Streituvaldandi draumaferðir og besta leiðin til þess að komast hjá þeim Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 20. maí 2020 16:30 Þú liggur í iðagrænni laut sem lítill lækur rennur í gegnum, glaðlind en samt lágvær börn leika fallega við hlið þér, rauðköflótti lautarferðardúkurinn sem þú liggur á er ókrumpaður undir þér þar sem þú slakar á. Fjölskyldan er glöð og allir una sér vel í þessari yndislegu útilegu sem þú ert fyrirhafnarlaust búin að koma fjölskyldu þinni í. Sóln skín og í fuglarnir flögra glaðlega hjá. Grilllyktin berst þér að vitum og þú veist að innan skamms mun stundin vera fullkomin með ljúfengum grillmat. Raunveruleikinn: Öll verkefnin sem þú ætlaðir að vera búin að klára áður en þú fórst af stað ollu þér svo miklu stressi að þú ert titlandi þegar þú byrjar að pakka. Veðurspáin er ágæt en bara ekki í nema svona hálfan dag í einu á mismunandi stöðum á landinu næstu 5 dagana. Veðurkvíðinn gerði það að verkum að þú ákvaðst eftir að hafa borðið saman 3 ólíkar spár að fara bara klukkutíma akstur út úr bænum. Það verða líka allir bílveikir ef þið farið lengra. Þú gleymdir að sjálfsögðu lautarferðardúknum enda var hann krumpaður einhverstaðar ofaní geymslu. Inn á þann myrka stað þorir þú ekki fyrir þitt litla líf að stíga fæti inná. Við getum bara þakkað fyrir að svefnpokarnir komu með. Þú ert búinn að garga 8 sinnum á samferðamenn þína áður en þið eruð komin út í bíl. Þegar á staðinn er komið er lækurinn þarna, lautin og allt klárt en þú getur ekki fyrir þitt litla líf slakað á því að flugurnar ráðst á þig og hræðslan við að fá bit er of mikil. Brunalyktin sem berst þér að vitum veldur þér kvíða því mögulega gleymdirðu tómatsósunni svo að þá mun enginn vilja pylsurnar sem þú heldur að þú hafir munað eftir að kaupa. Svona getur hugurinn leikið okkur grátt í næstum alveg sömu aðstæðum. Besta leiðin til þess að hugurinn hlaupi ekki með mann í gönur og búi til vandamál úr einhverju sem þarf ekki að vera það er að hugleiða. Þetta kann að hljóma eins og klysja eða eins og þetta passi ekki fyrir þig því þú sérð með öðruvísi vandamál en aðrir en það er oftast ekki þannig. Við erum flest að glíma við sömu vandamálin og getum þjálfað hugann rétt eins og við getum þjálfað líkamann. Hugleiðsluæfingar notar þú til þess að undirbúa þig fyrir erfiðasta dag lífs þíns en líka læra aðferð sem þú beytir sjálfan þig til þess að dagarnir verði ekki eins erfiðir. Þú lærir að stjórna huganum þannig þú þurfir ekki að lenda í kvíðastorminum eða sogast ofan í þuglyndið. Hauststressið er ekki betra því þá byrjar kvíðinn fyrir vetrinum að gera vart við sig og þunglyndi sem fylgir skammdeginu. Það er mikilvægt að byrja í dag því eftir nokkra daga af því að hugleiða verður þú kannsi tilbúin fyrir næstu bylgju af verkefnum eða draumaferðum sem þú getur þá valið hvort þú villt að sogi þig ofaní áhyggjur og vanlíðan eða tekist á við með jákvæðum og opnum huga. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Þú liggur í iðagrænni laut sem lítill lækur rennur í gegnum, glaðlind en samt lágvær börn leika fallega við hlið þér, rauðköflótti lautarferðardúkurinn sem þú liggur á er ókrumpaður undir þér þar sem þú slakar á. Fjölskyldan er glöð og allir una sér vel í þessari yndislegu útilegu sem þú ert fyrirhafnarlaust búin að koma fjölskyldu þinni í. Sóln skín og í fuglarnir flögra glaðlega hjá. Grilllyktin berst þér að vitum og þú veist að innan skamms mun stundin vera fullkomin með ljúfengum grillmat. Raunveruleikinn: Öll verkefnin sem þú ætlaðir að vera búin að klára áður en þú fórst af stað ollu þér svo miklu stressi að þú ert titlandi þegar þú byrjar að pakka. Veðurspáin er ágæt en bara ekki í nema svona hálfan dag í einu á mismunandi stöðum á landinu næstu 5 dagana. Veðurkvíðinn gerði það að verkum að þú ákvaðst eftir að hafa borðið saman 3 ólíkar spár að fara bara klukkutíma akstur út úr bænum. Það verða líka allir bílveikir ef þið farið lengra. Þú gleymdir að sjálfsögðu lautarferðardúknum enda var hann krumpaður einhverstaðar ofaní geymslu. Inn á þann myrka stað þorir þú ekki fyrir þitt litla líf að stíga fæti inná. Við getum bara þakkað fyrir að svefnpokarnir komu með. Þú ert búinn að garga 8 sinnum á samferðamenn þína áður en þið eruð komin út í bíl. Þegar á staðinn er komið er lækurinn þarna, lautin og allt klárt en þú getur ekki fyrir þitt litla líf slakað á því að flugurnar ráðst á þig og hræðslan við að fá bit er of mikil. Brunalyktin sem berst þér að vitum veldur þér kvíða því mögulega gleymdirðu tómatsósunni svo að þá mun enginn vilja pylsurnar sem þú heldur að þú hafir munað eftir að kaupa. Svona getur hugurinn leikið okkur grátt í næstum alveg sömu aðstæðum. Besta leiðin til þess að hugurinn hlaupi ekki með mann í gönur og búi til vandamál úr einhverju sem þarf ekki að vera það er að hugleiða. Þetta kann að hljóma eins og klysja eða eins og þetta passi ekki fyrir þig því þú sérð með öðruvísi vandamál en aðrir en það er oftast ekki þannig. Við erum flest að glíma við sömu vandamálin og getum þjálfað hugann rétt eins og við getum þjálfað líkamann. Hugleiðsluæfingar notar þú til þess að undirbúa þig fyrir erfiðasta dag lífs þíns en líka læra aðferð sem þú beytir sjálfan þig til þess að dagarnir verði ekki eins erfiðir. Þú lærir að stjórna huganum þannig þú þurfir ekki að lenda í kvíðastorminum eða sogast ofan í þuglyndið. Hauststressið er ekki betra því þá byrjar kvíðinn fyrir vetrinum að gera vart við sig og þunglyndi sem fylgir skammdeginu. Það er mikilvægt að byrja í dag því eftir nokkra daga af því að hugleiða verður þú kannsi tilbúin fyrir næstu bylgju af verkefnum eða draumaferðum sem þú getur þá valið hvort þú villt að sogi þig ofaní áhyggjur og vanlíðan eða tekist á við með jákvæðum og opnum huga. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar