Gengi dollars lækkar enn 7. desember 2004 00:01 Gengi dollarans hefur enn lækkað gagnvart íslensku krónunni og gagnvart evrunni hefur það aldrei verið lægra. Áhrifin hér á landi virðast þó harla lítil. Á alþjóðavettvangi eru nokkrar áhyggjur vegna falls dollarsins, einkum gagnvart evrunni. Er svo komið að evrópski seðlabankinn og fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna sendu í gær frá sér yfirlýsingu þess efnis að hátt gengi evrunnar væri vandamál. Fjárfestar virðast hins vegar ákveðnir í að losa sig við sem mest af dollurum og því lækkar gengi enn. Gagnvart krónunni er dollarinn einnig mjög veikur. Fyrir hádegi var sölugengið 62 krónur og 40 aurar en var á föstudag rúmlega 63 krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka nemur lækkun morgunsins 0,31 prósenti. Mikil lækkun dollarsins ætti að hafa nokkra vöruverðslækkun í för með sér en enn sem komið er virðist sem að einungis amerískir bílar hafi lækkað í verði - annað ekki. Einkum hefur þar verið litið til matvöru en samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni voru á síðasta ári 8,8% matvæla flutt inn frá Bandaríkjunum og 7% neysluvarnings. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Gengi dollarans hefur enn lækkað gagnvart íslensku krónunni og gagnvart evrunni hefur það aldrei verið lægra. Áhrifin hér á landi virðast þó harla lítil. Á alþjóðavettvangi eru nokkrar áhyggjur vegna falls dollarsins, einkum gagnvart evrunni. Er svo komið að evrópski seðlabankinn og fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna sendu í gær frá sér yfirlýsingu þess efnis að hátt gengi evrunnar væri vandamál. Fjárfestar virðast hins vegar ákveðnir í að losa sig við sem mest af dollurum og því lækkar gengi enn. Gagnvart krónunni er dollarinn einnig mjög veikur. Fyrir hádegi var sölugengið 62 krónur og 40 aurar en var á föstudag rúmlega 63 krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka nemur lækkun morgunsins 0,31 prósenti. Mikil lækkun dollarsins ætti að hafa nokkra vöruverðslækkun í för með sér en enn sem komið er virðist sem að einungis amerískir bílar hafi lækkað í verði - annað ekki. Einkum hefur þar verið litið til matvöru en samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni voru á síðasta ári 8,8% matvæla flutt inn frá Bandaríkjunum og 7% neysluvarnings.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira