Viðskipti

Industria meðal 50 framsæknustu fyrirtækja Evrópu
Viðskiptatímaritið CNBC European Business hefur í viðamikilli úttekt sem birt er í marshefti tímaritsins útnefnt íslenska fyrirtækið Industria sem eitt af 50 framsæknustu fyrirtækjum í Evrópu ásamt fyrirtækjum á borð við netsímafyrirtækið Skype Technologies. Í umsögn blaðsins segir að Industria geti reynst eitt mikilvægasta fyrirtækið í samruna sjónvarps og stafrænna miðla í Evrópu.
Erlend lántaka eykst milli ára
Gengisbundin lán til íslenskra heimila hafa aukist verulega á síðastliðnum tveimur árum. Þá eru vísbendingar uppi um að fasteignalán í erlendri mynt hafi aukist að undanförnu til viðbótar við gengisbundin bílalán eftir að krónan veiktist og innlendir vextir á íbúðalánum hækkuðu. Upphæð lána í erlendri mynt jókst um 150 prósent frá janúarlokum í fyrra til sama tíma á þessu ári.

Björgólfur hótar að flytja Straum úr landi
Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka, gagnrýndi íslensk stjórnvöld í aðalfundi Straums í dag og sagðist hóta að flytja bankann úr landi vegna aðgerða stjórnvalda, sem hafi fyrirvaralaust breytt og þrengt reglur varðandi uppgjör fjármálafyrirtækja í erlendri mynt.
Viðsnúningur hjá HB Granda
Útgerðafélagið HB Grandi skilaði tapi upp á 1.980 milljónir króna í fyrra samanborið við 549,3 milljóna króna hagnað árið áður.

Sala hjá Wal-Mart undir væntingum
Sala hjá bandarísku lágvöruverslanakeðjunni Wal-Mart var nokkuð undir væntingum greiningaraðila í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Þá var afkoman minni en fyrirtækið sjálft gerði ráð fyrir. Stjórn fyrirtækisins kennir veðurfari um dræma sölu enda dróst sala á fötum og húsbúnaði nokkuð saman á milli mánaða.
Stýrivextir hækka á evrusvæðinu
Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að hækka stýrivexti um 25 punkta með það fyrir augum að draga úr verðbólgu á evrusvæðinu, sem engu að síður hefur verið á niðurleið. Stýrivextirnir standa nú í 3,75 prósentum og hafa þeir ekki verið hærri í fimm og hálft ár. Fastlega var gert ráð fyrir þessari niðurstöðu.

Óbreyttir vextir í Bretlandi
Englandsbanki ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Stjórn bankans segir í rökstuðningi sínum fyrir ákvörðuninni að ekki sé loku fyrir það skotið að vextirnir verði hækkaði á næstu mánuðum. Þetta er í samræmi við spár.

Hráolíuverð nálægt 62 dölum á tunnu
Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór nálægt 62 dölum á tunnu á markaði í New York í Bandaríkjunum í dag en olíubirgðir í Bandaríkjunum drógust meira saman á milli vikna en spáð hafði verið. Gert er ráð fyrir að eftirspurn eftir eldsneyti muni aukast þegar Bandaríkjamenn verða á faraldsfæti í sumar og er því spáð nokkurri hækkun á eldsneytisverði eftir því sem líður á árið.

Biðin styttist eftir 787 Dreamliner-þotunni
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing greindi frá því fyrir skömmu að samsetning á fyrstu 787 Dreamliner-farþegaþotu fyrirtækisins færi senn að hefjast. Tilraunaflug vélarinnar hefjast undir lok ágúst.

Tap hjá Orkuveitu Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur (OR) tapaði 1.756 milljónum króna á síðasta árið samanborið við 4.359 milljóna króna hagnað árið 2005. Helsta skýringin á muninum er gengistap vegna langtímaskuldbindinga.
Hagnaður hjá Hitaveitu Rangæinga
Hitaveita Rangæinga skilaði 51,1 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við 38,8 milljóna tap árið 2005. Hitaveita Rangæinga sameinaðist Orkuveitu Reykjavíkur við upphaf þessa árs.
Securitas kaupir 30 prósenta hlut í ND á Íslandi
Öryggisfyrirtækið Securitas hf. hefur keypt 30 prósenta hlut í þekkingar- og tæknifyrirtækinu ND á Íslandi, sem hefur fundið upp, þróað og selt tæki til sjálfvirkrar skráningar á aksturslagi bíla með sérstökum ökurita. Kaupverð er trúnaðarmál en með kaupunum er Securitas orðinn stærsti hluthafinn í ND á Íslandi.

Paulson ræðir við kínversk stjórnvöld
Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, kom til Pekingborgar í Kína í dag en hann mun funda með ráðamönnum í Kína um gjaldeyrisstefnu stjórnvalda. Kínverska júanið hefur verið mjög lágt um langan tíma og hefur vegna þessa aukið mjög á vöruskiptahalla á milli Bandaríkjanna og Kína.

Glitnir uppfærir verðmat á Kaupþingi
Glitnir hefur gefið út nýtt og uppfært verðmat á Kaupþingi. Fyrra verðmat Glitnis hljóðaði upp á 968 krónur á hlut. Nýja matið hljóðar hins vegar upp á 1.171 krónu á hlut. Í mati Glitnis segir að uppgjör Kaupþings á fjórða ársfjórðungi í fyrra hafi verið verulega yfir væntingum.

Olíuverð hækkar vegna ótta um samdrátt
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á markaði í dag og fór í tæpan 61 dal á tunnu. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni er sú að búist er við að olíubirgðir hafa minnkað nokkuð á milli vikna í Bandaríkjunum. Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birtir vikulega skýrslu sína um olíubirgðir landsins síðar í dag.

Atorka og Straumborg í 3X
Fjárfestingafélögin Atorka Group hf., móðurfélag fyrirtækja á borð við Promens og Jarðboranir, og Staumborg ehf., sem er í eigu Jóns Helga Guðmundssonar, og fjölskyldu, hefur keypt meirihluta hlutafjár, 50,1 prósent, í fyrirtækinu 3X Stál á Ísafirði. Samfara kaupunum hefur nafni félagsins verið breytt í 3X Technology ehf.
Litbrigði arðsins
Breska blaðið Sunday Times hefur um langt skeið efnt til virtrar keppni í vatnslitamálun. Slíkum keppnum hefur farið fækkandi og vígi hinnar hárnákvæmu og hófstilltu listar vatnslitamálunar falla hvert af öðru. Það eru fleiri vígi sem falla, því kepppnin heitir ekki lengur The Sunday Times Watercolour Competition, heldur The Kaupthing Singer and Friedlander/Sunday Times Watercolour Competition.

Mjúk eða hörð stjórnun
Fyrirtæki eru í auknum mæli að ganga í gegnum breytingar, s.s. alþjóðavæðingu, tækninýjungar og aukna samkeppni. Margir líta í því sambandi á mannauð sem lykilþátt í samkeppnishæfni fyrirtækja og stofnana og leggja áherslu á að breyta hefðbundnum starfsmannadeildum úr deildum sem sjá um skipulag og eftirlit í mannauðsdeildir sem skapa augljóst virði innan fyrirtækja.

Jarðvegur Indlands nærir forystu Actavis
Kaup á lyfjaverksmiðju Sanmar í Suður-Indlandi í síðasta mánuði mörkuðu þáttaskil í starfsemi Actavis á Indlandi. Með þeim hafði Actavis náð tökum á allri virðiskeðju sinni, allt frá þróun á lyfjaefnum, framleiðslu þeirra og fullbúinna lyfja og aðstöðu til þróunar og klínískra prófana. Actavis getur því í raun sinnt öllum stigum þróunar og framleiðslu lyfja í Indlandi án þess að aðrir komi þar að máli.
Byggjum réttlátt samfélag
Hrun á alþjóðlegum fjármálamörkuðum undanfarnar vikur kemur Aurasálinni ekki á óvart. Um árabil hefur hún haft áhyggjur af gegndarlausum hækkunum verðbréfapappír um víða veröld. Sérstaklega hefur Aurasálin áhyggjur af þeim búsifjum sem ofsagróðinn veldur almennum borgurum.
BYRjunar-örðugleikar
Eitthvað virðist nafnbreyting sameinaðra sparisjóða Hafnfirðinga og vélstjóra hafa farið fram hjá sumum viðskiptavinum. Á laugardaginn var nýtt nafn, Byr - sparisjóður, og merki kynnt. Á mánudegi heyrðist hins vegar af viðskiptavini sem kom inn í sinn gamla sparisjóð og stoppaði hissa við. „E... er þetta ekki ennþá banki?“ spurði sá og fékk frekar þreytulegt tilsvar um að víst væri það svo.
Kínverskar púðurkerlingar
Kunningi minn hringdi í mig í vikunni alveg að fara á límingunum. „Er þetta allt að hrynja?“ spurði hann æstur. Ég geispaði letilega í símann og spurði hvað væri eiginlega í gangi. Það kom náttúrulega í ljós að vinurinn sem er snarmanískur andskoti, hleypur maraþon og þarf alltaf að vera að gera eitthvað, hafði náttúrulega rifið sig upp fyrir allar aldir og séð ástandið á kínverska markaðnum.
Sjálfkjörið í stjórn Straums
Sjálfkjörið verður í stjórn Straums-Burðaráss fjárfestingar-banka. Þeir sem hafa boðið sig fram sem aðalmenn eru eftirtaldir: Björgólfur Thor Björgólfsson, Birgir Már Ragnarsson, Guðmundur Kristjánsson, Friðrik Hallbjörn Karlsson og James Leitner. Leitner er forstjóri bandaríska fjárfestingarsjóðsins Falcon Management Corporation í New Jersey.

Svo fæ ég vexti og vaxtavexti og vexti líka af þeim
Fyrirsögnin er fengin úr söng Trölla fyrir hönd Útvegsbankans á árum áður. Þetta var auðvitað rétt hjá Trölla en bara hálf sagan og varla það. Á dögum Trölla máttu allir þessir vextir sín oftast lítils fyrir verðbólgunni og innstæður í bönkum rýrnuðu að raunvirði.

MA-nám í alþjóðaviðskiptum
Háskólinn í Reykjavík ætlar á næsta haustmisseri að bjóða nemendum upp á nýtt nám á meistarastigi í alþjóðaviðskiptum. Námið er sérsniðið fyrir metnaðarfulla nemendur sem vilja ná starfsframa á alþjóðavettvangi, að sögn forstöðumanna námsins. Sjónum er sérstaklega beint að sérstökum markaðssvæðum auk þess sem nemendur munu dvelja í eina önn á þriðja misseri námsins á erlendri grund í því skyni að víkka sjóndeildarhring þeirra enn frekar.

Háskólapróf í nísku
Á Deiglunni.com er oft að finna skemmtilegar greinar. Þar er samankominn hópur frjálslyndra og velmenntaðra ungmenna sem tekst oft á tíðum að bregða frjóu sjónarhorni á hin ýmsu málefni líðandi stundar í bland við hin sem glíma þarf við á skala eilífðarinnar. Á Deiglunni er að finna núna grein eftir Magnús Þór Torfason, doktorsnema við Columbia Business School.

Markaðirnir að jafna sig
Hlutabréfamarkaðir í Asíu jöfnuðu sig að nokkru leyti í gær en flestar vísitölur kauphalla hækkuðu lítillega eftir talsverðar lækkanir frá upphafi síðustu viku þegar markaðirnir tóku snarpa dýfu. Fjárfestar munu þó enn vera áhyggjufullir.

Vanskil einstaklinga og fyrirtækja ekki minni í sex ár
Hlutfall vanskila af útlánum innlánsstofnanna lækkaði úr tæplega 0,7 prósentum í lok þriðja ársfjórðungs í fyrra í rúmlega 0,5 prósent í lok síðasta árs og hafa vanskil ekki verið jafn lítil í sex ár, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu.

Ríkisstofnanir fá endurgreiðslu
Til stendur að endurgreiða ríkisstofnunum virðisaukaskatt af allri þjónustu sem þær kaupa af tölvu-og hugbúnaðarfyrirtækjum. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra upplýsti um þetta á ráðstefnunni „Útvistun - allra hagur“ sem haldin var fyrir helgi af Samtökum UT-fyrirtækja, Samtökum iðnaðarins, Ríkiskaupum og ráðuneytum fjármála, iðnaðar og viðskipta.

EMI hafnaði Warner Music
Stjórn bresku hljómplötuútgáfunnar EMI hafnaði í gær yfirtökutilboði bandarísku risasamstæðunnar Warner Music Group. Tilboðið hljóðaði upp á 260 pens á hlut, sem þýðir að EMI er metið á 2,1 milljarð punda, jafnvirði um 275 milljarða íslenskra króna.