Vatnajökulsþjóðgarður

Fréttamynd

Vættir ör­æfanna – Um­komu­laust há­lendi

Það er ekki lengra en svo, að um miðbik liðinnar aldar voru óbyggðir hálendisins, með öllum sínum vættum, kynjasögum og munnmælum nefnd öræfi. Eyðilegar óbyggðir. Yfir þeim hvíldi huliðshjálmur töfraheima og lausbeisluð draumhyggja um dulin grösug dalverpi og fagurt samfélag huldufólks, en einnig flökkusögur um ógnvekjandi tilveru einmana útlaga. Fæstir vildu þar smala. Tröllin voru í fjöllunum. Þessi draumheimur þjóðarinnar er nú horfinn.

Skoðun
Fréttamynd

Halda ís­hella­ferðum á­fram þrátt fyrir að fá ekki leyfi

Ferðaþjónustufyrirtækið Niflheimar heldur áfram íshellaferðum þrátt fyrir að leyfi fyrirtækisins verði ekki endurnýjað og það hafi verið kært fyrir ólöglegar framkvæmdir í Breiðamerkurjökli. Eigandi Niflheima segir ferðirnar farnar undir leyfi annarra fyrirtækja.

Innlent
Fréttamynd

Heimila íshellaferðir á ný

Íshellaferðir í Vatnajökulsþjóðgarði verða leyfðar á ný frá og með morgundeginum að uppfylltum nýjum öryggiskröfum. Hlé var gert á slíkum ferðum eftir að bandarískur ferðamaður lést þegar ísveggur hrundi á hann í slíkri ferð í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Segir oft allt­of marga uppi á jökli og inni í íshellum

Borgar Antonsson segir slysið á Breiðamerkurjökli ekki þurft að hafa átt sér stað. Borgar rekur ferðaþjónustufyrirtækið Ice Cave in Iceland sem fer í hellaferðir á veturna. Hann segir mikla þörf á nýju regluverki. Það séu of margir upp á jökli og í hellum í einu sem skerði öryggi og upplifun gesta.

Innlent
Fréttamynd

Guide to Iceland viti ekkert um fólkið í ferðinni

Ingólfur Shahin, þróunarstjóri og stór hluthafi í Guide to Iceland, segist ekki hafa neinar leiðir til þess að vita hvort að ferðamennirnir sem voru í hópi Ice Pic Journeys þegar að banaslys varð á Breiðamerkurjökli eftir íshrun, hafi bókað í ferðina í gegnum bókunarsíðu Guide to Iceland. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég horfði á stykkið og sólina baka það“

Birgir Þór Júlíusson kom að bandaríska manninum sem lést í slysi á Breiðamerkurjökli á sunnudag. Hann reyndi endurlífgun en án árangurs. Birgir Þór er einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Niflheima sem skipuleggur íshellaskoðun í jöklinum. Birgir var í hellinum rétt áður en hann hrundi og varaði annan leiðsögumanninn sem var á leið inn við því að stykki í hellinum gæti hrunið.

Innlent
Fréttamynd

Greinir á hvort námið hafi verið lagt niður degi eftir bana­slys

Kennari í jökla- og fjallaleiðsögn segir að menntamálaráðuneytið hafi tilkynnt Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu (FAS) degi eftir banaslys í íshelli að nám í greininni verði lagt niður um áramótin. Hún segir að menntaðir og reyndir jöklaleiðsögumenn hefðu aldrei farið inn í íshellinn á sunnudaginn. Ráðuneytið hafnar því að hafa lagt til að námið yrði lagt niður.

Innlent
Fréttamynd

Þjóð­garðurinn hafi getað komið í veg fyrir slysið

Vatnajökulsþjóðgarður hefði getað komið í veg fyrir slysið á Breiðamerkurjökli ef farið hefði verið eftir skýrslu þar sem varað var við hættu, segir ráðherra. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins segir stofnunina finna til ábyrgðar og að fyrirkomulag á svæðinu verði endurskoðað.

Innlent
Fréttamynd

Fyrir­vari um á­byrgð alls ekkert fríspil

Sérfræðingur í bótarétti segir ábyrgðarleysisyfirlýsingu sem ferðamenn undirrita áður en farið er í íshellaferðir ekki losa menn undan ábyrgð ef sök er sönnuð. Það sé hins vegar langsótt að Vatnajökulsþjóðgarður verði gerður ábyrgur fyrir slysum.

Innlent
Fréttamynd

Engar frekari ís­hella­ferðir að svo stöddu

Vatnajökulsþjóðgarður hefur farið þess á leit við ferðaþjónustuaðila sem við á, að þeir fari ekki í íshellaferðir á svæði þjóðgarðsins að svo stöddu. Allir hafa brugðist vel við þeirri beiðni, að því er kemur fram í tilkynningu frá þjóðgarðinum. Þá segir að til skoðunar hafi verið að gera enn meiri kröfur til rekstraraðila sem starfa í þjóðgarðinum.

Innlent
Fréttamynd

Kallar eftir aukinni menntun leið­sögu­manna

Íris Ragnarsdóttir Pedersen í stjórn félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi, segir að þau í félaginu vilji sjá að allir sem starfa á fjöllum og jöklum séu með ákveðna menntun. Því markmiði hafi ekki alveg verið náð. Hún segir samfélagið kalla eftir skýrari lagaramma og viðlögum, sé ekki farið eftir reglum þjóðgarðsins hvað menntun og leyfi varðar.

Innlent
Fréttamynd

Fyrir­tækið er frum­kvöðull í sumarís­hella­ferðum

Fyrirtækið sem var með 23 ferðamenn í íshellaferð við Breiðamerkurjökul í gær heitir Ice Pic Journeys samkvæmt heimildum fréttastofu. Það hefur sérhæft sig í ævintýralegum jöklaferðum á svæðinu og verið frumkvöðull í sumarferðum á jökulinn. Fyrirtækið þjónustar meðal annars ferðaþjónusturisann Guide to Iceland.

Innlent
Fréttamynd

Fengu rangar upp­lýsingar um fjölda ferða­mannanna á jöklinum

Ferðaþjónustufyrirtækið sem stóð að ferðinni í Breiðamerkurjökul í gær veitti lögreglu rangar upplýsingar um hversu margir hefðu verið í hópnum sem lenti í slysinu þar. Yfirlögregluþjónn segir að ekki hafi verið hægt að hætta leitinni þar til ljóst væri að enginn væri undir ísnum.

Innlent
Fréttamynd

Leitin á Breiða­merkur­jökli í myndum

Tugir björgunarsveitamanna, lögregla og aðrir viðbragðsaðilar hafa tekið þátt í aðgerðum á Breiðamerkurjökli frá því síðdegis í gær þegar ís hrundi úr jöklinum yfir ferðamenn sem þar voru í íshellaferð.

Innlent
Fréttamynd

Ferðir heimilar allan ársins hring en deilt um mann­gerða hella

„Við treystum þeim fyrirtækjum sem við gerum samninga við að beita sinni bestu dómgreind í mati á aðstæðum og slysin geta alltaf gerst því miður,“ sagði Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, í samtali við fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar í gær.

Innlent
Fréttamynd

Annar ferða­mannanna er látinn

Annar ferðamannanna sem náð var undan ísfargi á Breiðamerkurjökli í kvöld er látinn. Hann var úrskurðaður látinn á vettvangi. Hinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann og er líðan hans stöðug.

Innlent
Fréttamynd

Reið­hjóla­maður féll af kletti við Jökuls­ár­gljúfur

Reiðhjólamaður slasaðist þegar hann féll fram af kletti við Jökulsárgljúfur upp úr hádegi í dag. Hífa þurfti manninn upp úr gljúfrinu. Samferðamaður hans slasaðist þegar hann reyndi að aðstoða hann. Báðir voru fluttir til Akureyrar til frekari aðhlynningar.

Innlent
Fréttamynd

Féllu ofan í jökul­lón Sólheimajökuls

Þyrla landhelgisgæslunnar auk björgunarsveita á Norður- og Suðurlandi var kölluð út nú fyrir skömmu. Fyrst vegna reiðhjólaslyss í Ásbyrgi og síðan vegna tveggja ferðalanga sem féllu af sporði Sólheimajökuls og ofan í jökullónið. 

Innlent