Bil milli bíla og öryggi um borð í vögnum Reynir Jónsson skrifar 11. nóvember 2011 06:00 Öryggisdagar Strætó bs. og VÍS eru nú hafnir og standa út nóvembermánuð. Á Öryggisdögum hvetjum við alla þátttakendur í umferðinni til að sýna aðgát, tillitssemi og ábyrga hegðun á götum úti og taka þannig þátt í því með okkur að auka öryggi allra í umferðinni. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á að halda hæfilegu bili á milli bíla og fækka með því aftanákeyrslum, sem eru algengasta orsök umferðaróhappa á höfuðborgarsvæðinu. Ennfremur verður hugað að öryggi farþega þegar upp í vagninn er komið, hvatt til aukinnar aðgæslu og bent á leiðir til að fækka óhöppum um borð í strætó. Veruleg fækkun hefur orðið á umferðaróhöppum hjá Strætó bs. á umliðnum árum. Sérstakt forvarnaverkefni Strætó í samstarfi við VÍS á sinn þátt í þeim árangri sem náðst hefur en það hefur verið í gangi frá því í ársbyrjun 2008. Markmið þess er að fækka slysum og stuðla að auknu öryggi vegfarenda. Þótt árangurinn fram til þessa sé uppörvandi fyrir Strætó ætlum við engu að síður að gera enn betur. Tölur frá Umferðarstofu sýna að nú fer í hönd sá árstími sem alla jafna er hvað erfiðastur í umferðinni. Vissulega má aldrei slaka á þegar kemur að umferðaröryggi, en þegar veturinn gengur í garð þurfum við að vera sérstaklega á varðbergi, sýna fyllstu aðgát og tillitssemi, því það er mikið í húfi. Reynsla okkar hjá Strætó sýnir að vel er hægt að fækka óhöppum í umferðinni ef ráðist er í verkefnið með skipulögðum hætti. Á árinu 2006 voru tjón Strætó í umferðinni 304 talsins og fækkaði í 297 árið eftir. Árið 2008 hófst forvarnarstarfið með VÍS og árangurinn lét ekki á sér standa, því slysum fækkaði í 268. Stóra stökkið kom svo 2009, því fjöldi tjóna hjá Strætó fór þá niður í 197 – og á síðasta ári fækkaði tjónum enn, eða í 157, sem gerir 48% fækkun á tímabilinu frá 2006 til 2010. Óhætt er að segja að það muni um minna, hvort sem litið er til slysa á fólki eða eignatjóns. Og við ætlum að gera enn betur. Það sem af er þessu ári gefur vonir um að það muni takast. Við sem störfum hjá Strætó höfum sýnt gott fordæmi í umferðinni – og vagnstjórarnir okkar eiga heiður skilinn fyrir árangurinn síðustu ár. Ef við getum náð jafngóðum árangri og raun ber vitni þá geta aðrir það einnig. Til þess eru einmitt Öryggisdagarnir – að hvetja alla vegfarendur til að sýna aðgát, tillitssemi og ábyrga hegðun, ekki bara í nóvember, heldur alla daga ársins. Þannig næst árangur. Við hjá Strætó ætlum að sýna gott fordæmi í umferðinni og vera vakandi akandi. Hvað með þig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Öryggisdagar Strætó bs. og VÍS eru nú hafnir og standa út nóvembermánuð. Á Öryggisdögum hvetjum við alla þátttakendur í umferðinni til að sýna aðgát, tillitssemi og ábyrga hegðun á götum úti og taka þannig þátt í því með okkur að auka öryggi allra í umferðinni. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á að halda hæfilegu bili á milli bíla og fækka með því aftanákeyrslum, sem eru algengasta orsök umferðaróhappa á höfuðborgarsvæðinu. Ennfremur verður hugað að öryggi farþega þegar upp í vagninn er komið, hvatt til aukinnar aðgæslu og bent á leiðir til að fækka óhöppum um borð í strætó. Veruleg fækkun hefur orðið á umferðaróhöppum hjá Strætó bs. á umliðnum árum. Sérstakt forvarnaverkefni Strætó í samstarfi við VÍS á sinn þátt í þeim árangri sem náðst hefur en það hefur verið í gangi frá því í ársbyrjun 2008. Markmið þess er að fækka slysum og stuðla að auknu öryggi vegfarenda. Þótt árangurinn fram til þessa sé uppörvandi fyrir Strætó ætlum við engu að síður að gera enn betur. Tölur frá Umferðarstofu sýna að nú fer í hönd sá árstími sem alla jafna er hvað erfiðastur í umferðinni. Vissulega má aldrei slaka á þegar kemur að umferðaröryggi, en þegar veturinn gengur í garð þurfum við að vera sérstaklega á varðbergi, sýna fyllstu aðgát og tillitssemi, því það er mikið í húfi. Reynsla okkar hjá Strætó sýnir að vel er hægt að fækka óhöppum í umferðinni ef ráðist er í verkefnið með skipulögðum hætti. Á árinu 2006 voru tjón Strætó í umferðinni 304 talsins og fækkaði í 297 árið eftir. Árið 2008 hófst forvarnarstarfið með VÍS og árangurinn lét ekki á sér standa, því slysum fækkaði í 268. Stóra stökkið kom svo 2009, því fjöldi tjóna hjá Strætó fór þá niður í 197 – og á síðasta ári fækkaði tjónum enn, eða í 157, sem gerir 48% fækkun á tímabilinu frá 2006 til 2010. Óhætt er að segja að það muni um minna, hvort sem litið er til slysa á fólki eða eignatjóns. Og við ætlum að gera enn betur. Það sem af er þessu ári gefur vonir um að það muni takast. Við sem störfum hjá Strætó höfum sýnt gott fordæmi í umferðinni – og vagnstjórarnir okkar eiga heiður skilinn fyrir árangurinn síðustu ár. Ef við getum náð jafngóðum árangri og raun ber vitni þá geta aðrir það einnig. Til þess eru einmitt Öryggisdagarnir – að hvetja alla vegfarendur til að sýna aðgát, tillitssemi og ábyrga hegðun, ekki bara í nóvember, heldur alla daga ársins. Þannig næst árangur. Við hjá Strætó ætlum að sýna gott fordæmi í umferðinni og vera vakandi akandi. Hvað með þig?
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun