Innlent Stefnir á 3.-5. sæti í Reykjavík Steinn Kárason umhverfishagfræðingur gefur kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Innlent 5.10.2006 21:53 Verða að eiga bankareikning Bótaþegar Tryggingastofnunar ríkisins geta einungis skipt ávísun frá stofnuninni með því að leggja andvirðið inn á eigin bankareinkning. Þetta er gert til að tryggja öryggi í bankaviðskiptum blaðafulltrúa KB-banka. Innlent 5.10.2006 21:47 Dreift í hálfri milljón eintaka Nyhedsavisen kom út í fyrsta sinn í morgun. Blaðinu var dreift inn á hátt í hálfa milljón heimila í Kaupmannahöfn, Árósum og Óðinsvéum að íslenskri fyrirmynd. Á öðrum stöðum verður hægt að nálgast blaðið í verslunum og á bensínstöðvum svipað og hér á landi. Innlent 5.10.2006 21:47 Páll Baldvin fulltrúi ritstjóra Páll Baldvin Baldvinsson hefur verið ráðinn fulltrúi ritstjóra á Fréttablaðinu. Innlent 5.10.2006 21:47 Hækka laun þingmanna og ráðherra Kjararáð hefur ákveðið að hækka laun ráðherra, þingmanna og helstu embættismanna þjóðarinnar um þrjú prósent til viðbótar þeim 2,5 prósentum sem þessir hópar fengu um síðustu áramót. Ákvörðunin gildir frá og með 1. júlí. Innlent 5.10.2006 21:47 Slapp ómeiddur úr bílveltu Ökumaður slapp lítið meiddur eftir að bifreið hans valt á Landvegi, skammt frá afleggjaranum að Laugalandsskóla um sjö leytið í gærmorgun. Innlent 5.10.2006 21:46 Réðst tvívegis á sama manninn Rúmlega tvítugur maður hefur verið dæmdur til átta mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar auk ökuleyfissviptingar í þrjá mánuði vegna tveggja líkamsárása og fyrir að hafa tólf sinnum ekið farartækjum án ökuréttinda. Innlent 5.10.2006 21:47 Kastaði hassi út úr bifreið Ungur maður var í síðustu viku dæmdur af Héraðsdómi Vestfjarða til að greiða 160.000 krónur í sekt fyrir að hafa haft í fórum sínum 77 grömm af hassi. Innlent 5.10.2006 21:47 Hlaut fjóra dóma á tveimur árum Íslenska ríkið var í gær sýknað af kröfum rúmlega tvítugs manns frá Víetnam sem hafði krafist þess að úrskurður dómsmálaráðuneytis um að vísa honum úr landi yrði ógiltur. Maðurinn hafði komið hingað til lands með móður sinni fyrir fimm árum, þegar hann var 16 ára. Innlent 5.10.2006 21:47 Stjórnendur selja í Mosaic Fashions Viðskipti innlent 6.10.2006 00:50 Hótuðu manni með kúbeini Tveir menn brutu sér leið inn í íbúðarhús í vesturbæ Kópavogs í gærmorgun og veittust að húsráðanda með kúbeini. Hann náði að verjast árásarmönnunum en þeir náðu þó að hafa með sér á brott sjónvarpstæki húsráðanda. Tilefni árásarinnar er að sögn lögreglu talið vera bílaviðskipti sem fóru illa. Innlent 5.10.2006 21:47 Áætlunarflugið stutt af ríkinu Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur falið Vegagerðinni að leita eftir samningum við Flugfélag Íslands um flug á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja sem stutt verður af ríkinu. Ákvörðun var tekin um þetta eftir að Landsflug ákvað að hætta áætlunarflugi til Eyja. Innlent 5.10.2006 21:47 ÍE gerir hlé á prófunum á tilraunalyfi Íslensk erfðagreining hefur ákveðið að gera hlé á prófunum á tilraunalyfi meðal bandarískra hjartasjúklinga. Við reglubundnar leysnimælingar hafi komið í ljós að tíminn sem það tekur fyrir lyfið að losna úr töflum hafi lengst. Í tilkynningu frá félaginu segir að ekkert bendi til þess að þetta hafi haft áhrif á upptöku lyfsins hjá þátttakendum í rannsókninni, né á öryggi lyfsins. Innlent 5.10.2006 23:47 Einelti gegn stóriðju Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir umræðu þá sem hafi verið ráðandi í fjölmiðlum um stóriðju og virkanir síðustu misseri minna um margt á einelti. Þetta kemur fram í grein Vilhjálms á vefsíðu samtakanna. Innlent 5.10.2006 23:15 Ráðherra gagnrýnir Draumalandið Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir tímabili virkrar stóriðju- og virkjanastefnu íslenskra stjórnvalda hafa lokið 2003, með breytingum sem þá voru gerðar á stjórnsýslu og umhverfi á þeim vettvangi. Nú séu þau verkefni sem helst séu á döfinni við Húsavík, í Helguvík og í Straumsvík á vegum heimamanna og undir stjórn þeirra og sjálfstæðra fyrirtækja, en ekki undir forræði iðnaðarráðuneytis. Þetta kom fram í ræðu sem ráðherra flutti á fundi Samtaka iðnaðarins í dag sem bar yfirskriftina Náttúruvernd og nýting auðlinda. Þar gagnrýnir hann einnig Draumalandið, bók Andra Snæ Magnasonar, og segir tengingu höfundar við stórframkvæmdir á Austurlandi ekki sannfærandi. Innlent 5.10.2006 22:46 Óttast að Framsóknarmenn komi í veg fyrir þingsetu Svo gæti farið að varaþingmaður, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum, taki sæti á þingi á næstunni. Hann óttast þó að flokkurinn reyni að koma í veg fyrir það. Innlent 5.10.2006 20:34 70 ár á þingi samanlagt Sigríður Anna Þórðardóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi umhverfisráðherra, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Sigríður Anna er fjórða reynslumikla þingkonan sem dregur sig í hlé fyrir þessar kosningar en þær hafa samtals setið á þingi í sjötíu ár. Innlent 5.10.2006 20:28 Nýr aðgerðarhópur og greiningardeild meða nýjunga Nýr aðgerðahópur og greiningardeild verða meðal nýjunga í starfsemi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar miklar skipulagsbreytingar taka gildi um áramót. Með breytingunum verður lögreglan betur í stakk búin til að berjast gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi og alvarlegri glæpum, segir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra. Innlent 5.10.2006 20:23 Peningaleg staða Reykjavíkurborgar versnað Peningaleg staða Reykjavíkurborgar hefur versnað um hátt í 90 milljarða króna frá árinu 1994. Þetta kemur fram í nýrri úttekt á fjárhagsstöðu borgarinnar sem KPMG gerði fyrir núverandi meirihluta. Þriggja ára fjárhagsáætlanir hafa ekki náð fram að ganga síðustu árin. Innlent 5.10.2006 19:56 ASÍ fagnar úrskurði Kjararáðs Kjararáð hefur úrskurðað að laun þjóðkjörinna manna, ráðherra, dómara og annarra ríkisstarfsmanna sem ekki hafa samningsrétt, hækki um 3% og er hækkunin afturvirk til 1. júlí. Alþýðusamband Íslands telur úrskurðinn fagnaðarefni. Innlent 5.10.2006 19:53 600 hjón með 60% fjármagnstekjna 600 hjón eru með 60% allra fjármagnstekna á Íslandi. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, í utandagskrárumræðu um aukinn ójöfnuð í íslensku samfélagi á Alþingi í dag. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segist ekki missa svefn þótt einhverjir hafi hagnast á viðskiptum, aðalatriðið sé að kaupmáttur landsmanna allra hafi aukist gríðarlega undanfarin ár. Innlent 5.10.2006 19:18 Landsvirkjun hafnar gagnrýni prófessors Sex og hálfur milljarður fór í undirbúning fyrir Kárahnjúkavirkjun, segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, og blæs á gagnrýni prófessors í jarðeðlisfræði um að þær hafi verið algerlega ófullnægjandi. Innlent 5.10.2006 18:49 Voru minntir á þagmælsku vegna sprengjuflugvéla Flugumferðarstjórar í Keflavík fengu tölvupóst frá yfirmanni sínum á föstudag þar sem þeir voru minntir á þagnarskyldu í starfi, í kjölfar þess að rússneskar sprengjuflugvélar flugu inn á íslenskt flugumferðarstjórnarsvæði. Tilmælin komu frá stjórnvöldum. Flugmaður bandarískrar farþegavélar á svipuðum slóðum sá rússnesku vélarnar út um gluggann. Innlent 5.10.2006 17:59 Nýjum íbúðalánum bankanna fækkar Útlán bankanna til íbúðakaupa í september námu tæpum 3,2 milljörðum króna en það er svipað og síðastliðna tvo mánuði. Sé miðað við sama tíma á síðasta ári er samdrátturinn hins vegar mikill en þá námu íbúðalán bankanna 14,9 milljörðum króna. Greiningardeild Landsbankans spáir 2-3 prósenta lækkun á fasteignaverði á árunum 2006 til 2007. Viðskipti innlent 5.10.2006 17:06 Spá sterkri krónu fram yfir áramót Gengisvísitala krónunnar styrktist um 1,1 prósent í dag og stóð vísitala hennar í 118,7 stigum við lokun markaða. Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir að krónan haldist tiltölulega sterk fram yfir áramót. Viðskipti innlent 5.10.2006 17:00 Réðst tvisvar á sama manninn Rúmlega tvítugur karlmaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær líkamsárásir á sama manninn. Innlent 5.10.2006 16:06 Leið S5 í Árbæinn hefst á ný Strætó bs. ætlar að hefja á ný akstur á stofnleið fimm sem keyrir frá Árbæjar- og Seláshverfi í miðbæinn. Þessi akstursleið var lögð af í sumar en stjórn Strætó bs. hefur ákveðið að akstur verði hafinn á ný í fyrramáli. Ekið verður á annatímum. Innlent 5.10.2006 15:52 Ný skýrsla áfellisdómur yfir fyrri meirihluta að mati borgarstjóra Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, segir nýja skýrslu KPMG um fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar, áfellisdóm yfir fjármálastjórn síðasta meirihluta. Skýrslan var kynnt í borgarráði í dag og segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að sérfræðingar KPMG telji að ná megi fram aukinni skilvirkni í fjármálastjórn og reikningshaldi borgarinnar. Fara þurfi yfir fjármálastjórn borgarinnar í heild sinni og leita leiða til að ná betri rekstrarárangri. Innlent 5.10.2006 15:21 Nördarnir slógu í gegn Rúmlega sjö þúsund manns mættu á Laugardalsvöll í gær til að berja leikmenn KF Nörd og Íslandsmeistarana í FH augum. Gríðarleg stemning myndaðist á vellinum og þurfti að seinka leiknum um stundarfjórðung á meðan fólk streymdi að. Lífið 4.10.2006 21:46 Prófkjör hjá Vinstri-grænum í desember Vinstri grænir halda prófkjör í Reykjavíkurkjördæmi suður, Reykavíkurkjördæmi norður og í Suðvesturkjördæmi þann 2. desember næstkomandi. Í prófkjörinu verða valdir fjórir efstu frambjóðendurnir á þrjá framboðslista svæðisins. Innlent 5.10.2006 14:56 « ‹ 214 215 216 217 218 219 220 221 222 … 334 ›
Stefnir á 3.-5. sæti í Reykjavík Steinn Kárason umhverfishagfræðingur gefur kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Innlent 5.10.2006 21:53
Verða að eiga bankareikning Bótaþegar Tryggingastofnunar ríkisins geta einungis skipt ávísun frá stofnuninni með því að leggja andvirðið inn á eigin bankareinkning. Þetta er gert til að tryggja öryggi í bankaviðskiptum blaðafulltrúa KB-banka. Innlent 5.10.2006 21:47
Dreift í hálfri milljón eintaka Nyhedsavisen kom út í fyrsta sinn í morgun. Blaðinu var dreift inn á hátt í hálfa milljón heimila í Kaupmannahöfn, Árósum og Óðinsvéum að íslenskri fyrirmynd. Á öðrum stöðum verður hægt að nálgast blaðið í verslunum og á bensínstöðvum svipað og hér á landi. Innlent 5.10.2006 21:47
Páll Baldvin fulltrúi ritstjóra Páll Baldvin Baldvinsson hefur verið ráðinn fulltrúi ritstjóra á Fréttablaðinu. Innlent 5.10.2006 21:47
Hækka laun þingmanna og ráðherra Kjararáð hefur ákveðið að hækka laun ráðherra, þingmanna og helstu embættismanna þjóðarinnar um þrjú prósent til viðbótar þeim 2,5 prósentum sem þessir hópar fengu um síðustu áramót. Ákvörðunin gildir frá og með 1. júlí. Innlent 5.10.2006 21:47
Slapp ómeiddur úr bílveltu Ökumaður slapp lítið meiddur eftir að bifreið hans valt á Landvegi, skammt frá afleggjaranum að Laugalandsskóla um sjö leytið í gærmorgun. Innlent 5.10.2006 21:46
Réðst tvívegis á sama manninn Rúmlega tvítugur maður hefur verið dæmdur til átta mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar auk ökuleyfissviptingar í þrjá mánuði vegna tveggja líkamsárása og fyrir að hafa tólf sinnum ekið farartækjum án ökuréttinda. Innlent 5.10.2006 21:47
Kastaði hassi út úr bifreið Ungur maður var í síðustu viku dæmdur af Héraðsdómi Vestfjarða til að greiða 160.000 krónur í sekt fyrir að hafa haft í fórum sínum 77 grömm af hassi. Innlent 5.10.2006 21:47
Hlaut fjóra dóma á tveimur árum Íslenska ríkið var í gær sýknað af kröfum rúmlega tvítugs manns frá Víetnam sem hafði krafist þess að úrskurður dómsmálaráðuneytis um að vísa honum úr landi yrði ógiltur. Maðurinn hafði komið hingað til lands með móður sinni fyrir fimm árum, þegar hann var 16 ára. Innlent 5.10.2006 21:47
Hótuðu manni með kúbeini Tveir menn brutu sér leið inn í íbúðarhús í vesturbæ Kópavogs í gærmorgun og veittust að húsráðanda með kúbeini. Hann náði að verjast árásarmönnunum en þeir náðu þó að hafa með sér á brott sjónvarpstæki húsráðanda. Tilefni árásarinnar er að sögn lögreglu talið vera bílaviðskipti sem fóru illa. Innlent 5.10.2006 21:47
Áætlunarflugið stutt af ríkinu Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur falið Vegagerðinni að leita eftir samningum við Flugfélag Íslands um flug á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja sem stutt verður af ríkinu. Ákvörðun var tekin um þetta eftir að Landsflug ákvað að hætta áætlunarflugi til Eyja. Innlent 5.10.2006 21:47
ÍE gerir hlé á prófunum á tilraunalyfi Íslensk erfðagreining hefur ákveðið að gera hlé á prófunum á tilraunalyfi meðal bandarískra hjartasjúklinga. Við reglubundnar leysnimælingar hafi komið í ljós að tíminn sem það tekur fyrir lyfið að losna úr töflum hafi lengst. Í tilkynningu frá félaginu segir að ekkert bendi til þess að þetta hafi haft áhrif á upptöku lyfsins hjá þátttakendum í rannsókninni, né á öryggi lyfsins. Innlent 5.10.2006 23:47
Einelti gegn stóriðju Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir umræðu þá sem hafi verið ráðandi í fjölmiðlum um stóriðju og virkanir síðustu misseri minna um margt á einelti. Þetta kemur fram í grein Vilhjálms á vefsíðu samtakanna. Innlent 5.10.2006 23:15
Ráðherra gagnrýnir Draumalandið Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir tímabili virkrar stóriðju- og virkjanastefnu íslenskra stjórnvalda hafa lokið 2003, með breytingum sem þá voru gerðar á stjórnsýslu og umhverfi á þeim vettvangi. Nú séu þau verkefni sem helst séu á döfinni við Húsavík, í Helguvík og í Straumsvík á vegum heimamanna og undir stjórn þeirra og sjálfstæðra fyrirtækja, en ekki undir forræði iðnaðarráðuneytis. Þetta kom fram í ræðu sem ráðherra flutti á fundi Samtaka iðnaðarins í dag sem bar yfirskriftina Náttúruvernd og nýting auðlinda. Þar gagnrýnir hann einnig Draumalandið, bók Andra Snæ Magnasonar, og segir tengingu höfundar við stórframkvæmdir á Austurlandi ekki sannfærandi. Innlent 5.10.2006 22:46
Óttast að Framsóknarmenn komi í veg fyrir þingsetu Svo gæti farið að varaþingmaður, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum, taki sæti á þingi á næstunni. Hann óttast þó að flokkurinn reyni að koma í veg fyrir það. Innlent 5.10.2006 20:34
70 ár á þingi samanlagt Sigríður Anna Þórðardóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi umhverfisráðherra, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Sigríður Anna er fjórða reynslumikla þingkonan sem dregur sig í hlé fyrir þessar kosningar en þær hafa samtals setið á þingi í sjötíu ár. Innlent 5.10.2006 20:28
Nýr aðgerðarhópur og greiningardeild meða nýjunga Nýr aðgerðahópur og greiningardeild verða meðal nýjunga í starfsemi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar miklar skipulagsbreytingar taka gildi um áramót. Með breytingunum verður lögreglan betur í stakk búin til að berjast gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi og alvarlegri glæpum, segir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra. Innlent 5.10.2006 20:23
Peningaleg staða Reykjavíkurborgar versnað Peningaleg staða Reykjavíkurborgar hefur versnað um hátt í 90 milljarða króna frá árinu 1994. Þetta kemur fram í nýrri úttekt á fjárhagsstöðu borgarinnar sem KPMG gerði fyrir núverandi meirihluta. Þriggja ára fjárhagsáætlanir hafa ekki náð fram að ganga síðustu árin. Innlent 5.10.2006 19:56
ASÍ fagnar úrskurði Kjararáðs Kjararáð hefur úrskurðað að laun þjóðkjörinna manna, ráðherra, dómara og annarra ríkisstarfsmanna sem ekki hafa samningsrétt, hækki um 3% og er hækkunin afturvirk til 1. júlí. Alþýðusamband Íslands telur úrskurðinn fagnaðarefni. Innlent 5.10.2006 19:53
600 hjón með 60% fjármagnstekjna 600 hjón eru með 60% allra fjármagnstekna á Íslandi. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, í utandagskrárumræðu um aukinn ójöfnuð í íslensku samfélagi á Alþingi í dag. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segist ekki missa svefn þótt einhverjir hafi hagnast á viðskiptum, aðalatriðið sé að kaupmáttur landsmanna allra hafi aukist gríðarlega undanfarin ár. Innlent 5.10.2006 19:18
Landsvirkjun hafnar gagnrýni prófessors Sex og hálfur milljarður fór í undirbúning fyrir Kárahnjúkavirkjun, segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, og blæs á gagnrýni prófessors í jarðeðlisfræði um að þær hafi verið algerlega ófullnægjandi. Innlent 5.10.2006 18:49
Voru minntir á þagmælsku vegna sprengjuflugvéla Flugumferðarstjórar í Keflavík fengu tölvupóst frá yfirmanni sínum á föstudag þar sem þeir voru minntir á þagnarskyldu í starfi, í kjölfar þess að rússneskar sprengjuflugvélar flugu inn á íslenskt flugumferðarstjórnarsvæði. Tilmælin komu frá stjórnvöldum. Flugmaður bandarískrar farþegavélar á svipuðum slóðum sá rússnesku vélarnar út um gluggann. Innlent 5.10.2006 17:59
Nýjum íbúðalánum bankanna fækkar Útlán bankanna til íbúðakaupa í september námu tæpum 3,2 milljörðum króna en það er svipað og síðastliðna tvo mánuði. Sé miðað við sama tíma á síðasta ári er samdrátturinn hins vegar mikill en þá námu íbúðalán bankanna 14,9 milljörðum króna. Greiningardeild Landsbankans spáir 2-3 prósenta lækkun á fasteignaverði á árunum 2006 til 2007. Viðskipti innlent 5.10.2006 17:06
Spá sterkri krónu fram yfir áramót Gengisvísitala krónunnar styrktist um 1,1 prósent í dag og stóð vísitala hennar í 118,7 stigum við lokun markaða. Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir að krónan haldist tiltölulega sterk fram yfir áramót. Viðskipti innlent 5.10.2006 17:00
Réðst tvisvar á sama manninn Rúmlega tvítugur karlmaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær líkamsárásir á sama manninn. Innlent 5.10.2006 16:06
Leið S5 í Árbæinn hefst á ný Strætó bs. ætlar að hefja á ný akstur á stofnleið fimm sem keyrir frá Árbæjar- og Seláshverfi í miðbæinn. Þessi akstursleið var lögð af í sumar en stjórn Strætó bs. hefur ákveðið að akstur verði hafinn á ný í fyrramáli. Ekið verður á annatímum. Innlent 5.10.2006 15:52
Ný skýrsla áfellisdómur yfir fyrri meirihluta að mati borgarstjóra Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, segir nýja skýrslu KPMG um fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar, áfellisdóm yfir fjármálastjórn síðasta meirihluta. Skýrslan var kynnt í borgarráði í dag og segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að sérfræðingar KPMG telji að ná megi fram aukinni skilvirkni í fjármálastjórn og reikningshaldi borgarinnar. Fara þurfi yfir fjármálastjórn borgarinnar í heild sinni og leita leiða til að ná betri rekstrarárangri. Innlent 5.10.2006 15:21
Nördarnir slógu í gegn Rúmlega sjö þúsund manns mættu á Laugardalsvöll í gær til að berja leikmenn KF Nörd og Íslandsmeistarana í FH augum. Gríðarleg stemning myndaðist á vellinum og þurfti að seinka leiknum um stundarfjórðung á meðan fólk streymdi að. Lífið 4.10.2006 21:46
Prófkjör hjá Vinstri-grænum í desember Vinstri grænir halda prófkjör í Reykjavíkurkjördæmi suður, Reykavíkurkjördæmi norður og í Suðvesturkjördæmi þann 2. desember næstkomandi. Í prófkjörinu verða valdir fjórir efstu frambjóðendurnir á þrjá framboðslista svæðisins. Innlent 5.10.2006 14:56