Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Ís­landi

Dorrit Moussaieff fyrrverandi forsetafrú var rænd á dögunum þar sem hún var á göngu um London. Hún slasaðist lítillega og hvetur Íslendinga til að fara varlega í borginni, ræningjarnir sluppu en hefðu að mati Dorritar aldrei sloppið á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingur gekk ber­serks­gang í Horsens

Íslenskur karlmaður um tvítugt var handtekinn á aðfaranótt laugardags í Horsens í Danmörku eftir að hann gekk berserksgang í miðbænum. Maðurinn reyndi meðal annars að bíta lögregluþjón.

Innlent
Fréttamynd

Sögu­legur dagur

Í dag fögnum við merkum áfanga í samskiptum Íslands og Spánar við opnun sendiráðs Íslands í Madrid.

Skoðun
Fréttamynd

Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu

Sjálfstæðiskonan og fyrrum ráðherran Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir átti 35 ára afmæli í gær og naut dagsins á fjarlægum slóðum. Skvísan er stödd í Kólumbíu þar sem hún fagnaði brúðkaupi vina sinna Davíðs Þorlákssonar og Daniels Barrios Castilla. 

Lífið
Fréttamynd

Þór­hildur Sunna mót­mælti með Grétu Thun­berg

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, tók þátt í mótmælum á Ítalíu í gær með fjölþjóðlegri sendinefnd aktívista og málsvara Palestínu, ásamt hafnarverkamönnum í Genóa og Róm. Með í för var meðal annars sænski aktívistinn Greta Thunberg, sem varð heimsfræg árið 2018 fyrir baráttu sína gegn loftslagsbreytingum, en auk þess hefur hún undanfarin ár beint sjónum sínum í auknum mæli að málefnum Palestínu.

Innlent
Fréttamynd

Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kali­forníu

„Það er gríðarleg gróska en rosalega mikil samkeppni líka,“ segir myndlistarmaðurinn Halldór Kristjánsson sem hefur upplifað mörg ævintýrin á sínum ferli. Halldór, sem er fæddur árið 1992, byrjaði árið að búa hjá og læra af norskri raunveruleikastjörnu og myndlistargoðsögn og fékk mikinn innblástur þar.

Menning
Fréttamynd

Ís­lensk mæðgin slá í gegn í her­ferð Zöru

Fyrirsætan og lögfræðingurinn Kristín Lilja Sigurðardóttir hefur komið víða við í módelbransanum og tekið þátt í ýmsum verkefnum úti í heimi. Þar á meðal hefur hún nokkrum sinnum setið fyrir hjá tískurisanum Zöru ein, með eldri syni sínum Andra og nú í nýjustu herðferð fyrirtækisins slær Kristín Lilja í gegn með yngri syninum Ara. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sam­bæri­legt því að spila með Real Madrid

„Það var einhver utanaðkomandi pressa fannst mér um að það sem kæmi frá mér yrði að vera algjörlega stórkostlegt og ódauðlegt og það lamaði mig algjörlega,“ segir tónlistarmaðurinn Ari Bragi Kárason sem hefur farið eigin leiðir og verið óhræddur við að ögra sér. Ari Bragi, sem er fyrrum spretthlaupari og afreksíþróttamaður, ræddi við blaðamann um ævintýralegt líf sitt í Danmörku þar sem hann vinnur með mörgu af fremsta tónlistarfólki Skandinavíu.

Lífið
Fréttamynd

Unnur Eggerts kom ís­lenska inn­soginu á kortið

Unnur Eggertsdóttir ber marga hatta. Hún er leikkona, söngkona, markaðssérfræðingur, upplýsingafulltrúi og nú TikTok stjarna sem hefur vakið athygli í Bandaríkjunum fyrir myndbönd sín sem fjalla fyrst og fremst um Ísland og íslenska menningu. 

Lífið
Fréttamynd

Sumar­ævin­týri ís­lenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í mar­tröð

Áfrýjunardómstóll í Ancona á Ítalíu hefur snúið við umdeildum sýknudómi vegna kynferðisbrots sem átti sér stað árið 2019 í bænum Macerata. Í málinu kærði sautján ára gömul íslensk stúlka ítalskan karlmann fyrir nauðgun. Stúlkan var komin til Ítalíu til að sækja tungumálanámskeið og fór á stefnumót sem endaði með skelfilegum hætti. Karlmaðurinn hefur nú sex árum síðar verið dæmdur í þriggja ára fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

„Ég var búinn að syrgja þetta líf“

„Mér fannst þetta sérstaklega erfitt því ég upplifði að ég væri svo nálægt draumunum en samt svo langt frá,“ segir Pétur Ernir Svavarsson lífskúnstner með meiru. Pétur Ernir er 25 ára gamall leikari og tónlistarmaður sem er sprenglærður í listum en upplifði brostna drauma í Bretlandi, ákvað að flytja heim til Íslands og flaug inn í læknanám. Í kjölfarið fékk hann hlutverk í stærstu sýningu landsins en blaðamaður ræddi við hann um viðburðaríkt líf og ævintýri undanfarinna ára.

Lífið
Fréttamynd

Skildi vega­bréfið eftir

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, var að hefja erindi á COP30 ráðstefnunni þegar eldur brast út. Í flýti við að komast út skildi sendinefnd Íslands eftir vegabréf og allan farangurinn. Tvísýnt var hvort þau næðu flugferðinni heim á miðnætti, og þá með allan farangurinn. Að lokum fengu þau að sækja farangurinn sem varð eftir og vegabréf ráðherra.

Innlent
Fréttamynd

„Ég hélt það væri skot­á­rás í gangi“

Eldur kviknaði á loftslagsráðstefnunni COP30 í Brasilíu en enginn hlaut varanlegan skaða af. Forseti Ungra umhverfissinna var viðstödd ráðstefnuna þegar eldurinn kviknaði en hélt fyrst að um skotárás væri að ræða. Allir ráðstefnugestir eru óhultir en eldsupptökin liggja ekki fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Halla átti á­nægju­legan fund með Karli Bretakonungi

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir fund sinn með Karli 3. Bretakonungi hafa verið „ánægjulegan“. Það segir Halla í færslu á Facebook þar sem hún birtir einnig mynd af sér með konunginum. Halla hitti konunginn í Buckinham-höll í London. 

Lífið
Fréttamynd

Játaði sig sigraða: „Mér fannst það al­gjört tabú áður“

„Ég byrjaði þetta ár á ábyggilega versta stað sem ég hef nokkurn tíma verið á í lífinu,“ skrifar Elenora Rós Georgesdóttir, bakari og metsölubókarhöfundur, í einlægri færslu á Instagram. Þrátt fyrir erfiðleikana segir hún að reynslan hafi verið falleg og markað upphafið að því sem framundan er.

Lífið
Fréttamynd

Ísadóra á lista svölustu stelpna Bret­lands

Listneminn, leikkonan og fyrirsætan Ísadóra Bjarkardóttir Barney skín skært í London og náði athygli tískurisans Vogue sem setti hana á lista yfir svölustu stelpurnar í Bretlandi um þessar mundir.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er svona í al­vöru, ekki bara í bíó­myndum“

„Ég er ekki bara að lifa mínu besta lífi í einni líflegustu borg heims heldur er ég líka að stunda krefjandi nám við eina helstu menntastofnun heims,“ segir hinn 25 ára gamli Sturlaugur Sigurðsson sem lét drauminn rætast í haust og fluttist vestur um höf til New York borgar. Stulli, sem er alinn upp á Egilsstöðum, stundar nú nám við eina virtustu menntastofnun í heimi, Columbia háskólann, og nýtur fjölbreyttra hliða lífsins úti.

Lífið
Fréttamynd

Sonurinn týndur síðan í ágúst

Íslenskur maður á þrítugsaldri að nafni Pedro Snær Riveros hefur verið týndur á Spáni síðan í ágúst. Móðir hans lýsir eftir drengnum sínum á samfélagsmiðlum en málið er á borði alþjóðadeildar lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

„Ekki spá í hvað öðrum finnst“

„Mér líður alltaf aðeins betur þegar ég klæði mig upp,“ segir tískuskvísan og tveggja barna móðirin Móeiður Lárusdóttir, sem er búsett í Aþenu í Grikklandi þar sem sambýlismaður hennar Hörður Björgvin spilar fótbolta. Hún ræddi við blaðamann um tískuna, fataskápinn og persónulegan stíl.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en já­kvætt að þeir séu loks edrú

Þrjár mæður sem eiga syni á meðferðarheimilinu Healing Wings í Suður-Afríku segja það hafa verið mikinn létti að koma sonum sínum í meðferðina. Þær eru allar sammála um að þetta hafi verið síðasta úrræði en eru sannfærðar um að þeir fái aðstoð þarna. Einn drengurinn, sonur Maríu Eiríksdóttur, er búinn að vera í þrjá mánuði og hefur beðið um að fá að vera í tólf. Synir Jóhönnu Eivinsdóttur og Ingibjargar Einarsdóttur eru búnir að vera í um mánuð og þær fá að tala við þá í fyrsta sinn síðar í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Rosa­lega stórt“ að fá aftur til­nefningu

Tónskáld og poppsérfræðingur segir það risastóra viðurkenningu fyrir tónlistarkonuna Laufeyju Lin að fá tilnefningu fyrir poppplötu ársins ári eftir að hún sigraði í sama flokki Grammy-verðlaunanna. Með þessu festi Laufey sig í sessi á stjörnuhimninum í tónlistarlífi utan landsteinanna.

Lífið