
Kristín Hrefna Halldórsdóttir

Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt?
Fjármálaeftirlitið hefur samkvæmt lögum rétt til þess að boða fólk í hæfismat vegna stjórnarsetu í fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum. Þetta mat er ekki bara formsatriði – það er fjögurra klukkustunda munnlegt próf, næstum eins og yfirheyrsla, þar sem stjórnarmenn eru metnir á ýmsa vegu.

Skiptir hugarfarið máli?
Hugarfarið er eins konar safn viðhorfa og sannfæringa sem móta hvernig við skynjum heiminn og okkur sjálf. Þetta hefur áhrif á hugsanir okkar, tilfinningar og háttsemi í mismunandi aðstæðum. Undanfarna áratugi hafa vísindamenn fjallað um tvær megin gerðir af hugarfari: fastmótað hugarfar og vaxtarhugarfar.

Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum
Í íslensku atvinnulífi er mikið lagt upp úr nýsköpun, árangri og vellíðan starfsfólks. En hvernig getur fyrirtækjamenning ýtt undir þessa þætti? Verður hún bara allt í einu til eða þarf að byggja hana upp markvisst?

Hvers vegna er mikilvægt að finna kolefnisspor á innkaupum fyrirtækja?
Að henda reiður á kolefnisspor fyrirtækja hefur verið mikil vinna og oft vaxið stjórnendum í augum. Kostnaðurinn við greiningar á kolenfnisspori innkaupa er mikill og sérstaklega þegar það þarf að tengja hvern birgja sem verslað er af við einhver kerfi, útvista vinnunni eða handvirkt reikna út hvert kolefnisspor innkaupanna með misjafnlega nákvæmum hætti.

Réttlátara samfélag með betri tækni
Það eru forréttindi að fá að vakna á hverjum degi og vinna að því að búa til réttlátara samfélag. Réttlátt samfélag verður ekki til af sjálfu sér, heldur með ásetningi og markvissri vinnu. Jafnlaunastaðallinn ÍST85:2012 hefur reynst öflugt verkfæri í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. En áður en vottunin er í hendi þurfa fyrirtæki að uppfylla ýmis skilyrði.

Sumarið er tíminn fyrir jafnlaunavottun
Nú fer hver að verða síðastur að hefja vinnu við jafnlaunavottunarferlið en það getur tekið 12-18 mánuði frá upphafi til enda. Öll fyrirtæki sem eru með 25 eða fleiri í starfi, að meðaltali yfir árið, þurfa að vera komin með jafnlaunastaðfestingu eða jafnlaunavottun í lok árs.

Hvað tekur enga stund?
Það eru ekki margar aðgerðir, hreyfingar eða hugsanir sem maður gerir sem raunverulega taka enga stund. Allt tekur einhvern tíma.

Hvernig líður þér?
„Bara vel“ er svolítið eins og autoreply við spurningunni: Hvernig líður þér? Stundum skiljanlega enda hefjast mörg samtöl með þessum orðum og maður vill kannski ekki skutla gusunni af pirringi eða erfiðleikum dagsins framan í viðmælandann svona óforvarendis.

Þegar haustlaufin þyrlast upp inni og úti
Það er auðvelt að leyfa haustlaufunum að þyrla upp kvíðastormi í huganum, sérsaklega þegar erfiðar fréttir af heimsfaraldri berast okkur nær daglega.

Streituvaldandi draumaferðir og besta leiðin til þess að komast hjá þeim
Þú liggur í iðagrænni laut sem lítill lækur rennur í gegnum, glaðlind en samt lágvær börn leika fallega við hlið þér, rauðköflótti lautarferðardúkurinn sem þú liggur á er ókrumpaður undir þér þar sem þú slakar á.

Smitvarin stefnumót og fjárfestafundir í sýndarveruleika
Sá stórkoslegi tækniháskóli sem nú sér til þess að heimsbyggðin falli ekki í dróma er þeim kostum gæddur að vera sérstaklega hannaður til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma og í honum má hefja nám hvenær sem er.

Ketilbjalla fyrir þrautseigjuvöðvann
Þegar sumarmyndir berast manni frá grænu grasi í skandinavíu og svo ekki sé talað um myndir á samfélagsmiðlum af ofur hressu ofurfólki að svitna kolvetnalausu páskaeggjunum sínum í allt of mörgum armbeygjum er mikilvægt að muna að þetta gengur allt saman yfir.

Besta leiðin til að tækla óþolandi fólk
Þegar við hugleiðum æfum við okkur í því að stjórna huganum og fáum til dæmis meira vald yfir þeim hluta heilans sem tekur ósjálfáðar ákvarðanir. Það hefur meira að segja verið vísindalega sannað að eðluheilinn minkar við það að iðka hugleiðslu.

Þegar hauststressið heltekur hugann
Eftir sælusumarið mikla sem dældi yfir okkur sól og gleði í sumar getur verið erfitt að mæta aftur í haustrútínuna. Þar bíða sumra stútfull innhólf af tölvupósti sem allir öskra á svör, krefjandi skilafrestir, stressaðir stjórnendur, alls konar foreldrafundir, skutl á fótboltaæfingar svo ég tali nú ekki um stressið sem fylgir því að komast í jógatíma á réttum tíma.

Mikil hætta á mjúkum pökkum í ár
Það verður að teljast afar ólíklegt að Íslendingar fari í jólaköttinn í ár ef marka má söluna sem hefur verið á fatnaði og fylgihlutum síðustu misserin hér á landi.

Hlutdeild í spjörum og sólböðum
Þegar sumarið hellist yfir Íslendinga lyftist brúnin á landanum. Sumarfríið er handan við hornið og það eru allir svo til í þetta.

Færri jólagjafir úr H&M í ár
Verslunarferðir til útlanda hafa verið vinsælar hjá Íslendingum undanfarin ár.