Ástin og lífið

Fréttamynd

Fannar og Vala orðin hjón: Fékk sér húð­flúr í staðinn fyrir hefð­bundinn giftingar­hring

Sjónvarpsmaðurinn Fannar Sveinsson og hjúkrunarfræðingurinn Valgerður Kristjánsdóttir, eða Vala eins og hún er kölluð, giftu sig síðastliðinn föstudag hjá sýslumanni. Eva Ruza og Hjálmar Örn gáfu þau aftur saman um kvöldið heima hjá Bergþóri Pálssyni og Alberti Eiríkssyni auk þess sem Björn Jörundur og Daníel Ágúst tóku lagið. Fannar ákvað að láta húðflúra á sig giftingarhringinn. 

Lífið
Fréttamynd

„Það verður gaman að búa til okkar hefðir saman“

Hún byrjaði að skreyta í október, vekur börnin sín upp með jólalögum og veit fátt dásamlegra en jólahátíðina. Söngkonan og jólakúlan Selma Björns talar um hefðirnar, ástina og allt jólaskrautið, sem hún líkir við gamla góða vini. 

Jól
Fréttamynd

Besta jóla­gjöfin var bón­orð á að­fanga­dag

Jólin eru sannarlega tími tónlistarkonunnar Guðrúnar Árnýjar. Hún kynntist manninum sínum í desember mánuði fyrir 22 árum síðan og trúlofaðist honum á aðfangadag. Þá eru jólin alltaf annasamur en skemmtilegur tími hjá henni í tónlistinni. Guðrún Árný er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Þóra og Arnar eignuðust stúlku

Fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir og sambýlismaður hennar, listamaðurinn Arnar Ásgeirsson, eignuðust í vikunni stúlku. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman en fyrir á Þóra eina dóttur. 

Lífið
Fréttamynd

Ari Eldjárn einhleypur

Uppistandarinn Ari Eldjárn er orðinn einhleypur. Ari og kona hans Linda Guðrún Karlsdóttir hafa ákveðið að halda í sitthvora áttina eftir tuttugu ára samband.

Lífið
Fréttamynd

Opnar fyrir ástinni á ný: „Ég er til­búin að hitta góðan mann“

Fegurðardrottningin og lífsþjálfinn Linda Pétursdóttir hefur verið einhleyp síðustu þrjú ár. Síðustu ár hefur hún einblínt á sjálfsrækt og fyrirtækið sitt og hefur ekki verið í leit að ástinni. Nú hefur Linda hins vegar tekið meðvitaða ákvörðun um að opna fyrir ástinni á nýjan leik og segist hún vera tilbúin í rómantískt samband.

Lífið
Fréttamynd

Jónas byrjaði sem marglytta en er nú á toppi Netflix

Leikarinn Jónas Alfreð Birkisson fer með hlutverk í vinsælasta þættinum á Netflix um þessar mundir, 1899. Vísir hafði samband við Jónas og fékk að heyra af ferðalagi hans sem leikari, allt frá því að draumurinn fæddist og að þeim stað sem hann er á í dag.

Lífið
Fréttamynd

Simmi Vill er aftur á lausu

Sigmar Vilhjálmsson, athafna- og veitingamaður er aftur á lausu eftir að hann og danska kærastan hans, Julie Christensen, hættu saman. Þau opinberuðu samband sitt um miðjan september á þessu ári. 

Lífið
Fréttamynd

„Ást er að hætta aldrei að reyna“

Hún segir rómantíkina liggja í litlu hlutunum, leggur mikinn metnaði í að halda í neistann í sambandinu og kýs símalaus stefnumót. Markaðsmanneskjan og kynlífstækjadrottningin Gerður Huld Arinbjarnardóttir talar um ástina í viðtali við Makamál. 

Lífið
Fréttamynd

Arndís Anna og Tótla eru nýtt par

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata og Tótla Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna ’78 eru nýtt par. Þetta staðfesta þær í samtali við Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Hera og Sam sæt saman í Eistlandi

Hera Hilmarsdóttir leikkona mætti með kærastann sinn á frumsýningu Svar við bréfi Helgu á PÖFF kvikmyndahátíðinni sem fram fór í Tallin í Eistlandi.

Lífið
Fréttamynd

Bæði á lausu og fingurkoss á tónleikum gerði allt vitlaust

Kendall Jenner sást á tónleikum fyrrverandi kærasta síns Harry Styles á dögunum. Allt ætlaði um koll að keyra á TikTok þegar myndband fór í dreifingu af honum að senda henni fingurkoss í miðju „Love of My Life“ lagi. Í vikunni komu fréttir af sambandsslitum í samböndum þeirra beggja.

Lífið
Fréttamynd

Ekki auðveld ákvörðun að hætta saman

Parið Gem­ma Owen og Luca Bish, sem byrjuðu að slá sér upp í raunveruleikaþáttunum Love Island, eru hætt saman eft­ir þriggja mánaða sam­band. Gemma er dóttir fótboltamannsins Michael Owen sem spilaði fyr­ir Li­verpool og enska landsliðið.

Lífið