Sænski boltinn

Glódís skoraði sigurmarkið í endurkomu Elísabetar
Glódís Perla Viggósdóttir skoraði fyrsta og eina mark leiksins er Rosengård vann 1-0 sigur á Kristianstads í sænska boltanum í dag.

Dagskráin í dag: Tekst Gróttu að skora sitt fyrsta mark gegn HK? KR fær Víkinga í heimsókn, Tórínóslagurinn og Pepsi Max tilþrifin
Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Tveir leikir úr Pepsi Max deild karla verða í beinni, Tórínóslagurinn á Ítalíu, PGA mótaröðin í golfi og enska 1. deildin ásamt fleira góðgæti.

Zlatan færist nær því að verða samherji Arons
Samningur Zlatan Ibrahimovic við ítalska stórliðið, AC Milan, rennur út í sumar og óvíst er hvað sá sænski gerir eftir þessa leiktíð.

Hangið heima með Ísak Bergmanni: „Akranes er besti staður í heimi“
Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sínum fyrsta byrjunarliðsleik með IFK Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á dögunum.

Jafnt hjá Kolbeini og Arnóri Ingva
Íslensku landsliðsmennirnir Arnór Ingvi Traustason og Kolbeinn Sigþórsson voru í byrjunarliðum sinna liða í stórleiknum í sænsku úrvalsdeildinni í dag þegar AIK fékk Malmö í heimsókn.

Victor fékk rautt, Sara ekki í hóp í síðasta leiknum og Sandra hélt sér uppi
Guðlaugur Victor Pálsson fékk að líta rauða spjaldið er Darmstadt vann 3-1 sigur á Stuttgart í síðustu umferð þýsku B-deildarinnar.

Ísak átti sjö lykilsendingar og tæplega 93% sendinga hans voru heppnaðar
Ísak Bergmann Jóhannesson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir IFK Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í dag og hann byrjar heldur betur af krafti.

Eggert Gunnþór, Glódís og Hörður héldu hreinu
Íslendingar voru í eldlínunni í Danmörku, Svíþjóð og Rússlandi í dag. Glódís Perla Viggósdóttir og Eggert Gunnþór Jónsson voru í sigurliði en Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon gerðu jafntefli.

Anna Rakel spilaði í sigri
Sænska úrvalsdeildin í fótbolta rúllaði af stað hjá konunum í dag.

Ísak lagði upp tvö mörk í sínum fyrsta byrjunarliðsleik
Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson stimplaði sig inn í byrjunarlið toppliðsins í sænsku úrvalsdeildinni með látum.

Kolbeinn kom inn af bekknum í sigri
Kolbeinn Sigþórsson hóf leik á varamannabekk AIK þegar liðið heimsótti Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Eggert skoraði í mikilvægum sigri - Ísak með í sigri toppliðsins í Svíþjóð
Eggert Gunnþór Jónsson skoraði fyrra mark SönderjyskE í mikilvægum 2-1 útisigri á Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Kolbeinn ekki í ástandi til að byrja leiki
AIK, lið Kolbeins Sigþórssonar, tapaði illa í öðrum leik sínum í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og ljóst er að breytingar verða gerðar á liðinu fyrir grannaslaginn mikla við Hammarby í dag. Kolbeinn þarf þó að bíða um sinn eftir sæti í byrjunarliðinu.

Guðlaugur Victor lék allan leikinn í tapi
Guðlaugur Victor Pálsson spilaði 90 mínútur í tapi Darmstadt gegn Arminia Bielefeld. Arnór Ingvi Traustason fékk hálftíma í svekkjandi jafntefli Malmö.

Fátt um fína drætti hjá Íslendingaliðunum
Nokkur Íslendingalið voru í eldlínunni á Norðurlöndunum í kvöld en Íslendingarnir létu lítið að sér kveða.

„Stökktu aftur í búrið og þá gef ég þér banana“
Dómari í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta fær ekki að dæma á næstunni eftir að hafa orðið uppvís að því að segja þeldökkum markverði að fara í markið sitt „því þá fengi hann banana“.

Arnór fékk ekki tækifæri hjá Jon Dahl | Aron og félagar niðurlægðir
Arnór Ingi Traustason þurfti að sitja allan tímann á varamannabekknum er Malmö vann 2-0 sigur á Mjållby í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Aron og Kolbeinn komu báðir inn á í sigrum
Aron Jóhannsson og Kolbeinn Sigþórsson komu inn á sem varamenn í sigrum sinna liða í Allsvenskan, sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í dag.

Kvarta yfir löngu undirbúningstímabili sem er engu lengra en við erum vön hér á landi
Kvarta yfir löngu undirbúningstímabili í Svíþjóð sem er engu styttra en hefðbundið undirbúningstímabil hér á landi

Elísabet segir hópinn aldrei hafa litið betur út
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni er full tilhlökkunar fyrir komandi tímabili.

Margrét Lára í nýrri útgáfu Pepsi Max markanna: „Mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann“
„Þetta er mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann,“ segir Helena Ólafsdóttir sem mun stýra breyttri útgáfu af Pepsi Max-mörkum kvenna sem verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hverri viku í sumar. Í þættinum hefur hún sér til fulltingis einvalalið sérfræðinga.

Samningum rift við barnshafandi leikmenn: „Íþróttakonur eru ótrúlega lítið verndaðar“
Sif Atladóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður Kristianstad, er komin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna. Hún er ólétt að sínu öðru barni og vill meðal annars stuðla að bættri stöðu knattspyrnukvenna sem eignast börn.

Segir að fótboltakonur ræði aldrei barneignir í klefanum
Íslensku landsliðskonurnar Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir hafa báðar vakið athygli á stöðu þungaðra knattspyrnukvenna í viðtölum við sænska fjölmiðla.

Óléttar knattspyrnukonur í Svíþjóð eru nú með íslenska baráttukonu í sínu horni
Sif Atladóttir lætur verkin tala í baráttunni fyrir réttindum þungaðra knattspyrnukvenna því hún er komin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna.

Mælir sérstaklega með sex efnilegum íslenskum fótboltastrákum
Ísland á fullt af efnilegum fótboltamönnum ef marga má njósnara sem fylgist vel með sænska fótboltanum.

Sænsk úrvalsdeildarfélög ósátt með yfirvöld þar í landi
Nokkur sænsk úrvalsdeildarfélög hafa áskað yfirvöld þar í landi um að koma í veg fyrir að leikmenn geti unnið vinnu sína.

Sautján ára íslenskum fótboltastrák í Svíþjóð hrósað mikið fyrir hugarfarið sitt
Ísak Bergmann Jóhannesson lætur ekkert trufla sig við að elta drauma sína inn á fótboltavellinum og liðsfélagi hans hjá Norrköping hefur vottað það í blaðaviðtali.

„Ef þú ert með Zlatan í liði viltu ekki bregðast honum“
Síðasta mánuðinn hefur Aron Jóhannsson æft með Zlatan Ibrahimovic hjá Hammarby.

Glódís spenntust fyrir toppliði á Englandi
Glódís Perla Viggósdóttir yrði leikmaður Manchester United á næstu misserum ef að kærasti hennar fengi að ráða. Hún er spenntust fyrir því að fara í ensku úrvalsdeildina þegar tímanum í Svíþjóð lýkur.

Sænska úrvalsdeildin á Stöð 2 Sport
Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarrétt á leikjum sænsku úrvalsdeildarinnar, einni sterkustu deild Evrópu í knattspyrnu kvenna.