Hælisleitendur Mótmæla brottvísun Yazans á Austurvelli Fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag til að mótmæla brottvísun Yazans Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs með vöðvarýrnunarsjúkdóm. Innlent 23.6.2024 18:13 Samfylkingin ætli ekki að „bara vera með upphrópanir“ Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður Samfylkingarinnar segir flokkinn búa sig undir að taka við landsstjórninni. Í því felist að taka afstöðu til allra mála á þeim forsendum að „iðka það sem við segjum og ekki bara vera með upphrópanir og andstöðu verandi í minnihluta“. Innlent 18.6.2024 08:31 Leita að nýju húsnæði fyrir kaffistofu Samhjálpar Samhjálp leitar nú að nýju húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar. Kaffistofan hefur verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007 en opnaði upprunalega árið 1981 á Hverfisgötu og hefur Kaffistofan því verið starfrækt í meira en 40 ár. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga, allan ársins hring. Innlent 15.6.2024 11:00 Útlendingafrumvarpið hefur verið samþykkt Útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra hefur verið samþykkt á Alþingi. Atkvæðagreiðslunni lauk fyrir skemmstu. Innlent 14.6.2024 12:07 Flóttamannastraumurinn renni þangað sem stærstu glufurnar finnast Dómsmálaráðherra fagnar því að boðaðar séu veigamiklar breytingar á útlendingalöggjöf í áraraðir. Í eldhúsræðu sinni sagði hún málefni útlendinga eru viðkvæman málaflokk en hún hræðist ekki vegferðina sem er fram undan í útlendingamálum. Innlent 12.6.2024 22:43 Þrettán ungliðahreyfingar fordæma breytingar á útlendingalögum Þrettán íslenskar ungliðahreyfingar krefjast þess að ný útlendingalög verði samin í samráði við sérfræðinga í málaflokknum, mannréttindasamtök og hagsmunaaðila. Þau fordæma breytingarnar sem á að gera á útlendingalögunum og krefjast þess að allar lagabreytingar séu gerðar með mannréttindi að leiðarljósi. Innlent 10.6.2024 22:27 Vill brottvísa hælisleitendum sem fremja alvarlega glæpi Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sagði að vísa ætti úr landi hælisleitendum sem gerast sekir um hegningarlagabrot jafnvel þó þeir hafi komið frá Sýrlandi eða Afganistan. Erlent 6.6.2024 15:52 Segir íbúa Reykjanesbæjar búa við ógn vegna fjölda hælisleitenda Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það veki óhug að lesa fréttir eins og þá sem birtist á Vísi í vikunni um átta Palestínumenn sem ákærðir hafa verið fyrir líkamsárásir gegn konu. Hann segir íbúa í Reykjanesbæ búa við ógn af hælisleitendum sem þar búa. Innlent 5.6.2024 22:36 Útlendingafrumvarpið afgreitt út úr þingnefnd Á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis var útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra afgreitt út úr nefndinni. Innlent 4.6.2024 12:05 Enginn ágreiningur uppi og útlendingafrumvarpið afgreitt í vikunni Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir engan ágreining uppi á milli stjórnarflokkanna um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Innlent 4.6.2024 06:26 Hagsmunir barna ekki „tromp spil“ og niðurstaða umboðsmanns ótæk Dómsmálaráðuneytið segir umboðsmann barna komast að „ótækri“ niðurstöðu í umsögnum sínum um útlendingafrumvarpið svokallaða. Hagsmunir barna séu ekki „tromp spil“ í útlendingamálum. Innlent 3.6.2024 11:31 Vilja samstarf við Norðurlöndin vegna fólks sem vill ekki fara Fjórir þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli dómsmálaráðherra að leita samstarfs við kollega sína á Norðurlöndum um móttöku umsækjenda um alþjóðlega vernd sem hafa fengið umsókn sinni synjað. Innlent 3.6.2024 10:18 Um 200 bíða þess að vera flutt af landi í þvinguðum brottflutningi Á lista stoðdeildar ríkislögreglustjóra eru 227 verkbeiðnir um þvingaðan brottflutning einstaklinga. Þar af er verið að afla ferðaskilríkja fyrir 58 einstaklinga. Síðustu tólf mánuði hafa alls 188 einstaklingar verið fluttir á brott í þvinguðum flutningi til margra ólíkra landa. Innlent 29.5.2024 06:46 Yazan bíður enn svara Algjör óvissa er enn í máli tólf ára palestínsks drengs, með hrörnunarsjúkdóm, sem senda á úr landi. Tæpar þrjár vikur eru síðan stoðdeild ríkislögreglustjóra heimsótti drenginn og foreldra hans til að undirbúa brottflutning en óskað hefur verið eftir endurupptöku málsins. Innlent 26.5.2024 15:01 Safna til að koma konunum í varanlegt skjól í Nígeríu Hópur fólks stendur nú fyrir söfnun til að aðstoða þrjár nígerískar konur sem var vísað úr landi fyrr í þessum mánuði. Konurnar fengu allar endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd fyrir um ári síðan og voru fluttar á brott í þvinguðum brottflutningi. Innlent 24.5.2024 09:32 Hrunráðherrar og reynsluboltar Samfylkingarinnar Hrunreynsluboltarnir Þórunn Sveinbjarnardóttir og Oddný G. Harðardóttir, báðar með sótsvarta ferilskrá í stjórnmálum og ríkisrekstri, fálma nú hvor í aðra og geysast fram á ritvöllinn til að réttlæta það ófremdarástand sem ríkir í hælisleitendamálum og um leið þann 25 milljarða beina kostnað sem málaflokkurinn tekur til sín á ársgrundvelli. Skoðun 23.5.2024 07:00 Fordæma brottvísun mansalsþolenda og vilja nýja stefnu Íslandsdeild Amnesty International fordæmir brottvísanir íslenskra stjórnvalda á umsækjendum um alþjóðlega vernd sem eru mansalsþolendur og hvetur stjórnvöld til að endurskoða stefnu sína er varðar umsækjendur um alþjóðlega vernd sem eru þolendur mansals. Vinna er hafin í dómsmálaráðuneytinu við nýja aðgerðaráætlun um mansal. Innlent 17.5.2024 11:59 Um 920 mál óafgreidd hjá kærunefnd útlendingamála Kærunefnd útlendingamála hafði í upphafi maí á þessu ári 920 óafgreidd mál á sínu borði. Vegna þessa mikla fjölda hefur meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar lagt til tímabundna breytingu á fyrirhuguðum breytingum á útlendingalögunum. Innlent 16.5.2024 13:39 Lögreglan þurfi nauðsynlega auknar rannsóknarheimildir Píratar gera verulegar athugasemdir við frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga og lögreglu sem stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að verði afgreidd á yfirstandandi vorþingi. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist ekki deila áhyggjum Pírata. Bæði frumvörp færi reglur hér nær því sem þekkist á Norðurlöndunum. Innlent 15.5.2024 19:47 Vill ræða brottvísun til Nígeríu í nefnd: „Skelfileg ásýnd á þessu máli“ Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að fulltrúar Útlendingastofnunar, kærunefndar útlendingamála og ríkislögreglustjóra komi á fund allsherjar- og menntamálanefndar til að ræða um brottvísun þriggja nígerískra kvenna í fyrradag. Konurnar hafa allar lýst því að vera þolendur mansals. Innlent 15.5.2024 15:00 Píratar hafa áhyggjur af skorti á eftirliti með lögreglu Þingmaður Pírata segir greinilegt að alger samstaða sé milli stjórnarflokkanna um að afgreiða breytingar á útlendingalögum sem herði að þeim sem þurfi á vernd að halda. Þá verði ekki nægjanlegt eftirlit með því hvernig lögregla beiti auknum rannsóknarheimildum á fólki sem ekki hefði framið neinn glæp. Innlent 15.5.2024 12:09 Ísland hástökkvari á Regnbogakortinu Ísland er einn af hástökkvurunum Regnbogakorts ILGA-Europe, regnhlífarsamtaka yfir 700 hinsegin félaga í Evrópu og Mið-Asíu í ár, og fer upp í annað sæti úr því fimmta. Í tilkynningu kemur fram að Ísland uppfylli nú um 83 prósen af þeim viðmiðum sem ILGA-Europe setur. Innlent 15.5.2024 10:01 Fulltrúar Stígamóta reyna að tryggja öryggi kvennanna í Nígeríu Talskona Stígamóta segir íslenska ríkið brjóta alþjóðasáttmála með því að vísa þolendum mansals úr landi og tryggja ekki öryggi þeirra á viðkomustað. Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið til Frankfurt seint í gær. Fulltrúar Stígamóta vinna að því að tryggja öryggi þeirra. Innlent 14.5.2024 12:02 Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. Innlent 14.5.2024 09:26 „Erum hér í kvöld svo þetta gerist ekki í þögn“ Hópur fólks mótmælir nú við Keflavíkurflugvöll vegna yfirvofandi brottvísunar þriggja nígerískra kvenna. Útlendingastofnun hafnaði seinni partinn í dag beiðni lögmanns um frestun brottvísunar einnar þeirra, Blessing Uzoma Newton, af heilsufarsástæðum. Innlent 13.5.2024 23:04 Veikindi Blessing ekki nógu mikil til að fresta brottvísun Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður segir það mikil vonbrigði að Útlendingastofnun ætli ekki að verða við beiðni hans um að fresta brottvísun Blessing Uzoma Newton af heilsufarsástæðum. Hann á von á því að Blessing og konurnar hinar tvær sem eru í haldi verði fluttar úr landi í kvöld. Innlent 13.5.2024 17:38 Veit ekki hvort hann fái svar áður en spurningin verði úrelt „Við höfum fengið svör en engin viðbrögð,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður Blessing Uzoma Newton sem flytja á úr landi í dag. Samkvæmt læknisvottorði er hún ekki ferðafær vegna mjög slæmrar heilsu. Helgi hefur óskað eftir því að brottvísuninni verði frestað vegna þess og fengið svör um að beiðni hans hafi verið móttekin. Innlent 13.5.2024 11:55 „Algjörlega forkastanlegt“ ef stjórnvöld svari ekki beiðninni Lögmaður konu, sem vísa á úr landi á morgun og er alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði, segir það algjörlega forkastanlegt ef stjórnvöld svari ekki beiðni þess efnis að brottvísun verði frestað á grundvelli vottorðins. Innlent 12.5.2024 22:03 Læknir segir að brottvísun muni ógna lífi sjúklings Kona sem vísa á úr landi á morgun er við mjög slæma heilsu og alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði. Konan er ein þriggja kvenna sem vísa á úr landi á morgun. Innlent 12.5.2024 14:08 „Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. Innlent 11.5.2024 12:24 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 33 ›
Mótmæla brottvísun Yazans á Austurvelli Fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag til að mótmæla brottvísun Yazans Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs með vöðvarýrnunarsjúkdóm. Innlent 23.6.2024 18:13
Samfylkingin ætli ekki að „bara vera með upphrópanir“ Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður Samfylkingarinnar segir flokkinn búa sig undir að taka við landsstjórninni. Í því felist að taka afstöðu til allra mála á þeim forsendum að „iðka það sem við segjum og ekki bara vera með upphrópanir og andstöðu verandi í minnihluta“. Innlent 18.6.2024 08:31
Leita að nýju húsnæði fyrir kaffistofu Samhjálpar Samhjálp leitar nú að nýju húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar. Kaffistofan hefur verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007 en opnaði upprunalega árið 1981 á Hverfisgötu og hefur Kaffistofan því verið starfrækt í meira en 40 ár. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga, allan ársins hring. Innlent 15.6.2024 11:00
Útlendingafrumvarpið hefur verið samþykkt Útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra hefur verið samþykkt á Alþingi. Atkvæðagreiðslunni lauk fyrir skemmstu. Innlent 14.6.2024 12:07
Flóttamannastraumurinn renni þangað sem stærstu glufurnar finnast Dómsmálaráðherra fagnar því að boðaðar séu veigamiklar breytingar á útlendingalöggjöf í áraraðir. Í eldhúsræðu sinni sagði hún málefni útlendinga eru viðkvæman málaflokk en hún hræðist ekki vegferðina sem er fram undan í útlendingamálum. Innlent 12.6.2024 22:43
Þrettán ungliðahreyfingar fordæma breytingar á útlendingalögum Þrettán íslenskar ungliðahreyfingar krefjast þess að ný útlendingalög verði samin í samráði við sérfræðinga í málaflokknum, mannréttindasamtök og hagsmunaaðila. Þau fordæma breytingarnar sem á að gera á útlendingalögunum og krefjast þess að allar lagabreytingar séu gerðar með mannréttindi að leiðarljósi. Innlent 10.6.2024 22:27
Vill brottvísa hælisleitendum sem fremja alvarlega glæpi Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sagði að vísa ætti úr landi hælisleitendum sem gerast sekir um hegningarlagabrot jafnvel þó þeir hafi komið frá Sýrlandi eða Afganistan. Erlent 6.6.2024 15:52
Segir íbúa Reykjanesbæjar búa við ógn vegna fjölda hælisleitenda Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það veki óhug að lesa fréttir eins og þá sem birtist á Vísi í vikunni um átta Palestínumenn sem ákærðir hafa verið fyrir líkamsárásir gegn konu. Hann segir íbúa í Reykjanesbæ búa við ógn af hælisleitendum sem þar búa. Innlent 5.6.2024 22:36
Útlendingafrumvarpið afgreitt út úr þingnefnd Á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis var útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra afgreitt út úr nefndinni. Innlent 4.6.2024 12:05
Enginn ágreiningur uppi og útlendingafrumvarpið afgreitt í vikunni Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir engan ágreining uppi á milli stjórnarflokkanna um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Innlent 4.6.2024 06:26
Hagsmunir barna ekki „tromp spil“ og niðurstaða umboðsmanns ótæk Dómsmálaráðuneytið segir umboðsmann barna komast að „ótækri“ niðurstöðu í umsögnum sínum um útlendingafrumvarpið svokallaða. Hagsmunir barna séu ekki „tromp spil“ í útlendingamálum. Innlent 3.6.2024 11:31
Vilja samstarf við Norðurlöndin vegna fólks sem vill ekki fara Fjórir þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli dómsmálaráðherra að leita samstarfs við kollega sína á Norðurlöndum um móttöku umsækjenda um alþjóðlega vernd sem hafa fengið umsókn sinni synjað. Innlent 3.6.2024 10:18
Um 200 bíða þess að vera flutt af landi í þvinguðum brottflutningi Á lista stoðdeildar ríkislögreglustjóra eru 227 verkbeiðnir um þvingaðan brottflutning einstaklinga. Þar af er verið að afla ferðaskilríkja fyrir 58 einstaklinga. Síðustu tólf mánuði hafa alls 188 einstaklingar verið fluttir á brott í þvinguðum flutningi til margra ólíkra landa. Innlent 29.5.2024 06:46
Yazan bíður enn svara Algjör óvissa er enn í máli tólf ára palestínsks drengs, með hrörnunarsjúkdóm, sem senda á úr landi. Tæpar þrjár vikur eru síðan stoðdeild ríkislögreglustjóra heimsótti drenginn og foreldra hans til að undirbúa brottflutning en óskað hefur verið eftir endurupptöku málsins. Innlent 26.5.2024 15:01
Safna til að koma konunum í varanlegt skjól í Nígeríu Hópur fólks stendur nú fyrir söfnun til að aðstoða þrjár nígerískar konur sem var vísað úr landi fyrr í þessum mánuði. Konurnar fengu allar endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd fyrir um ári síðan og voru fluttar á brott í þvinguðum brottflutningi. Innlent 24.5.2024 09:32
Hrunráðherrar og reynsluboltar Samfylkingarinnar Hrunreynsluboltarnir Þórunn Sveinbjarnardóttir og Oddný G. Harðardóttir, báðar með sótsvarta ferilskrá í stjórnmálum og ríkisrekstri, fálma nú hvor í aðra og geysast fram á ritvöllinn til að réttlæta það ófremdarástand sem ríkir í hælisleitendamálum og um leið þann 25 milljarða beina kostnað sem málaflokkurinn tekur til sín á ársgrundvelli. Skoðun 23.5.2024 07:00
Fordæma brottvísun mansalsþolenda og vilja nýja stefnu Íslandsdeild Amnesty International fordæmir brottvísanir íslenskra stjórnvalda á umsækjendum um alþjóðlega vernd sem eru mansalsþolendur og hvetur stjórnvöld til að endurskoða stefnu sína er varðar umsækjendur um alþjóðlega vernd sem eru þolendur mansals. Vinna er hafin í dómsmálaráðuneytinu við nýja aðgerðaráætlun um mansal. Innlent 17.5.2024 11:59
Um 920 mál óafgreidd hjá kærunefnd útlendingamála Kærunefnd útlendingamála hafði í upphafi maí á þessu ári 920 óafgreidd mál á sínu borði. Vegna þessa mikla fjölda hefur meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar lagt til tímabundna breytingu á fyrirhuguðum breytingum á útlendingalögunum. Innlent 16.5.2024 13:39
Lögreglan þurfi nauðsynlega auknar rannsóknarheimildir Píratar gera verulegar athugasemdir við frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga og lögreglu sem stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að verði afgreidd á yfirstandandi vorþingi. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist ekki deila áhyggjum Pírata. Bæði frumvörp færi reglur hér nær því sem þekkist á Norðurlöndunum. Innlent 15.5.2024 19:47
Vill ræða brottvísun til Nígeríu í nefnd: „Skelfileg ásýnd á þessu máli“ Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að fulltrúar Útlendingastofnunar, kærunefndar útlendingamála og ríkislögreglustjóra komi á fund allsherjar- og menntamálanefndar til að ræða um brottvísun þriggja nígerískra kvenna í fyrradag. Konurnar hafa allar lýst því að vera þolendur mansals. Innlent 15.5.2024 15:00
Píratar hafa áhyggjur af skorti á eftirliti með lögreglu Þingmaður Pírata segir greinilegt að alger samstaða sé milli stjórnarflokkanna um að afgreiða breytingar á útlendingalögum sem herði að þeim sem þurfi á vernd að halda. Þá verði ekki nægjanlegt eftirlit með því hvernig lögregla beiti auknum rannsóknarheimildum á fólki sem ekki hefði framið neinn glæp. Innlent 15.5.2024 12:09
Ísland hástökkvari á Regnbogakortinu Ísland er einn af hástökkvurunum Regnbogakorts ILGA-Europe, regnhlífarsamtaka yfir 700 hinsegin félaga í Evrópu og Mið-Asíu í ár, og fer upp í annað sæti úr því fimmta. Í tilkynningu kemur fram að Ísland uppfylli nú um 83 prósen af þeim viðmiðum sem ILGA-Europe setur. Innlent 15.5.2024 10:01
Fulltrúar Stígamóta reyna að tryggja öryggi kvennanna í Nígeríu Talskona Stígamóta segir íslenska ríkið brjóta alþjóðasáttmála með því að vísa þolendum mansals úr landi og tryggja ekki öryggi þeirra á viðkomustað. Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið til Frankfurt seint í gær. Fulltrúar Stígamóta vinna að því að tryggja öryggi þeirra. Innlent 14.5.2024 12:02
Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. Innlent 14.5.2024 09:26
„Erum hér í kvöld svo þetta gerist ekki í þögn“ Hópur fólks mótmælir nú við Keflavíkurflugvöll vegna yfirvofandi brottvísunar þriggja nígerískra kvenna. Útlendingastofnun hafnaði seinni partinn í dag beiðni lögmanns um frestun brottvísunar einnar þeirra, Blessing Uzoma Newton, af heilsufarsástæðum. Innlent 13.5.2024 23:04
Veikindi Blessing ekki nógu mikil til að fresta brottvísun Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður segir það mikil vonbrigði að Útlendingastofnun ætli ekki að verða við beiðni hans um að fresta brottvísun Blessing Uzoma Newton af heilsufarsástæðum. Hann á von á því að Blessing og konurnar hinar tvær sem eru í haldi verði fluttar úr landi í kvöld. Innlent 13.5.2024 17:38
Veit ekki hvort hann fái svar áður en spurningin verði úrelt „Við höfum fengið svör en engin viðbrögð,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður Blessing Uzoma Newton sem flytja á úr landi í dag. Samkvæmt læknisvottorði er hún ekki ferðafær vegna mjög slæmrar heilsu. Helgi hefur óskað eftir því að brottvísuninni verði frestað vegna þess og fengið svör um að beiðni hans hafi verið móttekin. Innlent 13.5.2024 11:55
„Algjörlega forkastanlegt“ ef stjórnvöld svari ekki beiðninni Lögmaður konu, sem vísa á úr landi á morgun og er alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði, segir það algjörlega forkastanlegt ef stjórnvöld svari ekki beiðni þess efnis að brottvísun verði frestað á grundvelli vottorðins. Innlent 12.5.2024 22:03
Læknir segir að brottvísun muni ógna lífi sjúklings Kona sem vísa á úr landi á morgun er við mjög slæma heilsu og alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði. Konan er ein þriggja kvenna sem vísa á úr landi á morgun. Innlent 12.5.2024 14:08
„Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. Innlent 11.5.2024 12:24