Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Veiðigjöld, gaslýsingar og vald­níðsla

Það er eitthvað svo „Valkyrjulegt“ við það þegar ráðherra hinnar fyrstu verkstjórnar í lýðveldissögunni leggur fram frumvarp sem hann sjálfur skilur ekki. Ráðuneytið skilur það ekki heldur. Skatturinn? Ekki einu sinni hann.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja bjóða út eftir­lit en meiri­hlutanum líst ekkert á það

Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja að ráðherra breyti lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir til þess að unnt verði að bjóða út lögbundið heilbrigðiseftirlit. Meirihlutinn í borgarstjórn vill það aftur á móti ekki. Oddviti Sjálfstæðismanna segir veitingamönnum hafa verið sendar kaldar kveðjur úr borgarstjórnarsalnum.

Innlent
Fréttamynd

Sé til­raun til að þagga niður í gagn­rýni

Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir orð forsætisráðherra í Kastljósi í gær og segir hana „stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að ræða frumvarpið um breytingar á veiðigjöldum sem sé óvandað frumvarp.

Innlent
Fréttamynd

Á­byrgð og á­byrgðar­leysi

Það sem við urðum vitni að í Kastljósi í gærkvöld er nýr kafli í pólitískum vinnubrögðum forsætisráðherra og hann er áhyggjuefni fyrir alla sem vilja sjá heilbrigt og virkt lýðræði. Þar var ekki bara ráðist að stjórnarandstöðunni, heldur var sú árás reist á rangfærslum, útúrsnúningum og tilraun til að stimpla lögmæt sjónarmið minnihlutans sem falsfréttir.

Skoðun
Fréttamynd

„Við erum auð­vitað ekki komin þangað“

Þingflokksformaður Viðreisnar segir það ekki koma til greina að svo stöddu að beita lagagrein sem myndi heimila þingmeirihlutanum að þvinga veiðigjaldafrumvarpi beint í atkvæðagreiðslu. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur það lýðræðislega skyldu sína að hindra afgreiðslu málsins. Þau vonast bæði eftir því að ná samkomulagi um þinglok.

Innlent
Fréttamynd

Þing­konur hlutu blessun Leós páfa

Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Lilja Rafney Magnúsdóttir þingkona Flokks fólksins hlutu blessun Leós fjórtánda páfa í Páfagarði í dag. 

Lífið
Fréttamynd

Gas­lýsing Guð­laugs Þórs

Það vakti athygli mína að Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi umhverfisráðherra, lét í það skína í viðtali á Vísi þann 17. júní að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur (HER) mistúlkaði regluverk sem umhverfisráðuneytið hans stóð fyrir að innleiða síðasta sumar. Regluverk sem hefur leitt til aukins flækjustigs í umsóknarferli nýrra veitingastaða.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“

Það var alls ekki markmiðið að flækja veitingu starfsleyfa þegar ný reglugerð var sett á síðasta kjörtímabili, að sögn fyrrverandi umhverfisráðherra, heldur þvert á móti að „einfalda, einfada, einfalda.“ Hann segir að sú staða sem nú er komin upp sé annað hvort vegna mistúlkunar á regluverkinu eða mistaka við innleiðingu þess.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varaði á sínum tíma við nýju regluverki sem kveður á um fjögurra vikna auglýsingaskyldu fyrir starfsleyfi. Regluverkið hefur lagt stein í götu veitingamanna en ný reglugerð tekur að óbreyttu gildi í vikunni, að sögn umhverfisráðherra, og því heyrir svokallaða fjögurra vikna reglan sögunni til.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sunnudagsblús ríkis­stjórnarinnar

Þingfundur á sunnudegi er nánast óþekkt fyrirbæri í sögu Alþingis. Árið 1914 var þing kallað saman vegna upphafs fyrri heimstyrjaldarinnar. Hins vegar hefur það aðeins gerst tvisvar sinnum á lýðveldistímanum, og þá vegna losunar fjármagnshafta og aðdraganda þess.

Skoðun
Fréttamynd

Hver er í raun í fýlu?

Í pistli sem nýverið birtist hér er því haldið fram að stjórnarandstaðan á Alþingi sé í fýlu og að hún beiti málþófi og þverrandi þátttöku í nefndarstörfum í von um að grafa undan ríkisstjórninni. Þó þessi sýn geti hljómað sannfærandi fyrir þá sem ekki fylgjast náið með þingsköpum, þá er hún bæði einfölduð og villandi.

Skoðun
Fréttamynd

Meiri­hlutinn spari mínútur til að kasta klukku­tímum á glæ

Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var afgreitt úr þingnefnd í morgun. Þingmaður Miðflokksins segir meirihlutann spara mínútur til þess eins að kasta klukkutímum á glæ á komandi þingfundum með því að flýta meðferð frumvarpsins í nefndinni. Allir tali fyrir daufum eyrum meirihlutans. Formaður nefndarinnar fagnar því að minnihlutinn hafi mætt í vinnuna.

Innlent
Fréttamynd

Minni­hlutinn mætir ekki á morgun

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki reikna með því að minnihlutinn sjái ástæðu til þess að mæta á boðaðan fund atvinnuveganefndar Alþingis á morgun laugardag, þar sem til stendur að afgreiða veiðigjaldamálið svokallaða.

Innlent
Fréttamynd

Segja skellt á Skattinn og að „of­beldi“ við­gangist í nefndinni

Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýsa því sem þeir kalla ofbeldi í atvinnuveganefnd við afgreiðslu frumvarps um hækkun veiðigjalda. Nefndarmönnum hafi í gærkvöldi borist álit frá Skattinum þar sem bent er á reikningsskekkjur í frumvarpinu. Þrátt fyrir það verði fulltrúum Skattsins ekki boðið á fund nefndarinnar og málið verði afgreitt úr nefnd á aukafundi í morgun. Formaður nefndarinnar segir nóg komið af „væli og skæli“ minnihlutans. 

Innlent
Fréttamynd

Hrósaði meiri­hlutanum og sendi þeim gamla pillu

Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingkona Miðflokksins hrósaði þingmönnum meirihlutans í gær fyrir þolinmæði sína í umræðum um innleiðingu bókunar 35 sem stóð fram yfir klukkan tvö um nótt. Hún sendi í leiðinni fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar væna pillu.

Innlent
Fréttamynd

Verkin sem ekki tala

Það veldur greinilega óþægindum hjá ríkisstjórninni og fylgismönnum hennar hve virk stjórnarandstaðan hefur verið á Alþingi að undanförnu. Umræðan er sögð of mikil, of gagnrýnin, og að þeirra mati, helst til bagaleg. Það ætti að segja sitt.

Skoðun
Fréttamynd

Þing­menn stjórnar­and­stöðu ræddu bókun 35 í nærri hálfan sólar­hring

Þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu bókun 35 í nærri hálfan sólarhring á þingi í gær. Þing hófst klukkan 13.30 með umræðu um fyrst störf þingsins og svo um fundarstjórn. Umræða um Evrópska efnahagssvæðið, bókun 35, hófst svo klukkan 14.34 og stóð til 02:07 í nótt. Þingfundi var svo frestað klukkan 02:14 en hefst aftur klukkan 11 og er málið þar á dagskrá.

Innlent