Lög og regla Árekstur á Þingvöllum Þrír voru fluttir á sjúkrahús á Selfossi eftir harðan árekstur fólksbíls og vörubíls á Þingvöllum um miðjan dag í gær. Meiðsl þeirra eru þó ekki lífshættuleg. Innlent 13.10.2005 19:38 Málið í kerfinu Enn er allt óljóst með sakhæfi konu þeirrar er lögregla telur hafa staðið fyrir sprengjuhótuninni í Leifsstöð fyrr í vikunni. Innlent 13.10.2005 19:38 Reyndu að smygla hassi til Noregs Lögreglan í Hjörring í Danmörku handtók í gær þrjá Norðmenn sem hugðust smygla tíu kílóum af hassi frá Danmörku til Noregs. Á fréttavef <em>Politiken</em> segir að lögregla hafi fengið ábendingu um fyrirætlan mannanna og því hafi hún látið til skarar skríða. Að öðru leyti verst lögreglan frétta af málinu. Innlent 13.10.2005 19:38 Ölvun í aðdraganda Fiskidagsins Talsverð ölvun var á Dalvík í nótt og þurfti lögreglan á Akureyri að hafa sig alla við að stöðva slagsmál og önnur leiðindi eins og hún orðaði það sjálf. Þrír gistu fangageymslur á Dalvík eftir nóttina en Fiskidagurinn mikli, sem er í dag, byrjaði í raun í gærkvöld. Innlent 13.10.2005 19:38 Skorinn með glerflösku Bandarískur hermaður hlaut skurði í hópslagsmálum utan við skemmtistaðinn Traffic við Hafnargötu í Reykjanesbæ á þriðja tímanum í fyrrinótt. Innlent 13.10.2005 19:38 Varnarliðsmaður stunginn í nótt Varnarliðsmaður var stunginn með hníf fyrir utan skemmtistaðinn Traffic í Keflavík í nótt. Maðurinn er ekki talinn vera í lífshættu en líðan hans er stöðug. Fimm manns liggja undir grun og hafa allir verið handtekir. Lögreglan í Keflavík biður þá sem kunna að hafa upplýsingar um málið að gefa sig fram. Innlent 13.10.2005 19:38 Mál mótmælenda skoðuð eftir helgi Útlendingastofnun fjallar að líkindum ekki um málefni þeirra útlendinga sem með mótmælaaðgerðum stöðvuðu framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun fyrr en eftir helgi. Að sögn Hildar Dungal, forstjóra Útlendingastofnunar, hafði greinargerð ekki borist frá lögreglu í lok dags í gær en telja má að lögregluyfirvöld munu fara fram á að fólkinu verði vísað úr landi. Sýslumaðurinn á Eskifirði hefur málið til rannsóknar en ekki náðist í Inger L. Jónsdóttur sýslumann fyrir fréttir. Innlent 13.10.2005 19:38 Grunaður um ölvun Karlmaður um tvítugt velti bíl sínum í Aðaldalshrauni á Norðausturvegi skammt sunnan Húsavíkur um klukkan sex í gærmorgun. Innlent 13.10.2005 19:38 Velti bíl fyrir utan Húsavík Fólksbíll valt rétt fyrir utan Húsavík um sexleytið í morgun. Ökumaður var einn í bílnum og slasaðist hann lítið að sögn lögreglu. Maðurinn, sem grunaður er um ölvun, var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem nú er hlúð að honum. Ef áfengismagn reynist fyrir ofan það sem leyfilegt er verður maðurinn ákærður fyrir ölvunarakstur. Innlent 13.10.2005 19:38 Drykkjulæti á fiskihátíð Til stimpinga kom á Dalvík snemma í gærmorgun milli nokkurra manna og enduðu þær með því að einn nefbrotnaði og var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Málsatvik eru talin ljós og að sögn lögreglu verður kært fyrir líkamsárás. Tveir gistu fangageymslur lögreglunnar vegna málsins. Innlent 13.10.2005 19:38 Þriggja bíla árekstur við Sæbraut Þriggja bíla árekstur varð við Sæbrautina í Reykjavík um fimmleytið í nótt. Þrír voru fluttir til skoðunar á slysadeild Landspítala en eru þó ekki taldir alvarlega slasaðir. Þá voru sjö ökumenn stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur víðs vegar um borgina í nótt en lögreglan segir að öðru leyti hafi verið rólegt í miðbænum. Innlent 13.10.2005 19:38 Hörð viðurlög við sprengjuhótunum Allt að lífstíðarfangelsi liggur við sprengjuhótunum hér á landi. Enginn hefur verið handtekinn vegna sprengjuhótunarinnar á Leifsstöð í morgun en lögreglu grunar þó hver var að verki. Innlent 13.10.2005 19:38 Tveir slasaðir sjómenn sóttir Tveir sjómenn slösuðust við störf sín í gær og hafa því þrír sjómenn slasast alvarlega í vikunni. Björgunarsveitarmenn frá Vík í Mýrdal sóttu annan sjómanninn á hjólabáti út í fiskibát undan ströndinni og þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hinn um borð í togarann Akureyrina vestur á Halamið í gærkvöld. Innlent 13.10.2005 19:38 Mótmælendum sleppt á miðnætti Yfirheyrslur lögreglunnar á Eskifirði yfir þrettán mótmælendum, sem handteknir voru á byggingasvæði nýs álvers við Reyðarfjörð í gær, stóðu til miðnættis, og var fólkinu sleppt að þeim loknum. Vinna á svæðinu stöðvaðist í nokkrar klukkustundir eftir að mótmælin hófust í gærmorgun. Í tilkynningu frá aðstandendum mótmælanna segir að aðgerðin sé ein af mörgum sem ráðist verði í gegn Alcoa og öðrum fyrirtækjum á sama sviði á Íslandi og víðar um heim. Innlent 13.10.2005 19:38 Rekstarleyfi útrunnið Lögreglan á Húsavík stöðvaði ökumann hópbíls við Mývatn í vikunni þar sem í ljós kom við athugun að rekstrarleyfi eigenda bílsins var útrunnið. Innlent 13.10.2005 19:38 Kannar grundvöll fyrir brottvísun Sýslumaður á Eskifirði ætlar að kanna hvort Útlendingastofnun telur grundvöll til þess að vísa mótmælendunum, sem stöðvuðu vinnu við álversframkvæmdir í Reyðarfirði í gær, úr landi. Innlent 13.10.2005 19:38 Tekin ítrekað fyrir ölvunarakstur Lögreglan í Kópavogi stöðvaði drukkna konu á fimmtugsaldri þar sem hún ók bíl sínum. Væri það vart í frásögu færandi ef hún hefði ekki líka verið stöðvuð ölvuð á bílnum í fyrrakvöld. Þegar hún var stöðvuð þá kom í ljós að hún var löngu orðin réttindalaus vegna ítrekaðs ölvunaraksturs fyrr á árinu. Innlent 13.10.2005 19:38 Tugmilljóna útgjöld vegna mótmæla Kostnaður vegna mótmæla við Kárahnjúka og á Reyðarfirði hleypur á tugum milljóna króna. Hluti kostnaðarins fellur á íslenska ríkið og gæti Ríkislögreglustjóri mögulega þurft aukafjárveitningu vegna þessa. Innlent 13.10.2005 19:38 Tiltekin manneskja grunuð um hótun Ákveðin manneskja liggur undir grun um sprengjuhótunina í Leifsstöð í nótt og er hennar nú leitað. Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra barst tilkynningin í nótt og var allt viðeigandi lið kallað út til sprengjuleitar um klukkan hálffjögur. Innlent 13.10.2005 19:38 Mótmælendur látnir lausir Þrettán mótmælendur, sem handteknir voru á byggingarsvæði álvers Alcoa á Reyðarfirði í fyrradag, voru látnir lausir laust eftir miðnætti í fyrrinótt að sögn lögreglu á Eskifirði. Innlent 13.10.2005 19:38 Braut hryggjarlið á torfæruhjóli Ungur maður skaddaðist á hrygg þegar hann féll af torfæruhjóli sínu þar sem hann var á æfingabraut við Selvatn skammt frá Grindavíkurvegi um níuleytið í gærkvöld. Hann var fluttur á slysadeild þar sem í ljós kom að einn hryggjarliður var brotinn en ekki hafa frekari upplýsingar fengist um málið. Innlent 13.10.2005 19:38 Býst við auknum hrossaútflutningi Landbúnaðarráðherra telur að hrossaútflutningur til Þýskalands muni aukast í kjölfar úrskurðar þýskra yfirvalda um að engin hrossamafía starfi hér á landi eins og haldið var fram fyrir nokkrum árum. Íslenskir hrossaútflytjendur segja úrskurðinn mikinn sigur. Innlent 13.10.2005 19:38 Handtekin vegna sprengjuhótunar Kona á miðjum aldri var í gær handtekin á Akureyri fyrir að hafa hringt inn sprengjuhótun á Keflavíkurflugvöll í gærmorgun. Málið leystist hratt og örugglega að sögn Ellisifar Tinnu Víðisdóttur staðgengils sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, og telst nú upplýst og hefur konunni verið sleppt úr haldi. Innlent 13.10.2005 19:38 Háspennulína sörguð í sundur Háspennulína í Hallsteinsdal, skammt frá Skriðdal, þar sem mótmælendur hafa haldið til í tjöldum, var í nótt sörguð í sundur. Þeir sem hafa orðið varir við mannaferðir í Hallsteinsdal eru beðnir um að láta lögregluna á Egilsstöðum vita. Innlent 13.10.2005 19:38 Íhuga að kæra skemmdarverk Lögreglan á Egilsstöðum rannsakar skemmdarverk sem unnin voru á háspennustreng sem verið er að leggja í Hallsteinsdal. Innlent 13.10.2005 19:38 Rannsaka tilkynningu um sprengju Ítarleg rannsókn er nú hafin á því að fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra barst í nótt tilkynning um sprengju í Leifsstöð og var allt viðeigandi lið kallað út til sprengjuleitar um klukkan hálffjögur. Þetta var svonefnd óljós tilkynning þannig að ekki var gripið til rýmingar heldur leitað skipulega á vissum svæðum og reynt að vekja ekki ótta fyrstu gesta morgunsins. Innlent 13.10.2005 19:38 Rannsókn hætt í smyglmáli Hauks ÍS Saksóknari í Bremerhaven hefur formlega hætt rannsókn á því hvernig töluvert magn kókaíns og hass komst um borð í Hauk ÍS fyrr á þessu ári. Tveir úr áhöfn skipsins voru handteknir í kjölfar leitar þýska tollsins um borð og játaði annar þeirrar að hafa tekið á móti tösku fyrir hönd þriðja manns í áhöfn. Innlent 13.10.2005 19:37 Missti mánaðargömul ökuréttindi Ungur ökumaður með aðeins mánaðargamalt ökuskírteini var tekinn í nótt fyrir að hafa ekið á 132 kílómetra hraða í Ártúnsbrekku þar sem hámarkshraði er áttatíu. Hann var að stinga annan bíl af í spyrnu þegar hann ók í flasið á lögreglu sem svipti hann ökuréttindum í einn mánuð auk þes sem hann verður sektaður. Innlent 13.10.2005 19:37 18 fíkniefnamál um helgina Átján fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík um nýliðna verslunarmannahelgi. Innlent 13.10.2005 19:37 Innbrotsþjófur náðist á hlaupum Fjórtán innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík um og eftir verslunarmannahelgina, það er frá föstudagsmorgni til hádegis í gær, að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 19:37 « ‹ 43 44 45 46 47 48 49 50 51 … 120 ›
Árekstur á Þingvöllum Þrír voru fluttir á sjúkrahús á Selfossi eftir harðan árekstur fólksbíls og vörubíls á Þingvöllum um miðjan dag í gær. Meiðsl þeirra eru þó ekki lífshættuleg. Innlent 13.10.2005 19:38
Málið í kerfinu Enn er allt óljóst með sakhæfi konu þeirrar er lögregla telur hafa staðið fyrir sprengjuhótuninni í Leifsstöð fyrr í vikunni. Innlent 13.10.2005 19:38
Reyndu að smygla hassi til Noregs Lögreglan í Hjörring í Danmörku handtók í gær þrjá Norðmenn sem hugðust smygla tíu kílóum af hassi frá Danmörku til Noregs. Á fréttavef <em>Politiken</em> segir að lögregla hafi fengið ábendingu um fyrirætlan mannanna og því hafi hún látið til skarar skríða. Að öðru leyti verst lögreglan frétta af málinu. Innlent 13.10.2005 19:38
Ölvun í aðdraganda Fiskidagsins Talsverð ölvun var á Dalvík í nótt og þurfti lögreglan á Akureyri að hafa sig alla við að stöðva slagsmál og önnur leiðindi eins og hún orðaði það sjálf. Þrír gistu fangageymslur á Dalvík eftir nóttina en Fiskidagurinn mikli, sem er í dag, byrjaði í raun í gærkvöld. Innlent 13.10.2005 19:38
Skorinn með glerflösku Bandarískur hermaður hlaut skurði í hópslagsmálum utan við skemmtistaðinn Traffic við Hafnargötu í Reykjanesbæ á þriðja tímanum í fyrrinótt. Innlent 13.10.2005 19:38
Varnarliðsmaður stunginn í nótt Varnarliðsmaður var stunginn með hníf fyrir utan skemmtistaðinn Traffic í Keflavík í nótt. Maðurinn er ekki talinn vera í lífshættu en líðan hans er stöðug. Fimm manns liggja undir grun og hafa allir verið handtekir. Lögreglan í Keflavík biður þá sem kunna að hafa upplýsingar um málið að gefa sig fram. Innlent 13.10.2005 19:38
Mál mótmælenda skoðuð eftir helgi Útlendingastofnun fjallar að líkindum ekki um málefni þeirra útlendinga sem með mótmælaaðgerðum stöðvuðu framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun fyrr en eftir helgi. Að sögn Hildar Dungal, forstjóra Útlendingastofnunar, hafði greinargerð ekki borist frá lögreglu í lok dags í gær en telja má að lögregluyfirvöld munu fara fram á að fólkinu verði vísað úr landi. Sýslumaðurinn á Eskifirði hefur málið til rannsóknar en ekki náðist í Inger L. Jónsdóttur sýslumann fyrir fréttir. Innlent 13.10.2005 19:38
Grunaður um ölvun Karlmaður um tvítugt velti bíl sínum í Aðaldalshrauni á Norðausturvegi skammt sunnan Húsavíkur um klukkan sex í gærmorgun. Innlent 13.10.2005 19:38
Velti bíl fyrir utan Húsavík Fólksbíll valt rétt fyrir utan Húsavík um sexleytið í morgun. Ökumaður var einn í bílnum og slasaðist hann lítið að sögn lögreglu. Maðurinn, sem grunaður er um ölvun, var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem nú er hlúð að honum. Ef áfengismagn reynist fyrir ofan það sem leyfilegt er verður maðurinn ákærður fyrir ölvunarakstur. Innlent 13.10.2005 19:38
Drykkjulæti á fiskihátíð Til stimpinga kom á Dalvík snemma í gærmorgun milli nokkurra manna og enduðu þær með því að einn nefbrotnaði og var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Málsatvik eru talin ljós og að sögn lögreglu verður kært fyrir líkamsárás. Tveir gistu fangageymslur lögreglunnar vegna málsins. Innlent 13.10.2005 19:38
Þriggja bíla árekstur við Sæbraut Þriggja bíla árekstur varð við Sæbrautina í Reykjavík um fimmleytið í nótt. Þrír voru fluttir til skoðunar á slysadeild Landspítala en eru þó ekki taldir alvarlega slasaðir. Þá voru sjö ökumenn stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur víðs vegar um borgina í nótt en lögreglan segir að öðru leyti hafi verið rólegt í miðbænum. Innlent 13.10.2005 19:38
Hörð viðurlög við sprengjuhótunum Allt að lífstíðarfangelsi liggur við sprengjuhótunum hér á landi. Enginn hefur verið handtekinn vegna sprengjuhótunarinnar á Leifsstöð í morgun en lögreglu grunar þó hver var að verki. Innlent 13.10.2005 19:38
Tveir slasaðir sjómenn sóttir Tveir sjómenn slösuðust við störf sín í gær og hafa því þrír sjómenn slasast alvarlega í vikunni. Björgunarsveitarmenn frá Vík í Mýrdal sóttu annan sjómanninn á hjólabáti út í fiskibát undan ströndinni og þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hinn um borð í togarann Akureyrina vestur á Halamið í gærkvöld. Innlent 13.10.2005 19:38
Mótmælendum sleppt á miðnætti Yfirheyrslur lögreglunnar á Eskifirði yfir þrettán mótmælendum, sem handteknir voru á byggingasvæði nýs álvers við Reyðarfjörð í gær, stóðu til miðnættis, og var fólkinu sleppt að þeim loknum. Vinna á svæðinu stöðvaðist í nokkrar klukkustundir eftir að mótmælin hófust í gærmorgun. Í tilkynningu frá aðstandendum mótmælanna segir að aðgerðin sé ein af mörgum sem ráðist verði í gegn Alcoa og öðrum fyrirtækjum á sama sviði á Íslandi og víðar um heim. Innlent 13.10.2005 19:38
Rekstarleyfi útrunnið Lögreglan á Húsavík stöðvaði ökumann hópbíls við Mývatn í vikunni þar sem í ljós kom við athugun að rekstrarleyfi eigenda bílsins var útrunnið. Innlent 13.10.2005 19:38
Kannar grundvöll fyrir brottvísun Sýslumaður á Eskifirði ætlar að kanna hvort Útlendingastofnun telur grundvöll til þess að vísa mótmælendunum, sem stöðvuðu vinnu við álversframkvæmdir í Reyðarfirði í gær, úr landi. Innlent 13.10.2005 19:38
Tekin ítrekað fyrir ölvunarakstur Lögreglan í Kópavogi stöðvaði drukkna konu á fimmtugsaldri þar sem hún ók bíl sínum. Væri það vart í frásögu færandi ef hún hefði ekki líka verið stöðvuð ölvuð á bílnum í fyrrakvöld. Þegar hún var stöðvuð þá kom í ljós að hún var löngu orðin réttindalaus vegna ítrekaðs ölvunaraksturs fyrr á árinu. Innlent 13.10.2005 19:38
Tugmilljóna útgjöld vegna mótmæla Kostnaður vegna mótmæla við Kárahnjúka og á Reyðarfirði hleypur á tugum milljóna króna. Hluti kostnaðarins fellur á íslenska ríkið og gæti Ríkislögreglustjóri mögulega þurft aukafjárveitningu vegna þessa. Innlent 13.10.2005 19:38
Tiltekin manneskja grunuð um hótun Ákveðin manneskja liggur undir grun um sprengjuhótunina í Leifsstöð í nótt og er hennar nú leitað. Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra barst tilkynningin í nótt og var allt viðeigandi lið kallað út til sprengjuleitar um klukkan hálffjögur. Innlent 13.10.2005 19:38
Mótmælendur látnir lausir Þrettán mótmælendur, sem handteknir voru á byggingarsvæði álvers Alcoa á Reyðarfirði í fyrradag, voru látnir lausir laust eftir miðnætti í fyrrinótt að sögn lögreglu á Eskifirði. Innlent 13.10.2005 19:38
Braut hryggjarlið á torfæruhjóli Ungur maður skaddaðist á hrygg þegar hann féll af torfæruhjóli sínu þar sem hann var á æfingabraut við Selvatn skammt frá Grindavíkurvegi um níuleytið í gærkvöld. Hann var fluttur á slysadeild þar sem í ljós kom að einn hryggjarliður var brotinn en ekki hafa frekari upplýsingar fengist um málið. Innlent 13.10.2005 19:38
Býst við auknum hrossaútflutningi Landbúnaðarráðherra telur að hrossaútflutningur til Þýskalands muni aukast í kjölfar úrskurðar þýskra yfirvalda um að engin hrossamafía starfi hér á landi eins og haldið var fram fyrir nokkrum árum. Íslenskir hrossaútflytjendur segja úrskurðinn mikinn sigur. Innlent 13.10.2005 19:38
Handtekin vegna sprengjuhótunar Kona á miðjum aldri var í gær handtekin á Akureyri fyrir að hafa hringt inn sprengjuhótun á Keflavíkurflugvöll í gærmorgun. Málið leystist hratt og örugglega að sögn Ellisifar Tinnu Víðisdóttur staðgengils sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, og telst nú upplýst og hefur konunni verið sleppt úr haldi. Innlent 13.10.2005 19:38
Háspennulína sörguð í sundur Háspennulína í Hallsteinsdal, skammt frá Skriðdal, þar sem mótmælendur hafa haldið til í tjöldum, var í nótt sörguð í sundur. Þeir sem hafa orðið varir við mannaferðir í Hallsteinsdal eru beðnir um að láta lögregluna á Egilsstöðum vita. Innlent 13.10.2005 19:38
Íhuga að kæra skemmdarverk Lögreglan á Egilsstöðum rannsakar skemmdarverk sem unnin voru á háspennustreng sem verið er að leggja í Hallsteinsdal. Innlent 13.10.2005 19:38
Rannsaka tilkynningu um sprengju Ítarleg rannsókn er nú hafin á því að fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra barst í nótt tilkynning um sprengju í Leifsstöð og var allt viðeigandi lið kallað út til sprengjuleitar um klukkan hálffjögur. Þetta var svonefnd óljós tilkynning þannig að ekki var gripið til rýmingar heldur leitað skipulega á vissum svæðum og reynt að vekja ekki ótta fyrstu gesta morgunsins. Innlent 13.10.2005 19:38
Rannsókn hætt í smyglmáli Hauks ÍS Saksóknari í Bremerhaven hefur formlega hætt rannsókn á því hvernig töluvert magn kókaíns og hass komst um borð í Hauk ÍS fyrr á þessu ári. Tveir úr áhöfn skipsins voru handteknir í kjölfar leitar þýska tollsins um borð og játaði annar þeirrar að hafa tekið á móti tösku fyrir hönd þriðja manns í áhöfn. Innlent 13.10.2005 19:37
Missti mánaðargömul ökuréttindi Ungur ökumaður með aðeins mánaðargamalt ökuskírteini var tekinn í nótt fyrir að hafa ekið á 132 kílómetra hraða í Ártúnsbrekku þar sem hámarkshraði er áttatíu. Hann var að stinga annan bíl af í spyrnu þegar hann ók í flasið á lögreglu sem svipti hann ökuréttindum í einn mánuð auk þes sem hann verður sektaður. Innlent 13.10.2005 19:37
18 fíkniefnamál um helgina Átján fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík um nýliðna verslunarmannahelgi. Innlent 13.10.2005 19:37
Innbrotsþjófur náðist á hlaupum Fjórtán innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík um og eftir verslunarmannahelgina, það er frá föstudagsmorgni til hádegis í gær, að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 19:37
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti