Innlent

Gengi bréfa í Moss Bros hrynur á mánuði
Breska herrafataverslunin Moss Bros hefur ekki farið varhluta af svartsýni breskra fjárfesta og gremju hluthafa. Gengi bréfa í versluninni féll um rúm 10,7 prósent í dag, endaði í 27 pensum á hlut.

Gengi krónu styrkist frekar
Gengi íslensku krónunnar styrktist jafnt og þétt í dag og endaði í 1,7 prósenta hækkun.

Century Aluminum skellur til jarðar
Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, féll um 7,65 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er jafnframt mesta fallið. Á eftir fylgdi Teymi, sem féll um 3,5 prósent. Gengi Bakkavarar og Atorku féll sömuleiðis um rúm tvö prósent.

Rauður litur ráðandi í Kauphöllinni
Gengi Century Aluminum, móðurfélags álversins á Grundartanga, féll um 4,76 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Landsbankanum lækkaði um 1,3 prósent og í Spron um 1,2 prósent.

Krónan stendur næstum í stað
Gengi krónunnar hefur lítið breyst frá í gær í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans að halda stýrivöxtum óbreyttum í 15,5 prósentum.

Króna hélst sterk út daginn
Gengi krónunnar hækkaði um 0,6 prósent á gjaldeyrismarkaði eftir sveiflukenndan dag. Mesta styrking krónunnar nam tæpum tveimur prósentum um hádegisbil.

Teymi hækkaði mest í dag
Gengi hlutabréfa í Teymi og Spron hækkaði mest allra fyrirtækja í Kauphöll Íslands í dag, eða um 4,7 prósent. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Existu, sem fór upp um 3,16 prósent auk Glitnis og færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum, sem bæði hækkuðu um tæpt prósent.

Flestir hækka í byrjun dags
Gengi hlutabréfa í Existu hefur hækkað næstmest í dag, eða um 3,45 prósent. Á eftir fylgir Bakkavör, sem hefur hækkað um 1,78 prósent. Þá hefur gengi bréfa í Glitni hækkað um 1,34 prósent og í Landabankanum um 1,09 prósent.

SPRON rýkur upp - úr lægsta gengi
Gengi hlutabréfa í SPRON rauk upp um rúm níu prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Gengi fór í 3,12 krónur á hlut í gær og hafði aldrei verið lægra.

Krónan styrkist í byrjun dags
Krónan hefur styrkst jafnt og þétt frá upphafi gjaldeyrisviðskipta í dag og nemur hækkun hennar nú tæpum 0,8 prósentum. Krónan veiktist jafn mikið í gær.

Enn lækkar gengi krónu
Gengi krónunnar lækkaði um 0,78 prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 160,6 stigum. Vísitalan stóð í 119,7 stigum við upphaf árs.

Hlutabréf tóku dýfu á nýjum fjórðungi
Það er ekki hægt að segja annað en að þriðji ársfjórðungur hafi byrjað með skelli í Kauphöll Íslands í dag. Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, féll um 7,7 prósent og Existu um 7,45 prósent.

Færeyingar rísa og falla
Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hækkaði um 3,85 prósent í Kauphöll Íslands í dag en það er jafnframt mesta hækkunin. Á sama tíma féll gengi bréfa í Eik banka um 6,93 prósent.

365 hækkaði mest í dag - viðskipti fyrir 16 þúsund krónur
Gengi bréfa í 365, sem gefur meðal annars út Fréttablaðið og heldur úti Vísi.is, hækkaði um 3,48 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Á móti féll gengi bréfa í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways á sama tíma um 6,83 prósent.

Krónan rís hratt upp úr gröfinni
Gengi krónunnar hefur risið hratt í dag en hún hefur nú styrkst um rúm 3,7 prósent. Til samanburðar hafði hún styrkst um 2,6 prósent um hádegisbil.

Evran komin undir 130 krónurnar
Gengi krónunnar hefur styrkst um 0,97 prósent í upphafi dags á gjaldeyrismarkaði og stendur vísitala hennar í 166,2 stigum. Gengið hefur veikst um fjörutíu prósent frá áramótum. Þar af um tíu prósent frá mánaðamótum.

Krónan styrktist í enda dags
Gengi krónunnar styrktist um 0,16 prósent síðla dags og stendur vísitalan í 167,8 stigum. Vísitalan fór yfir 170 stiga múrinn í gær og hafði hún aldrei verið lægri.

Icelandair enn á flugi
Gengi hlutabréfa í Icelandair hélt áfram langfluginu í dag. Það hækkaði um 1,61 prósent og endaði í 15,75 krónum á hlut. Einungis Kaupþing hækkaði á sama tíma um 0,0,38 prósent.

Enn flýgur Icelandair
Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur hækkað umm 1,29 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er jafnframt eina félagið sem hefur hækkað í dag.

Krónan fellur um þrjú prósent
Gengi krónunnar féll um þrjú prósent í dag. Það féll um 4,4 prósent þegar verst lét og fór gengisvísitalan yfir 170 stig. Gengið hefur aldrei verið lægra, eða síðan það var sett á flot fyrir sjö árum.

Century Aluminum hækkaði mest í Kauphöllinni
Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, hækkaði um rúm fimm prósent í Kauphöll Íslands í dag. Bréf í Icelandair hækkaði um 1,64 prósent og Atlantic Petroleum um 1,54 prósent. Gengi bréfa í Eimskipafélaginu, Kaupþingi, Straumi, Færeyjabanka og Bakkavör hækkaði um tæpt prósent.

Krónan í frjálsu falli
Gengi krónunnar virðist sem í frjálsu falli. Hún hefur nú fallið um 4,4 prósent innan dagsins. Evran hefur aldrei verið dýrari.

Krónan fellur um 2,5 prósent
Gengi krónunnar hefur fallið um rúm 2,5 prósent í dag. Vísitalan stendur í 167,3 stigum. Evran kostar nú 130 krónur og hefur aldrei verið dýrari.

Icelandair á flug
Gengi hlutabréfa í Icelandair hækkaði um 2,95 prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöll Íslands í dag. Fyrirhugað er að félagið segi upp hátt í þrjú hundruð starfsmönnum vegna erfiðleika í rekstri. Þá hækkaði gengi 365 um 0,86 prósent, Glitnis um 0,31 prósent og Straums um 0,1 prósent.

DeCode snerti lægsta gildi
Hlutabréf í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar fór í 77 sent á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum en það er lægsta gengi bréfanna frá upphafi.

Icelandair hækkaði mest í Kauphöllinni
Icelandair tók flugið í Kauphöllinni í dag þegar gengi bréfa í félaginu hækkaði um 3,53 prósent. Gengið endaði í 15,25 krónum á hlut og hefur ekki verið hærra í vikunni. Þá hækkaði gengi bréfa í Færeyjabanka um rétt rúmt prósent.

Viðsnúningur á hlutabréfamarkaði
Gengi bréfa í Icelandair hefurhækkað um 3,19 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Heldur hefur hins vegar dregið úr hækkun dagsins eftir því sem liðið hefur nær lokun hlutabréfamarkaðar.

Glitnir leiðir rólega hækkun í Kauphöllinni
Gengi hlutabréfa í Glitni hækkaði um 0,92 prósent á rólegum degi í Kauphöllinni. Gengi Eimskips heldur hins vegar áfram að lækka.

Krónan styrktist eftir fall í gær
Krónan styrktist um 1,45 prósent í dag eftir tæplega fjögurra prósenta fall í gær.

Bréf Færeyjabanka hækkaði mest í dag
Gengi bréfa í Færeyjabanka hækkaði um 2,86 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er mesta hækkunin á markaðnum í dag. Gengi bréfa í Bakkavör hækkað um 1,91 prósent og bréf 365 um 1,74 prósent.