Guðríður Eldey Arnardóttir

Fréttamynd

Stuðningsgrein: Árna Pál til forystu

Samfylkingin er stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Hún hefur verið í forystu undanfarin ár í tiltektinni eftir hrunið og á þessum erfiðu tímum hafa jafnaðarmenn sýnt og sannað að það skiptir máli hverjir stjórna. Þrátt fyrir samdrátt í efnahagsmálum og skuldaaukningu ríkissjóðs hefur jafnaðarmönnum tekist að dreifa byrðunum og hlífa þeim sem minnst mega sín í íslensku samfélagi. Nú þegar rofar til skiptir máli að jafnaðarmenn fái áframhaldandi umboð kjósenda til þess að byggja enn frekar upp sterkara samfélag.

Skoðun
Fréttamynd

Viðtalstímar – gamaldags eða ekki?

Karen Halldórsdóttir skrifar í Fréttablaðið og ræðir þar viðtalstíma bæjarfulltrúa í Kópavogi. Fram að þeim tíma þegar 20 mánaða meirihlutinn tók við í Kópavogi stóð bæjarbúum til boða að ná tali af hverjum bæjarfulltrúa tvisvar á ári í klukkustund í senn. Þessir tímar voru fremur illa nýttir þrátt fyrir að hafa verið auglýstir nokkuð reglulega í ljósvaka- og prentmiðlum. Á síðasta kjörtímabili mættu t.d. til undirritaðrar 5 bæjarbúar – í það heila.

Skoðun
Fréttamynd

Kópavogskrónikan heldur áfram

Oddviti Næstbesta flokksins fer mikinn í fjölmiðlum í kjölfar brotthvarfs síns úr fráfarandi meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs. Hann víkur sér undan ábyrgð og skellir skuldinni á aðra og þá helst undirritaða. Honum er mikið í mun að klína á mig stimpli valdagræðgi og sverta mannorð mitt þannig að ósekju.

Skoðun
Fréttamynd

Biðin kostar sveitarfélögin hundruð milljóna

Guðríður Arnardóttir skrifar um Icesave Á meðan lítið þokast í átt að einhvers konar samkomulagi við stjórnarandstöðuna um málalyktir Icesave-samkomulagsins má segja að allur efnahagsbati sé hér í frosti. Umræðan sveiflast nánast daglega með eða á móti lögunum og svo virðist sem síðasti ræðumaður þann daginn ráði ferðinni í skoðanakönnun þess næsta.

Skoðun
Fréttamynd

Stórskipahöfn á Kársnesi

Íbúar í vesturbæ Kópavogs hafa á undanförnum mánuðum mótmælt væntanlegum skipulagsbreytingum á Kársnesi. Þar er gert ráð fyrir talsverðri þéttingu byggðar ásamt stórskipahöfn með tilheyrandi þungaflutningum.

Skoðun