Erlent

Þrýsta á afsögn Gyurcsanys
Birting upptöku þar sem ungverski forsætisráðherrann Gyurcsany segir ríkisstjórn sósíalista hafa logið um ástand efnahagsmála fyrir kosningar í vor hefur valdið mikilli reiði meðal Ungverja. Hann neitar að víkja.

Napster í sölu
Netfyrirtækið Napster greindi frá því í upphafi vikunnar að það hefði leitað til svissneska fjárfestingabankans UBS vegna hugsanlegrar sölu á fyrirtækinu.

Herinn í Taílandi framdi valdarán
Forsætisráðherrann lýsti yfir neyðarástandi frá New York og leysti yfirhershöfðingjann frá störfum. Svo mikil óánægja er með forsætisráðherrann að valdaránið var einungis tímaspursmál, segir Ólafur Jóhannesson, sem er í Taílandi.

Þúsundir krefjast afsagnar forsætisráðherrans
Um tíu þúsund manns mótmæltu við þinghúsið í Búdapest í Ungverjalandi í gær og í nótt. Þetta er annar dagurinn sem mótmælendur safnast saman við þinghúsið og krefjast þess að forsætisráðherra landsins Ferenc Gyurcsany segji af sér.

Átök í Palestínu grafa undan SÞ
Kofi Annan flutti í gær síðustu opnunarræðu sína við upphaf Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York, því næsta haust verður nýr framkvæmdastjóri tekinn við af honum. Annan dró í ræðu sinni upp dökka mynd af ástandi heimsmálanna. Hagstjórnin væri ranglát, glundroði væri ríkjandi og almenn fyrirlitning á mannréttindum og lögum. Hann hvatti ríki heims til þess að taka höndum saman og vinna að einingu í alþjóðasamfélaginu.

Freiberga vill komast í karlaklúbb SÞ
Vaira Vike-Freiberga, forseti Lettlands, vonast til þess að framboð sitt til embættis aðalritara Sameinuðu þjóðanna verði til þess að auðvelda konum aðgang að strákagengi því sem hafi ginið yfir ákvarðanatöku um æðstu embætti SÞ.

Kúrdar bera harðræði vitni
Kúrdískur öryggisgæslumaður, sem ber vitni í máli Saddams Hussein, sýndi réttinum brunaför í gær. Áverkana segist hann hafa fengið í efnavopnaárás sem gerð hafi verið á þorp sitt árið 1988.

Reinfeldt fær stjórnarmyndunarumboð
Fredrik Reinfeldt, sigurvegara sænsku þingkosninganna, hefur verið falið að mynda ríkisstjórn fjögurra hægri flokka í Svíþjóð. Hann fór á fund Björns von Sydow, þingforseta, í dag. Þetta verður fyrsta meirihlutastjórn í Svíþjóð í rúma tvo áratugi.

Ekki binda refsiaðgerðir við tiltekinn frest
Chirac, Frakklandsforseti, sagðist í dag vera andvígur því að binda refisaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar Írana við tiltekinn frest. Hann sagði sig og Bush Bandaríkjaforseta á sömu skoðun um forsendur viðræðna við stjórnvöld í Teheran.

Segja lýðræði komið aftur á hið fyrsta
Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, var steypt af stóli í herforingjabyltingu í dag. Leiðtogar úr klofningshópi hersins standa að baki valdaráninu og hafa lýst yfir stuðningi við konung landsins. Thaksin segist enn halda völdum og ætlar að snúa heim frá Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York hið fyrsta.

Fregnir berast af valdaráni í Taílandi
Svo virðist sem valdarán hafi verið fram í Taílandi í dag. Her og lögregla hafa lagt undir sig helstu stjórnarbyggingar í Bangkok. Í yfirlýsingu sem lesin og birt var í helstu miðlum landsins fyrir stundu segir að her og lögregla hafi skipað sérstaka nefnd sem verði falið að ákveða um endurbætur á stjórn landsins.

Neyðarástandi lýst yfir í Taílandi
Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu. Minnst tíu skriðdrekum hefur verið lagt við stjórnarbyggingar í höfuðborginni, Bangkok. Forsætisráðherrann hefur fyrirskipað hersveitum að haga ekki aðgerðum í andstöðu við lög landsins.

Mótmælendur verða teknir föstum tökum
Fjöldi fólks er nú fyrir utan þinghúsið í Búdapest í Ungverjalandi. Fólkið krefst þess að forsætisráðherra landsins segi af sér eftir að hann varð uppvís að lygum. Forsætisráðherran ætlar að taka mótmælendur föstum tökum.

Reyndist hafa verið með fuglaflensu
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur staðfest að þriggja ára írakskur drengur hafi lifað af vægt tilfelli fuglaflensu í mars síðastliðnum. Þetta er fyrsta tilfelli fuglaflensunnar sem staðfest er í höfuðborginni Bagdad.

Brottflutningi frá Líbanon ljúki fyrir helgi
Ísraelsher lýkur brottflutningi sínum frá Suður-Líbanon fyrir helgina. Þetta hefur ísraelskur þingmaður eftir yfirmanni hersins. Nýtt ár hefst hjá gyðingum við sólsetur á föstudag og er haft eftir hershöfðingjanum að liðsflutningunum verði lokið fyrir þann tíma.

Olíuverð hækkar á ný
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á ný á helstu fjármálamörkuðum í dag og fór yfir 64 bandaríkjadali á tunnu. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem slíkt gerist eftir talsverðar lækkanir í síðustu viku. Ástæðan fyrir hækkuninni eru tafir á olíuframleiðslu við nýja olíuvinnslustöð við Mexíkóflóa.

Mótmæli við þinghúsið í Búdapest
Um fimm hundruð manns eru nú fyrir utan þinghúsið í Búdapest í Ungverjalandi þar sem þess er krafist að Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra Ungverjalands, segi af sér.
Toshiba innkallar rafhlöður
Japanska hátæknifyrirtækið Toshiba ætlar að innkalla um 340.000 rafhlöður fyrir tvær gerðir fartölva frá fyrirtækinu um allan heim. Sony framleiddi rafhlöðurnar og er þetta þriðja stóra innköllunin á rafhlöðum frá fyrirtækinu síðan um miðjan ágúst.

Ryainair flýgur áfram til Svíþjóðar
Hin nýja ríkissjórn hægri manna í Svíþjóð hefur þegar komið til móts við hina efnaminni í landinu með því að falla frá áformum fyrri ríkisstjórnar um sérstakan flugvallarskatt. Lágjaldafélagið Rayanair ætlaði að hætta flugi til Svíþjóðar vegna skattsins og önnur félög ætluðu ýmist að hækka fargjöld til og frá Svíþjóð, eða draga úr flugi þangað.

Hákarl sem gengur á uggunum
Vísindamenn sem hafa grandskoðað dýralíf neðansjávar undan strönd Papua-héraðs á Indónesíu segjast hafa fundir nokkra tugi nýrra dýrategunda á svæðinu. Þar á meðal er hákarl sem getur gengið á uggunum.

Of mjóar til að sýna föt
Tískuvikan í Madríd á Spáni hófst í dag en deilur kviknuðu um framkvæmd hennar um helgina. Þá höfnuðu aðstandendur 5 sýningarstúlkum með þeim rökum að þær væru of grannar til að taka þátt. Nokkru áður hafði verið ákveðið að banna þvengmjóum stúlkum að taka þátt í tískusýningum þessa vikuna.
Google bannað að birta fréttir úr belgískum blöðum
Héraðsdómur í Belgíu hefur gert leitarvefnum Google að hætta að birta fréttir úr belgískum blöðum án leyfis og án þess að borga fyrir það. Samtök blaðaútgefenda í frönsku- og þýskumælandi hluta Belgíu fóru í mál við Google vegna þessa, en samtökin eiga rétt á öllu því sem birtist í blöðum þar. Verði Google ekki við þessu verður fyrirtækið sektað um jafnvirði tæplega 90 milljóna íslenskra króna á dag.

Mikil hætta á borgarastyrjöld í Írak
Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir mikla hættu á að borgarastyrjöld brjótist út í Írak ef fram haldi sem horfi. Þetta kom fram í ræðu hans hjá Sameinuðu þjóðunum í kvöld.

Kviknað í ríkissjónvarpi Ungverjalands
Mótmælendur reyndu í kvöld að ráðast til inngöngu í höfuðstöðvar ríkissjónvarpsins í Ungverjalandi eftir að Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra landsins, viðurkenndi að hafa logið um fjárhag landsins til að tryggja flokki sínum sigur í þingkosningum aprí. Afsagnar Gyurcsanys er krafist en hann neitar að víkja. Eldur var lagður að byggingu ríkissjónvarpsins.

2 létust í gassprengingu í Mílanó
Að minnsta kosti 2 týndu lífi og 50 slösuðust, þar af mörg börn, þegar sprenging varð í íbúðarhúsi í Mílanóborg á Ítalíu í kvöld. Talið er að gasleki hafi valdið sprengingunni.
Kampusch fær skammarbréf
Hótunar- og skammarbréf streyma nú bæði til austurrísku stúlkunnar Natösju Kampusch og austurrískra fjölmiðla. Natasja slapp nýlega úr tíu ára prísund manns sem rændi henni þegar hún var átta ára gömul.

Olíuverð hækkaði lítillega
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar orðróms um að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, muni gera breytingar á framleiðslukvótum sínum með það fyrir augum að hækka olíuverð áður en eftirspurn eftir eldsneytis minnkar.
Banna fartölvur vegna eldhættu
Mörg flugfélög hafa bannað farþegum að hafa Apple- og Dell-fartölvur með sér um borð í flugvélar sínar. Ástæðan er sú að rafhlöðurnar í þessum tölvum eru taldar skapa of mikla eldhættu. Bæði Apple og Dell innkölluðu milljónir af rafhlöðum í sumar eftir að upplýst var um mörg tilfelli þess að þær ofhitnuðu og kveiktu í.

Viðbrögð við ummælum páfa megi ekki ógna málfrelsi
Framkvæmdastjórn Evrópudsambandsins segir að ekki eigi að taka ummæli Benedikts páfa um múlsima úr samhengi og viðbrögð við þeim megi ekki ógna málfrelsinu. Johannes Laitenberger, talsmaður framkvæmdastjórnarinnar, sagði að ofsafengin viðbrögð við hvers konar ummælum jafngildi því að málfrelsinu sé hafnað og það sé ekki ásættanlegt.