Samgönguslys

Fréttamynd

Opnað fyrir umferð um Öxnadalsheiði að nýju

Opnað hefur verið fyrir umferð um Öxnadalsheiði að nýju eftir að olíuflutningabíll valt á veginum fyrr í dag. Um sautján þúsund lítrar af olíu láku úr tanknum og rakleitt í Grjótá sem er nærri veginum.

Innlent
Fréttamynd

Safnar fyrir málsókn vegna flugslyss föður

Sarah Wagstaff, dóttir Kanadamanns sem lést í flugslysi í Barkárdal, safnar nú fé fyrir málsókn gegn Sjóvá og líklega einnig Arngrími Jóhannssyni sem átti vélina og flaug henni. Móðir hennar rekur þegar mál gegn Arngrími og Sjóvá.

Innlent
Fréttamynd

Í vímu með þrjú börn í bílnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann bifreiðar í Mosfellsbæ skömmu fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og/eða lyfja.

Innlent
Fréttamynd

Örkumla eftir að ekið var á hann á gangbraut

62 ára karlmaður hefur verið dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að sýna af sér stórfellt gáleysi þegar hann ók á gangandi vegfaranda á gangbraut á Bitruhálsi í Reykjavík þann 4. desember 2017.

Innlent
Fréttamynd

Nafn starfsmanns Vegagerðarinnar sem lést

Maðurinn sem lést af slysförum þann 27. júní síðastliðinn þegar veghefill fór út af veginum upp á Ingjaldssandsvegi, Sandsheiði í Gerðhamarsdal, á Vestfjörðum hét Guðmundur S. Ásgeirsson.

Innlent