtilegu verkefni sem var að fara af stað í Borgarfirði.

Innlent
Fréttamynd

Hvert er mark­miðið með á­róðri SA?

Á forsíðu Fréttablaðsins í dag er því haldið fram að sveitarfélögin og ríkið sogi til sín fólk úr einkageiranum. Fyrirsögnin byggir á viðtali við Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins (SA).

Skoðun
Fréttamynd

Til vinnuveitenda

Tilgangurinn með þessari grein er að upplýsa atvinnurekendur umstaðreyndir um endómetríósu og hversu mikil áhrif sjúkdómurinn hefur á líf einstaklinga með hann.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef lent í“

Veitingamaður sem ákvað að auglýsa sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri segir viðbrögð við auglýsingunni það ótrúlegasta sem hann hafi lent í. Hann segir ótal kosti við þennan hóp starfsfólks og telur mikla aldursfordóma ríkja í samfélaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Það sem vantar í um­ræðuna

Hvað finnst fulltrúum Samtaka atvinnulífsins vera eðlilegur launamunur? Ef ég væri í hlutverki fréttaspyrils myndi ég spyrja þessarar spurningar. Á hverju ári fáum við fréttir af ofurlaunum og handritið er í raun ritað fyrirfram.

Skoðun