Viðskipti Kaupæði því dollarinn svo lágur Fjölmargir Íslendingar fara nú til Bandaríkjanna til að versla og kunna sér ekki hóf þegar gengi dollarans er jafn lágt og nú. Farþegarnir hafa greitt hundruð eða milljónir króna í aðflutningsgjöld og sektir. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:08 KB banki seldi rúm 8% í Baugi KB banki seldi í dag 8,26% af hlutafé sínu í Baugi Group. Fyrir söluna átti KB banki tæplega 20% eignarhlut í Baugi. Innleystur hagnaður vegna sölunnar nemur um einum milljarði króna. Bankinn eignaðist hlutinn í Baugi í tengslum við afskráningu félagsins úr Kauphöll Íslands í maí 2003. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:08 Frjálst fall Bandaríkjadals Gengi Bandaríkjadals heldur áfram að veikjast á gjaldeyrismörkuðum og íslenska krónan styrkist. Við lokun viðskipta í gær var kaupgengi Bandaríkjadals rúmlega 61 króna og hefur ekki verið lægra frá 1992. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:08 Sjávarútveginum blæðir Styrking íslensku krónunnar hefur veruleg áhrif á afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, telur að hækkunin í ár muni kosta fyrirtæki sitt um tvö hundruð milljónir í ár. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:08 Norðurljós heyra sögunni til Norðurljós munu heyra sögunni til þegar óuppgerðar skattaskuldbindingar fyrirtækisins hafa verið gerðar upp, segir stjórnarformaður Norðurljósa. Hann segir að séð verði til þess að eftirstandandi eignir muni duga til þess að greiða skuldir sem eftir á að gera upp. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:08 Skuldirnar lifa Skuldarar geta ekki lengur treyst því að kröfurnar á þá fyrnist eftir ákveðinn tíma og það þó að þeir hafi verið lýstir gjaldþrota. Kröfurnar eru nú settar í svokallaða kröfuvakt. Þar geta þær lifað að eilífu og minna sífellt á sig. </font /></b /> Viðskipti innlent 13.10.2005 15:08 Neyðast til að flytja úr landi Viðvarandi hátt gengi krónunnar getur leitt til þess að útflutningsfyrirtæki neyðist til þess að flytja starfsemi sína úr landi, segir framkvæmdastjóri útflutningsráðs. Blessunarlega hafi frjálst fall dollarans minni áhrif en ella vegna minnkandi útflutnings til Bandaríkjanna. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:08 Lækkanir í Kauphöll Hlutabréfaverð hefur þokast niður á við undanfarna daga. Úrvalsvísitalan hefur nú lækkað fjóra daga í röð. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:08 KB banki fundar um gengi krónunnar KB banki hefur ákveðið að efna til morgunverðarfundar um gengi krónunnar á fimmtudaginn. Erindi flytja Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, Ásgeir Jónsson, hagfræðingur greiningardeildar KB banka, og Vilhjálmur Egilsson, ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytisins. Fundurinn verður haldinn á Hótel Nordica og hefst klukkan 8. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:07 Gengi dollars lækkar enn Gengi dollarans hefur enn lækkað gagnvart íslensku krónunni og gagnvart evrunni hefur það aldrei verið lægra. Áhrifin hér á landi virðast þó harla lítil. Viðskipti erlent 13.10.2005 15:07 Skattaóvissa Norðurljósa ástæðan Og Vodafone hætti við að kaupa allt hlutafé í Norðurljósum en eignast samt Íslenska útvarpsfélagið og Frétt ehf. Forstjóri félagsins segir óvissu varðandi skattamál Norðurljósa valda þessari breytingu. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:08 Olíuverð á heimsmarkaði lækkar enn Olíuverð á heimsmarkaði lækkar enn. Í gær hækkaði verðið á olíufatinu um 44 sent á markaði í New York en hefur nú þegar lækkað um 62 sent það sem af er degi. Allar líkur eru taldar á því að olíumálaráðherrar OPEC-ríkjanna ákveði að draga úr olíuframleiðslu á fundi sínum á föstudaginn en framleiðslan var aukin mjög þegar olíuverð náði hámarki í haust. Viðskipti erlent 13.10.2005 15:08 Gengi krónunnar hækkaði um 1,77% Gengi krónunnar hækkaði um 1,77 prósent í dag. Staða krónunnar gagnvart dollaranum hefur ekki verið hærra síðan í nóvember árið 1992 og segja sérfræðingar greiningardeilda bankanna gengið skuggalega hátt. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:08 Gengið orðið skuggalega hátt Gengi krónunnar gangvart helstu erlendu gjaldmiðlum hefur hækkað töluvert í dag og segja sérfræðingar íslensku bankanna það orðið skuggalega hátt. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka hefur dollar lækkað um 2,10% gagnvart krónunni, evran um 2,13% og breska pundið um 2,90%. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:08 Og Vodafone kaupir allt hlutaféð Stjórnir Og Vodafone og Norðurljósa, sem eiga meðal annars Bylgjuna og Stöð 2, hafa komist að samkomulagi um kaup Og Vodafone á öllu hlutafé tveggja dótturfélaga Norðurljósa, Íslenska útvarpsfélagins ehf. og Fréttar ehf. Þetta er breyting frá því fyrirkomulagi sem kynnt var í október sl. þar sem gert var ráð fyrir að Og Vodafone myndi kaupa allt hlutafé í Norðurljósum. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:08 Gengi dollars komið í 61,84 krónur Gengi dollarans hefur enn lækkað gagnvart íslensku krónunni og var nú skömmu fyrir fréttir 61,84 krónur. Í dag hefur gengið lækkað um 1,11 samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka. Lækkun dollarsins hefur þó enn sem komið er ekki haft verulega mælanlega vöruverðslækkun í för með sér. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:07 Ráðherra ver íslenska bankakerfið Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að skrif í Berlingske Tidende um íslenskt viðskiptalíf sé að nokkru leyti ósanngjörn og að sumar fullyrðingar blaðsins bendi til að ónæg þekking búi að baki. Innlent 13.10.2005 15:08 Hætta vegna hagstjórnarblöndu Greiningardeild Íslandsbanka gagnrýnir hagstjórn á Íslandi í Morgunkorni sínu í gær. Þar segir að aðhald í ríkisfjármálum sé langt frá því að vera fullnægjandi. Þetta hefur í för með sér að mikill þungi fellur á Seðlabankann sem þarf að grípa til harðra aðgerða sem haft geta slæm áhrif á samkeppnisatvinnuvegina. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:07 Bakvinnslusvið KB banka hefur starfsemi á Akureyri KB banki hefur tekið í notkun nýja deild á Akureyri og er hún hluti af bakvinnslusviði bankans. Nú þegar hafa átta nýir starfsmenn tekið til starfa við deildina og munu þeir annast ýmis bakvinnslustörf fyrir höfuðstöðvar bankans og útibú hans. Gert er ráð fyrir að þeim fjölgi í allt að 15 manns á árinu 2005. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:07 Samstarf um íbúðarlán Sparisjóðirnir eru komnir í samstarf við Íbúðalánasjóð um fjármögnun húsnæðis en jafnframt hafa þeir tekið höndum saman um framkvæmd greiðslumats. Aðrar lánastofnanir eru boðnar velkomnar gangist þær undir skilyrði Íbúðalánasjóðs. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:07 Umfjöllun fjölmiðla vitleysa Stjórnarformaður KB banka segir að gagnrýnin umfjöllun danskra fjölmiðla, um innbyrðis tengsl íslenskra fjárfesta og fjármálafyrirtækja, byggi á sögusögnum og vitleysu. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:07 Stefna enn hærra með EVE Stjórnendur CCP, fyrirtækisins sem framleiðir EVE tölvuleikinn, stefna að því að ná til mun fleiri notenda en áður með nýrri viðbót við tölvuleikinn, sem þeir kalla Exodus. Til að ná því markmiði hafa þeir samið við bandarískt fyrirtæki, Savant Says Media, um markaðssetningu á leiknum. Innlent 13.10.2005 15:07 Mikil viðskipti með krónuna í dag Krónan hækkaði um 2,73% í miklum viðskiptum í dag og stendur gengisvísitalan nú í 114,3 samkvæmt háffimmfréttum KB banka. Að sögn bankans má hér greina áhrif 1% vaxtahækkunar Seðlabanka sem boðuð var við útgáfu Peningamála í gær. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:06 BNbank taki tilboði Íslandsbanka Stjórn BNbank sendi í morgun frá sér yfirlýsingu til kauphallarinnar í Osló um yfirtökutilboð Íslandsbanka þar sem mælt er með því við hluthafa að þeir taki tilboðinu. Í yfirlýsingunni kemur fram að bæði stjórn bankans og fulltrúi starfsmanna telji að vel sé hugsað fyrir hagsmunum starfsmanna með yfirtökunni. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:06 Olíuverð lækkar enn Olíuverð heldur áfram að lækka hratt á heimsmarkaði. Það hefur lækkað um 12% á tveimur sólarhringum í Bandaríkjunum og kostar tunnan þar rúma 43 dollara. Þar hefur olíuverð ekki verið lægra síðan í september. Norðursjávarolía lækkaði líka um rúma tvo dollara í gær og er komin niður í rétt rúma 40 dollara. Viðskipti erlent 13.10.2005 15:06 Krónan hækkað um 2,76% Gengi krónunnar hefur hækkað um 2,76% í dag og hefur sjaldan eða aldrei hækkað meira á einum degi. Bandaríkjadollar hélt áfram að lækka og er nú kominn niður í 62 krónur og 50 aura. Miklar sveiflur voru á gjaldeyrismarkaði í dag og var gjaldeyrisveltan á millibankamarkaði 17,7 milljarðar króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:06 Með seðlaprentsmiðju í kjallaranum Íslenskir bankar hafa tekið þyngdaraflið úr sambandi og stefna beint til himins. Þetta hafa danskir fjölmiðlar eftir heimildarmönnum sem þekkja vel til íslensks viðskiptalífs og þeir segja ennfremur að miðað við vöxt þeirra mætti halda að bankarnir væru með seðlaprentsmiðju í kjallaranum. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:06 Frekari aðhaldsaðgerðir mögulegar Seðlabankinn útilokar ekki enn frekari aðhaldsaðgerðir í peningamálum á næstu mánuðum til að hemja verðbólguna. Með stýrivaxtahækkun sem bankinn boðaði í gær hafa þeir hækkað um tæp þrjú prósentustig síðan í maí. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:06 Vaxtahækkun Seðlabankans gagnrýnd Einar Oddur Kristjánsson, oddviti sjálfstæðismanna í fjárlaganefnd Alþingis, gagnrýndi vaxtahækkun Seðlabankans frá því í gær harðlega á þingi í dag. Fjármálaráðherra segir hana myndarlegt inngrip og gerir ekki athugasemdir við hækkunina. Seðlabankastjóri segir enga gagnrýni á stjórnvöld felast í hækkuninni. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:06 Skeljungur og Esso lækka Olíuverð heldur áfram að lækka hratt á heimsmarkaði og náði lækkunin til íslenskra neytenda í morgun. Skeljungur lækkaði bensínverðið um eina krónu í morgun og dísillítrann um 1,50 krónur. Þá tilkynnti Esso um lækkun á tólfta tímanum og gagnstætt venju er lækkunin þar meiri en hjá Skeljungi. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:06 « ‹ 205 206 207 208 209 210 211 212 213 … 223 ›
Kaupæði því dollarinn svo lágur Fjölmargir Íslendingar fara nú til Bandaríkjanna til að versla og kunna sér ekki hóf þegar gengi dollarans er jafn lágt og nú. Farþegarnir hafa greitt hundruð eða milljónir króna í aðflutningsgjöld og sektir. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:08
KB banki seldi rúm 8% í Baugi KB banki seldi í dag 8,26% af hlutafé sínu í Baugi Group. Fyrir söluna átti KB banki tæplega 20% eignarhlut í Baugi. Innleystur hagnaður vegna sölunnar nemur um einum milljarði króna. Bankinn eignaðist hlutinn í Baugi í tengslum við afskráningu félagsins úr Kauphöll Íslands í maí 2003. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:08
Frjálst fall Bandaríkjadals Gengi Bandaríkjadals heldur áfram að veikjast á gjaldeyrismörkuðum og íslenska krónan styrkist. Við lokun viðskipta í gær var kaupgengi Bandaríkjadals rúmlega 61 króna og hefur ekki verið lægra frá 1992. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:08
Sjávarútveginum blæðir Styrking íslensku krónunnar hefur veruleg áhrif á afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, telur að hækkunin í ár muni kosta fyrirtæki sitt um tvö hundruð milljónir í ár. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:08
Norðurljós heyra sögunni til Norðurljós munu heyra sögunni til þegar óuppgerðar skattaskuldbindingar fyrirtækisins hafa verið gerðar upp, segir stjórnarformaður Norðurljósa. Hann segir að séð verði til þess að eftirstandandi eignir muni duga til þess að greiða skuldir sem eftir á að gera upp. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:08
Skuldirnar lifa Skuldarar geta ekki lengur treyst því að kröfurnar á þá fyrnist eftir ákveðinn tíma og það þó að þeir hafi verið lýstir gjaldþrota. Kröfurnar eru nú settar í svokallaða kröfuvakt. Þar geta þær lifað að eilífu og minna sífellt á sig. </font /></b /> Viðskipti innlent 13.10.2005 15:08
Neyðast til að flytja úr landi Viðvarandi hátt gengi krónunnar getur leitt til þess að útflutningsfyrirtæki neyðist til þess að flytja starfsemi sína úr landi, segir framkvæmdastjóri útflutningsráðs. Blessunarlega hafi frjálst fall dollarans minni áhrif en ella vegna minnkandi útflutnings til Bandaríkjanna. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:08
Lækkanir í Kauphöll Hlutabréfaverð hefur þokast niður á við undanfarna daga. Úrvalsvísitalan hefur nú lækkað fjóra daga í röð. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:08
KB banki fundar um gengi krónunnar KB banki hefur ákveðið að efna til morgunverðarfundar um gengi krónunnar á fimmtudaginn. Erindi flytja Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, Ásgeir Jónsson, hagfræðingur greiningardeildar KB banka, og Vilhjálmur Egilsson, ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytisins. Fundurinn verður haldinn á Hótel Nordica og hefst klukkan 8. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:07
Gengi dollars lækkar enn Gengi dollarans hefur enn lækkað gagnvart íslensku krónunni og gagnvart evrunni hefur það aldrei verið lægra. Áhrifin hér á landi virðast þó harla lítil. Viðskipti erlent 13.10.2005 15:07
Skattaóvissa Norðurljósa ástæðan Og Vodafone hætti við að kaupa allt hlutafé í Norðurljósum en eignast samt Íslenska útvarpsfélagið og Frétt ehf. Forstjóri félagsins segir óvissu varðandi skattamál Norðurljósa valda þessari breytingu. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:08
Olíuverð á heimsmarkaði lækkar enn Olíuverð á heimsmarkaði lækkar enn. Í gær hækkaði verðið á olíufatinu um 44 sent á markaði í New York en hefur nú þegar lækkað um 62 sent það sem af er degi. Allar líkur eru taldar á því að olíumálaráðherrar OPEC-ríkjanna ákveði að draga úr olíuframleiðslu á fundi sínum á föstudaginn en framleiðslan var aukin mjög þegar olíuverð náði hámarki í haust. Viðskipti erlent 13.10.2005 15:08
Gengi krónunnar hækkaði um 1,77% Gengi krónunnar hækkaði um 1,77 prósent í dag. Staða krónunnar gagnvart dollaranum hefur ekki verið hærra síðan í nóvember árið 1992 og segja sérfræðingar greiningardeilda bankanna gengið skuggalega hátt. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:08
Gengið orðið skuggalega hátt Gengi krónunnar gangvart helstu erlendu gjaldmiðlum hefur hækkað töluvert í dag og segja sérfræðingar íslensku bankanna það orðið skuggalega hátt. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka hefur dollar lækkað um 2,10% gagnvart krónunni, evran um 2,13% og breska pundið um 2,90%. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:08
Og Vodafone kaupir allt hlutaféð Stjórnir Og Vodafone og Norðurljósa, sem eiga meðal annars Bylgjuna og Stöð 2, hafa komist að samkomulagi um kaup Og Vodafone á öllu hlutafé tveggja dótturfélaga Norðurljósa, Íslenska útvarpsfélagins ehf. og Fréttar ehf. Þetta er breyting frá því fyrirkomulagi sem kynnt var í október sl. þar sem gert var ráð fyrir að Og Vodafone myndi kaupa allt hlutafé í Norðurljósum. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:08
Gengi dollars komið í 61,84 krónur Gengi dollarans hefur enn lækkað gagnvart íslensku krónunni og var nú skömmu fyrir fréttir 61,84 krónur. Í dag hefur gengið lækkað um 1,11 samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka. Lækkun dollarsins hefur þó enn sem komið er ekki haft verulega mælanlega vöruverðslækkun í för með sér. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:07
Ráðherra ver íslenska bankakerfið Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að skrif í Berlingske Tidende um íslenskt viðskiptalíf sé að nokkru leyti ósanngjörn og að sumar fullyrðingar blaðsins bendi til að ónæg þekking búi að baki. Innlent 13.10.2005 15:08
Hætta vegna hagstjórnarblöndu Greiningardeild Íslandsbanka gagnrýnir hagstjórn á Íslandi í Morgunkorni sínu í gær. Þar segir að aðhald í ríkisfjármálum sé langt frá því að vera fullnægjandi. Þetta hefur í för með sér að mikill þungi fellur á Seðlabankann sem þarf að grípa til harðra aðgerða sem haft geta slæm áhrif á samkeppnisatvinnuvegina. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:07
Bakvinnslusvið KB banka hefur starfsemi á Akureyri KB banki hefur tekið í notkun nýja deild á Akureyri og er hún hluti af bakvinnslusviði bankans. Nú þegar hafa átta nýir starfsmenn tekið til starfa við deildina og munu þeir annast ýmis bakvinnslustörf fyrir höfuðstöðvar bankans og útibú hans. Gert er ráð fyrir að þeim fjölgi í allt að 15 manns á árinu 2005. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:07
Samstarf um íbúðarlán Sparisjóðirnir eru komnir í samstarf við Íbúðalánasjóð um fjármögnun húsnæðis en jafnframt hafa þeir tekið höndum saman um framkvæmd greiðslumats. Aðrar lánastofnanir eru boðnar velkomnar gangist þær undir skilyrði Íbúðalánasjóðs. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:07
Umfjöllun fjölmiðla vitleysa Stjórnarformaður KB banka segir að gagnrýnin umfjöllun danskra fjölmiðla, um innbyrðis tengsl íslenskra fjárfesta og fjármálafyrirtækja, byggi á sögusögnum og vitleysu. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:07
Stefna enn hærra með EVE Stjórnendur CCP, fyrirtækisins sem framleiðir EVE tölvuleikinn, stefna að því að ná til mun fleiri notenda en áður með nýrri viðbót við tölvuleikinn, sem þeir kalla Exodus. Til að ná því markmiði hafa þeir samið við bandarískt fyrirtæki, Savant Says Media, um markaðssetningu á leiknum. Innlent 13.10.2005 15:07
Mikil viðskipti með krónuna í dag Krónan hækkaði um 2,73% í miklum viðskiptum í dag og stendur gengisvísitalan nú í 114,3 samkvæmt háffimmfréttum KB banka. Að sögn bankans má hér greina áhrif 1% vaxtahækkunar Seðlabanka sem boðuð var við útgáfu Peningamála í gær. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:06
BNbank taki tilboði Íslandsbanka Stjórn BNbank sendi í morgun frá sér yfirlýsingu til kauphallarinnar í Osló um yfirtökutilboð Íslandsbanka þar sem mælt er með því við hluthafa að þeir taki tilboðinu. Í yfirlýsingunni kemur fram að bæði stjórn bankans og fulltrúi starfsmanna telji að vel sé hugsað fyrir hagsmunum starfsmanna með yfirtökunni. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:06
Olíuverð lækkar enn Olíuverð heldur áfram að lækka hratt á heimsmarkaði. Það hefur lækkað um 12% á tveimur sólarhringum í Bandaríkjunum og kostar tunnan þar rúma 43 dollara. Þar hefur olíuverð ekki verið lægra síðan í september. Norðursjávarolía lækkaði líka um rúma tvo dollara í gær og er komin niður í rétt rúma 40 dollara. Viðskipti erlent 13.10.2005 15:06
Krónan hækkað um 2,76% Gengi krónunnar hefur hækkað um 2,76% í dag og hefur sjaldan eða aldrei hækkað meira á einum degi. Bandaríkjadollar hélt áfram að lækka og er nú kominn niður í 62 krónur og 50 aura. Miklar sveiflur voru á gjaldeyrismarkaði í dag og var gjaldeyrisveltan á millibankamarkaði 17,7 milljarðar króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:06
Með seðlaprentsmiðju í kjallaranum Íslenskir bankar hafa tekið þyngdaraflið úr sambandi og stefna beint til himins. Þetta hafa danskir fjölmiðlar eftir heimildarmönnum sem þekkja vel til íslensks viðskiptalífs og þeir segja ennfremur að miðað við vöxt þeirra mætti halda að bankarnir væru með seðlaprentsmiðju í kjallaranum. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:06
Frekari aðhaldsaðgerðir mögulegar Seðlabankinn útilokar ekki enn frekari aðhaldsaðgerðir í peningamálum á næstu mánuðum til að hemja verðbólguna. Með stýrivaxtahækkun sem bankinn boðaði í gær hafa þeir hækkað um tæp þrjú prósentustig síðan í maí. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:06
Vaxtahækkun Seðlabankans gagnrýnd Einar Oddur Kristjánsson, oddviti sjálfstæðismanna í fjárlaganefnd Alþingis, gagnrýndi vaxtahækkun Seðlabankans frá því í gær harðlega á þingi í dag. Fjármálaráðherra segir hana myndarlegt inngrip og gerir ekki athugasemdir við hækkunina. Seðlabankastjóri segir enga gagnrýni á stjórnvöld felast í hækkuninni. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:06
Skeljungur og Esso lækka Olíuverð heldur áfram að lækka hratt á heimsmarkaði og náði lækkunin til íslenskra neytenda í morgun. Skeljungur lækkaði bensínverðið um eina krónu í morgun og dísillítrann um 1,50 krónur. Þá tilkynnti Esso um lækkun á tólfta tímanum og gagnstætt venju er lækkunin þar meiri en hjá Skeljungi. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:06