Þýski handboltinn

Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo
„Þetta er mjög stórt skref en mér fannst kominn tími á það,“ segir handboltakonan Elín Rósa Magnúsdóttir sem stekkur í djúpu laugina er hún fer út í atvinnumennsku til Þýskalands í sumar. Þar mun hún hafa stuðningsnet tveggja félaga sinna úr landsliðinu.

Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld
Íslensku landsliðsmennirnir Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson gátu ekki spilað með liði Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta vegna meiðsla en það kom ekki í veg fyrir að liðið jók forskot sitt á toppnum.

Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach
Íslendingaliðið Gummersbach átti ekki í miklum vandræðum með SG BBM Bietigheim í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður
Sandra Erlingsdóttir gæti verið á heimleið til Íslands í sumar nú þegar ljóst er að hún yfirgefur þýska handknattleiksfélagið Metzingen eftir tímabilið.

Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu
Elín Rósa Magnúsdóttir, landsliðskona í handbolta og lykilmaður meistaraliðs Vals, hefur skrifað undir samning til tveggja ára við þýska stórliðið HSG Blomberg Lippe. Samningurinn tekur gildi í sumar og klárar Elín Rósa tímabilið með Val.

Frábær leikur Andra dugði ekki til
Andri Már Rúnarsson var hreint út sagt magnaður þegar Leipzig mátti þola þriggja marka tap gegn Füchse Berlín, lokatölur 30-33.

Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum
Gummersbach og Leipzig unnu sína leiki í efstu deild karla í þýska handboltanum.

Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði
Simon Pytlick fór mikinn með danska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handbolta en heppnin var ekki með honum í Evrópudeildarleik í vikunni.

Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli
Íslendingaliðið Bergischer vann níu marka stórsigur, 26-35, gegn Bayer Dormagen í næstefstu deild þýska handboltans.

Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen
Haukur Þrastarson, landsliðsmaður í handbolta, er sagður á leið til Rhein-Neckar Löwen í sumar og mun þá spila með sterku liði í bestu landsdeild heims.

Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni
Óðinn Þór Ríkharðsson átti góðan leik fyrir Kadetten Schaffhausen sem vann öruggan sigur í svissnesku deildinni í handbolta í dag. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru báðir fjarverandi þegar Magdeburg vann í Þýskalandi.

Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum
Melsungen heldur toppsætinu í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir öruggan heimasigur á Stuttgart í kvöld.

Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen
Gummersbach vann í kvöld stórsigur á Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Elliði Snær Viðarsson átti stórleik fyrir Gummersbach.

Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu
Andri Már Rúnarsson og Guðmundur Bragi Ástþórsson, sem saman léku með Haukum fyrir tveimur árum, voru afar áberandi með liðum sínum í þýska og danska handboltanum í kvöld.

„Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“
„Ég er mjög þakklátur fyrir að þetta hafi ekki verið verra því ég vissi ekki hvað ég var að fara út í þegar þessi sársauki helltist yfir mig,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, sem meiddist í fyrrakvöld í mikilvægum slag í Meistaradeild Evrópu.

Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla
Bennet Wiegert, þjálfari þýska handboltafélagsins Magdeburg, viðurkennir að Gísli Þorgeir Kristjánsson hafi ekki getað æft í aðdraganda leiksins við Álaborg í gær. Meiðsli hans í leiknum séu á endanum á ábyrgð þjálfarans.

Ýmir sneri aftur í góðum sigri
Línumaðurinn Ýmir Örn Gíslason var með fullkomna skotnýtingu og skoraði fjögur mörk fyrir Göppingen í 31-27 sigri gegn Eisenach í nítjándu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Gísli stórkostlegur í toppslagnum
Gísli Þorgeir Kristjánsson var í algjöru aðalhlutverki á spennandi lokakafla í toppslag Magdeburg og Melsungen í þýsku 1. deildinni í handbolta í dag. Magdeburg vann leikinn 29-28.

Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals
Flensburg vann fimm marka sigur á Gummersbach í efstu deild þýska handboltans. Lokatölur 35-30 þar sem tveir Danir stóðu upp úr hvað fjölda marka varðar.

Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims?
Hinn danski Mathias Gidsel var valinn mikilvægasti leikmaður HM og er af flestum talinn besti handboltamaður heims í dag. Hann hefur nú skrifað undir nýjan samning við þýska félagið Füchse Berlín og hækkað í launum.

Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu
Dagur Gautason lék sinn fyrsta leik í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld og það var ekki hægt að kvarta mikið yfir frammistöðunni.

Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin
Danska handboltahetjan Mathias Gidsel kæfði allar sögusagnir og er ánægður þar sem hann er.

Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi
Andri Már Rúnarsson var markahæsti leikmaður Leipzig í 24-23 tapi á útivelli gegn Burgdorf í átjándu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti
Þýska úrvalsdeildin í handbolta er hafin aftur eftir hlé vegna heimsmeistaramótsins. Þrír leikir fóru fram í dag og Íslendingar tóku þátt í þeim öllum.

Meiddist á HM og missir af næstu leikjum
Viggó Kristjánsson meiddist lítillega í hné á HM og þarf að bíða um stund eftir frumraun sinni með Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi
Forseti þýska handknattleikssambandsins hefur tekið allan vafa varðandi framtíð Alfreðs Gíslasonar í starfi landsliðsþjálfara þýska karlalandsliðsins. Alfreð er þeirra maður.

Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag
Eftir fjóra sigurleiki í röð máttu Sandra Erlingsdóttir og stöllur hennar í Metzingen þola 11 marka tap gegn Íslendingaliði Blomberg-Lippe í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“
Landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson kippir sér ekki mikið upp við það að Ólafur Stefánsson hristi hausinn yfir nýlegum skiptum hans til Erlangen í Þýskalandi.

Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin
Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona í handbolta, verður frá keppni næstu vikurnar eftir að hafa ristarbrotnað í leik með HSG Blomberg-Lippe í Evrópudeildinni. Hún spilaði seinni hálfleikinn ristarbrotin.

Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“
Félagaskipti Viggós Kristjánssonar, landsliðsmanns í handbolta, frá Leipzig til Erlangen vöktu talsverða athygli enda er Erlangen í harðri fallbaráttu í þýsku úrvalsdeildinni. Ólafur Stefánsson botnar allavega ekkert í skiptunum.