
Mannréttindi

Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun
Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, hefur verið skipuð í embætti framkvæmdastjóra nýrrar Mannréttindastofnunar Íslands. Hún er skipuð til næstu fimm ára.

Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list
Listamarkaðurinn Litrófan verður haldinn í fyrsta sinn á laugardaginn í húsnæði Borgarbókasafnsins í Grófinni. Vinirnir Elísabet Jana Stefánsdóttir og Kjartan Valur Kjartansson skipuleggja markaðinn sem er sérstaklega fyrir hinsegin og skynsegin listamenn. Þau segja markaðinn sitt svar við auknum fordómum og fáfræði gegn jaðarsettum hópum.

Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum
Forseti Póllands hefur staðfest umdeild lög sem veita stjórnvöldum tímabundna heimild til þess að svipta fólk sem kemur yfir landamærin frá Belarús réttinum til að sækja um hæli. Mannréttindasamtök mótmæltu frumvarpinu en pólska stjórnin sakar Belarús um að nota fólksflutninga sem vopn í óhefðbundnum hernaði gegn Póllandi.

Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið
Upplifun barna af réttarkerfinu er oft neikvæðari en mat stofnana á sinni eigin framkvæmd gefur til kynna. Niðurstöður nýrrar skýrslu umboðsmanns barna benda til þess að börn upplifi sig oft vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið og upplifi sig ekki sem raunverulega þátttakendur í málsmeðferð. Úttektin sýnir einnig að íslenskt réttarkerfi uppfyllir ekki að fullu alþjóðlegar skuldbindingar um barnvæna réttarvörslu.

Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi
Aðstoðarlögreglustjóri segir niðurstöðu héraðsdóms í máli níu mótmælenda ramma vel inn það sem má og má ekki á mótmælum. Lögregla hafi í kjölfarið tekið orðfæri lögreglumanna til skoðunar og ekki sé líklegt að álíka mál komi aftur upp. Miklu máli skipti þó að valdbeiting lögreglunnar hafi verið dæmd lögmæt.

Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu
Áætlað er að tjón Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu nemi allt að átta hundruð milljörðum dollara. Íslendingur sem leiðir tjónaskrá Evrópuráðsins vegna Úkraínu áætlar að á bilinu fimm til átta milljónir tjónsbeiðna gætu borist frá fólki sem meðal annars hefur misst heimili sín eða ástvini eða sætt pyndingum og kynferðislegu ofbeldi í stríðinu.

Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra!
Við hjá Þroskahjálp höfum fylgst glöð með langþráðri umræðu á Alþingi um frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra, Ingu Sæland, um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

„Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna
Fulltrúi í utanríkismálanefnd Alþingis segir það reginhneyksli að Sádi-Arabía gegni nú formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna í ljósi mannréttindabrota landsins á konum. Hann saknar þess að íslensk stjórnvöld láti í sér heyra.

Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði
Ungverska þingið hefur bannað alla Pride viðburði í landinu og heimilað yfirvöldm að notast við andlitsgreiningarbúnað til að bera kennsl á þá sem brjóta gegn banninu.

Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú
Forseti Perú lýsti yfir neyðarástandi í höfuðborginni Perú vegna vaxandi ofbeldisöldu í gær. Herinn hefur verið ræstur út til þess að ná tökum á ástandinu og samkomu- og ferðafrelsi borgarbúa verður skert næsta mánuðinn.

Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra.

Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel
Rodrigo Duterte, fyrrverandi forseti Filippseyja, sem handtekinn var í gær vegna ásakana um glæpa gegn mannkyninu, sagðist einu sinni vonast til þess að Íslendingar frysu í hel. Hann kallaði Íslendinga drullusokka, fábjána og asna og virtist hann hafa miklar áhyggjur af ísáti okkar.

Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár
Óli Hall, framkvæmdastjóri Food and fun, segir það ánægjulegt að svo margar konur taki þátt í ár. Gagnrýni á hátíðina í fyrra hafi opnað umræðuna. Hann er spenntur að reyna að borða hjá öllum gestakokkunum en fólk þurfi að hafa hraðar hendur ætli það að fá borð. Hátíðin hefst á miðvikudag.

Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband
Málum þar sem fjárhagslegu ofbeldi er beitt í nánum samböndum fer fjölgandi. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir það geta verið ótrúlega flókið að komast úr slíkum samböndum. Hún vonar að nýjar bætur muni hjálpa til í baráttunni gegn ofbeldi.

Fáni okkar allra...
Ég er Íslendingur, ég er kona, ég vil frið í heiminum - en fáni Palestínu er ekki minn fáni.

Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, eru báðar á nýjum lista Harvard yfir 100 merkilegar konur heims. Listinn var birtur í gær á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Á heimasíðu listans segir að á listanum sé að finna merkilegar konur sem breyti heiminum á hverjum degi.

Kallað eftir afvopnun feðraveldisins
Alþjóðlegum baráttudegi kvenna var fagnað víða um heim í dag, meðal annars hér á landi.

Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“
UN Women á Íslandi hefur hrundið af stað heimsherferðinni „March Forward“ til að hvetja fólk til að taka afstöðu til gegn bakslagi mannréttinda kvenna og hinsegin fólks. Herferðinni verður ýtt úr vör í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, á viðburði í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll.

Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar
Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi segir teikn á lofti í jafnréttismálum um allan heim, bakslag sem taka verði alvarlega. Á sama tíma megi merkja þreytu og uppgjöf í röðum og þeirra sem staðið hafa fremst í baráttunni.

Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari
Blikur eru á lofti í alþjóðamálum og þá stöðu ber að taka alvarlega. Í fyrsta sinn í áttatíu ár er barist um landamæri á meginlandi Evrópu. Alþjóðalög eiga undir högg að sækja, bæði í Evrópu, Mið-Austurlöndum og víðar. Merki eru um að leiðtogar stórveldanna telji sig í krafti máttarins geta vélað um málefni annarra og smærri ríkja án þess að nægilegur gaumur sé gefinn að sjónarmiðum þeirra.

Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ítrekaði stuðning Íslands við Úkraínu og gerði málefni barna, kvenna og hinsegin fólks að umræðuefni í ávarpi í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf í dag. Þorgerður segir að aukinn stuðningur Íslands við Úkraínu nýtist með fjölbreyttum hætti í takt við þarfir Úkraínumanna, meðal annars við áframhaldandi jarðsprengjuleit, uppbyggingu orkuinnviða og færanlegra sjúkrahúsa og til beinna vopnakaupa og -framleiðslu til dæmist með því að styðja við drónaframleiðslu í Úkraínu.

Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034
Engin áfengisneysla verður heimiluð á HM 2034 í Sádi-Arabíu samkvæmt sendiherra landsins í Bretlandi. Engar undanþágur verði gefnar í kringum mótið.

Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun
Fyrrverandi þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru meðal þeirra átjan sem sóttu um embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands.Yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks sótti einnig um.

Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur beðist velvirðingar á því að hafa ekki svarað erindi frá umboðsmanni Alþingis um réttindagæslu fatlaðs fólks sem ráðuneytinu barst frá umboðsmanni í apríl í fyrra sem aldrei var svarað. Í svari við nýju erindi umboðsmanns kveðst ráðuneytið hafa gripið til ráðstafana til að tryggja að öllum erindum verði svarað innan tilskilins frests. Þá er það mat ráðuneytisins að núverandi fyrirkomulag réttindagæslunnar, sem tók breytingum um áramót, sé fullnægjandi til að tryggja viðhlítandi samfellu í þjónustu við fatlað fólk

Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur
Stjórn Mannréttindastofnunar Íslands á eftir að taka afstöðu til þess hvort upplýst verður um umsækjendur um embætti framkvæmdastjóra stofnunarinnar.

Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr?
Yfir 100 vísindamenn og hugsuðir hafa undirritað opið bréf þar sem þeir hvetja til stefnumótunar varðandi þróun gervigreindar með sjálfsmeðvitund og tilfinningar.

Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga
Kjörstjórn í Hvíta-Rússlandi lýsti Alexander Lúkasjenka forseta sigurvegara forsetakosninga sem fóru fram í landinu í gær. Lúkasjenka fékk 86,8 prósent atkvæða í kosningunum sem vestræn ríki segja að hafi ekki verið frjálsar.

Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja
Mannúðarsamtök segja yfirvöld í Búlgaríu hafa hunsað neyðarkall og hindrað sjálfboðaliða í því að bjarga þremur egypskum drengjum sem síðar fundust frosnir til dauða nærri landamærum Búlgaríu og Tyrklands.

Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara
Framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi segir tilskipanir nýs forseta Bandaríkjanna mikið reiðarslag fyrir borgara landsins. Ný lög hafa vakið upp ótta meðal innflytjenda.

Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar
Landsréttur hefur fellt úrskurð héraðsdómarans Jónasar Jóhannssonar, um að hann víki sjálfur sæti í ærumeiðingamáli Margrétar Friðriksdóttur ritstjóra, úr gildi. Margrét sætir ákæru fyrir að hafa meðal annars kallað annan héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur „lausláta mellu“. Allir dómarar þess dómstóls höfðu áður vikið sæti í málinu.