Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Svona var 91. upplýsingafundur almannavarna
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna faraldurs kórónuveiru klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins við Katrínartún. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi, Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni.

Íslendingar hætti að leita að sökudólgum í faraldrinum
Umsjónarmaður farsóttarhúsa hvetur Íslendinga til að hætta að leita sökudólgum í faraldrinum

Boðað til upplýsingafundar í dag
Fulltrúar landlæknis og almannavarna boða til upplýsingafundar um kórónuveirufaraldurinn klukkan 14:00 í dag. Nýjar og hertar sóttvarnareglur tóku gildi í gær eftir nýlega fjölgun nýrra smita.

Sjö greindust með veiruna
Sjö greindust með kórónuveirusmit á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær.

„Slöpp“ helgi í þjóðhátíðarlausum Eyjum
Fátt er nú um aðkomufólk í Vestmanneyjum í byrjun verslunarmannahelgar sem væri alla jafna stærsta hátíð ársins þar. Yfirlögregluþjónn segir að hvað mannfjölda varðar sé helgin „slöpp“ í samanburði við aðrar í sumar.

Tveir greindust á Vestfjörðum
Tveir einstaklingar hafa greinst með kórónuveirusmit á Vestfjörðum.

Fáir á ferðinni á Suðurlandi en lögregla með stíft eftirlit
Engar stórir hópar fólks hafa komið saman á Suðurlandi við upphaf verslunarmannahelgar, að mati lögreglunnar á Suðurlandi. Þrátt fyrir það verður haft stíft eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri bæði á vegum og við tjaldsvæði í umdæminu.

Tjaldsvæðin á Akureyri full í nótt, mannlaus brenna í Eyjum
Töluvert er af ferðafólki á Akureyri og voru tjaldsvæðin þar full að því marki sem nýjar og hertar sóttvarnareglur leyfa í nótt, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Engin teljandi vandræði voru í nótt en tveir voru þó kærðir fyrir ölvunarakstur.

Ölvaður og virti ekki mörk einangrunar
Maður sem átti að vera í einangrun á heimili sínu vegna Covid-19 var vistaður í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt eftir að aðrir íbúar sögðust úrræðalausir yfir því að hann væri ölvaður og ætti erfitt með að virða mörk einangrunarinnar.

Aukinn viðbúnaður hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina
Aukinn viðbúnaður er hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina vegna samkomu takmarkana. Erfitt gæti reynst að elta góða veðrið á ferðalagi um helgina og ferðalangar hvattir til að kynna sér veðurspár áður en lagt er af stað.

Búast við því að fleiri séu smitaðir
Snæfellsbær biðlar til íbúa að fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis og huga að smitvörnum eftir að einstaklingur í bænum greindist með kórónuveirusmit.

Mikið að gera í ferðaþjónustu á Ísafirði í sumar: „Íslendingar skemmtilegastir því þeir éta og drekka allan daginn“
Ferðamenn hafa streymt til Ísafjarðar í sumar þar sem mikið hefur verið að gera í ferðaþjónustunni. Hótelstjóri segir gaman að fá Íslendinga vestur þar sem þeir bæði drekki og borði mikið.

„Leikmenn eru ekki vélar sem slökkva má á og endurræsa eftir þörfum“
Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, virðist ekki vera sáttur með þær tillögur sem ÍSÍ lagði til í dag; að æfingum og keppni verði frestað til 13. ágúst hið minnsta.

Var með Covid en fékk ekki að fara í sýnatöku
Alexandra Ýr Van Erven skrifar á Twitter að í ljós hafi komið eftir að hún fór í mótefnamælingu hjá Íslenskri erfðagreiningu sem hún fór í vikunni að hún hafi smitast af kórónuveirunni í mars.

Áhyggjuefni að ekki hafi tekist að rekja uppruna smits
Sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að ekki hafi tekist að rekja uppruna smits í annarri hópsýkingunni sem greindust í vikunni. Tveir stofnar veirunnar hafi dreift sér hér á landi.

Fámennt við óformlega setningu Þjóðhátíðar í Eyjum
Það var heldur fámennt við óformlega setningu þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum í dag. Venjulega væru þúsundir manna komnar til Eyja á föstudeginum fyrir þjóðhátíð en nú er fátt um gesti.

Kom heim og „allt var brjálað“ á Twitter
Færsla Emmsjé Gauta vakti mikla athygli í gær þar sem hann beindi sjónum sínum að fótboltamótinu Rey Cup skömmu eftir að hertar aðgerðir voru tilkynntar.

Klara: Dagsetningin kom okkur í opna skjöldu
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að dagsetningin sem ÍSÍ gaf út í dag; að hlé yrði gerð á æfingu og keppni 13. ágúst, sé ekki sú sem vonast var eftir en segir að heilsa landans sé í fyrsta sæti.

Erlendur ferðamaður í einangrun á Akureyri
Erlendur ferðamaður greindist með kórónuveiruna á Akureyri í gær.

Bjartsýnn varðandi þróun bóluefnis
Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, segist mátulega bjartsýnn á að bóluefni við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, muni líta dagsins ljós á þessu ári.

Mikilvægt að grímur séu notaðar rétt ef þær eiga að virka
Grímunotkun er viðbót við aðrar almennar sóttvarnir á borð við handþvott og fjarlægðartakmörk, en ekki lausn frá þeim. Þetta segir verkefnastjóri sýkingavarna hjá sóttvarnalækni.

Grímuskylda í Strætó dregin til baka
Strætó hefur tekið ákvörðun um að draga til baka grímuskyldu í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu eftir nánara samtal við sóttvarnayfirvöld.

Íslensk erfðagreining boðar þrjá hópa í skimun
Íslensk erfðagreining vinnur nú aftur að skimun einstaklinga fyrir COVID-19 í samvinnu við sóttvarnalækni.

Starfsfólk hjúkrunarheimila fari í fjórtán daga sóttkví
Reynt verður eins og hægt er að senda starfsmenn hjúkrunarheimila sem koma frá útlöndum í fjórtán daga sóttkví áður en þeir koma til vinnu.

Ekki ólíklegt að áfram verði hert og slakað þar til bóluefni kemur á markað
Þetta kom fram í máli Ölmu Möller á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis.

Skólar og aðrar stofnanir þurfa að undirbúa skerta starfsemi
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir skynsamlegt að skólastjórnendur og fyrirtæki undirbúi sig ef grípa þarf til hertari aðgerða í haust.

Telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir aðra hópsýkinguna
Líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir aðra þeirra tveggja hópsýkinga kórónuveirunnar sem komið hafa upp hér á landi á síðustu dögum með svokallaðri sýnatöku tvö að mati sóttvarnalæknis. Það fyrirkomulag var tekið upp í gær.

Svona var 90. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna faraldurs kórónuveiru klukkan 14.

Pósthúsinu á Selfossi lokað eftir að starfsmaður fór í sóttkví
Birgir Jónsson, forstjóri Póstsins, engan séns vera tekinn. Allir hafi verið sendir heim og skimað verði eftir veirunni.

Búðu til þína eigin grímu
Óhætt er að segja að andlitsgrímur hafi rokið út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu í gær.