Reykjavík síðdegis Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir ferðatöskur skildar eftir á áfangastað ef vélin er orðin of þung og það sé spá um mikinn og kröftugan mótvind. Það gerist ekki oft en líklegra sé að það gerist ef flugin eru löng. Viðskipti innlent 18.11.2025 23:15 „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Stefán Einar Stefánsson, þáttastjórnandi Spursmála á mbl.is, segir það liggja í augum uppi að það skuli teljast ögrandi að sveifla skotvopnum, árásarrifflum, í myndbandi. Hann telur að þeim sem haga sér með slíkum hætti eigi að vísa úr landi Innlent 18.11.2025 22:32 Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Ástralskar rannsóknir benda til þess að tilfellum heilabilunar og minnisglapa fari fjölgandi hjá ungu fólki, og hefur aukningin verið rakin til aukinnar notkunar snjalltækja. Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir, segir að ekkert liggi fyrir í þessum efnum og tengslin við skjánotkun sé bara vangavelta á þessu stigi máls, þótt hún sé ekki ólíkleg. Hún segir mikla skjánotkun meðal þekktra áhættuþátta á bak við heilabilun, en aðrir þættir séu til dæmis einmanaleiki, félagsleg einangrun, þunglyndi og heyrnartap. Innlent 18.11.2025 21:56 Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Upptökum á úrslitaþætti Den Store Bagedyst er lokið og er læknaneminn Margrét Sól Torfadóttir því ein fárra sem vita hver stendur uppi sem sigurvegari dönsku bakstursþáttanna þetta árið. Lífið 17.11.2025 22:20 Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Stjórnsýslufræðingur segir tilfærslu fráfarandi ríkislögreglustjóra endurspegla samkomulag við dómsmálaráðherra fremur en formlega afsögn. Hann telur ákvörðunina fela í sér sterka yfirlýsingu um ábyrgð í einu valdamesta embætti ríkisins. Tilfærslan hefur sætt gagnrýni. Innlent 11.11.2025 23:16 „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Kári Stefánsson fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist telja dóm Hæstaréttar gegn Íslenskri erfðagreiningu hafa verið sjálfsagðan. Hann segist ekki erfa málið við Helgu Þórisdóttur forstjóra Persónuverndar, það sé nú augljóst að málið hafi verið mistök. Innlent 5.11.2025 19:30 Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Þrír vasaþjófar voru handteknir á Þingvöllum í dag. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um þjófnað á Þingvöllum og fóru lögreglumenn strax á vettvang og höfðu hendur í hári þriggja vegna málsins. Um er að ræða erlenda ríkisborgara frá EES-löndunum. Innlent 5.11.2025 17:50 Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Björn Berg fjármálaráðgjafi segir verðlag hafa hækkað töluvert undanfarið og ólíklegt sé að þær hækkanir gangi til baka þótt verðbólga hafi hjaðnað. Hjaðnandi verðbólga þýði aðeins að verðlag hækki ekki eins hratt og áður. Verðbólgan sé nú komin í fjögur prósent og fólki líði mögulega þá eins og verðlag eigi að batna en það þýði í raun aðeins að verðlag hækki ekki eins hratt og áður. Neytendur 22.10.2025 23:02 Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Kona á áttræðisaldri sem hringir reglulega inn í Reykjavík síðdegis hefur vakið mikla athygli vegna símtals um kynfræðslu. Þar sagði hún fræðsluna ekki hafa verið nægilega góða þegar hún var yngri. Fréttastofa kíkti í heimsókn til konunnar. Lífið 22.10.2025 20:00 „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Hlédís Maren Guðmundsdóttir, félagsfræðingur og fyrrverandi blaðamaður, segist ekki geta séð að feðraveldið orsaki kynbundið ofbeldi. Félagsleg vandamál verði alltaf til staðar og það sé frekar orsökin. Hún segir ungt fólk horfa til íhaldssamra gilda því það geti ekki mátað sig við sama heim og kynslóðir á undan þeim bjuggu í. Innlent 22.10.2025 19:58 „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Kona á áttræðisaldri sem hringdi inn í símatíma á Bylgjunni í gær vakti heldur betur lukku þegar hún fór að ræða kynlíf, munnmök og áhrif þess að sjúga lítil typpi. Ekki er ljóst hvort um háþróaðan símahrekk er að ræða eða óvenju opinskáa eldri konu. Lífið 22.10.2025 11:30 Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Grétar Halldór Gunnarsson prestur í Kópavogskirkju segir kynfræðslu geta verið hluta af fermingarfræðslu, en þó ekki með þeim hætti sem hún var í Glerárkirkju á Akureyri í höndum Siggu Daggar. Í forgangi í fermingarfræðslu eigi að vera fræðsla um grundvallargildi trúarinnar. Innlent 21.10.2025 23:30 Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Faðir hefur skráð dóttur sínar úr fermingarfræðslu eftir að Sigga Dögg kynfræðingur var með kynfræðslu fyrir fermingarbörnin. Hún segir kynfræðslu fara misvel í fólk en hún vildi kenna þeim að Jesú fagnaði ástinni og megi þau það líka. Hennar markmið sé að valdefla börnin. Innlent 21.10.2025 11:47 Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku og Veðurvaktinni, varar íbúa höfuðborgarsvæðisins við að allt stefni í fyrstu hálku haustsins þar á morgun. Veturinn með sínu kalda lofti sé farinn að láta heyra aðeins í sér. Veður 20.10.2025 22:28 Bubbi sendir út neyðarkall Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sendir út neyðarkall og gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hafa ekki gætt nógu vel að íslenskunni. Hún sé nú komin í ræsið og hann óttist að tungumálið verði ekki svipur hjá sjón eftir aðeins nokkra áratugi. Innlent 17.10.2025 23:37 Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Fyrrverandi heilbrigðisráðherra og formaður Vinstri grænna segir ummæli forsætisráðherra um að Ljósið séu samtök úti í bæ óvirðingu. Hún segist sammála ráðherra um að framlög til samtakanna ættu að ráðast í gegnum langtímasamninga frekar en í fjárlögum en hefur áhyggjur af lækkun framlaga til þjónustu sem sé krabbameinsgreindum nauðsynleg. Innlent 15.10.2025 18:33 „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Mummi Týr Þórarinsson, fyrrverandi forstöðurmaður Götusmiðjunnar, segist hafa verið sorgmæddur að heyra af því að foreldrar barna með vímuefnavanda þurfi nú að fara með þau til Suður-Afríku til að fá meðferð sem virkar. Innlent 15.10.2025 08:58 Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir titring hafa verið á fjármálamörkuðum undanfarið en vísar sem nýttir eru til að rýna í hvort kreppa sé yfirvofandi tali hver á móti öðrum. Hann telur að það muni alltaf eitthvað bakslag eiga sér stað en undirliggjandi styrkleikar geti komið í veg fyrir að það endi í kreppu. Viðskipti innlent 13.10.2025 22:51 Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd „Það eru ekki til neinar tölur hér en bestu tölur sem hafa verið settar fram annars staðar gera ráð fyrir að um eitt prósent, einkum karlmanna því það er kannski það sem rannsóknir beina sér að, að sirka eitt prósent þeirra hafi þessar langanir,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur og sérfræðingur í barnagirnd. Innlent 6.10.2025 21:25 Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Aðstoðarframkvæmdastjóri Betri samgangna, sem standa að byggingu Fossvogsbrúar, segist skilja áhyggjur um öryggi vegfarenda um brúna vegna vindhviða. Mögulega verða settir upp lokunarpóstar vegna slæmra veðurskilyrða en slíkt ástand sé þó einungis tímabundið. Innlent 2.10.2025 19:38 „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Forstjóri Úrvals Útsýnar segist hafa hætt viðskiptum við flugfélagið Play fyrir mörgum mánuðum. Hún gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vera ekki með betra eftirlit með slíkum rekstri. Fjöldi ferðaskrifstofa sitji uppi með gríðarlegt tjón í kjölfar gjaldþrots Play. Viðskipti innlent 30.9.2025 17:35 Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Fjöldi fólks er nú strandaglópar víða um heim eftir að tilkynnt var um gjaldþrot flugfélagsins Play í morgun. Þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis tóku nokkra af tali. Innlent 29.9.2025 17:08 Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Kona sem hlaut alvarlegt höfuðhögg í matarboði og missti hæfileikann til að geta lesið lýsir mikilli skömm í kjölfarið. Hún segist hafa leynt stöðu mála fyrir vinum og vinnufélögum og lýsir úrræða-og áhugaleysi í heilbrigðiskerfinu, þar sem heimilislæknir sagði henni meðal annars að taka D-vítamín. Innlent 25.9.2025 23:35 „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur lagt fram frumvarp á þingi um breytingu á mannanafnalögum sem á að gera fólki kleift að taka upp eftirnafn. Frumvarpið er lagt fram af nokkrum þingmönnum Viðreisnar í annað sinn. Innlent 25.9.2025 23:32 Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Krabbameinslæknir segir að full ástæða sé til að fylgja eftir rannsóknum bandarískra krabbameinslækna á tengslum svokallaðra ofurhlaupa líkt og bakgarðshlaupa við ristilkrabbamein. Mikilvægt sé að muna að hreyfing dragi úr áhættu á krabbameini. Innlent 24.9.2025 18:08 Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Sá hópur Íslendinga sem velur að eignast ekki börn fer stöðugt stækkandi. Fæðingartíðni á Íslandi hefur verið í frjálsu falli frá bankahruninu. Ísland hefur státað af hærri fæðingartíðni en hin Norðurlöndin en er nú á svipuðum stað og eignast hver íslensk kona að meðaltali 1,56 barn. Innlent 24.9.2025 08:00 Verða bílveikari í rafbílum Fólk upplifir meiri bílveiki í rafmagnsbílum heldur en öðrum bílum. Þetta segir háls-, nef- og eyrnalæknir sem segir vísindamenn ekki búna að átta sig á hvað veldur þó líklega megi skýringuna finna í hröðunarbreytingum í rafbílunum. Innlent 24.9.2025 07:01 Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir drónaflugin í Kaupmannahöfn og Osló óþægileg fyrir stjórnvöld og flugrekstur, og hættulegt, en enn sé ekki hægt að slá neinu föstu um hvað búi að baki. Hann segir það mikilvægasta við þessi atvik að nú sé vitað hversu auðvelt sé að valda mikilli röskun og það þurfi að bregðast við því. Innlent 23.9.2025 23:31 Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Margrét Kristín Pálsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir það hafa gerst að fólk með endurkomubann hafi komist til landsins. Reynt sé að fylgja þeim úr landi eins fljótt og hægt er. Hún segir það muna skipta sköpum fyrir löggæslu á Suðurnesjum að fá móttöku- og brottfararstöð. Innlent 20.9.2025 11:18 Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Næringarfræðingur segir vítamínmarkaðinn á Íslandi vera orðinn eins og villta vestrið og leggur áherslu á gagnrýna hugsun neytenda. Mikið af vítamíni sem er til sölu sé með alls kyns aukaefnum sem geta verið skaðleg í miklu magni. Það mikilvægasta sé að borða fjölbreyttan og næringarríkan mat í stað þess að leita auðveldra lausna í töfluformi. Innlent 18.9.2025 18:30 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 19 ›
Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir ferðatöskur skildar eftir á áfangastað ef vélin er orðin of þung og það sé spá um mikinn og kröftugan mótvind. Það gerist ekki oft en líklegra sé að það gerist ef flugin eru löng. Viðskipti innlent 18.11.2025 23:15
„Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Stefán Einar Stefánsson, þáttastjórnandi Spursmála á mbl.is, segir það liggja í augum uppi að það skuli teljast ögrandi að sveifla skotvopnum, árásarrifflum, í myndbandi. Hann telur að þeim sem haga sér með slíkum hætti eigi að vísa úr landi Innlent 18.11.2025 22:32
Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Ástralskar rannsóknir benda til þess að tilfellum heilabilunar og minnisglapa fari fjölgandi hjá ungu fólki, og hefur aukningin verið rakin til aukinnar notkunar snjalltækja. Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir, segir að ekkert liggi fyrir í þessum efnum og tengslin við skjánotkun sé bara vangavelta á þessu stigi máls, þótt hún sé ekki ólíkleg. Hún segir mikla skjánotkun meðal þekktra áhættuþátta á bak við heilabilun, en aðrir þættir séu til dæmis einmanaleiki, félagsleg einangrun, þunglyndi og heyrnartap. Innlent 18.11.2025 21:56
Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Upptökum á úrslitaþætti Den Store Bagedyst er lokið og er læknaneminn Margrét Sól Torfadóttir því ein fárra sem vita hver stendur uppi sem sigurvegari dönsku bakstursþáttanna þetta árið. Lífið 17.11.2025 22:20
Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Stjórnsýslufræðingur segir tilfærslu fráfarandi ríkislögreglustjóra endurspegla samkomulag við dómsmálaráðherra fremur en formlega afsögn. Hann telur ákvörðunina fela í sér sterka yfirlýsingu um ábyrgð í einu valdamesta embætti ríkisins. Tilfærslan hefur sætt gagnrýni. Innlent 11.11.2025 23:16
„Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Kári Stefánsson fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist telja dóm Hæstaréttar gegn Íslenskri erfðagreiningu hafa verið sjálfsagðan. Hann segist ekki erfa málið við Helgu Þórisdóttur forstjóra Persónuverndar, það sé nú augljóst að málið hafi verið mistök. Innlent 5.11.2025 19:30
Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Þrír vasaþjófar voru handteknir á Þingvöllum í dag. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um þjófnað á Þingvöllum og fóru lögreglumenn strax á vettvang og höfðu hendur í hári þriggja vegna málsins. Um er að ræða erlenda ríkisborgara frá EES-löndunum. Innlent 5.11.2025 17:50
Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Björn Berg fjármálaráðgjafi segir verðlag hafa hækkað töluvert undanfarið og ólíklegt sé að þær hækkanir gangi til baka þótt verðbólga hafi hjaðnað. Hjaðnandi verðbólga þýði aðeins að verðlag hækki ekki eins hratt og áður. Verðbólgan sé nú komin í fjögur prósent og fólki líði mögulega þá eins og verðlag eigi að batna en það þýði í raun aðeins að verðlag hækki ekki eins hratt og áður. Neytendur 22.10.2025 23:02
Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Kona á áttræðisaldri sem hringir reglulega inn í Reykjavík síðdegis hefur vakið mikla athygli vegna símtals um kynfræðslu. Þar sagði hún fræðsluna ekki hafa verið nægilega góða þegar hún var yngri. Fréttastofa kíkti í heimsókn til konunnar. Lífið 22.10.2025 20:00
„Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Hlédís Maren Guðmundsdóttir, félagsfræðingur og fyrrverandi blaðamaður, segist ekki geta séð að feðraveldið orsaki kynbundið ofbeldi. Félagsleg vandamál verði alltaf til staðar og það sé frekar orsökin. Hún segir ungt fólk horfa til íhaldssamra gilda því það geti ekki mátað sig við sama heim og kynslóðir á undan þeim bjuggu í. Innlent 22.10.2025 19:58
„Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Kona á áttræðisaldri sem hringdi inn í símatíma á Bylgjunni í gær vakti heldur betur lukku þegar hún fór að ræða kynlíf, munnmök og áhrif þess að sjúga lítil typpi. Ekki er ljóst hvort um háþróaðan símahrekk er að ræða eða óvenju opinskáa eldri konu. Lífið 22.10.2025 11:30
Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Grétar Halldór Gunnarsson prestur í Kópavogskirkju segir kynfræðslu geta verið hluta af fermingarfræðslu, en þó ekki með þeim hætti sem hún var í Glerárkirkju á Akureyri í höndum Siggu Daggar. Í forgangi í fermingarfræðslu eigi að vera fræðsla um grundvallargildi trúarinnar. Innlent 21.10.2025 23:30
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Faðir hefur skráð dóttur sínar úr fermingarfræðslu eftir að Sigga Dögg kynfræðingur var með kynfræðslu fyrir fermingarbörnin. Hún segir kynfræðslu fara misvel í fólk en hún vildi kenna þeim að Jesú fagnaði ástinni og megi þau það líka. Hennar markmið sé að valdefla börnin. Innlent 21.10.2025 11:47
Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku og Veðurvaktinni, varar íbúa höfuðborgarsvæðisins við að allt stefni í fyrstu hálku haustsins þar á morgun. Veturinn með sínu kalda lofti sé farinn að láta heyra aðeins í sér. Veður 20.10.2025 22:28
Bubbi sendir út neyðarkall Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sendir út neyðarkall og gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hafa ekki gætt nógu vel að íslenskunni. Hún sé nú komin í ræsið og hann óttist að tungumálið verði ekki svipur hjá sjón eftir aðeins nokkra áratugi. Innlent 17.10.2025 23:37
Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Fyrrverandi heilbrigðisráðherra og formaður Vinstri grænna segir ummæli forsætisráðherra um að Ljósið séu samtök úti í bæ óvirðingu. Hún segist sammála ráðherra um að framlög til samtakanna ættu að ráðast í gegnum langtímasamninga frekar en í fjárlögum en hefur áhyggjur af lækkun framlaga til þjónustu sem sé krabbameinsgreindum nauðsynleg. Innlent 15.10.2025 18:33
„Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Mummi Týr Þórarinsson, fyrrverandi forstöðurmaður Götusmiðjunnar, segist hafa verið sorgmæddur að heyra af því að foreldrar barna með vímuefnavanda þurfi nú að fara með þau til Suður-Afríku til að fá meðferð sem virkar. Innlent 15.10.2025 08:58
Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir titring hafa verið á fjármálamörkuðum undanfarið en vísar sem nýttir eru til að rýna í hvort kreppa sé yfirvofandi tali hver á móti öðrum. Hann telur að það muni alltaf eitthvað bakslag eiga sér stað en undirliggjandi styrkleikar geti komið í veg fyrir að það endi í kreppu. Viðskipti innlent 13.10.2025 22:51
Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd „Það eru ekki til neinar tölur hér en bestu tölur sem hafa verið settar fram annars staðar gera ráð fyrir að um eitt prósent, einkum karlmanna því það er kannski það sem rannsóknir beina sér að, að sirka eitt prósent þeirra hafi þessar langanir,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur og sérfræðingur í barnagirnd. Innlent 6.10.2025 21:25
Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Aðstoðarframkvæmdastjóri Betri samgangna, sem standa að byggingu Fossvogsbrúar, segist skilja áhyggjur um öryggi vegfarenda um brúna vegna vindhviða. Mögulega verða settir upp lokunarpóstar vegna slæmra veðurskilyrða en slíkt ástand sé þó einungis tímabundið. Innlent 2.10.2025 19:38
„Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Forstjóri Úrvals Útsýnar segist hafa hætt viðskiptum við flugfélagið Play fyrir mörgum mánuðum. Hún gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vera ekki með betra eftirlit með slíkum rekstri. Fjöldi ferðaskrifstofa sitji uppi með gríðarlegt tjón í kjölfar gjaldþrots Play. Viðskipti innlent 30.9.2025 17:35
Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Fjöldi fólks er nú strandaglópar víða um heim eftir að tilkynnt var um gjaldþrot flugfélagsins Play í morgun. Þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis tóku nokkra af tali. Innlent 29.9.2025 17:08
Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Kona sem hlaut alvarlegt höfuðhögg í matarboði og missti hæfileikann til að geta lesið lýsir mikilli skömm í kjölfarið. Hún segist hafa leynt stöðu mála fyrir vinum og vinnufélögum og lýsir úrræða-og áhugaleysi í heilbrigðiskerfinu, þar sem heimilislæknir sagði henni meðal annars að taka D-vítamín. Innlent 25.9.2025 23:35
„Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur lagt fram frumvarp á þingi um breytingu á mannanafnalögum sem á að gera fólki kleift að taka upp eftirnafn. Frumvarpið er lagt fram af nokkrum þingmönnum Viðreisnar í annað sinn. Innlent 25.9.2025 23:32
Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Krabbameinslæknir segir að full ástæða sé til að fylgja eftir rannsóknum bandarískra krabbameinslækna á tengslum svokallaðra ofurhlaupa líkt og bakgarðshlaupa við ristilkrabbamein. Mikilvægt sé að muna að hreyfing dragi úr áhættu á krabbameini. Innlent 24.9.2025 18:08
Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Sá hópur Íslendinga sem velur að eignast ekki börn fer stöðugt stækkandi. Fæðingartíðni á Íslandi hefur verið í frjálsu falli frá bankahruninu. Ísland hefur státað af hærri fæðingartíðni en hin Norðurlöndin en er nú á svipuðum stað og eignast hver íslensk kona að meðaltali 1,56 barn. Innlent 24.9.2025 08:00
Verða bílveikari í rafbílum Fólk upplifir meiri bílveiki í rafmagnsbílum heldur en öðrum bílum. Þetta segir háls-, nef- og eyrnalæknir sem segir vísindamenn ekki búna að átta sig á hvað veldur þó líklega megi skýringuna finna í hröðunarbreytingum í rafbílunum. Innlent 24.9.2025 07:01
Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir drónaflugin í Kaupmannahöfn og Osló óþægileg fyrir stjórnvöld og flugrekstur, og hættulegt, en enn sé ekki hægt að slá neinu föstu um hvað búi að baki. Hann segir það mikilvægasta við þessi atvik að nú sé vitað hversu auðvelt sé að valda mikilli röskun og það þurfi að bregðast við því. Innlent 23.9.2025 23:31
Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Margrét Kristín Pálsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir það hafa gerst að fólk með endurkomubann hafi komist til landsins. Reynt sé að fylgja þeim úr landi eins fljótt og hægt er. Hún segir það muna skipta sköpum fyrir löggæslu á Suðurnesjum að fá móttöku- og brottfararstöð. Innlent 20.9.2025 11:18
Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Næringarfræðingur segir vítamínmarkaðinn á Íslandi vera orðinn eins og villta vestrið og leggur áherslu á gagnrýna hugsun neytenda. Mikið af vítamíni sem er til sölu sé með alls kyns aukaefnum sem geta verið skaðleg í miklu magni. Það mikilvægasta sé að borða fjölbreyttan og næringarríkan mat í stað þess að leita auðveldra lausna í töfluformi. Innlent 18.9.2025 18:30