Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Ekki valin en draumurinn lifir

Íslenskur læknir í Bandaríkjunum sem sótti um embætti landlæknis en var ekki valin vonast samt til þess að draumur hennar rætist, að geta lagt sitt af mörkum til íslensks heilbrigðiskerfis. Hún er uppnumin eftir vinnu þríeykisins í kórónuveirufaraldrinum.

Innlent
Fréttamynd

Fluttu með alla fjöl­skylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“

„Frá því ég var 23 ára þá erum við Eva búin að stofna 10 fyrirtæki. Við erum búin að gera upp sjálfsagt einhverja 3500 fermetra á Íslandi og við vorum með líkamsræktarstöð, sjúkraþjálfun, veitingastað og fasteignafélag. Það var kominn tími til að bremsa sig aðeins af svo maður myndi nú ekki drepa sig á þessu,“ segir Davíð Kristinsson rafverktaki og lýsingarhönnuður sem flutti ásamt eiginkonu sinni Evu Ósk Elíasardóttur og þremur dætrum til Tenerife fyrir röskum tveimur árum.

Lífið
Fréttamynd

„Hann kann að dansa, maður minn!“

Það er eins gott að vera vel klæddur í vatnsheldum fötum þegar farið er á háhyrningasýningu á Tenerife því það skemmtilegasta sem háhyrningarnir gera er að skvetta vatni á áhorfendur. Þá kunna háhyrningar að dansa eins og Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður varð vitni að á dögunum.

Lífið
Fréttamynd

„Hún er búin að vera al­gjör klettur í þessu öllu“

Líf at­vinnu­mannsins er ekki alltaf dans á rósum. Lands­liðs­fyrir­liðinn í körfu­bolta, Martin Her­manns­son, spilar sem at­vinnu­maður með liði Alba Berlin í Þýska­landi og meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum. Þá býr hann fjarri fjöl­skyldu sinni úti í Þýska­landi.

Körfubolti
Fréttamynd

Ása Steinars vann sigur gegn banda­rísku markaðsfyrirtæki

Héraðsdómur í Washington borg hefur vísað frá gagnkröfum sem bandarískt markaðsfyrirtæki höfðaði gegn íslenska áhrifavaldinum Ásu Steinarsdóttur. Var það í kjölfar þess að Ása stefndi fyrirtækinu fyrir brot á höfundarrétti. Dómurinn féll þann 14. febrúar síðastliðinn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stjörnulífið: Skvísupartý, konu­dagurinn og Söngva­keppnin

Stjörnur landsins nutu þessarar síðustu helgi febrúarmánaðar til hins ýtrasta eins og þeim einum er lagið. Konudagurinn, Söngvakeppnin og skvísupartý bar þar hæst. Íslendingar eru þó alltaf á faraldsfæti og var fólk ýmist að sleikja sólina erlendis eða á skíðum í ítölsku Ölpunum.

Lífið
Fréttamynd

Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið

Farþegi um borð í Airbus-flugvél Icelandair, sem gat ekki lent í Osló vegna þoku og endaði í Stokkhólmi í morgun, er ekki sáttur með vinnubrögð flugfélagsins. Litlar upplýsingar hafi fengist frá félaginu, farþegar séu settir í óþægilega stöðu og verði bæði af peningum og tíma. 

Neytendur
Fréttamynd

Lauf­ey ein af konum ársins hjá Time

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir var valin ein af konum ársins hjá bandaríska tímaritinu Time. Athygli er vakin á því hvernig hún hefur náð að vekja áhuga yngri kynslóða á jazz og klassískri tónlist með því að blanda tónlistarstefnum við nútímapopp og setja í nýstárlegan búning.

Lífið
Fréttamynd

Ræddi við Arnór en ekki um peninga

Magni Fannberg, yfirmaður knattspyrnumála hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu IFK Norrköping hefur ekki gefið upp vonina gagnvart því að fá Arnór Sigurðsson á ný til liðs við félagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Tvö þúsund Ís­lendingar í hverri viku á Tenerife

Um tvö þúsund Íslendingar eru staddir á Tenerife í hverri viku nú yfir vetrartímann og njóta þess að sleikja sólina með heimamönnum. Á síðasta ári heimsóttu um fimmtíu þúsund Íslendingar eyjuna en alls voru ferðamennirnir, sem sóttu Tenerife það ár um sjö milljónir talsins.

Innlent
Fréttamynd

Inga Lind hlaut blessun á Balí

Inga Lind Karlsdóttir, fjölmiðlakona og framleiðandi, er á heimleið eftir ævintýralegt frí á Balí með vinkonu sinni, Áslaugu Huldu Jónsdóttur, fyrrverandi formanni bæjarráðs Garðabæjar. Vinkonurnar deildu myndum frá ferðalaginu á samfélagsmiðlum sínum.

Lífið
Fréttamynd

Elín Hall í Vogue

Leik- og söngkonan Elín Hall skín heldur betur skært þessa dagana. Hún var stödd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín á dögunum þar sem hún rokkaði hvítan klassískan kjól frá Chanel og var í þokkabót í viðtali hjá Vogue.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ís­lenskur læknir í sögu­legri skilnaðardeilu í Skot­landi

Íslenskur læknir sem búsettur er í Skotlandi er í klemmu eftir að dómstóll í Edinborg komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði átt að veita honum og fyrrverandi eiginkonu hans lögskilnað árið 2021. Bjarni Eyvindsson giftist öðru sinni árið 2023 en yfirvofandi úrskurður gæti leitt til þess að hann verði giftur tveimur konum. Málið á sér engin fordæmi í skoskri réttarsögu.

Innlent
Fréttamynd

For­setinn klyfjaður krossum til Dan­merkur

Þegar Halla Tómasdóttir forseti Íslands fór til Danmerkur 8. nóvember 2024 í umtalaða heimsókn mætti hún ekki tómhent. Hún útbýtti stórkrossum, stórriddarakrossum, jafnvel með stjörnu, á báða bóga.

Innlent
Fréttamynd

Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square

Það er sjaldan dauð stund hjá dansaranum Írisi Ásmundardóttur sem var stödd í New York um helgina til þess að ganga tískupallinn á tískuvikunni í New York. Hún er með ýmis járn í eldinum og vinnur með alls kyns listafólki hvaðan af úr heiminum. Blaðamaður ræddi við Írisi um þessi ævintýri.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Mótsvar til að lifa af and­lega og sökkva ekki í hyl­dýpið

„Ég oft fengið þessa spurningu, þið eruð ótrúlega fá á Íslandi en það eru ótrúlega margir skapandi einstaklingar á Íslandi, hvað er það?“ segir Lilja Birgisdóttir, ein af stofnendum ilm-og listverslunarinnar Fischersunds. Hún er viðmælandi í nýrri hlaðvarpsseríu í stjórn Haralds „Halla“ Þorleifssonar, Labbtúr.

Menning
Fréttamynd

Þrjú hlaup, þrír sigrar og þrjú Ís­lands­met: „Get ekki kvartað yfir neinu“

Bald­vin Þór Magnús­son hljóp á nýju Ís­lands­meti þegar að hann tryggði sér Norður­landa­meistara­titilinn í 3000 metra hlaupi innan­húss í Finn­landi í gær. Hlaupið tryggir Bald­vini sæti á EM eftir innan við mánuð en þetta er þriðja Ís­lands­met hans í fyrstu þremur keppnum ársins sem hann hefur í þokka­bót unnið. Hann stefnir á medalíu á EM.

Sport
Fréttamynd

Ingvar E. besti leikarinn á kvik­mynda­há­tíð í Frakk­landi

Ingvar E. Sigurðsson var valinn besti leikarinn á lokaathöfn alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Clermont-Ferrand í Frakklandi. Hátíðin var haldin í gærkvöldi. Ingvar hlaut verðlaunin sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur) í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar og framleidd af Heather Millard.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell

Hæfileikabúntið og Akureyringurinn Þorsteinn Sindri Baldvinsson, betur þekktur sem Stony, segir að fyrirhuguð þriggja mánuð búseta í Los Angeles hafi orðið að súrrealískum tíu árum. Á þessum tíu árum hefur hann landað hlutverkum í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum og kvikmyndum en síðast lék hann í verkefnum með stjörnum eins og David Schwimmer og Will Ferrell.

Lífið
Fréttamynd

„Fé­lagið setur mig í skítastöðu“

Þau óvæntu tíðindi bárust fyrr í dag að enska B-deildar liðið Black­burn Rovers hefur tekið lands­liðs­manninn Arnór Sigurðs­son úr 25 manna leik­manna­hópi sínum fyrir lokaátök tíma­bilsins. Arnór segir félagið setja sig í skítastöðu, hann fékk fréttirnar í morgun.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fjölskylduferðin hafi ekki haft úr­slita­á­hrif

Fjölskylduferð Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, spilaði inn í ákvörðun embættisins um að sækja ekki minningarathöfn um helförina í Auschwitz í lok janúar, en hafði ekki úrslitaáhrif. Þetta segir í svari Unu Sighvatsdóttur, sérstaks ráðgjafa forsetans.

Innlent
Fréttamynd

Enginn Ís­lendingur í haldi ICE

Hvorki borgaraþjónusta utanríkisráðuneytis Íslands, né sendiráð Íslands í Washington D.C. er með mál fimm Íslendinga sem eru á lista yfirvalda í Bandaríkjunum yfir fólk sem fengið hefur höfnun um dvalarleyfi og vísa á úr landi á sínu borði.

Innlent