Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 27. mars 2025 13:02 Fjármálaeftirlitið hefur samkvæmt lögum rétt til þess að boða fólk í hæfismat vegna stjórnarsetu í fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum. Þetta mat er ekki bara formsatriði – það er fjögurra klukkustunda munnlegt próf, næstum eins og yfirheyrsla, þar sem stjórnarmenn eru metnir á ýmsa vegu. Nýlega fékk ég svona boð um að fara í hæfismat hjá Fjármálaeftirlitinu vegna stjórnarsetu minnar í lífeyrissjóði. Fyrsta viðbragðið mitt var ekki mitt besta augnablik. Ég fann fyrir kvíða, óöryggi og smávægilegri gremju. "Af hverju ég?" hugsaði ég. "Er verið að efast um mína hæfni? Ætlar fjármálaeftirlitið að opinbera það að ég veit í raun ekki neitt og á ekkert erindi í stjórn þessa lífeyrissjóðs?”. Þessar hugsanir eru dæmigerð viðbrögð einhvers sem er að velta sér upp úr fastmótuðu hugarfari, þar sem áskoranir eru túlkaðar sem ógnanir og ótti við mistök getur staðið í vegi fyrir framförum. Fastmótað hugarfar (e. fixed mindset) einkennist af þeirri trú að hæfni sé fastmótuð og að áskoranir geti afhjúpað veikleika frekar en að þær séu tækifæri til vaxtar. Þegar ég greindi viðbrögð mín áttaði ég mig á því að ég var föst í þessum hugsana flóka. Ég var að hugsa um hæfismatið sem próf sem ég annaðhvort myndi falla á eða standast, frekar en sem ferli sem gæti veitt mér nýja innsýn og hjálpað mér að verða betri stjórnarmaður. Á þessum tímapunkti fór ég líka að lista upp allskonar afsakanir fyrir því að þetta væri ekki heppilega tímasetning. Dóttir mín átti afmæli daginn sem prófið átti að vera og ég þurfti einnig að mæta með hana til tannlæknis. Fáránlegar afsakanir sem hugurinn fór að slá upp sem einhverskonar vörn til þess að það væri ekki opinberað á torgum að ég veit ekki allt. En svo mundi ég - ég þarf ekki að vita allt en ég þarf að velja það að vilja læra. Þarna þurfti ég að grípa sjálfa mig og velja að nýta mér vaxtarhugarfar (e. growth mindset). Vaxtarhugarfar snýst um þá sannfæringu að hæfni og færni geti þróast með lærdómi og reynslu. Ég spurði sjálfa mig: "Hvað get ég lært af þessu?" "Hvernig getur þetta gert mig að sterkari stjórnarmanni?". Með þessari nálgun sá ég hæfismatið ekki lengur sem hindrun heldur sem tækifæri til að fá endurgjöf, dýpka skilning minn á reglugerðum og efla mig í hlutverkinu. Þrátt fyrir að ég hafi verið að kenna námskeið um vaxtarhugarfar í nokkur ár og nota það hvívetna í mínu lífi, þá þarf samt að velja það meðvitað í sumum aðstæðum. Þegar ég mætti í hæfismatið var ég ekki lengur í vörn heldur forvitin. Ég lærði vel fyrir prófið með opnum huga, svaraði svo af einlægni og notaði tækifærið til að velta fyrir mér hvernig ég gæti bætt mig í stjórnarhlutverkinu. Í stað þess að finna fyrir ógn við matið, fann ég fyrir stolti yfir því að vera í stöðu þar sem ég fékk að læra og vaxa. Ég ætla samt alveg að viðurkenna að stressið fór ekki alveg - ég var alveg rennsveitt í prófinu. Það var krefjandi en jedúddamía hvað ég er miklu fróðari um þessi mál nú en áður. Þessi reynsla var áminning um að við höfum alltaf val um hvernig við nálgumst áskoranir. Með því að temja okkur vaxtarhugarfar tökum við stjórn á eigin framþróun og getum umbreytt hindrunum í tækifæri. Það er ekki alltaf auðvelt – en það er alltaf þess virði. Höfundur er ráðgjafi og stjórnarkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur samkvæmt lögum rétt til þess að boða fólk í hæfismat vegna stjórnarsetu í fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum. Þetta mat er ekki bara formsatriði – það er fjögurra klukkustunda munnlegt próf, næstum eins og yfirheyrsla, þar sem stjórnarmenn eru metnir á ýmsa vegu. Nýlega fékk ég svona boð um að fara í hæfismat hjá Fjármálaeftirlitinu vegna stjórnarsetu minnar í lífeyrissjóði. Fyrsta viðbragðið mitt var ekki mitt besta augnablik. Ég fann fyrir kvíða, óöryggi og smávægilegri gremju. "Af hverju ég?" hugsaði ég. "Er verið að efast um mína hæfni? Ætlar fjármálaeftirlitið að opinbera það að ég veit í raun ekki neitt og á ekkert erindi í stjórn þessa lífeyrissjóðs?”. Þessar hugsanir eru dæmigerð viðbrögð einhvers sem er að velta sér upp úr fastmótuðu hugarfari, þar sem áskoranir eru túlkaðar sem ógnanir og ótti við mistök getur staðið í vegi fyrir framförum. Fastmótað hugarfar (e. fixed mindset) einkennist af þeirri trú að hæfni sé fastmótuð og að áskoranir geti afhjúpað veikleika frekar en að þær séu tækifæri til vaxtar. Þegar ég greindi viðbrögð mín áttaði ég mig á því að ég var föst í þessum hugsana flóka. Ég var að hugsa um hæfismatið sem próf sem ég annaðhvort myndi falla á eða standast, frekar en sem ferli sem gæti veitt mér nýja innsýn og hjálpað mér að verða betri stjórnarmaður. Á þessum tímapunkti fór ég líka að lista upp allskonar afsakanir fyrir því að þetta væri ekki heppilega tímasetning. Dóttir mín átti afmæli daginn sem prófið átti að vera og ég þurfti einnig að mæta með hana til tannlæknis. Fáránlegar afsakanir sem hugurinn fór að slá upp sem einhverskonar vörn til þess að það væri ekki opinberað á torgum að ég veit ekki allt. En svo mundi ég - ég þarf ekki að vita allt en ég þarf að velja það að vilja læra. Þarna þurfti ég að grípa sjálfa mig og velja að nýta mér vaxtarhugarfar (e. growth mindset). Vaxtarhugarfar snýst um þá sannfæringu að hæfni og færni geti þróast með lærdómi og reynslu. Ég spurði sjálfa mig: "Hvað get ég lært af þessu?" "Hvernig getur þetta gert mig að sterkari stjórnarmanni?". Með þessari nálgun sá ég hæfismatið ekki lengur sem hindrun heldur sem tækifæri til að fá endurgjöf, dýpka skilning minn á reglugerðum og efla mig í hlutverkinu. Þrátt fyrir að ég hafi verið að kenna námskeið um vaxtarhugarfar í nokkur ár og nota það hvívetna í mínu lífi, þá þarf samt að velja það meðvitað í sumum aðstæðum. Þegar ég mætti í hæfismatið var ég ekki lengur í vörn heldur forvitin. Ég lærði vel fyrir prófið með opnum huga, svaraði svo af einlægni og notaði tækifærið til að velta fyrir mér hvernig ég gæti bætt mig í stjórnarhlutverkinu. Í stað þess að finna fyrir ógn við matið, fann ég fyrir stolti yfir því að vera í stöðu þar sem ég fékk að læra og vaxa. Ég ætla samt alveg að viðurkenna að stressið fór ekki alveg - ég var alveg rennsveitt í prófinu. Það var krefjandi en jedúddamía hvað ég er miklu fróðari um þessi mál nú en áður. Þessi reynsla var áminning um að við höfum alltaf val um hvernig við nálgumst áskoranir. Með því að temja okkur vaxtarhugarfar tökum við stjórn á eigin framþróun og getum umbreytt hindrunum í tækifæri. Það er ekki alltaf auðvelt – en það er alltaf þess virði. Höfundur er ráðgjafi og stjórnarkona.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar