Nú er mál að linni – nú stíg ég af sviðinu 19. ágúst 2006 00:01 STIGIÐ AF SVIÐINU. Halldór Ásgrímsson, fráfarandi formaður Framsóknarflokksins, lauk ræðu sinni á flokksþinginu í gær á orðunum: „En nú er mál að linni. Nú taka aðrir við. Nú stíg ég niður af sviðinu.“ Flokksmenn hylltu Halldór að ræðunni lokinni með löngu lófataki. MYND/STEFAN Halldór Ásgrímsson staldraði stuttlega við fjölmörg málefni í fjörutíu mínútna langri setningarræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. Meðal þess sem hann ræddi um voru breytingar á þjóðfélaginu, útgjaldaaukning til velferðarmála, skattar, varnarmál, Evrópusambandið, sjávarútvegur, landbúnaðarkerfið og Kárahnjúkavirkjun. Halldór gerði fíkniefnaneyslu að sérstöku umtalsefni þegar hann ræddi það sem hefur misfarist. Sagði hann einhverjar orrustur hafa unnist í baráttunni gegn þessum mesta vágesti samtímans en miklu fleiri hefðu tapast. Lýsti hann áhyggjum sínum af starfsemi alþjóðlegra samtaka um skipulagða glæpastarfsemi hér á landi. Sagði hann það váleg tíðindi, enda tilgangur slíkra samtaka að vega að æskunni, byrla henni eitur og græða á ógæfu annarra. Sagðist hann hljóta að viðurkenna að stjórnvöldum hefði ekki tekist nægilega vel upp í baráttunni og að herða þyrfti tökin með því að efla löggæsluna og gefa henni auknar heimildir í baráttunni. Hnýtti hann aftan við að velsældin ætti sér sínar skuggahliðar. Í niðurlagi ræðu sinnar þakkaði Halldór samflokksmönnum sínum traust þeirra í gegnum árin. Sagði hann Framsóknarflokkinn hafa gefið sér miklu meira en hann honum og kvað engan einn mann stærri en flokkinn. Þakkaði hann Sigurjónu konu sinni og fjölskyldunni allri fyrir stuðning sem aldrei hefði brugðist. Þakkaði hann samstarfsflokknum í ríkisstjórn, alþingismönnum, embættismönnum og öðrum sem hann hefði unnið mikið með fyrir langt og farsælt samstarf. Þá þakkaði hann þjóðinni fyrir umburðarlyndi og traust. Lokaorð Halldórs Ásgrímssonar í ræðunni á flokksþinginu voru: "En nú er mál að linni. Nú taka aðrir við. Nú stíg ég niður af sviðinu. Þakka ykkur fyrir." Risu þingfulltrúar úr sætum og hylltu fráfarandi formann sinn með löngu lófataki. Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Halldór Ásgrímsson staldraði stuttlega við fjölmörg málefni í fjörutíu mínútna langri setningarræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. Meðal þess sem hann ræddi um voru breytingar á þjóðfélaginu, útgjaldaaukning til velferðarmála, skattar, varnarmál, Evrópusambandið, sjávarútvegur, landbúnaðarkerfið og Kárahnjúkavirkjun. Halldór gerði fíkniefnaneyslu að sérstöku umtalsefni þegar hann ræddi það sem hefur misfarist. Sagði hann einhverjar orrustur hafa unnist í baráttunni gegn þessum mesta vágesti samtímans en miklu fleiri hefðu tapast. Lýsti hann áhyggjum sínum af starfsemi alþjóðlegra samtaka um skipulagða glæpastarfsemi hér á landi. Sagði hann það váleg tíðindi, enda tilgangur slíkra samtaka að vega að æskunni, byrla henni eitur og græða á ógæfu annarra. Sagðist hann hljóta að viðurkenna að stjórnvöldum hefði ekki tekist nægilega vel upp í baráttunni og að herða þyrfti tökin með því að efla löggæsluna og gefa henni auknar heimildir í baráttunni. Hnýtti hann aftan við að velsældin ætti sér sínar skuggahliðar. Í niðurlagi ræðu sinnar þakkaði Halldór samflokksmönnum sínum traust þeirra í gegnum árin. Sagði hann Framsóknarflokkinn hafa gefið sér miklu meira en hann honum og kvað engan einn mann stærri en flokkinn. Þakkaði hann Sigurjónu konu sinni og fjölskyldunni allri fyrir stuðning sem aldrei hefði brugðist. Þakkaði hann samstarfsflokknum í ríkisstjórn, alþingismönnum, embættismönnum og öðrum sem hann hefði unnið mikið með fyrir langt og farsælt samstarf. Þá þakkaði hann þjóðinni fyrir umburðarlyndi og traust. Lokaorð Halldórs Ásgrímssonar í ræðunni á flokksþinginu voru: "En nú er mál að linni. Nú taka aðrir við. Nú stíg ég niður af sviðinu. Þakka ykkur fyrir." Risu þingfulltrúar úr sætum og hylltu fráfarandi formann sinn með löngu lófataki.
Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira