Skoðanir

Fréttamynd

Stór stund á Alþingi í gær

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967.“

Fastir pennar
Fréttamynd

Íslensk jólatré eru allra hagur

Verulega hefur dregið úr innflutningi á erlendum jólatrjám hingað til lands í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Innlend tré hafa haldið sínum hlut á markaðnum og sjá íslenskir jólatrjáaræktendur nú ýmis sóknarfæri framundan. Innlend jólatré standast vel samanburð við erlend þegar litið er til verðs og gæða. Þegar áhrif þeirra á samfélag okkar og umhverfi eru tekin með í reikninginn hafa þau margt fram yfir þau erlendu. Það kæmi því öllum til góða að auka hlutdeild þeirra á markaðnum.

Skoðun
Fréttamynd

Ósanngjarn niðurskurður

Í skýrslu Capacent, sem unnin var fyrir sveitarfélagið Skagafjörð um niðurskurð til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki (HS), kemur eftirfarandi fram:

Skoðun
Fréttamynd

Heimilisfriður

Heimili á að vera griðastaður barna, staður þar sem þau finna til öryggis, líður vel og njóta uppbyggilegra samvista við sína nánustu. Stærstur hluti barna á Íslandi býr við þær aðstæður en ætla má að a.m.k. tvö þúsund börn hér á landi njóti ekki þessara sjálfsögðu mannréttinda. Það eru börnin sem eru vitni að ofbeldi innan veggja heimilis, oftast af hálfu föður eða stjúpa gegn móður.

Skoðun
Fréttamynd

Sögulegt samstöðuleysi

Alþingi Íslendinga steig það merkilega spor í gær að viðurkenna fullveldi og sjálfstæði Palestínu. Segja má að með því hafi Ísland loks stigið skrefið til fulls, en Ísland hefur viðurkennt fullveldi og sjálfstæði Ísraelsríkis síðan árið 1947. Hitt ríkið sem átti að stofna, sjálfstætt ríki Palestínu, hefur nú fengið stuðning enn eins ríkisins við sjálfsagða kröfu sína um sanngjarna meðferð.

Bakþankar
Fréttamynd

Af hákörlum

Sæunn Ólafsdóttir ritaði á þessum vettvangi pistil sem bar titilinn Sniðugar nauðganir. Hann hefur vakið töluverða athygli og farið víða um netheima. Það er fyllilega eðlilegt í ljósi þess að þarna er stungið á ákveðnum kýlum sem því miður er ekki nógu oft stungið á. Höfundur pistilsins sýnir mikið hugrekki með því að opna sig með þessum hætti og vekja þannig þarfa umræðu. Ég ætla að reyna að sýna samsvarandi hugrekki með því að tjá mig um þetta málefni af hreinskilni út frá karllægu sjónarhorni.

Skoðun
Fréttamynd

Um gömul refsilög og nýja tækni - dómur Hæstaréttar

Tíminn líður hratt á gervihnattaöld“ var eitt sinn sönglað fyrir Íslands hönd í Júróvisjón. Sá söngur hljómar alla daga á Alþingi því löggjafinn er gjarnan í kappi við tímann. Hraðar samfélagsbreytingar og tækniþróun kalla oft á snör handtök í löggjafarstarfinu. Á þetta sérstaklega við þegar löggjafinn hyggst nota refsingar til að hafa áhrif á breytni manna. Lög þarf hins vegar að túlka eftir samhenginu eins og áður hefur verið umfjöllunarefni á þessari síðu. Það er því ekki útilokað að gömul refsilög geti tekið mið af nýjum aðstæðum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Friðarreglan: særið engan

Hvar sem mannshjartað slær, hversu illa sem lífið leikur það, er eitt sem það þráir að forðast: ofbeldi. Þessi ósk hefur, þrátt fyrir allt, búið í hjarta mannkyns frá ómunatíð. Það dýrmætasta í lífinu er oftast falið innan um hversdaglega hluti. Það er hulin fegurð, ekkert prjál og skraut. Fólk líður hjá og enginn tekur eftir því nema sá sem hefur hugrekki til að loka augunum. Hið dýrmæta er á mörkunum.

Skoðun
Fréttamynd

Nokkur orð um vask og lax

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, ritaði grein hér í Fréttablaðið sl. föstudag þar sem hann viðrar hugmyndir sínar um hvernig bæta megi hag ríkissjóðs með aukinni skattlagningu. Í grein hans koma fram áhyggjur af fyrirhuguðum kolefnisskatti á framleiðslu kísiljárns, sjálfsagt í kjölfar umræðna um hættuna á að þessi atvinnuvegur verði þar með skattlagður úr landi. Ég tek undir þau sjónarmið að svo hart er hægt að ganga fram í skattlagningu, að heilu atvinnuvegirnir flýi land.

Skoðun
Fréttamynd

Palestína - verkin tala

Í dag verða greidd atkvæði á Alþingi um tillögu mína um að Ísland viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Palestínu miðað við landamærin eins og þau voru fyrir 1967. Tillagan var lögð fram með einróma samþykki stjórnarflokkanna, Samfylkingar og Vinstri-Grænna. Eftir vinnslu hennar í utanríkismálanefnd undir styrkri forystu Árna Þórs Sigurðssonar formanns er hún einnig studd af Hreyfingunni og Framsóknarflokknum. Það er þeim flokkum til mikils sóma.

Skoðun
Fréttamynd

Aftarlega á merinni

Það var undarlegt að uppgötva ljóta tilfinningu, sem kallast öfund, þegar mongólskir reiðmenn þutu um sléttur lands síns á villtum hestum í sjónvarpinu. „Þið eruð að minnsta kosti ekki með bugles,“ hugsaði ég með mér og prófaði að athuga hvort buglesið passaði til að klóra mér í eyranu.

Bakþankar
Fréttamynd

Almannahagsmunir?

Það er ankannalegt að vera Vinstri grænn og tala gegn tillögu sem borin er upp undir merkjum endurvinnslu. En þegar formaður umhverfis- og samgönguráðs, Bestaflokksfulltrúinn Karl Sigurðsson, leggur í þá vegferð að blanda mikilvægu umhverfismáli saman við útvistun og einkavæðingu verður að flokka hismið frá kjarnanum.

Skoðun
Fréttamynd

Bjart er yfir Betlehem

Það tóku flestir undir með kórnum á aðventukvöldinu þegar við sungum Bjart er yfir Betlehem. Í mörg ár hef ég ekki getað annað en hugsað til þess hvert öfugmæli vísuorðið er, þegar horft er til hernáms á fæðingarborg frelsarans og hvað íbúarnir hafa mátt búa við árum og áratugum saman.

Skoðun
Fréttamynd

Góð byggðastefna?

Þegar Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra var bent á tvískinnunginn í því að hann synjaði Huang Nubo um undanþágu frá banni við fasteignakaupum útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins, en EES-borgarar gætu keypt jarðir og aðrar fasteignir umyrðalaust, svaraði Ögmundur því til að hann vildi líka setja hömlur á fjárfestingar EES-borgara.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vatnsmýrarbyggð verður djásn í höfuðborginni

Ómari Ragnarssyni, þeim fjölhæfa og athafnasama snillingi, fatast illilega flugið í grein í Fréttablaðinu þann 9. nóvember sl., sem hann ritar til varnar flugvellinum í hjarta Reykjavíkur. Þar telur Ómar sig ugglaust eiga persónulegra hagsmuna að gæta sem flugrekandi og flugvélareigandi. Í skrifum sínum lítur hann fram hjá öllu, sem máli skiptir í umræðu um víðtæka framtíðarhagsmuni borgarbúa og annarra landsmanna.

Skoðun
Fréttamynd

Hlegið að nöfnum fólks

Úrskurðir mannanafnanefndar vekja jafnan athygli og kátínu almennings. Algengustu viðbrögð manna eru annaðhvort „Hvað er fólkið í þessari nefnd eiginlega að spá?“ eða „Hver gerir barni sínu þetta?“ Fyrri spurningin byggir á vanþekkingu, sú síðari er réttlæting eineltis.

Fastir pennar
Fréttamynd

Svar til Heimis Eyvindarsonar

Heimir Eyvindarson skrifaði grein fyrir skömmu sem bar yfirskriftina Til þingmanna Samfylkingarinnar. Í greininni veltir Heimir fyrir sér réttlæti í leiðréttingu skulda heimila og fyrirtækja. Það er mér bæði ljúft og skylt að svara grein hans með því að fara yfir stöðu mála.

Skoðun
Fréttamynd

Bil milli bíla og öryggi um borð í vögnum

Öryggisdagar Strætó bs. og VÍS eru nú hafnir og standa út nóvembermánuð. Á Öryggisdögum hvetjum við alla þátttakendur í umferðinni til að sýna aðgát, tillitssemi og ábyrga hegðun á götum úti og taka þannig þátt í því með okkur að auka öryggi allra í umferðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Annir hjá Vælubílnum

Þegar David Lowe, breskur leikari búsettur í Frakklandi, setti á sig kúluhattinn og hélt til vinnu einn bjartan dag í júní síðastliðnum benti fátt til þess að dagurinn yrði frábrugðinn öðrum. David hafði að atvinnu að leika kómíska útgáfu af hinum "steríótýpíska“ Breta – blöndu af Karli Bretaprins, Mr. Bean og Churchill – Frökkum til kátínu. Þennan tiltekna júnídag var Frökkum hins vegar ekki hlátur í hug.

Bakþankar
Fréttamynd

Virkjanir útrýma göngufiski - þrátt fyrir mótvægisaðgerðir

Fimmtudaginn 3. nóvember sl. boðuðu verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands, Stofnun Sæmundar fróða og Verndarsjóður villtra laxastofna til kynningar og umræðufundar um fiskigengd í Þjórsá, áhrif virkjana á göngufiska í vatnakerfi Columbia og Snake ánna í norðvestur Bandaríkjunum og þær mótvægisaðgerðir sem í ráði er að grípa til vegna virkjanaframkvæmda Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár svo koma megi í veg fyrir hrun fiskistofna þar.

Skoðun
Fréttamynd

Varkárni um Vaðlaheiðargöng

Allt stefnir nú í að Vaðlaheiðargöng verði að veruleika á undan vegaframkvæmdum sem þó eru ofar á samgönguáætlun, svo sem nýjum Norðfjarðargöngum og Dýrafjarðargöngum, auk samgöngubóta á sunnanverðum Vestfjörðum og til Vestmannaeyja.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dagrenning

Lifandi skelfingar ósköp er niðdimm þoka búin að umlykja Sjálfstæðisflokkinn undanfarin misseri: Seðlabankinn hættur að gefa út hin arðvænu Ástarbréf; Hannes Hólmsteinn leystur frá störfum sem ráðsmaður um fjármál og efnahagsmál ríkisins; Kjartani gert ómögulegt að stunda arðsöm viðskipti við S-menn um banka og verðbréf þeirra

Skoðun
Fréttamynd

Betur má ef duga skal

Vorið 1994 markaði tímamót í sögu borgarinnar, þegar Reykjavíkurlistinn vann sigur á Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórnarkosningum. Með félagshyggju og jafnrétti kynjanna að leiðarljósi breytti borgarstjórn þjónustu borgarinnar til hins betra. Börn og foreldrar fóru ekki varhluta af breytingunum, enda eru leikskólarnir eins og við þekkjum þá í dag að miklu leyti Reykjavíkurlistanum að þakka. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst aftur í meirihluta vorið 2006 stóðu leikskólar til boða fyrir öll börn sem þá urðu tveggja ára á árinu.

Skoðun
Fréttamynd

„Gömlu dagana gefðu mér“

Ég er einn af þeim sem hafa verið í hálfgerðri „depressjon“ undanfarin misseri og saknað gömlu góðu daganna, þegar við græddum á tá og fingri og gátum keypt allt sem auga og hönd á festi með vildarkjörum. Við áttum fjármálasnillinga á heimsmælikvarða og lögðum metnað okkar í að auka hagvöxt og hlífðum okkur hvergi.

Skoðun
Fréttamynd

„Þessi hlerunarárátta er alvarlegt mál“

Árið 2005 lagði Sturla Böðvarsson, þáverandi samgönguráðherra, fram frumvarp til breytinga á lögum um fjarskipti þar sem meðal annars var bætt við 3. mgr. 42. gr. núgildandi fjarskiptalaga sem fjallar um það sem kallað hefur verið gagnageymd.

Skoðun
Fréttamynd

Auðvelt val

Karpað er um hvort ríkið eigi að lána fyrir framkvæmdum á Vaðlaheiðargöngum. Þór Saari, þingmanni Hreyfingarinnar líst ekkert á, ekki heldur Merði Árnasyni í Samfylkingunni. Menn telja ólíklegt að veggjaldið dugi til að greiða upp göngin og fólk muni velja að aka ókeypis um Víkurskarð. Innanríkisráðherra sagði Vaðlaheiðargöngin sambærileg Hvalfjarðargöngunum, vegfarendur hefðu val í báðum tilfellum. Að fara göngin eða ekki. Sjálfri finnst mér ekkert líkt með Hvalfirði og Víkurskarði því um fjallveg er að ræða í öðru tilvikinu en láglendisveg í hinu.

Bakþankar