„Mér finnst það alveg klikkaðslega fyndið“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 30. desember 2023 19:23 Vinirnir Bjarni Hall og Vilhjálmur Karl. Vísir/Ívar Fannar Eftirvænting og spenna ríkir hjá landsmönnum fyrir áramótaskaupinu. Tveir vinir sem eytt hafa árinu í að stúdera Áramótaskaup síðustu 29 ára binda miklar vonir við að höfundar skaupsins í ár taki ríkisstjórnina rækilega fyrir. Annað kvöld fer 57. Áramótaskaupið í loftið. Það er ómissandi hluti af áramótahefðum flestra landsmanna að setjast niður fyrir framan sjónvarpið klukkan hálf ellefu og horfa á liðið ár gert upp með kaldhæðnum og skopsamlegum hætti. Vinirnir Vilhjálmur Karl Haraldsson og Bjarni Hall eru þar engin undantekning. Þeir hafa eytt síðastliðnu ári í að rifja upp öll skaupin frá árinu 1994. „Þetta er svona nördaskapur, alveg ótrúlega gaman,“ segir Villi Kalli og bætir við að þetta hafi byrjað með Áramótaskaupinu 1994. „Ég grenjaði nú fyrst yfir því þegar Edda Björgvinsdóttir er að leika og Bessi Bjarna leikur þarna gamla konu sem er náttúrulega dauð. Þetta var ótrúlega gott skaup.“ Baddi bætir við að hún hafi auðvitað dáið vegna biðraðarinnar á leið til Þingvalla. „Þannig byrjuðum við á þessu skauprugli,“ segir hann og hlær. Þeir vinir eru sammála um að skaupin 1984 og 2015 beri af í heild litið en báðir eiga þeir sín uppáhalds atriði. „Mér finnst Bjarni, þegar það er verið að gera grín að Bjarna Ben þarna með Icehot1, mér finnst það alveg klikkaðslega fyndið,“ segir Villi Kalli og hlær. Það atriði má finna í skaupinu 2015. Baddi segir uppáhalds atriðið sitt vera úr skaupinu 2006. „Þegar Þorsteinn Guðmundsson er í heilsuhúsinu, 2006, og margir kannast við. Ólívur Ragnar Grímsson, það er mitt uppáhalds.“ Félagarnir bíða spenntir eftir Skaupinu á morgun en þeir eru með ákveðnar hugmyndir um hvað þeir vilja sjá tekið fyrir í þættinum. Villi Kalli væri helst til í að sjá Þorvaldi Þórðarsyni eldfjallafræðingi bregða fyrir sem og Bjarna Ben ásamt ríkisstjórninni. „Þá ætla ég að vera pólitískur og segja taka Bjarna Ben í gegn,“ segir Baddi en þeir félagar vonast til að Skaupið á morgun verði frábært. Áramót Áramótaskaupið Ástin og lífið Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira
Annað kvöld fer 57. Áramótaskaupið í loftið. Það er ómissandi hluti af áramótahefðum flestra landsmanna að setjast niður fyrir framan sjónvarpið klukkan hálf ellefu og horfa á liðið ár gert upp með kaldhæðnum og skopsamlegum hætti. Vinirnir Vilhjálmur Karl Haraldsson og Bjarni Hall eru þar engin undantekning. Þeir hafa eytt síðastliðnu ári í að rifja upp öll skaupin frá árinu 1994. „Þetta er svona nördaskapur, alveg ótrúlega gaman,“ segir Villi Kalli og bætir við að þetta hafi byrjað með Áramótaskaupinu 1994. „Ég grenjaði nú fyrst yfir því þegar Edda Björgvinsdóttir er að leika og Bessi Bjarna leikur þarna gamla konu sem er náttúrulega dauð. Þetta var ótrúlega gott skaup.“ Baddi bætir við að hún hafi auðvitað dáið vegna biðraðarinnar á leið til Þingvalla. „Þannig byrjuðum við á þessu skauprugli,“ segir hann og hlær. Þeir vinir eru sammála um að skaupin 1984 og 2015 beri af í heild litið en báðir eiga þeir sín uppáhalds atriði. „Mér finnst Bjarni, þegar það er verið að gera grín að Bjarna Ben þarna með Icehot1, mér finnst það alveg klikkaðslega fyndið,“ segir Villi Kalli og hlær. Það atriði má finna í skaupinu 2015. Baddi segir uppáhalds atriðið sitt vera úr skaupinu 2006. „Þegar Þorsteinn Guðmundsson er í heilsuhúsinu, 2006, og margir kannast við. Ólívur Ragnar Grímsson, það er mitt uppáhalds.“ Félagarnir bíða spenntir eftir Skaupinu á morgun en þeir eru með ákveðnar hugmyndir um hvað þeir vilja sjá tekið fyrir í þættinum. Villi Kalli væri helst til í að sjá Þorvaldi Þórðarsyni eldfjallafræðingi bregða fyrir sem og Bjarna Ben ásamt ríkisstjórninni. „Þá ætla ég að vera pólitískur og segja taka Bjarna Ben í gegn,“ segir Baddi en þeir félagar vonast til að Skaupið á morgun verði frábært.
Áramót Áramótaskaupið Ástin og lífið Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira