Erlendar

Fréttamynd

Calzaghe og Lacy boxa í beinni í kvöld

Áhugamenn um hnefaleika bíða spenntir eftir boxbardaga Walesverjans Joe Calzaghe og Bandaríkjamannsins Jeff Lacy. Þeir mætast í Manchester í kvöld um titil WBO og IBF heimssambandanna í léttmillivigt. Bardaginn byrjar laust eftir klukkan 11 í kvöld og hann verður sýndur beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Ívar og Brynjar báðir í byrjunarliði Reading

Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson eru báðir í byrjunarliði Reading sem er að leika við Burnley í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag. Jóhannes Karl Guðjónsson er í byrjunarliði Leicester sem tekur á móti Hull en fleiri Íslendingar koma ekki við sögu í leikjum dagsins í deildinni í dag.

Sport
Fréttamynd

Ísland vann þrenn verðlaun

Ísland vann til þrennra verðlauna á fyrsta degi Norðurlandamóts öldunga í frjálsum íþróttum sem hófst í Malmö í Svíþjóð í gær, ein gullverðlaun og tvö brons. Árný Hreiðarsdóttir vann gullverðlaun þegar hún sigraði þrístökk kvenna 50 ára og eldri.

Sport
Fréttamynd

Heiðar í byrjunarliðinu gegn Arsenal

Heiðar Helguson er í byrjunarliði Fulham sem tekur á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta nú kl. 15. Arsenal er í 7. sæti deildarinnar með 41 stig, fimm stigum á eftir Tottenham sem er í 4. sæti en liðin berjast nú grimmilega um það sæti sem gefur þátttökurétt í Meistaradeildinni. Heiðar og félagar í Fulham eru í 14. sæti deildarinnar, en þó ekki nema níu stigum á eftir Arsenal.

Sport
Fréttamynd

Chelsea með 18 stiga forskot á toppnum

Chelsea náði í dag 18 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar meistararnir unnu 1-2 útisigur á West Bromwich Albion. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea en honum var skipt út af á 63. mínútu fyrir Geremi.

Sport
Fréttamynd

Ísland valtaði yfir Eista

Íslenska öldungalandsliðið í krullu valtaði yfir Eista í morgun, 8-2 á heimsmeistaramótinu 50 ára og eldri en mótið hófst í Tårnby í Danmörku í morgun. Félagar úr Skautafélagi Akureyrar skipa lið Íslands en 15 lið taka þátt á mótinu í karlaflokki og 12 í kvennaflokki. Íslendingar mæta Japönum á morgun.

Sport
Fréttamynd

16. heimasigurinn í röð hjá Dallas

10 leikir voru í NBA körfuboltanum í gærkvöldi. Allen Iverson skoraði 43 stig þegar Philadelfia vann Washington, 119-113. Dallas Mavericks vann 16. heimaleik sinn í röð í gærkvöldi. Í gærkvöld stóðu leikmenn Charlotte Bobcats lengi í Dallas-mönnum. En Þjóðverjinn, Dirk Nowitzki, tók til sinna ráða en hann var stigahæstur hjá Dallas, skoraði 26 stig.

Sport
Fréttamynd

Síðari leikur Barcelona og Portland í dag

Klukkan 15:30 í dag mætast Barcelona og Portland San Antonio í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum meistaradeildarinnar í handbolta. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn. Portland vann fyrri leikinn með fjögurra marka mun á heimavelli sínum í Pamplóna, 25-21. Það má því búast við hörkuleik þessara frábæru handboltaliða í dag.

Sport
Fréttamynd

Fjórir kylfingar efstir og jafnir fyrir lokadaginn

Þegar keppni á Fordmótinu í golfi í Miami í Flórída er hálfnuð eru fjórir kylfingar jafnir í fyrsta sætinu. Tiger Woods hafði forystu eftir fyrsta daginn, lék Doral-völlinn á 64 höggum eða 8 undir pari. Tiger lék í gær á 67 höggum og er samtals á 13 undir pari. Phil Mickelson var höggi á eftir þegar kylfingarnir hófu leik í gær. Mickelson lék betur en Tiger í gær, lék á 6 undir pari og er samtals á 13 undir pari.

Sport
Fréttamynd

Eiður í byrjunarliði Chelsea

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem er í heimsókn hjá W.B.A. í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en leikurinn hófst í hádeginu kl. 12:45. Eiður kemur inn í liðið sem staðgengill fyrir Frank Lampard sem er meiddur.

Sport
Fréttamynd

Dallas - Charlotte í beinni

Leikur Dallas Mavericks og Charlotte Bobcats verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV klukkan 01:30 í nótt. Fyrirfram mætti reikna með stórsigri Dallas, því Charlotte hefur aðeins unnið 6 útileiki í allan vetur en Dallas hefur aðeins tapað 4 leikjum á heimavelli.

Sport
Fréttamynd

Federer mætir Nadal í úrslitum

Það verða tveir stigahæstu tennisleikarar heims í karlaflokki sem mætast í úrslitaleik Opna Dubai mótsins um helgina. Rafael Nadal vann sér sæti í úrslitum eftir sigur á Þjóðverjanum Rainer Schuettler 6-4 og 6-2, en Federer lagði Rússann Mikhail Youzhny 6-2 og 6-3 án þess að sýna nein glæsitilþrif.

Sport
Fréttamynd

Fjögur lið eiga möguleika á titlinum

Fyrrum heimsmeistarinn Michael Schumacher telur fjögur keppnislið eiga möguleika á heimsmeistaratitlinum í Formúlu 1 á komandi keppnistímabili. Hann hefur auðvitað fulla trú á sínum mönnum í Ferrari, en telur að auk þess verði Renault, Honda og McLaren í baráttunni um titilinn.

Sport
Fréttamynd

Borgarstjórinn í Zaragoza býður Eto´o í heimsókn

Juan Alberto Belloch, borgarstjóri í Zaragoza á Spáni brást hinn versti við þegar hann heyrði að stuðningsmenn knattspyrnuliðsins þar í borg hefðu sýnt Samuel Eto´o hjá Barcelona kynþáttafordóma á leik liðanna um síðustu helgi. Belloch hefur því sent knattspyrnumanninum bréf og boðið honum í sérstaka heimsókn til borgarinnar.

Sport
Fréttamynd

Björn Borg blankur

Fyrrum tennisgoðsögnin Björn Borg er nú í miklum fjárhagsvandræðum og hefur kappinn nú neyðst til að selja verðlaunabikarana fimm sem hann vann á Wimbeldon-mótinu á árunum 1976 til 1980. Borg vann sér inn miklar fúlgur á stuttum ferli sínum, en berst nú í bökkum fjárhagslega.

Sport
Fréttamynd

Ronaldo settur út úr liðinu

Brasilíski framherjinn Ronaldo verður ekki í leikmannahópi Real Madrid í grannaslag liðsins við Atletico Madrid um helgina og talið er að það sé að frumkvæði forseta félagsins sem hefur boðað nýja stefnu í leikmannamálum hjá félaginu.

Sport
Fréttamynd

Sheringham skrifar undir

Framherjinn Teddy Sheringham hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum við úrvalsdeildarlið West Ham og verður því í herbúðum liðsins út næsta keppnistímabil. Sheringham verður því orðinn 41 árs gamall þegar samningstímanum lýkur.

Sport
Fréttamynd

Þorði ekki að hafa Saha á bekknum

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur viðurkennt að hann hafi ekki þorað að hafa sóknarmanninn Louis Saha á varamannabekknum í úrslitaleiknum í enska deildarbikarnum á dögunum af ótta við að leikmaðurinn færi frá félaginu.

Sport
Fréttamynd

Robbie Keane skrifar undir nýjan samning

Írski landsliðsmaðurinn Robbie Keane skrifaði í dag undir nýjan fjögurra ára samning við úrvalsdeildarlið Tottenham og bindur þar með enda á vangaveltur um að hann sé á leið frá félaginu. Keane er 25 ára og kom til liðsins frá Leeds. Hann hefur skorað 54 mörk í 145 leikjum fyrir Tottenham.

Sport
Fréttamynd

Fer í mál við tvö dagblöð

Ashley Cole, leikmaður Arsenal, ætlar að fara í mál við tvö bresk dagblöð sem fyrir nokkru slógu því upp á síðum sínum að hann væri samkynhneigður. Cole ætlar að giftast unnustu sinni á næstunni og hefur neitað öllu sem blöðin skrifuðu um kynhneigð hans.

Sport
Fréttamynd

Andorra fyrsta liðið á Wembley

Nú hafa Englendingar loks komist að samkomulagi við mótherja sína í E-riðli undankeppni EM 2008 um niðurröðun leikja og í kjölfarið er ljóst að það verður lið Andorra sem fær þann heiður að spila fyrsta alvöru landsleik Englendinga á nýja Wembley leikvangnum sem tekinn verður í notkun í vor. Leikurinn fer fram 2. september.

Sport
Fréttamynd

San Antonio vann toppslaginn

Meistarar San Antonio Spurs sýndu að þeir eru ekki dauðir úr öllum æðum í nótt þegar liðið skellti heitasta liði deildarinnar Dallas Mavericks í uppgjöri tveggja efstu liða Vesturdeildarinnar 98-89 á heimavelli sínum. Liðin eru nú hnífjöfn á toppi deildarinnar með 45 sigra og 12 töp.

Sport
Fréttamynd

Chicago - Cleveland í beinni

Það má sannarlega búast við skemmtilegum körfubolta í beinni útsendingu á NBA TV í kvöld þegar Chicago Bulls og Cleveland Cavaliers leiða saman hesta sína. Leikmenn Cleveland mæta væntanlega eins og öskrandi ljón til leiks í kvöld, því liðið hefur tapað fimm leikjum í röð. Leikurinn er á besta tíma og hefst klukkan tólf á miðnætti.

Sport
Fréttamynd

Bruce stendur enn með Pennant

Steve Bruce, stjóri Birmingham, segir að þó hann kjósi enn að styðja við bakið á Jermaine Pennant, hafi hann ekki endalausa þolinmæði í garð leikmannsins sem hefur verið duglegur við að koma sér í vandræði.

Sport
Fréttamynd

Neitar ásökunum um kynþáttafordóma

Steve Finnan hjá Liverpool vísar á bug ásökunum á hendur honum eftir leik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á dögunum, þar sem áhorfendur sögðustu hafa heyrt hann hrópa ókvæðisorð af Patrice Evra, leikmanni Manchester United.

Sport
Fréttamynd

Tiltekt í vændum hjá Real

Fernando Martin, sem á dögunum tók við embætti forseta Real Madrid í kjölfar afsagnar Florentino Perez, segist ekki kæra sig um að vera með lið fullt af milljónamæringum sem ekki leggi sig fram á knattspyrnuvellinum.

Sport
Fréttamynd

Hiddink næsti þjálfari Rússa?

Rússneskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Guus Hiddink, þjálfari PSV Eindhoven og ástralska landsliðsins, muni taka við rússneska landsliðinu eftir HM í sumar. Hiddink hefur meðal annars verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Englands.

Sport
Fréttamynd

Varar við of mikilli bjartsýni

Steve Staunton byrjaði sannarlega glæsilega með írska landsliðið í gær þegar hans menn burstuðu Svía 3-0 í æfingaleik á Lansdowne Road í gærkvöld. Staunton hvetur alla til að hafa báðar fætur á jörðinni þrátt fyrir sannfærandi sigur sinna manna, en segir leikinn þó gefa fyrirheit um það sem koma skal hjá landsliðinu sem tókst ekki að vinna sér sæti á HM í sumar.

Sport
Fréttamynd

Mamma mía, við erum lélegir

Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Þjóðverja, fær það óþvegið í þýsku pressunni í dag eftir að Þjóðverjar voru teknir í bakaríið á Ítalíu í æfingaleik þjóðanna í gær 4-1. Þýska blaðið Bild birti stóra mynd af Klinsmann undir fyrirsögninni "Mamma, mía, við erum lélegir."

Sport
Fréttamynd

Bridge verður ekki með gegn Arsenal

Forráðamenn Fulham hafa staðfest að varnarmaðurinn Wayne Bridge verði ekki með í næsta leik liðsins gegn Arsenal vegna ökklameiðslanna sem hann hlaut í landsleiknum í gærkvöldi, en þetta á þó ekkert skilt við þau ökklameiðsli sem hann var nýbúinn að jafna sig af þegar hann gekk í raðir liðsins frá Chelsea.

Sport