Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Íslenskir veitingamenn gera það gott á Tenerife

Íslenskir veitingamenn hafa meira en nóg að gera á Tenerife við að þjóna ferðamönnum og heimamönnum. Íslendingum finnst líka frábært að geta farið á íslenska veitingastaði þó kjötsúpa sé ekki í boði.

Innlent
Fréttamynd

„Hann mun deyja hér á næstu dögum“

Sigurður Bragason er nú í líknandi meðferð á sjúkrahúsi í Brasilíu eftir að hafa greinst með heilaæxli síðasta sumar. Sigurður er einungis 48 ára gamall. Til að bæta gráu ofan á svart misstu Sigurður og eiginkona hans meirihluta af innbúi sínu þegar það flæddi inn í hús fjölskyldunnar aðfaranótt þriðjudags.

Innlent
Fréttamynd

Utan­ríkis­mála­nefnd ekki rætt mál Gylfa sér­stak­lega

Utanríkismálanefnd hefur ekki rætt mál Gylfa Þórs Sigurðssonar, knattspyrnumanns, sem hefur verið í farbanni á Bretlandi í á annað ár. Fyrsti varaformaður nefndarinnar segir það ráðuneytis að svara hver aðkoma þess er að málinu og hvort aðhafst verði í því.

Innlent
Fréttamynd

Sam­staða borgar­búa sé ó­trú­leg

Þúsundir hafa farist eftir öfluga jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskt björgunarsveitarfólk fer til Tyrklands til að aðstoða við björgunaraðgerðir. Samstaða íbúa Tyrklands er aðdáunarverð að mati íslenskrar konur sem býr á skjálftasvæðinu. 

Erlent
Fréttamynd

Ekki vitað af Íslendingum á skjálftasvæðum

Utanríkisráðuneytið er ekki meðvitað um að neinn Íslendingur sé á þeim svæðum í suðurhluta Tyrklands eða norðurhluta Sýrlands þar sem ógnarstór jarðskjálfti reið yfir í morgun. Skjálftinn var af stærðinni 7,8 stig og ljóst að mannfall er mikið.

Innlent
Fréttamynd

Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona

„Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Rannsókn á máli Gylfa Þórs lokið

Rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er lokið. Málið er nú komið inn á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar. Það er í höndum þess embættis hvort ákært verði í málinu eða það falli niður. 

Sport
Fréttamynd

Björk seldi í­búðina í Brook­lyn fyrir 768 milljónir

Söngkonan Björk er búin að selja þakíbúðina sína í Brooklyn í New York en hún setti hana fyrst á sölu í september árið 2018. Björk vildi upphaflega fá 9 milljónir dollara, sem samsvaraði um milljarði í íslenskum krónum á þeim tíma, fyrir íbúðina.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta breytir al­gjör­lega sýn manns á lífið“

Hinn fjölhæfi Rúrik Gíslason ber marga hatta. Síðustu fjögur ár hefur hann gegnt hlutverki velgjörðaherra SOS Barnaþorpa. Hann segir starfið hafa gjörbreytt sýn sinni á lífið og nýtir hann hvert tækifæri til þess að láta gott af sér leiða í þágu samtakanna.

Lífið
Fréttamynd

Íslendingur búsettur í 100 ríkjum heims

Þann 1. desember 2022 voru 48.951 Íslendingur með skráð lögheimili erlendis, þar af 11.590 í Danmörku. Næst flestir voru skráðir í Noregi, 9.278, og 8.933 í Svíþjóð. Alls eru 62,1 prósent hópsins með skráð lögheimili á Norðurlöndunum.

Innlent
Fréttamynd

Sigur­jón Bragi náði áttunda sæti

Sigurjón Bragi Geirsson náði áttunda sæti í Bocuse d´Or heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu sem lauk í Lyon dag. Keppnin er sú virtasta í heiminum á sviði matreiðslu.

Matur
Fréttamynd

Konan ekki talin í lífs­hættu

Íslenska konan sem stungin var á fimmtudag af fyrrverandi eiginmanni sínum er ekki talin í lífshættu. Henni er þó haldið sofandi í öndunarvél.

Erlent
Fréttamynd

Maðurinn hafði í­trekað rofið nálgunar­bann

Íslendingurinn sem játað hefur að hafa stungið fyrrverandi eiginkonu sína í Noregi á fimmtudag hafði ítrekað rofið nálgunarbann sem konan hafði fengið gegn honum. Lögregla hafði síðast afskipti af honum aðeins um fjörutíu mínútum fyrir hnífstunguárásina.

Erlent
Fréttamynd

Sigur­jón Bragi keppir í Bocu­se d´Or

Matreiðslumaðurinn Sigurjón Bragi Geirsson mun keppa fyrir hönd Íslands í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d´Or, sem haldin verður í Lyon í Frakklandi næstkomandi sunnudag og mánudag.

Matur
Fréttamynd

Dansandi HM-kallinn sem stelur senunni leik eftir leik

„Ég veit ekki alveg hvort ég sé búinn að slá í gegn en við erum allavega mætt á HM að styðja íslenska landsliðið, það er ekkert annað hægt að gera,“ segir Karl Brynjólfsson sem hefur slegið í gegn í stúkunni með einstökum danssporum á leikjum íslenska liðsins.

Handbolti
Fréttamynd

HM-maðurinn segir alla hljóta að skilja hitann

Sterkar tilfinningar HM-mannsins svokallaða yfir leikjum á stórmótum hafa vakið mikla athygli og kátínu landsmanna. Hann er nú staddur í Gautaborg og segir hvern einasta Íslending hljóta að skilja hitann.

Lífið
Fréttamynd

Hamsturshjól eða hamingja: „Núna vakna ég glöð alla morgna“

„Ég viðurkenni alveg að það var skrýtin tilfinning að segja yfirmanninum mínum að ég væri að segja upp eftir 15 ár í góðu starfi. Með fjárhagslegt öryggi og öllu því sem fylgir. En starfið var hætt að gefa mér lífsfyllingu. Mér fannst ég vera orðin eins og hamstur í hamsturshjólinu sem bara hljóp og hljóp,“ segir Jónína Fjeldsted sem nú rekur kaffihúsið Lekaff í Kaupmannahöfn.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Skin og skúrir í Kristianstad - myndasyrpa

Það var mikill tilfinningarússibandi sem átti sér stað í kringum leik Íslands og Ungverjalands á heimsmeistaramótinu í handbolta karla sem spilaður var í Kristianstad í Svíþjóð í gærkvöldi. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fangaði nokkur frábær augnablik sem sjá má í myndaspyrpunni sem fylgir þessari frétt. 

Handbolti