Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. apríl 2025 19:00 Matthías Matthíasson, yfirmaður geðheilsuteymis fangelsa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Lýður Að hafa hælisleitendur sem vísa á úr landi í einangrun í fangelsum er versta úrræðið sem hægt er að beita þá. Þetta segir teymisstjóri geðheilsuteymis fanga sem segir andlega heilsu fólksins afar slæma. Teymið sé vanfjármagnað og þurfi meiri mannskap. Afstaða félag fanga á Íslandi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fullyrt var að hælisleitendur sem bíði brottvísunar dvelji við óviðunandi aðstæður vikum saman í fangageymslum lögreglu. Þeir væru oft einangraðir án reglubundinnar útivistar og í sumum tilvikum handjárnaðir við svokallað "belti" þegar þeir fá takmarkaða útivist. Matthías Matthíasson yfirmaður geðheilsuteymis fangelsa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir um að ræða úrræði sem enginn vilji beita. Spyr sig hvers vegna þetta sé svona „Engu að síður erum við í þessari stöðu og það þarf að hugsa, af hverju er þetta svona? Hvað brotnar í þessu ferli, hvað veldur því að ekki er sett upp einhver aðstaða þar sem fólk getur dvalið áður en því er vísað úr landi, og þetta auðvitað kristallast líka í umræðunni um það hvort það eigi yfirhöfuð að vísa fólki úr landi en þetta er allavega versta úrræðið sem hægt er að nota fyrir einstakling sem fær ekki landvistarleyfi, að setja fólk í fangelsi áður en brottvísun á sér stað.“ Líðan hælisleitenda sem bíði brottflutningar í einangrun sé með þeirri verstu í fangelsum landsins. „Það eru meiri yfirlýsingar um sjálfsvígshugsanir, um sjálfsskaða og jafnvel fólk gerir tilraunir til sjálfsskaða. Fólk er miklu brotnara og það er ótrúlega erfitt oft að hitta einstakling sem á að fara að vísa úr landi nóttina eftir eða tveim dögum seinna eða eitthvað slíkt því viðkomandi veit ekkert hvað tekur við og líður einstaklega illa.“ Teymið vanfjármagnað Geðheilsuteymið sé vanfjármagnað, með einungis fimm starfsmenn sem þyrftu að sögn Matthíasar að vera tíu. „Við höfum ekki efni á útkalli, við höfum ekki efni á yfirvinnu, við höfum ekki efni á bakvöktum, við höfum ekki efni á því að ráða viðbótahjúkrunarfræðingi, við erum með einn hjúkrunarfræðing, það er mikið um lyfjamál og lyfjagjöf þannig við erum alveg í standandi vandræðum gagnvart þessum málum.“ Fangelsismál Félagsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisvistanna verði tvöfalt hærri á árinu en gert hafði verið ráð fyrir. Stórauka á framlög til málaflokksins á næstu árum og bæta lagaramma. Dómsmálaráðherra ætlar að legga fram frumvarp í haust um öryggisráðstafanir fyrir sérstaklega hættulega einstaklinga eftir fangelsisvist þeirra 25. apríl 2025 15:00 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Sjá meira
Afstaða félag fanga á Íslandi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fullyrt var að hælisleitendur sem bíði brottvísunar dvelji við óviðunandi aðstæður vikum saman í fangageymslum lögreglu. Þeir væru oft einangraðir án reglubundinnar útivistar og í sumum tilvikum handjárnaðir við svokallað "belti" þegar þeir fá takmarkaða útivist. Matthías Matthíasson yfirmaður geðheilsuteymis fangelsa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir um að ræða úrræði sem enginn vilji beita. Spyr sig hvers vegna þetta sé svona „Engu að síður erum við í þessari stöðu og það þarf að hugsa, af hverju er þetta svona? Hvað brotnar í þessu ferli, hvað veldur því að ekki er sett upp einhver aðstaða þar sem fólk getur dvalið áður en því er vísað úr landi, og þetta auðvitað kristallast líka í umræðunni um það hvort það eigi yfirhöfuð að vísa fólki úr landi en þetta er allavega versta úrræðið sem hægt er að nota fyrir einstakling sem fær ekki landvistarleyfi, að setja fólk í fangelsi áður en brottvísun á sér stað.“ Líðan hælisleitenda sem bíði brottflutningar í einangrun sé með þeirri verstu í fangelsum landsins. „Það eru meiri yfirlýsingar um sjálfsvígshugsanir, um sjálfsskaða og jafnvel fólk gerir tilraunir til sjálfsskaða. Fólk er miklu brotnara og það er ótrúlega erfitt oft að hitta einstakling sem á að fara að vísa úr landi nóttina eftir eða tveim dögum seinna eða eitthvað slíkt því viðkomandi veit ekkert hvað tekur við og líður einstaklega illa.“ Teymið vanfjármagnað Geðheilsuteymið sé vanfjármagnað, með einungis fimm starfsmenn sem þyrftu að sögn Matthíasar að vera tíu. „Við höfum ekki efni á útkalli, við höfum ekki efni á yfirvinnu, við höfum ekki efni á bakvöktum, við höfum ekki efni á því að ráða viðbótahjúkrunarfræðingi, við erum með einn hjúkrunarfræðing, það er mikið um lyfjamál og lyfjagjöf þannig við erum alveg í standandi vandræðum gagnvart þessum málum.“
Fangelsismál Félagsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisvistanna verði tvöfalt hærri á árinu en gert hafði verið ráð fyrir. Stórauka á framlög til málaflokksins á næstu árum og bæta lagaramma. Dómsmálaráðherra ætlar að legga fram frumvarp í haust um öryggisráðstafanir fyrir sérstaklega hættulega einstaklinga eftir fangelsisvist þeirra 25. apríl 2025 15:00 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Sjá meira
Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisvistanna verði tvöfalt hærri á árinu en gert hafði verið ráð fyrir. Stórauka á framlög til málaflokksins á næstu árum og bæta lagaramma. Dómsmálaráðherra ætlar að legga fram frumvarp í haust um öryggisráðstafanir fyrir sérstaklega hættulega einstaklinga eftir fangelsisvist þeirra 25. apríl 2025 15:00
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum