Erlendar Aftur Íslandsmet hjá Erni - öruggur í úrslit Örn Arnarson bætti aftur Íslands- og Norðurlandamet sitt í 50 metra baksundi í undanúrslitum á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem fer fram í Ungverjalandi. Sport 14.12.2007 15:28 Örn í beinni á Eurosport Örn Arnarson mun í dag synda í undanúrslitum í 50 metra baksundi en hann setti Íslandsmeti í greininni í undanrásum í morgun. Sport 14.12.2007 15:16 Átta ára drengir slógust í íshokkíleik (myndband) Fjöldaslagsmál brutust út meðal átta ára drengja í íshokkíleik í Kanada í síðasta mánuði. Myndband af atvikinu má sjá hér. Sport 14.12.2007 14:37 Barry Bonds segist sýkn saka Einhver frægasti hafnaboltaspilari Bandaríkjanna, Barry Bonds, hefur lýst yfir sakleysi sínu fyrir rétti vestan hafs. Sport 7.12.2007 20:13 NFL: Dallas - Green Bay í beinni á Sýn Stórleikur Dallas Cowboys og Green Bay Packers í NFL-deildinni verður í beinni útsendingu á Sýn klukkan 1.15 í nótt. Sport 29.11.2007 15:26 Sean Taylor látinn Sean Taylor, leikmaður Washington Redskins í NFL-deildinni í Bandaríkjunum, lést af skotsárum sínum í dag. Sport 27.11.2007 11:35 Lengi lifir í gömlum glæðum Tennisgoðsagnirnar Pete Sampras og Roger Federer mættust í nótt í þriðja og síðasta æfingaleiknum á kynningarherferð sinni um Asíu. Það var gamli refurinn Sampras sem hafði betur í slag þeirra í nótt eftir að besti tennisleikari heims hafði unnið fyrstu tvo. Sport 24.11.2007 13:24 Árangur Marion Jones á öldinni ógiltur Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur ógilt allan árangur Marion Jones í mótum á vegum þess undanfarin sjö ár, síðan í september 2000. Sport 23.11.2007 18:26 Boston Red Sox unnu titilinn Boston Red Sox urðu í nótt meistarar í hafnabolta í Bandaríkjunum, eftir 4-3 sigur á Colorado Rockies í nótt. Sport 29.10.2007 10:25 Hirvonen sigraði í Japan Finnski ökuþórinn Mikko Hirvonen á Ford sigraði í Japansrallinu sem lauk í morgun og vann þar með annað mót sitt á tímabilinu. Hirvonen hélt í dag góðri forystu sem hann náði á Daniel Sordo og Henning Solberg í gær og kláraði af öryggi. Sport 28.10.2007 11:26 Hirvonen í vænlegri stöðu Finnski ökuþórinn Mikkko Hirvonen er í vænlegri stöðu eftir fyrstu tvo keppnisdagana í Japansrallinu þar sem hann hefur rúmlega hálfrar mínútu forskot á Spánverjan Daniel Sordo á Citroen fyrir lokadaginn. Heimsmeistarakandítatarnir Sebastien Loeb og Marcus Grönholm hafa báðir þurft að hætta keppni eftir óhöpp. Sport 27.10.2007 11:47 Fórnarlömb lyfjanotkunar fá bætur Þýska Ólympíusambandið tilkynnti í dag að þýska ríkið hefði samþykkt að greiða nærri 3 milljónir evra í miskabætur til íþróttamanna sem gefin voru skaðleg lyf á árum kommúnistastjórnarinnar í Austur-Þýskalandi. Sport 11.10.2007 14:04 Jones skilar verðlaunum sínum Badaríska frjálsíþróttakonan Marion Jones hefur skilað verðlaunapeningunum sem hún vann á Ólympíuleikunum í Sidney árið 2000. Jones viðurkenndi á dögunum að hún hefði notað stera og hefur nú verið dæmd í tveggja ára keppnisbann, en hún viðurkenndi neyslu sína þegar hún lagði skóna á hilluna í síðustu viku. Sport 9.10.2007 09:22 Loeb í forystu í Katalóníu Heimsmeistarinn Sebastien Loeb hefur forystu þegar eknar hafa verið sex sérleiðir í Katalóníurallinu á Spáni. Loeb, sem stefnir á að finna fjórða heimsmeistaratitil sinn í röð, vann tvær af sex leiðum dagsins í dag og hefur rúmlega 11 sekúndna forskot á heimamanninn Dani Sordo. Finninn Marcus Grönholm er í þriðja sætinu. Sport 5.10.2007 20:34 Bann Floyd Landis stendur Bandaríkjamaðurinn Floyd Landis þarf að sitja af sér keppnisbann til ársins 2009 eftir að áfrýjun hans var vísað frá í dag. Landis féll á lyfjaprófi á Tour de France í fyrra og þarf því að afsala sér þessum virtasta titli í heimi hjólreiðanna. Niðurstöður lyfjaprófsins standa en Landis var fundinn sekur um að hafa notað steralyf. Sport 20.9.2007 19:27 Isinbayeva og og Richards deila gullpottinum Stangastökkvarinn Yelena Isinbayeva og 400 metra hlauparinn Sanya Richards deildu með sér milljón dollara gullpottinum í Berlín í dag, en þetta var lokamótið í gulldeildinni í frjálsum íþróttum. Báðar voru þær í algjörum sérflokki á mótunum í sumar. Sport 16.9.2007 18:26 Colin McRae lést í þyrluslysi Fyrrum heimsmeistarinn í rallakstri, Skotinn Colin McRae, er talinn hafa látist ásamt þremur öðrum mönnum í þyrluslysi skammt frá heimili hans í Skotlandi í gær. Enn hafa ekki verið borin kennsl á lík hinna látnu en vitni hafa staðfest að McRae flaug þyrlunni. Sport 16.9.2007 11:43 Powell vann auðveldan sigur í Brussel Spretthlauparinn Asafa Powell frá Jamaíku sigraði örugglega í 100 metra hlaupinu á gullmótinu í frjálsum íþrottum sem fram fór í Brussel. Powell hljóp vegalengdina á 9,84 sekúndum og lét þjófstart og slæmt veður ekki hafa áhrif á frammistöðu sína. Sport 15.9.2007 11:30 Grönholm ætlar að hætta eftir tímabilið Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm hefur tilkynnt að yfirstandandi keppnistímabil í rallakstri verði hans síðasta á ferlinum. Grönholm leiðir keppni ökuþóra á heimsmeistaramótinu til þessa og varð heimsmeistari árin 2000 og 2002. Sport 14.9.2007 12:46 Federer mætir Sampras í nóvember Tveir af sigursælustu tennisleikurum sögunnar munu leiða saman hesta sína í nóvember þegar Roger Federer mætir Pete Sampras í sérstökum sýningarleik í Malasíu. Federer gerir harða atlögu að meti Sampras, sem vann á sínum tíma 14 risatitla í tennis. Sampras hefur ekki spilað síðan hann vann opna bandaríska meistamótið árið 2002. Sport 13.9.2007 12:33 Einvígi Gay og Powell verður að bíða Einvígi þeirra Tyson Gay og Asafa Powell á gullmótinu í Brussel á föstudaginn hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu, en nú er ljóst að þessir fljótustu menn jarðar mætast ekki strax á hlaupabrautinni. Gay, sem vann til þriggja gullverðlauna á HM á dögunum, hefur ákveðið að taka sér frí eftir álagið á HM. Það verður því eitthvað minni samkeppni fyrir heimsmetshafann Powell í 100 metra hlaupinu á föstudaginn. Sport 12.9.2007 10:04 Asafa Powell hlaut uppreisn æru Spretthlauparinn Asafa Powell hlaut uppreisn æru á Ítalíu um helgina þegar hann setti glæsilegt heimsmet í 100 metra hlaupi. Aðeins nokkrum dögum eftir að hafa aðeins náð bronsi á HM í Osaka hefur þessi fljóti Jamaíkumaður nú skráð nafn sitt varanlega í sögubækurnar. Sport 10.9.2007 10:27 Fjórði sigur Federer í röð á opna bandaríska Tenniskappinn Roger Federer heldur áfram að skrá nafn sitt á spjöld sögunnar og í nótt vann hann opna ameríska meistaramótið fjórða árið í röð með baráttusigri á Novak Djokovic í úrslitum 7-6 (7-4) 7-6 (7-2) og 6-4. Þetta var tólfti sigur Federer á risamóti á ferlinum og var hann fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna Wimbledon og opna bandaríska fjögur ár í röð á sama tímabili. Enginn hafði unnið opna bandaríska fjögur ár í röð síðan árið 1923. Sport 10.9.2007 08:52 Djokovic í undanúrslitin Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic, sem er í þriðja sæti heimslistans, tryggði sér í nótt sæti í undanúrslitum á opna bandaríska meistaramótinu þegar hann lagði Carlos Moya 6-4, 7-6 (9-7) og 6-1. Hann mætir David Ferrer í næstu umferð. Djokivic náði einnig í undanúrslit á opna franska meistaramótinu og á Wimbledon. Sport 7.9.2007 09:57 Frábær byrjun hjá meisturunum NFL-meistarar Indianapolis Colts hófu titilvörnina með tilþrifum í nótt þegar liðið burstaði New Orleans Saints á heimavelli 41-10 í leik tveggja af bestu sóknarliðum deildarinnar. Colts voru vallarmarki undir í miðjum öðrum leikhluta, en það var varnarleikurinn sem kveikti í liðinu og leikstjórnandinn Payton Manning sá um að klára leikinn í síðari hálfleiknum. Sport 7.9.2007 09:43 Federer í undanúrslitin Roger Federer á enn möguleika á að vinna opna bandaríska meistaramótið í tennis fjórða árið í röð eftir að hann vann baráttusigur á Andy Roddick í 8-manna úrslitum í nótt. Federer lék vel en þurfti að hafa fyrir sigrinum 7-6 (7-4) 7-6 (7-4) og 6-2 í New York. Sport 6.9.2007 10:36 Nadal féll úr keppni á opna bandaríska Spænski tenniskappinn Rafael Nadal féll úr keppni á opna bandaríska meistaramótinu í tennis í nótt þegar hann tapaði fyrir sprækum landa sínum David Ferrer 7-6, 4-6, 6-7 og 2-6. Nadal virtist vera meiddur í leiknum og náði sér aldrei á strik. Ferrer mætir Juan Ignacio Chela frá Argentínu í fjórðungsúrslitum. Sport 5.9.2007 09:49 Federer í fjórðungsúrslit Svisslendingurinn Roger Federer mætti óvæntri mótspyrnu í nótt þegar hann lagði Spánverjann Felicano Lopez 3-6, 6-4, 6-1 og 6-4 og tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Federer hefur unnið mótið þrisvar í röð en lenti í nokkrum vandræðum með frískan Spánverjann. Hann mætir Andy Roddick í næstu umferð, en þeir mættust í úrslitaleik mótsins í fyrra. Sport 4.9.2007 10:57 Skaut úr loftbyssu á hóp hjólreiðamanna 34 ára karlmaður í Árósum í Danmörku var handtekinn í gær eftir að hafa skotið úr loftbyssu á hóp hjólreiðamanna sem tóku þátt í keppni. Einn keppandinn fékk högl í andlitið, eitt þeirra þrjá sentímetra frá auganu. Sport 20.8.2007 18:51 Enn annar glímukappi látinn Brian Adams, sem gerði garðinn frægann í bandarískri fjölbragðaglímu á árum áður, fannst látinn á heimili sínu í gær. Hann var 43 ára. Alls hafa því 108 bandarískir glímukappar látist fyrir aldur fram á 10 árum. Sport 14.8.2007 12:14 « ‹ 44 45 46 47 48 49 50 51 52 … 264 ›
Aftur Íslandsmet hjá Erni - öruggur í úrslit Örn Arnarson bætti aftur Íslands- og Norðurlandamet sitt í 50 metra baksundi í undanúrslitum á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem fer fram í Ungverjalandi. Sport 14.12.2007 15:28
Örn í beinni á Eurosport Örn Arnarson mun í dag synda í undanúrslitum í 50 metra baksundi en hann setti Íslandsmeti í greininni í undanrásum í morgun. Sport 14.12.2007 15:16
Átta ára drengir slógust í íshokkíleik (myndband) Fjöldaslagsmál brutust út meðal átta ára drengja í íshokkíleik í Kanada í síðasta mánuði. Myndband af atvikinu má sjá hér. Sport 14.12.2007 14:37
Barry Bonds segist sýkn saka Einhver frægasti hafnaboltaspilari Bandaríkjanna, Barry Bonds, hefur lýst yfir sakleysi sínu fyrir rétti vestan hafs. Sport 7.12.2007 20:13
NFL: Dallas - Green Bay í beinni á Sýn Stórleikur Dallas Cowboys og Green Bay Packers í NFL-deildinni verður í beinni útsendingu á Sýn klukkan 1.15 í nótt. Sport 29.11.2007 15:26
Sean Taylor látinn Sean Taylor, leikmaður Washington Redskins í NFL-deildinni í Bandaríkjunum, lést af skotsárum sínum í dag. Sport 27.11.2007 11:35
Lengi lifir í gömlum glæðum Tennisgoðsagnirnar Pete Sampras og Roger Federer mættust í nótt í þriðja og síðasta æfingaleiknum á kynningarherferð sinni um Asíu. Það var gamli refurinn Sampras sem hafði betur í slag þeirra í nótt eftir að besti tennisleikari heims hafði unnið fyrstu tvo. Sport 24.11.2007 13:24
Árangur Marion Jones á öldinni ógiltur Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur ógilt allan árangur Marion Jones í mótum á vegum þess undanfarin sjö ár, síðan í september 2000. Sport 23.11.2007 18:26
Boston Red Sox unnu titilinn Boston Red Sox urðu í nótt meistarar í hafnabolta í Bandaríkjunum, eftir 4-3 sigur á Colorado Rockies í nótt. Sport 29.10.2007 10:25
Hirvonen sigraði í Japan Finnski ökuþórinn Mikko Hirvonen á Ford sigraði í Japansrallinu sem lauk í morgun og vann þar með annað mót sitt á tímabilinu. Hirvonen hélt í dag góðri forystu sem hann náði á Daniel Sordo og Henning Solberg í gær og kláraði af öryggi. Sport 28.10.2007 11:26
Hirvonen í vænlegri stöðu Finnski ökuþórinn Mikkko Hirvonen er í vænlegri stöðu eftir fyrstu tvo keppnisdagana í Japansrallinu þar sem hann hefur rúmlega hálfrar mínútu forskot á Spánverjan Daniel Sordo á Citroen fyrir lokadaginn. Heimsmeistarakandítatarnir Sebastien Loeb og Marcus Grönholm hafa báðir þurft að hætta keppni eftir óhöpp. Sport 27.10.2007 11:47
Fórnarlömb lyfjanotkunar fá bætur Þýska Ólympíusambandið tilkynnti í dag að þýska ríkið hefði samþykkt að greiða nærri 3 milljónir evra í miskabætur til íþróttamanna sem gefin voru skaðleg lyf á árum kommúnistastjórnarinnar í Austur-Þýskalandi. Sport 11.10.2007 14:04
Jones skilar verðlaunum sínum Badaríska frjálsíþróttakonan Marion Jones hefur skilað verðlaunapeningunum sem hún vann á Ólympíuleikunum í Sidney árið 2000. Jones viðurkenndi á dögunum að hún hefði notað stera og hefur nú verið dæmd í tveggja ára keppnisbann, en hún viðurkenndi neyslu sína þegar hún lagði skóna á hilluna í síðustu viku. Sport 9.10.2007 09:22
Loeb í forystu í Katalóníu Heimsmeistarinn Sebastien Loeb hefur forystu þegar eknar hafa verið sex sérleiðir í Katalóníurallinu á Spáni. Loeb, sem stefnir á að finna fjórða heimsmeistaratitil sinn í röð, vann tvær af sex leiðum dagsins í dag og hefur rúmlega 11 sekúndna forskot á heimamanninn Dani Sordo. Finninn Marcus Grönholm er í þriðja sætinu. Sport 5.10.2007 20:34
Bann Floyd Landis stendur Bandaríkjamaðurinn Floyd Landis þarf að sitja af sér keppnisbann til ársins 2009 eftir að áfrýjun hans var vísað frá í dag. Landis féll á lyfjaprófi á Tour de France í fyrra og þarf því að afsala sér þessum virtasta titli í heimi hjólreiðanna. Niðurstöður lyfjaprófsins standa en Landis var fundinn sekur um að hafa notað steralyf. Sport 20.9.2007 19:27
Isinbayeva og og Richards deila gullpottinum Stangastökkvarinn Yelena Isinbayeva og 400 metra hlauparinn Sanya Richards deildu með sér milljón dollara gullpottinum í Berlín í dag, en þetta var lokamótið í gulldeildinni í frjálsum íþróttum. Báðar voru þær í algjörum sérflokki á mótunum í sumar. Sport 16.9.2007 18:26
Colin McRae lést í þyrluslysi Fyrrum heimsmeistarinn í rallakstri, Skotinn Colin McRae, er talinn hafa látist ásamt þremur öðrum mönnum í þyrluslysi skammt frá heimili hans í Skotlandi í gær. Enn hafa ekki verið borin kennsl á lík hinna látnu en vitni hafa staðfest að McRae flaug þyrlunni. Sport 16.9.2007 11:43
Powell vann auðveldan sigur í Brussel Spretthlauparinn Asafa Powell frá Jamaíku sigraði örugglega í 100 metra hlaupinu á gullmótinu í frjálsum íþrottum sem fram fór í Brussel. Powell hljóp vegalengdina á 9,84 sekúndum og lét þjófstart og slæmt veður ekki hafa áhrif á frammistöðu sína. Sport 15.9.2007 11:30
Grönholm ætlar að hætta eftir tímabilið Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm hefur tilkynnt að yfirstandandi keppnistímabil í rallakstri verði hans síðasta á ferlinum. Grönholm leiðir keppni ökuþóra á heimsmeistaramótinu til þessa og varð heimsmeistari árin 2000 og 2002. Sport 14.9.2007 12:46
Federer mætir Sampras í nóvember Tveir af sigursælustu tennisleikurum sögunnar munu leiða saman hesta sína í nóvember þegar Roger Federer mætir Pete Sampras í sérstökum sýningarleik í Malasíu. Federer gerir harða atlögu að meti Sampras, sem vann á sínum tíma 14 risatitla í tennis. Sampras hefur ekki spilað síðan hann vann opna bandaríska meistamótið árið 2002. Sport 13.9.2007 12:33
Einvígi Gay og Powell verður að bíða Einvígi þeirra Tyson Gay og Asafa Powell á gullmótinu í Brussel á föstudaginn hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu, en nú er ljóst að þessir fljótustu menn jarðar mætast ekki strax á hlaupabrautinni. Gay, sem vann til þriggja gullverðlauna á HM á dögunum, hefur ákveðið að taka sér frí eftir álagið á HM. Það verður því eitthvað minni samkeppni fyrir heimsmetshafann Powell í 100 metra hlaupinu á föstudaginn. Sport 12.9.2007 10:04
Asafa Powell hlaut uppreisn æru Spretthlauparinn Asafa Powell hlaut uppreisn æru á Ítalíu um helgina þegar hann setti glæsilegt heimsmet í 100 metra hlaupi. Aðeins nokkrum dögum eftir að hafa aðeins náð bronsi á HM í Osaka hefur þessi fljóti Jamaíkumaður nú skráð nafn sitt varanlega í sögubækurnar. Sport 10.9.2007 10:27
Fjórði sigur Federer í röð á opna bandaríska Tenniskappinn Roger Federer heldur áfram að skrá nafn sitt á spjöld sögunnar og í nótt vann hann opna ameríska meistaramótið fjórða árið í röð með baráttusigri á Novak Djokovic í úrslitum 7-6 (7-4) 7-6 (7-2) og 6-4. Þetta var tólfti sigur Federer á risamóti á ferlinum og var hann fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna Wimbledon og opna bandaríska fjögur ár í röð á sama tímabili. Enginn hafði unnið opna bandaríska fjögur ár í röð síðan árið 1923. Sport 10.9.2007 08:52
Djokovic í undanúrslitin Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic, sem er í þriðja sæti heimslistans, tryggði sér í nótt sæti í undanúrslitum á opna bandaríska meistaramótinu þegar hann lagði Carlos Moya 6-4, 7-6 (9-7) og 6-1. Hann mætir David Ferrer í næstu umferð. Djokivic náði einnig í undanúrslit á opna franska meistaramótinu og á Wimbledon. Sport 7.9.2007 09:57
Frábær byrjun hjá meisturunum NFL-meistarar Indianapolis Colts hófu titilvörnina með tilþrifum í nótt þegar liðið burstaði New Orleans Saints á heimavelli 41-10 í leik tveggja af bestu sóknarliðum deildarinnar. Colts voru vallarmarki undir í miðjum öðrum leikhluta, en það var varnarleikurinn sem kveikti í liðinu og leikstjórnandinn Payton Manning sá um að klára leikinn í síðari hálfleiknum. Sport 7.9.2007 09:43
Federer í undanúrslitin Roger Federer á enn möguleika á að vinna opna bandaríska meistaramótið í tennis fjórða árið í röð eftir að hann vann baráttusigur á Andy Roddick í 8-manna úrslitum í nótt. Federer lék vel en þurfti að hafa fyrir sigrinum 7-6 (7-4) 7-6 (7-4) og 6-2 í New York. Sport 6.9.2007 10:36
Nadal féll úr keppni á opna bandaríska Spænski tenniskappinn Rafael Nadal féll úr keppni á opna bandaríska meistaramótinu í tennis í nótt þegar hann tapaði fyrir sprækum landa sínum David Ferrer 7-6, 4-6, 6-7 og 2-6. Nadal virtist vera meiddur í leiknum og náði sér aldrei á strik. Ferrer mætir Juan Ignacio Chela frá Argentínu í fjórðungsúrslitum. Sport 5.9.2007 09:49
Federer í fjórðungsúrslit Svisslendingurinn Roger Federer mætti óvæntri mótspyrnu í nótt þegar hann lagði Spánverjann Felicano Lopez 3-6, 6-4, 6-1 og 6-4 og tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Federer hefur unnið mótið þrisvar í röð en lenti í nokkrum vandræðum með frískan Spánverjann. Hann mætir Andy Roddick í næstu umferð, en þeir mættust í úrslitaleik mótsins í fyrra. Sport 4.9.2007 10:57
Skaut úr loftbyssu á hóp hjólreiðamanna 34 ára karlmaður í Árósum í Danmörku var handtekinn í gær eftir að hafa skotið úr loftbyssu á hóp hjólreiðamanna sem tóku þátt í keppni. Einn keppandinn fékk högl í andlitið, eitt þeirra þrjá sentímetra frá auganu. Sport 20.8.2007 18:51
Enn annar glímukappi látinn Brian Adams, sem gerði garðinn frægann í bandarískri fjölbragðaglímu á árum áður, fannst látinn á heimili sínu í gær. Hann var 43 ára. Alls hafa því 108 bandarískir glímukappar látist fyrir aldur fram á 10 árum. Sport 14.8.2007 12:14
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti