Flóttafólk á Íslandi

Fréttamynd

Taka í notkun húsnæði fyrir allt að hundrað karlmenn á flótta

Vonir standa til að í þessari viku verði húsnæði tekið í notkun sem gæti hýst allt að hundrað karlmenn sem koma til landsins einir á ferð í leit að vernd. Þetta segir aðgerðastjóri yfir móttöku flóttafólks. Mikið kapp sé lagt á að leysa fjöldahjálparstöð af hólmi og til skoðunar er að taka fleiri hús á leigu. Hann segir að allt sé hægt „hið ómögulega taki bara aðeins lengri tíma.“

Innlent
Fréttamynd

Frum­­­varpið taki ein­fald­­lega ekki á á­skorunum

Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra ekki taka á þeim áskorunum sem uppi eru. Frumvarpið styrki ekki nauðsynlega innviði eða bráðan vanda í málefnum þeirra sem óska alþjóðlegrar verndar hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Vísbendingar um að glæpagengi misnoti hælisleitendakerfið

Fjármálaráðherra segir vísbendingar um að glæpagengi misnoti hælisleitendakerfið og vegabréf frá Venesuela gangi kaupum og sölum sem komi fólki í skuld við þau. Dómsmálaráðherra væri að vinna að því að ná sátt um breytingar á lögum um útlendinga þannig að það gagnist þeim sem þurfi á kerfinu að halda.

Innlent
Fréttamynd

Út­lendinga­frum­­varp Jóns situr fast í þing­flokki Sjálf­­stæðis­­flokksins

Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins en báðir hinir þingflokkar stjórnarflokkanna hafa afgreitt málið frá sér til þinglegrar meðferðar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir hnífinn ekki fara á milli þingmanna flokksins og dómsmálaráðherra en gera þurfi breytingar á frumvarpinu.

Innlent
Fréttamynd

Orðræða dómsmálaráðherra ali markvisst á ótta við flóttamenn

Sérfræðingur í málefnum flóttamanna segir hugmyndir dómsmálaráðherra um takmörkuð búsetuúrræði skjóta skökku við og efast um að þörf sé á slíku. Þá geti móttökubúðir ýtt undir jaðarsetningu. Markvisst sé verið að ala á ótta við flóttamenn með orðræðu valdamanna sem erfitt geti reynst að snúa við.

Innlent
Fréttamynd

Dóms­mála­ráð­herra leggi til harðari stefnu en ná­granna­­þjóðir

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra hefur lýst yfir vilja sínum til þess að takmarka ferðir flóttafólks sem hefur hlotið synjun á dvalarleyfi sínu. Hann segir nauðsynlegt að nýtt búsetuúrræði verði byggt upp til þess að takmarka megi för flóttamanna fyrir brottvísun. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir tillögur ráðherra umdeildar, hún óttist að verið sé að kynda undir óþarfa ótta.

Innlent
Fréttamynd

Erum við að springa úr gestrisni? - Opið bréf til yfirvalda

Ég er með stórt hjarta þegar kemur að því að hjálpa fólki sem á bágt. Fólki sem er á flótta vegna stríðsátaka í heimalandi sínu og fólki sem á erfitt almennt. Ég finn til með erlendu fólki sem býr við bág kjör á Íslandi. Ég finn einnig til með Íslendingum sem eiga erfitt með að ná endum saman vegna lélegra lífskjara. Öllu fólki sem á erfitt með að draga fram lífið á sómasamlegan hátt.

Skoðun
Fréttamynd

Telur dóm veita tvö hundruð flótta­mönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnis­með­ferð

Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. 

Innlent
Fréttamynd

Tölum út frá staðreyndum

Síðustu vikur hefur mikið verið fjallað um svokallaðan flóttamannavanda í íslensku samfélagi. Ýmsu hefur verið haldið fram, því miður ekki alltaf út frá staðreyndum og því er nauðsynlegt að draga fram nokkrar staðreyndir sem fengnar eru frá alþjóðlegum stofnunum og íslenskum stjórnvöldum.

Skoðun
Fréttamynd

Hópur fólks hvatt lista­fólk til að spila ekki á Airwa­ves

Hópur fólks sem berst gegn stefnu íslenskra stjórvalda varðandi hælisleitendur hefur hvatt listafólks til að spila ekki á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Forsvarsmenn Airwaves segjast ekki skilja hvaða hagsmunum það þjónar að knésetja hátíðina. 

Innlent
Fréttamynd

Stressuð að byrja í ís­lenskum skóla

Hin fimmtán ára Yeva frá Úkraínu kveðst stressuð fyrir því að byrja í íslenskum skóla. Hún byrjar á mánudaginn og bindur vonir við að skólagangan verði góð. Úkraínumenn á Íslandi blésu í dag til hátíðar í Kolaportinu í Reykjavík í þakkarskyni fyrir góðar móttökur og stuðning Íslendinga. 

Innlent
Fréttamynd

Sendi­ráðið við Lauf­ás­veg hýsi flótta­fólk

Stærsta vandamálið þegar kemur að móttöku flóttafólks hér á landi er húsnæðisskortur og segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að verið sé að kaupa tíma með því að setja upp fyrstu fjöldahjálparstöðina en hún var opnuð í Borgartúni í Reykjavík fyrr í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Vill senda flótta­­fólk til Rúanda

Formaður Miðflokksins segist ekki trúa því að nýopnuð fjöldahjálparmiðstöð fyrir flóttafólk verði tímabundið úrræði. Opnunin sé til marks um stjórnleysi í málefnum flóttafólks. Ísland hafi ranglega verið auglýst sem áfangastaður fyrir þá sem skipuleggi fólksflutninga. 

Innlent
Fréttamynd

Fleiri sveitarfélög þurfa að veita flóttafólki skjól

Sveitarfélög þurfa að skjóta skjólshúsi yfir flóttafólk í auknum mæli til þess að ekki þurfi að starfrækja lengi sérstaka fjöldahjálpastöð fyrir það, að sögn fulltrúa Rauða krossins á Íslandi. Unnið er að opnun fyrstu stöðvar þessarar tegundar hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Opna fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn í fyrsta sinn á Íslandi

Rauði krossinn á Íslandi vinnur nú að því að opna fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en þetta er í fyrsta sinn sem slík fjöldahjálparstöð er opnuð hér á landi. Sviðstjóri alþjóðasviðs hjá Rauða krossinum ítrekar að aðeins sé um tímabundið úrræði að ræða og kallar eftir frekari aðkomu sveitarfélaganna. 

Innlent
Fréttamynd

Vilja flytja Út­lendinga­stofnun til Reykja­nes­bæjar

Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að starfsemi Útlendingastofnunar verði flutt til Reykjanesbæjar. Vilja þingmennirnir með þessu fjölga sérfræðistörfum og hlutfall háskólamenntaðra á svæðinu og segja að hentugt væri að hafa stofnunina staðsetta í nánd við Keflavíkurflugvöll.

Innlent
Fréttamynd

„Hvernig lifum við af, vitandi af henni hér?“

Systkin frá Bangladess, sem misstu móður sína sviplega í sumar, eru harmi slegin vegna yfirvofandi brottvísunar. Þau segja það óyfirstíganlega tilhugsun að geta ekki vitjað leiðis móður þeirra, sem jörðuð er í Reykjavík. Lögmaður systkinanna segir óásættanlegt að vísa þeim úr landi nú.

Innlent
Fréttamynd

Framtíð allt að hundrað manns gæti verið undir

Mál Palestínumanns gegn ríkinu, sem flutt var í héraðsdómi á fimmtudag, gæti haft áhrif á stöðu upp undir hundrað flóttamanna hér á landi sem beðið hafa í óvissu síðan í kórónuveirufaraldrinum, að sögn lögmanns. Hann telur framgöngu stjórnvalda í málunum harkalega.

Innlent
Fréttamynd

Hættu­stig á landa­mærum vegna yfir­á­lags

Embætti ríkislögreglustjóra hefur hækkað viðbúnaðarstig á landamærunum á hættustig vegna yfirálags til þess að tryggja örugga móttöku á fólki sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Horfa þurfi á tæki­færin og mögu­leikana sem felist í því að taka á móti er­lendu vinnu­afli

Til skoðunar er að einfalda fólki utan evrópska efnahagssvæðisins að koma hingað að vinna að sögn félagsmálaráðherra. Vonandi sé hægt að stíga mikilvæg skref í þá áttina á næstu misserum en of snemmt sé að segja til um mögulegt frumvarp. Mikilvægt sé að innflytjendur geti aðlagast íslensku samfélagi með farsælum hætti og vinna þurfi gegn því að hér verði tvær þjóðir.

Innlent