Erlendar

Fréttamynd

Gylfi á bekknum hjá Leeds

Gylfi Einarsson er kominn á varamannabekkinn hjá Leeds sem leikur nú gegn Sheffield Wednesday í ensku 1. deildinni í fótbolta. Þetta er annar leikurinn í röð sem Gylfi er á bekknum en hann er að snúa aftur eftir meiðsli.

Sport
Fréttamynd

Everton lagði Arsenal

Everton gerði sér lítið fyrir og sigraði Arsenal, 1-0 á heimavelli sínum, Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. James Beattie skoraði eina mark leiksins á 13. mínútu. Þar með mistókst Arsenal að hrifsa 4. sæti deildarinnar af Tottenham sem þar situr þremur stigum ofar með 40 stig. Everton lyfti sér hins vegar upp í 11. sætið með 29 stig.

Sport
Fréttamynd

Egyptar og Fílabeinsströndin unnu

25. Afríkumótið í fótbolta hófst í gær með leik heimamanna Egypta og Líbíu þar sem heimamenn fóru með sigur af hólmi, 3-0 en liðin leika í A-riðli. Síðari leik riðilsins í fyrstu umferð var svo að ljúka þar sem Fílabeinsströndin vann 1-0 sigur á Marokkó.

Sport
Fréttamynd

Everton yfir gegn Arsenal

Everton er 1-0 yfir á heimavelli sínum gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en verið var að flauta til hálfleiks. James Beattie skoraði markið á 13. mínútu. Arsenal er í 5. sæti deildarinnar með 37 stig, fjórum stigum á eftir Tottenham sem er í 4. sæti. Everton er hins vegar að berjast fyrir tilveru sinni í deildinni og er í 14. sæti með 26 stig.

Sport
Fréttamynd

Cudicini framlengir hjá Chelsea

Ítalski knattspyrnumarkvörðurinn Carlo Cudicini hefur skrifað undir nýjan samning við Chelsea sem gildir til ársins 2009. Þessi tíðindi koma nokkuð á óvart sérstaklega í ljósi þess að Ítalinn þykir einn besti markvörðurinn í enska boltanum og hefur aðeins fimm sinnum fengið að leika í vetur.

Sport
Fréttamynd

Mest umtalaði unglingurinn síðan Rooney

Mest umtalaði ungingurinn í breskum fótboltaheimi síðan Wayne Rooney sló í gegn fyrir 3 árum, gekk í gær í raðir Arsenal frá 1. deildarliði Southampton. Theo Walcott er aðeins 16 ára en hefur þrátt fyrir það vakið óvenju mikla athygli undanfarin ár miðað við jafnaldra sína í bransanum.

Sport
Fréttamynd

Parker sló persónulegt met

38 stig frá Kobe Bryant dugðu ekki fyrir Los Angles Lakers sem töpuðu fyrir Phoenix Suns í NBA körfuboltanum í nótt, 106-93. Þetta var sjötti tapleikur Lakers í röð fyrir Phoenix. Tony Parker settti persónulegt stigamet þegar hann skoraði 38 stig fyrir San Antonio Spurs sem unnu 101-94 sigur á Miami Heat.

Sport
Fréttamynd

Palace og Reading skildu jöfn

Ívar Ingimarsson og félagar í Reading gerðu 1-1 jafntefli við Crystal Palace í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld. Ívar spilaði allan leikinn fyrir Reading, en Brynjar Björn Gunnarsson var á varamannabekknum og kom ekki við sögu í leiknum. Reading er enn á toppi deildarinnar með 73 stig en Palace er í því 5. með 48 stig.

Sport
Fréttamynd

Egyptar unnu opnunarleikinn

Egyptar unnu góðan sigur á Líbíu 3-0 í opnunarleik Afríkukeppninnar í knattspyrnu sem hófst í Egyptalandi í dag. Það voru þeir Mohamed Aboutrika, Ahmed Hassan og Mido, framherji Tottenham Hotspurs, sem skoruðu mörk Egypta í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Grönholm í forystu eftir að Loeb lenti í óhappi

Heimsmeistarinn og þrefaldur sigurvegari í Monte Carlo-rallinu, Sebastien Loeb, lenti í óhappi á sjöttu sérleiðinni í dag og því hefur Marcus Grönholm nú náð forystu í keppninni. Grönholm hefur 23,7 sekúndna forystu á Ástralann Chris Atkinson og Tony Gardemeister er í þriðja sætinu á Peugeot.

Sport
Fréttamynd

Crystal Palace - Reading í beinni

Í kvöld klukkan 19:35 verður bein útsending frá leik Crystal Palace og Reading í toppbaráttu 1. deildarinnar á Englandi. Þar fá áhorfendur væntanlega að sjá þá Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson í eldlínunni með Reading, sem hefur gengið allt í haginn á leiktíðinni.

Sport
Fréttamynd

NBA veisla á Sýn í kvöld

Tveir NBA leikir verða sýndir á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld. Klukkan 23:00 verður útsending frá leik New York Knicks og Detroit Pistons sem fór fram í gærkvöldi, en strax þar á eftir verður stórleikur Miami Heat og San Antonio sýndur í beinni útsendingu.

Sport
Fréttamynd

Portsmouth kært vegna ráðningar Redknapp

Enska knattspyrnusambandið hefur kært úrvalsdeildarlið Portsmouth vegna ráðningar Harry Redknapp frá Southampton á sínum tíma. Sambandið vill meina að Portsmouth hafi brotið reglur þegar félagið setti sig í samband við Redknapp á sínum tíma, eftir að hafa fengið undir hendur kæru frá Southampton.

Sport
Fréttamynd

Ætlar í mál við News of the World

Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, hefur ákveðið að fara í mál við breska blaðið News of the World, sem leiddi hann í gildru og skrifaði um hann hneykslandi grein um síðustu helgi. Talsmenn blaðsins standa hinsvegar fast á sínu og segja meira efni um málið koma í blaðinu á sunnudaginn.

Sport
Fréttamynd

Ræddi við Sven-Göran

David O´Leary hefur gefið það út í samtali við Sky-fréttastöðina að hann hafi hringt í Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfara Englands, til að koma hlutunum á hreint eftir að sá sænski var leiddur í gildru af breskum blaðamönnum um síðustu helgi.

Sport
Fréttamynd

Sér allt í móðu og þarf til sérfræðings

Miðjumaðurinn Paul Scholes hjá Manchester United er nú á leið til annars sérfræðings á stuttum tíma vegna móðukenndrar sjónar. Scholes fékk högg á höfuðið í leik gegn Birmingham rétt fyrir áramótin og uppskar slæma sjón í kjölfarið, en að átti að lagast á nokkrum dögum.

Sport
Fréttamynd

Riise framlengir við Liverpool

Norski landsliðsmaðurinn John Arne Riise hjá Liverpool hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2009. Riise er 25 ára gamall og hefur verið hjá Liverpool síðan árið 2001 þegar hann kom til félagsins frá Mónakó í Frakklandi. Hann á að baki 235 leiki fyrir Liverpool og hefur skoraði í þeim 23 mörk.

Sport
Fréttamynd

Belgíukappaksturinn úr sögunni

Belgíukappaksturinn í Formúlu 1 er úr sögunni ef marka má fréttir frá Belgíu, eftir að Bernie Ecclestone og hans mönnum mistókst að bjarga rekstri Spa-brautarinnar eins og til stóð. Mótshaldararnir í Belgíu urðu gjaldþrota á dögunum, en talið var víst að Formúlumógúllinn Ecclestone gengi í málið og bjargaði keppninni.

Sport
Fréttamynd

Walcott kominn til Arsenal

Unglingurinn Theo Walcott er nú formlega genginn í raðir Arsenal frá Southampton, en þessi 16 ára sóknarmaður er talið eitt mesta efni á Bretlandseyjum. Hann mun kosta Arsenal 5 milljónir punda fyrst um sinn, en talið er að Arsenal muni allt í allt greiða Southampton um 12,5 milljónir punda fyrir hann.

Sport
Fréttamynd

Schwarzer tekinn af sölulista

Ástralski markvörðurinn Mark Schwarzer mun að öllum líkindum verða áfram í herbúðum Middlesbrough eftir að hann tók til baka beiðni sína um að vera settur á sölulista hjá félaginu. Hann gerði nýjan samning við Boro í fyrra sem gildir til ársins 2008, en hann hefur verið hjá félaginu síðan árið 1997.

Sport
Fréttamynd

Chelsea ætlar að stækka völlinn

Forráðamenn Chelsea hafa vísað því á bug að félagið hafi í hyggju að flytja heimavöll liðsins á nýjan stað, en hafa þó tilkynnt að til standi að stækka heimavöll liðsins Stamford Bridge. Eftir þær framkvæmdir er stefnt á að völlurinn taki yfir 50.000 áhorfendur.

Sport
Fréttamynd

Williams úr leik

Serena Williams mun ekki verja titil sinn á opna ástralska meistaramótinu í tennis í ár eftir að hún tapaði fyrir Daniela Hantuchova í morgun, 6-1, 7-6 (7-5). Hantuchova hafði aldrei áður unnið Williams á móti og hafði raunar ekki unnið eitt einasta sett á móti henni þangað til í dag.

Sport
Fréttamynd

Detroit valtaði yfir New York

Tveir leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Efsta lið deildarinnar, Detroit Pistons, valtaði yfir New York Knicks á útivelli 105-79 og Sacramento Kings vann góðan sigur á Los Angeles Lakers 118-109 eftir framlengdan leik.

Sport
Fréttamynd

Loeb fyrstur

Heimsmeistrarinn Sebastien Loeb á Citroen er fyrstur eftrir tvær sérleiðar í Monte Carlo rallinu sem hófst í dag. Loeb hefur um hálfrar mínútu forskot á landa sinn Gilles Panizzi á Skode, en Marcus Grönholm frá Finnlandi er í þriðja sæti á Ford.

Sport
Fréttamynd

Allt klárt fyrir Walcott

Nú á úrvalsdeildarlið Arsenal aðeins eftir að tilkynna formlega um kaup sín á undrabarninu Theo Walcott frá Southampton, en hann hefur samþykkt kaup og kjör og staðist læknisskoðun hjá félaginu. Væntanlega verður greint formlega frá kaupunum síðar í dag.

Sport
Fréttamynd

Leiðir með fjórum höggum

Kylfingurinn Chad Cambell hefur fjögurra högga forystu eftir annan daginn á Bob Hope Classic mótinu sem er liður í PGA-mótaröðinni.

Sport
Fréttamynd

Komin í 16 manna úrslit

Lindsay Davenport, stigahæsta tenniskona heims, sigraði rússnesku stúlkuna Mariu Kirilenko í spennandi viðureign á opna ástralska meistaramótinu í Melbourne í gær.

Sport
Fréttamynd

Verður að spila meira

Bakvörðurinn Wayne Bridge, sem hefur verið á mála hjá Chelsea undanfarið, hvefur verið lánaður til lundúnafélagsins Fulham. mun hann spila á Craven Cottage út þessa leiktíð.

Sport
Fréttamynd

New York - Detroit í beinni

Leikur New York Knicks og Detroit Pistons verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland klukkan eitt í nótt. Detroit státar af langbesta árangri allra liða í deildinni og valtaði auðveldlega yfir Atlanta Hawks síðustu nótt. New York hefur ekki gengið jafn vel undir stjórn Larry Brown, en þó má segja að liðið sé nokkuð óútreiknanlegt og því verður gaman að sjá hvernig því tekst að eiga við Detroit.

Sport