Lögreglan

Fréttamynd

Gæti farið fram á sanngirnisbætur

Nefnd um eftirlit með lögreglu segir ekki sitt verksvið að endurskoða rannsóknir sakamála. Nefndin hafi því aðeins úrskurðað að meint brot lögreglu í rannsókn á tveimur bændum sem kærðir voru fyrir nauðgun 1987, væru fyrnd. Lögmaður bendir á að stjórnvöld geti ákveðið sanngirnisbætur þegar allt annað þrýtur.

Innlent
Fréttamynd

Ítrekaðar nauðganir hafi drepið drauminn: Lögregla hafi algjörlega klúðrað málinu

Dagrún Jónsdóttir sem kærði tvo bændur fyrir ítrekaðar nauðganir þegar hún var táningur segir skelfilegt að sjá hversu lögreglan rannsakaði málið illa á sínum tíma. Ríkissaksóknari vísaði málinu frá á grundvelli þess að rannsóknin dygði ekki til sakfellingar. Eftirlitsnefnd úrskurðaði meint brot lögreglu í málinu fyrnd í desember. Hún segist hvergi nærri hætt að leita að réttlætinu.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að sitja við sinn keip

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tilkynnti í gær til stæði að loka Facebook-síðu embættisins með vísan til persónuverndarsjónarmiða. Um sólarhring síðar er síðan orðinn óaðgengileg almenningi og tíu ár af Facebook-færslum á bak og burt. Engin önnur lögregluembætti hafa tekið ákvörðun um að feta í fótspor Suðurnesjamanna.

Innlent
Fréttamynd

LRH hættir ekki á Facebook

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að hætta á Facebook. Þessi í stað hefur verið ákveðið að óska ekki eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum. Persónuvernd gerði í fyrra athugasemd við notkun lögregluembætta á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Karl­menn lang­flestir ger­enda: Mikil fjölgun of­beldis­brota á árinu

Til­kynningar um of­beldis­brot voru um níu prósentum fleiri árið 2021 en síðustu þrjú ár á undan því sem nú er að líða. Lang­flest of­beldis­brota áttu sér stað á höfuð­borgar­svæðinu eða um 73 prósent. Fjöldi til­fella of­beldis af hendi maka eða fyrrum maka síðustu tvö árin hafa aldrei verið fleiri.

Innlent
Fréttamynd

Virkja sms-kerfi vegna óróa við Fagra­dals­fjall

Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa virkjað sms-kerfi sem sendir smáskilaboð á fólk sem fer inn á fyrirframskilgreint svæði vegna jarðskjálfta sem hafnir eru á ný við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Ekki er loku fyrir það skotið að skilaboð berist á fólk að óþörfu.

Innlent
Fréttamynd

Kyn­ferðis­brota­laust Ís­land?

Aldamótamarkmiðin um Fíkniefnalaust Ísland og Frið árið 2000 náðust ekki. Þrátt fyrir að kynferðisofbeldi sé mikill skaðvaldur í íslensku samfélagi hefur ekki verið ráðist í herferðina um kynferðisbrotalaust Ísland.

Skoðun
Fréttamynd

Vélmenni til bjargar og fólk hættir að sleppa við sektir

Með fjölgun hraðamyndavéla á Íslandi var lögreglan á stundum hætt að geta annað því að senda út hraðasektir til ökumanna en nú horfir málið til betri vegar. Með nýjum þjarki ætti fólk núna að geta fengið sektina í heimabanka eftir svo mikið sem korter og þær ættu allar að skila sér.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert benti til refsiverðrar háttsemi lögreglu

Héraðssaksóknari hefur hætt rannsókn á viðbrögðum lögreglu við skotárás í Dalseli á Egilsstöðum þann 26. ágúst í fyrra. Saksóknari segir ekkert hafa komið fram sem gefið hafi til kynna refsiverða háttsemi af hálfu lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Þolendur kynferðisbrota geta fylgst með stöðu rannsóknar á nýju vefsvæði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu opnaði í dag vefsvæði þar sem þolendur kynferðisbrota geta nálgast upplýsingar um stöðu mála og úrræði sem standa til boða. Hátt í fjögur hundruð kynferðisbrotamál eru nú á borði lögreglu og segir lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákall hafa verið um bætta þjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Heldur starfinu en þarf að greiða sekt

Lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu sem leystur var frá störfum í nóvember í fyrra vegna framkvæmdar handtöku í Hafnarfirði er aftur kominn til starfa. Hann þarf að greiða eitt hundrað þúsund króna sekt vegna þess hvernig hann beitti kylfu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei jafn mörg mál til rannsóknar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei haft fleiri mál til rannsóknar og afgreiðslutími þeirra er að minnsta kosti helmingi lengri en við teljum æskilegt segir yfirlögregluþjónn. Þá sé alltof algengt að það þurfi að dæma menn í síbrotagæslu.

Innlent
Fréttamynd

Meðalhraðaeftirlit tekið í notkun í næstu viku

Meðalhraðaeftirlit verður tekið í notkun á hádegi á þriðjudag samkvæmt frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar. Þetta er í fyrsta skipti á Íslandi þar sem meðalhraði á milli tveggja punkta er mældur á sjálfvirkan hátt.

Bílar
Fréttamynd

Fordæma staðhæfingar Þorbjargar og vilja rannsókn

Landssamband lögreglumanna vill að ríkissaksóknari rannsaki staðhæfingar Þorbjargar Ingu Jónsdóttur lögmanns, sem sagði á ráðstefnu á Hólum engan vafa leika á því að kerfið réttarkerfið færi í manngreiningarálit eftir þjóðfélagsstöðu.

Innlent