Ekki auðvelt að setjast í stól Halldórs 20. ágúst 2006 03:15 Jón Sigurðsson segir meginatriðin í stefnu Framsóknarflokksins í hans formannstíð vera að ná jafnvægi í efnahagsmálum og halda áfram að efla íslenskt þekkingarþjóðfélag. Siv Friðleifsdóttir segist þakklát fyrir þann stuðning sem hún fékk í kosningunni. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði nafn forvera síns, Halldórs Ásgrímssonar, tengjast flest öllum mikilvægustu umbótamálum og framförum í íslensku samfélagi á umliðnum mörgum árum. „Hann hefur verið sannkallaður baráttumaður og brautryðjandi góðra málefna fyrir okkur öll hin," sagði Jón meðal annars í ræðu sinni eftir að úrslit í formannskjörinu höfðu verið kunngjörð. Í samtali við Fréttablaðið sagði Jón ekki auðvelt að setjast í stól Halldórs og svaraði aðspurður að í raun mætti ekki bera þá saman. „Ég græði nú ekki mikið á þeim samanburði. Við erum ólíkir menn, Halldór hefur sinn svip og sínar áherslur og ég hef mínar áherslur. En við erum algjörir samherjar í málefnavinnu." Jón sagði stefnu Framsóknarflokksins setta á oddinn í sinni formannstíð en hún sé í meginatriðum að ná jafnvægi í efnahagsmálunum og halda áfram að þroska og efla íslenskt þekkingarþjóðfélag. „Evrópumálin eru allri þjóðinni hugleikin en aðild að Evrópusambandinu er ekki á dagskrá á næstu árum. Við þurfum fyrst að ná varanlegum styrkleika og stöðugleika til þess að við getum metið það, sem frjáls þjóð, hvað sé mesta gæfusporið fyrir landsmenn." Hefð er fyrir því að formaður þess ríkisstjórnarflokks sem ekki fer með forsætisráðuneytið sé utanríkisráðherra en aðspurður sagðist Jón ekki eiga von á að taka við því embætti. Í það minnsta liggi ekkert fyrir um það. Siv Friðleifsdóttir, sem sóttist eftir formannsembættinu, sagðist þakklát fyrir stuðninginn sem hún fékk í kosningunni og metur stöðu sína innan flokksins sterkari á eftir. „Ég fæ afar góðan stuðning í embætti formanns og mun áfram bjóða mig fram til góðra verka í næstu þingkosningum." Siv sagðist ennfremur telja að Framsóknarflokkurinn væri sterkari nú en fyrir formannskosninguna. Bæði fóru þau fögrum orðum hvort um annað, Siv þakkaði Jóni harða en drengilega baráttu og óskaði honum til hamingju með sigurinn. Jón sagði Siv vera í forystusveit flokksins og verða það áfram. „Við höfum unnið vel saman innan Framsóknarflokksins og ég hef stutt hana í hennar kjördæmi og við munum áfram vinna að því að efla Framsóknarflokkinn." Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði nafn forvera síns, Halldórs Ásgrímssonar, tengjast flest öllum mikilvægustu umbótamálum og framförum í íslensku samfélagi á umliðnum mörgum árum. „Hann hefur verið sannkallaður baráttumaður og brautryðjandi góðra málefna fyrir okkur öll hin," sagði Jón meðal annars í ræðu sinni eftir að úrslit í formannskjörinu höfðu verið kunngjörð. Í samtali við Fréttablaðið sagði Jón ekki auðvelt að setjast í stól Halldórs og svaraði aðspurður að í raun mætti ekki bera þá saman. „Ég græði nú ekki mikið á þeim samanburði. Við erum ólíkir menn, Halldór hefur sinn svip og sínar áherslur og ég hef mínar áherslur. En við erum algjörir samherjar í málefnavinnu." Jón sagði stefnu Framsóknarflokksins setta á oddinn í sinni formannstíð en hún sé í meginatriðum að ná jafnvægi í efnahagsmálunum og halda áfram að þroska og efla íslenskt þekkingarþjóðfélag. „Evrópumálin eru allri þjóðinni hugleikin en aðild að Evrópusambandinu er ekki á dagskrá á næstu árum. Við þurfum fyrst að ná varanlegum styrkleika og stöðugleika til þess að við getum metið það, sem frjáls þjóð, hvað sé mesta gæfusporið fyrir landsmenn." Hefð er fyrir því að formaður þess ríkisstjórnarflokks sem ekki fer með forsætisráðuneytið sé utanríkisráðherra en aðspurður sagðist Jón ekki eiga von á að taka við því embætti. Í það minnsta liggi ekkert fyrir um það. Siv Friðleifsdóttir, sem sóttist eftir formannsembættinu, sagðist þakklát fyrir stuðninginn sem hún fékk í kosningunni og metur stöðu sína innan flokksins sterkari á eftir. „Ég fæ afar góðan stuðning í embætti formanns og mun áfram bjóða mig fram til góðra verka í næstu þingkosningum." Siv sagðist ennfremur telja að Framsóknarflokkurinn væri sterkari nú en fyrir formannskosninguna. Bæði fóru þau fögrum orðum hvort um annað, Siv þakkaði Jóni harða en drengilega baráttu og óskaði honum til hamingju með sigurinn. Jón sagði Siv vera í forystusveit flokksins og verða það áfram. „Við höfum unnið vel saman innan Framsóknarflokksins og ég hef stutt hana í hennar kjördæmi og við munum áfram vinna að því að efla Framsóknarflokkinn."
Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira