
Elfa Ýr Gylfadóttir

Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um
Almannarýmið er í eigu stórfyrirtækja og er á samfélagsmiðlum. Líkja má stöðunni við leik án leikreglna, dómara og vallar. Með hverju árinu verður leikurinn flóknari og við eigum sífellt erfiðara með að fylgjast með.

Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar?
Ekki er langt síðan Meta sem heldur m.a. úti Facebook, Instagram, WhatsApp og Threads upplýsti að fyrirtækið hygðist kynna til sögunnar gervinotendur á miðlum sínum sem væru búnir til með gervigreind.

Þolir lýðræðið álagspróf gervigreindarinnar?
Að undanförnu hefur mikið verið rætt um gervigreind og áhrif hennar á samfélagið en lítið hefur verið rætt um möguleg áhrif gervigreindar á lýðræði. Í nýlegri skýrslu Europol er áætlað að gervigreind framleiði 90% alls efnis á internetinu árið 2026.

Listin að lifa ekki tilbúnu lífi annarra
„Myndaðu þér strax skoðun, helst fleiri en eina, áður en sannleikurinn kemur í ljós”. Þessi setning birtist á samfélagsmiðli á dögunum og margir líkuðu við eða settu broskarl við færsluna.

Norrænu lýðræðisríkin – kaflaskil í sögu lýðræðis
Í dag verða kynnt ellefu tilmæli norrænnar hugveitu um tækni og lýðræði sem hafa það að markmiði að styrkja lýðræðislega umræðu á tímum samfélagsmiðla á Norðurlöndunum. Í hugveitunni sitja sérfræðingar frá öllum Norðurlöndunum, þar með talið Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum.

Í stríði er sannleikurinn það fyrsta sem deyr
Í ávarpi forsætisráðherrans Magdalenu Anderson til sænsku þjóðarinnar, eftir að rússneski herinn hafði ráðist inn í Úkraínu, vakti hún sérstaklega athygli á því að nú þurfi almenningur að halda sér vel upplýstum um stríðið en jafnframt að vera vakandi fyrir aukinni dreifingu falsfrétta og upplýsingaóreiðu.

Rétturinn til að láta ljúga að sér
Haustið 2019 fór myndband af ítalska stjórnmálamanninum Matteo Renzi á flug á samfélagsmiðlum. Það sem var sérstakt við myndbandið var að þetta var svokölluð djúpfölsun (e. deep fake) þar sem gervigreind var notuð til að falsa myndband af Renzi og leggja honum orð í munn sem hann hafði aldrei látið af munni falla fyrir framan myndavélar.

Hvað ertu tilbúin/n að greiða fyrir æru þína?
Netið og samfélagsmiðlar hafa haft miklar breytingar í för með sér fyrir samfélagið allt og þróun lýðræðislegrar umræðu. Þrátt fyrir að netinu fylgi margar jákvæðar breytingar getur umfjöllun og ummæli um einstaklinga verið óvægin.

Hið mikilvæga hlutverk fjölmiðla á tímum heimsfaraldurs
Traustur og reglubundinn fréttaflutningur hefur sjaldan skipt samfélagið meira máli en einmitt nú þegar lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna og samkomubann ríkir á Íslandi.

Áskoranir ríkisfjölmiðla á umbrotatímum
Í síðustu viku bárust fréttir af því að 4.500 starfsmönnum á fréttadeildum BBC í Bretlandi hafi verið sagt upp störfum.

Hver er framtíð íslenskra sjónvarpsstöðva og streymisveitna?
Árið 2008 lét Jim Keyes forstjóri myndbandaleigunnar Blockbuster í Bandaríkjunum hafa það eftir sér að Netflix væri ekki einu sinni á radar fyrirtækisins sem hugsanlegur samkeppnisaðili.

Vegna athugasemda Blaðamannafélags Íslands
Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum undanfarna daga að stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) hafi ákveðið að kalla fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd, vegna óánægju með stjórnsýslu nefndarinnar.

Áhrif samfélagsmiðla á lýðræðið
Allskyns upplýsingum og áróðri var dreift nafnlaust með það að markmiði að hafa áhrif á kjósendur.

Rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla í erlendum samanburði
Er það sjálfsagt að á litlu málsvæði og í fámennu samfélagi séu starfræktir öflugir fjölmiðlar sem hafa grundvallargildi faglegrar blaðamennsku að leiðarljósi? Í nágrannaríkjum okkar er ærnum tíma og miklum fjármunum varið til að tryggja starfsemi slíkra fjölmiðla.