Innlent

Fréttamynd

Boðar samstöðu og sættir flokksmanna

Jón Sigurðsson, nýr formaður Framsóknarflokksins, ætlar að gera allt sem í hans valdi stendur til að jafna ágreining innan flokksins. Guðni Ágústsson var endurkjörinn varaformaður og Sæunn Stefánsdóttir var kosin ritari.

Innlent
Fréttamynd

Ekki auðvelt að setjast í stól Halldórs

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, lauk lofsorði á Halldór Ásgrímsson í ræðu á flokksþinginu í gær og þakkaði honum árangursrík störf fyrir land og þjóð. Siv Friðleifsdóttir segir stöðu sína innan flokksins hafa styrkst.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar upplýsingar um sjávardvöl laxsins

Upplýsingar um sjávardvöl laxins, sem aldrei áður hafa fengist, skiluðu sér til Veiðimálastofnunar í vikunni þegar þrír laxar með rafeindamerki komu úr sjóferð sinni í Kiðafellsá í Kjós.

Innlent
Fréttamynd

Sæunn nýr ritari Framsóknarflokksins

Sæunn Stefánsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður heilbrigis- og tryggingamálaráðherra, er nýr ritari Framsóknarflokksins en hún var kjörinn í það embætti á flokksþingi fyrir stundu. Sæunn hlaut afgerandi kosningu eða 75,43% atkvæða en mótframbjóðandi hennar, Haukur Logi Karlsson, hlaut 14,19% atkvæða.

Innlent
Fréttamynd

Mikill fjöldi í miðbænum

Mikill fjöldi gesta er í miðbæ Reykjavíkur til berja dagskrárliði menningarnætur augum. Búið er að loka fjölda gatna, þar á meðal Laugarveginum en þar er komið heljarmikið tónlistarsvið þar sem hinir ýmsu hæfileikamenn troða upp í dag. Mælt er með því að þeir sem koma á einkabílum leiti sér að stæðum við Háskólann eða við Sæbraut. Hinn virðulegi farskjóti Menningarstrætó þykir einnig góður kostur en upplýsingar um ferðir hans má meðal annars nálgast á vefsíðunni menningarnott.is.

Innlent
Fréttamynd

Birkir Jón og Kristinn H. draga framboð til ritara til baka

Framsóknarþingmennirnir Birkir Jón Jónsson og Kristinn H. Gunnarsson hafa báðir dregið framboð sitt til ritara Framsóknarflokksins til baka. Þeir hvetja kjósendur á flokksþingi til að velja Sæunni Stefánsdóttur í embætti ritara svo ein kona verði í framvarðarsveit flokksins. Eftir í kjöri eru því Sæunn og Haukur Logi Karlsson.

Innlent
Fréttamynd

Guðni endurkjörinn

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, var endurkjörinn varaformaður Framsóknarflokksins á flokksþingi sem stendur nú sem hæst. Þar með lagði hann mótframbjóðanda sinn, Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra. Guðni fékk 60,91% atkvæða en Jónína 36,54%. 841 voru á kjörskrá, 718 greiddu atkvæði eða 85,4%.

Innlent
Fréttamynd

Jón Sigurðsson er formaður Framsóknarflokksins

Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra,er nýr formaður Framsóknarflokksins. Þetta var tilkynnt á flokksþingi Framsóknar sem stendur sem hæst í Reykjavík. Hann hlaut rúm 54% atkvæða og hafði þar betur en andstæðingar hans Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Haukur Haraldsson.

Innlent
Fréttamynd

Formannskjör í Framsóknarflokknum hafið

Flokksþing Framsóknarflokksins stendur núna sem hæst og hófs formannskosning fyrir rúmum hálftíma síðan. Úrslit verða kynnt kl. 11:30 og verður sýnt beint frá því á NFS.

Innlent
Fréttamynd

Höfuðkúpu- og kjálkabeinsbrotnaði

Maður höfuðkúpubrotnaði og var fluttur meðvitundarlaus á slysadeild eftir að félagi hans réðst á hann í heimahúsi í Skerjafirði í gærkvöld. Hann komst þó fljótt til meðvitundar en er auk höfuðkúpubrotsins, kjálkabeinsnbrotinn og með brotinn augnbotn og augntóft. Ekki er ljóst hvað gerðist en að sögn lögreglu voru þrjú vitni að árásinni.

Innlent
Fréttamynd

Nú er mál að linni – nú stíg ég af sviðinu

Halldór Ásgrímsson kvaddi flokkssystkini sín í ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. Sagði hann Framsóknarflokkinn hafa gefið sér miklu meira en hann flokknum. Halldór var hylltur með löngu lófataki að ræðunni lokinni.

Innlent
Fréttamynd

Guðni skýtur á R-listann

Frambjóðendur til varaformanns Framsóknarflokksins fóru vítt í ræðum sínum. Guðni sakaði samfylkingarmenn í R-listanum fyrir að hafa stolið heiðrinum af störfum Framsóknarmanna og skaut á Actavis í umræðu um hátt verðlag. Jónína Bjartmarz eignaði framsóknarmönnum það besta í ríkisstjórnarsamstarfinu og talaði fyrir verndun Íbúðalánasjóðs.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri stjórn afskrifuð 1995

Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi formaður Alþýðuflokksins, afskrifaði samstarf vinstri flokka í stjórn eftir alþingiskosningarnar 1995, og kaus heldur áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Af því varð ekki heldur myndaði Sjálfstæðisflokkurinn samsteypustjórn með Framsóknarflokknum. Þetta kom fram í máli Halldórs Ásgrímssonar í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag.

Innlent
Fréttamynd

Framsóknarkonur fagna framboðum

Landssamband Framsóknarkvenna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er fagnað að konur bjóði sig fram í öll forystusæti Framsóknarflokksins. Á það er bent að þetta er í fyrsta sinn sem kona býður sig fram í formannssæti Framsóknarflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Bíll í ljósum logum

Bíll stendur í ljósum logum ofan Búrfellsvegar í Grímsnesi. Slökkvilið er komið á staðin og vinnur að því að slökkva eldinn. Ekki er vitað um eldsupptök.

Innlent
Fréttamynd

Hegningarhúsið stenst ekki undanþáguskilyrði

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg er og hefur verið á undanþágu hjá heilbrigðisyfirvöldum í mörg ár. Ekki er hægt að fara að skilyrðum fyrir undanþágunni vegna yfirfullra fangelsa. Aðgerðir til að fjölga fangaplássum eru stopp vegna ákvörðunar stjórnvalda um að fresta framkvæmdum.

Innlent
Fréttamynd

Menningarnótt verður hátíð smærri viðburða

Menningarnótt í Reykjavík, sem haldin verður í ellefta sinn á laugardag, verður hátíð smærri viðburða. Engir stórtónleikar verða á hafnarbakkanum þetta árið en hins vegar verður flugeldasýningin í lok dagskrár stærri en nokkru sinni fyrr og að þessu sinni er skotið úr varðskipinu Ægi.

Innlent
Fréttamynd

Vitni óskast

Lögreglan í Keflavík óskar eftir að komast í samband við unga stúlku sem var ein af fyrstu vegfarendum sem komu að umferðarslysinu skammt utan við Sandgerði á miðvikudagskvöld, þar sem tveir menn létust. Einnig óskar lögreglan eftir að ná tali af fólki sem hugsanlega varð vitni að slysinu eða var komið á vettvang þess áður en lögregla og björgunarlið komu á slysstað. Fólk getur haft samband við lögregluna í Keflavík í síma 420 2400 eða fengið samband í gegnum Neyðarlínuna í síma 112.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólga 6,3%

Verðbólga á Íslandi mældist 6,3% á tímabilinu júlí 2005 til júlí síðast liðinn. Á þessu tólf mánaða tímabili var verðbólga á Íslandi nærri fjórum prósentustigum hærri en meðaltalið á Evrópska efnahagssvæðinu, þar sem hún var að meðaltali 2,3 prósent á sama tímabili.

Innlent
Fréttamynd

Jafnt fylgi Samfylkingar og vinstri grænna

Samfylking og Vinstri hreyfingin-grænt framboð eru nær jöfn að fylgi samkvæmt könnun Gallups. Könnunin var gerð til að kanna stuðning formannsefna Framsóknarflokksins en þar kemur fram fylgi flokkanna ef gengið væri til kosninga nú.

Innlent
Fréttamynd

Oftrú á samstarfinu við Bandaríkin voru mistök

Halldór Ásgrímsson, fráfarandi formaður Framsóknarflokksins segir mikið starf framundan í öryggis- og varnarmálum. Þar sem Bandaríkjamenn hafi ákveðið einhliða að fara með allt sitt lið og búnað frá Íslandi, þurfi Íslendingar að styrkja samband sitt við Evrópu. Sjálfstæðiflokkurinn hafi farið fremst þeirra sem hafa haft oftrú á samstarfinu við Bandaríkin og skynsamir menn á þeim bæ hljóti að sjá að nú þarf að skoða margt í nýju ljósi.

Innlent
Fréttamynd

Siv nýtur meiri stuðnings en Jón

Siv Friðleifsdóttir nýtur mun meira fylgis en Jón Sigurðsson samkvæmt nýrri könnun Gallup fyrir stuðningsmenn Sivjar. Formannskjör fer fram á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla lýsir eftir vitnum

Lögreglan í Keflavík óskar eftir að komast í samband við unga stúlku sem var ein af fyrstu vegfarendum sem komu að umferðarslysinu skammt utan við Sandgerði á miðvikudagskvöld, þar sem tveir menn létust. Einnig óskar lögreglan eftir að ná tali af fólki sem hugsanlega varð vitni að slysinu eða var komið á vettvang þess áður en lögregla og björgunarlið komu á slysstað. Fólk getur haft samband við lögregluna í Keflavík í síma 420 2400 eða fengið samband í gegnum Neyðarlínuna í síma 112.

Innlent
Fréttamynd

Spá 5 milljarða króna hagnaði á árinu

Hagnaður Icelandic Group nam 223 milljónum króna á fyrri helmingi árs. Hagnaður fyrirtækisins á öðrum fjórðungi ársins nam 125 milljónum króna. Hátt hráefnisverð hafði meðal annars neikvæð áhrif á afkomu framleiðslufyrirtækja samstæðunnar á fyrri helmingi ársins en stefnt er að því að Icelandic Group skili 5 milljarða króna hagnaði á árinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gefa meira en 20 milljónir

Áheit á starfsmenn Glitnis sem hlaupa í Reykjarvíkurmaraþoninu eru komin yfir 20 miljónir. 502 starfsmenn bankans hafa skráð sig og hlaupa þeir til styrktar starfsemi yfir 50 góðgerðasamtaka. Heildarvegalengdin sem starfsmennirnir ætla að hlaupa er 4.354 kílómetrar, Glitnir greiðir 3000 krónur á hvern hlaupin kílómetra.

Innlent
Fréttamynd

Slaka á sérkröfum um öryggisleit

Nokkuð hefur dregið úr viðbúnaði vegna hryðjuverkaógnar á alþjóðaflugvöllum. Í því ljósi hafa yfirvöld á Keflavíkurflugvelli ákveðið að minka þær sérkröfur um öryggisleit og leyfilegan handfarangur sem í gildi hafa verið. Farþegar eru samt sem áður hvattir til að mæta tímanlega fyrir flugferðir sínar.

Innlent
Fréttamynd

Taprekstur hjá SS

Samstæða Sláturfélags Suðurlands tapaði 24,8 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkur umsnúningur frá síðasta ári þegar félagið skilaði 182 milljóna króna hagnaði. Í uppgjöri félagsins segir að aðstæður á kjötmarkaði hafi einkennst af skort á nær öllum kjöttegundum. Reiknað er með því að framboð aukist á næstu sex mánuðum og muni velta félagsins vaxa við það.

Viðskipti innlent