Árekstur varð í Ártúnsbrekku á leið til austurs um hádegisbil í dag. Miklar biðraðir hafa myndast vegna þessa.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði þá rákust að minnsta kosti þrír bílar saman neðst í Ártúnsbrekkunni á leið til austurs.
„Við sendum bæði sjúkrabíl og dælubíl á vettvang þannig að við gætum skoðað fólki. Ekki var ástæða til að flytja neinn á sjúkrahús.“
