
Íþróttir

Ásgeir að standa sig vel í þýsku deildinni
Skotíþróttamaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson er að standa sig vel með liði sínu TSV Ötlingen í þýsku Bundesligunni. Hann vann báðar sínar viðureignir í leikjum liðsins um helgina þar af vann hann efsta mann heimslistans í gær.

Íris Eva setti nýtt Íslandsmet með loftriffli
Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur bætti í dag eigið Íslandsmet með loftriffli á landsmóti með enskan riffil í Digranesi en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Skotíþróttasambandi Íslands.

Tvær íslenskar konur kosnar í nefndir evrópska fimleikasambandsins
Tvær íslenskar konur, Hlíf Þorgeirsdóttir og Sólveig Jónsdóttir, voru í dag kosnar í nefndir á vegum evrópska fimleikasambandsins, UEG, en 25. þing UEG stendur nú yfir í Portorose í Slóveníu. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu Fimleiksambands Íslands.

Helgi og Thelma Björg best úr röðum fatlaðra
Íþróttasamband fatlaðra hefur útnefnt þau Helga Sveinsson, Ármanni, og Thelmu Björg Björnsdóttur, ÍFR, íþróttamenn ársins úr röðum fatlaðra.

Bresk íþróttastjarna kemur út úr skápnum
Tom Daley, nítján ára breskur dýfingakappi, greindi frá því í myndbandi sem birtist á Youtube-síðu hans, að hann væri í sambandi með karlmanni.

Hver verður bestur í ár?
Tilkynnt verður í dag hvaða íþróttakarl og -kona hljóta sæmdarheitið íþróttafólk ársins 2013 úr röðum fatlaðra.

David Ortiz seldi skeggið sitt fyrir 11.000 dali
David Ortiz leikmaður MLB meistara Boston Red Sox í hafnarboltadeildinni í Bandaríkjunum bauð skeggið sitt upp á eBay til góðgerðamála og seldist skeggið á 11.000 dali eða því sem nemur rúmri 1,3 milljónum króna.

Síðasta met Sigrúnar Huldar féll um helgina
Fyrra met Sigrúnar Huldar var 3:07,40 mín. en hún setti metið á móti í Svíþjóð.

Gautaborg United komið upp um deild
Sænska blakliðið Gautaborg United sem Alexander Stefánsson og Ingólfur Hilmar Guðjónsson leika með hefur tryggt sér sæti í næst efstu deild í sænska blakinu eftir áramót en liðið tryggði sér sætið með því að leggja Kungälvs VBK 3-0 í gær.

Með vin sinn sem þjálfara í Matrix-leðurslopp
„Það eru margir aðrir í þessu sem borða bara hollt, fara í ræktina á fullu, hoppa á trampólínum og gera ekki neitt annað en að æfa sig fyrir Ólympíuleikana,“ segir snjóbrettakappinn Halldór Helgason.

Erna og Jóhann æfa í Colorado
Skíðafólkið Erna Friðriksdóttir og Jóhann Þór Hólmgrímsson eru komin til Winter Park í Colorado í Bandaríkjunum.

Rekstur íþróttafélaga til umræðu á opnum fundi
Íþróttasamband Íslands stendur fyrir opnum fundi í dag þar sem fjallað verður um lykiltölur úr rekstri íþróttahreyfingarinnar hér á landi.

María náði bestum árangri Íslendinga á svigmótum í Geilo
María Guðmundsdóttir náði bestum árangri íslensku keppendanna á tveimur svigmótum í Geilo í Noregi síðustu daga en stór hluti landsliðs alpagreina og hluti af unglingaliðinu tóku þátt í mótinu. Þetta kemur fram á heimasíðu Skíðasambands Íslands.

Tvær metvikur í röð | Flestir lesendur á íþróttasíðu Vísis
172,966 notendur sóttu íþróttavef Vísis heim í liðinni viku. Vikugamalt met var bætt um sjö þúsund notendur.

Ólafur E. Rafnsson sæmdur æðstu viðurkenningu EOC
Ólafur E. Rafnsson var í dag heiðraður með æðstu viðurkenningu European Olympic Committiees (EOC), Order Of Merit Award, á ársþingi samtakanna sem fram fer í Róm. Þetta kemur fram á heimasíðu Íþróttasambands Íslands.

Bragð sem þjálfarar þreytast ekki á að nota
"Þetta er rangur bolti,“ öskraði leikstjórnandi hjá menntaskólaliði í amerískum fótbolta á dögunum. Enginn skildi hvað var í gangi.

Fjórðu skákinni lauk með jafntefli
Viswanathan Anand slapp með skrekkinn og náði jafntefli gegn Norðmanninum Magnusi Carlsen í fjórðu skák kappanna um heimsmeistaratitilinn.

Fimleikalandsliðið valið
Landsliðsþjálfarar í áhaldafimleikum karla og kvenna hafa valið landslið fyrir Norður-Evrópumót sem fram fer í Norður Írlandi 22.-23. nóvember. Hópinn skipa 5 konur og 5 karlar frá 4 félögum.

Skákeinvígi Anand og Carlsen í beinni útsendingu
Heimsmeistarinn Viswanathan Anand og hinn 22 ára gamli Norðmaður, Magnus Carlsen, eigast nú við í fjórðu skák sinni um heimsmeistaratitilinn.

Formúla fyrir rafbíla handan við hornið
Stuðningsaðilar ökukeppni hraðskreiðra rafbíla, í gegnum miðbæi stórborga um heim allan, telja keppnina geta styrkt stöðu rafbíla á bifreiðamarkaðnum.

Nýjasta afurðin úr smiðju Helgasona og félaga | Myndband
Snjóbrettakappinn Halldór Helgason, bróðir hans Eiríkur og Gulli Guðmundsson hafa sent frá sér sína þriðju snjóbrettamynd.

„Gátum kveikt á dýrinu og orðið alveg brjálaðar“
Glódís Guðgeirsdóttir vann um helgina sitt fjórða gull í stórmóti í hópfimleikum þegar hún hjálpaði nýju og breyttu Gerpluliði að verða Norðurlandameistari 2013. Yngst fyrir fjórum árum en reynsluboltinn í ár.

Gullið í höfn hjá Gerplu - myndir og myndband af sigurstundinni
Gerpla varð í dag Norðurlandameistari í hópfimleikum eftir mjög harða baráttu við Örebro GF frá Svíþjóð en þetta er í annað skiptið í röð og í þriðja skiptið á fjórum Norðurlandamótum sem Gerplustelpurnar vinna gull á þessu móti.

Gerplustelpur vörðu Norðurlandameistaratitilinn
Gerpla er Norðurlandameistari í hópfimleikum kvenna en íslensku stelpurnar létu ekki kynslóðarskipti trufla sig og tryggðu sér gullið á NM í hópfimleikum í Óðinsvéum í Danmörku í dag.

Helga fyrsti íslenski Norðurlandameistarinn í dag
Helga Hjartardóttir er fyrsti íslenski Norðurlandameistari dagsins á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem fer fram í Óðinsvéum í Danmörku. Ísland eignast vonandi fleiri meistara seinna í dag.

Fremsti íþróttamaður sögunnar leikur sinn síðasta leik
Aðeins eitt kemst að hjá Indverjum þann 18. nóvember þegar sönn þjóðhetja leggur kylfuna á hilluna.

Gáfu vini sínum yndislega stund og komu sjálfum sér á óvart
Á meðan forsvarsmenn NFL-deildarinnar reyna að komast til botns í miklu eineltismáli hefur komið í ljós að ungir iðkendur íþróttarinnar eru komnir mörgum skrefum lengra.

Landsliðið í karate keppir á Heimsmeistaramóti unglinga
Heimsmeistaramótið í karate U-21 árs er haldið í Guadalajara, Spáni, og hefst á morgun 7. nóvember og stendur til 10.nóvember.

Ein velta í viðbót og einhver hefði dáið
"Ég man að ég sá ána og hugsaði þegar við bíllinn byrjaði að veltast: Bara ekki í ána og ekki lenda á hvolfi,“ segir bardagakappinn Gunnar Nelson.

Byrjar vel hjá Íslendingunum í Gautaborg United
Tveir íslenskir blakmenn lögðust í víking í haust og gengu til liðs við nýtt blaklið í Gautaborg, Gautaborg United, í Svíþjóð. Liðið er stórhuga og hefur farið vel af stað í Superettunni.