Skoðanir

Fréttamynd

Til hjálpar lögreglunni

Miðlarnir voru að segja frá fjárhagsvandræðum lögreglunnar sem eins og aðrir hefur komið hart niður í harðindunum. Og nú sé svo komið að hún sjái sér ekki fært að gegna jafnvel brýnustu skyldum, hvað þá ef eitthvað óvænt kæmi upp á.

Skoðun
Fréttamynd

Konur á aftökudeild

Árlegt sextán daga átak gegn ofbeldi gegn konum hefst á morgun á alþjóðlegum baráttudegi málefnisins. Átakinu lýkur 10. desember sem er alþjóðlegur mannréttindadagur enda er kynbundið ofbeldi eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heimi. Félagasamtök um allan heim hafa staðið fyrir átakinu síðan 1991.

Skoðun
Fréttamynd

Já, það er hægt!

Ég er oft spurð að því hvort hægt sé að uppræta ofbeldi gegn konum, svo þrálátir og viðvarandi sem þessi glæpir eru. Svar mitt er já. Það er hægt. En aðeins ef við hjálpumst að. Við erum öll ábyrg og það er tími til kominn að leiðtogar okkar standi við þau loforð sem þeir hafa gefið konum.

Skoðun
Fréttamynd

Bygging nýs Landsspítala: Umræða og upplýsingagjöf í skötulíki

Upplýsingagjöf til almennings um byggingu nýs spítala hefur verið í hálfgerðu skötulíki. Umræðan snýst einkum um staðsetningu og fyrirkomulag bygginga en lítið sem ekkert um arðsemi fjárfestingarinnar, sem hlýtur þó að skipta höfuðmáli þegar við erum að tala um ráðstöfun á opinberu fé.

Skoðun
Fréttamynd

Gegnsæið er bezt

Fréttablaðið skýrði frá því fyrr í vikunni að allt væri á huldu um hverjir væru raunverulegir eigendur Straums fjárfestingarbanka.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bölmóður án tilefnis

Erfitt er að skilja þrálátar heimsendaspár stjórnarandstöðunnar um íslenskt efnahagslíf. En það er gömul saga og ný að reynt sé að ala á öryggisleysi kjósenda í pólitískum tilgangi. Nú er býsnast yfir slæmri stöðu þjóðarbúsins og látið eins og allt sé í kalda koli. En hverjar eru staðreyndirnar?

Skoðun
Fréttamynd

Verðmæti í sérkennum miðborgarinnar

Miðborg Reykjavíkur hefur tekið miklum breytingum síðustu misseri. Hvati þeirra breytinga er fyrst og fremst vaxandi fjöldi erlendra ferðamanna sem eru orðnir mjög áberandi á götum borgarinnar. Verslanir fyrir ferðamenn spretta upp eins og gorkúlur og fjöldi veitingastaða og gistirýma fer einnig ört vaxandi. Nær allir erlendir ferðamenn sem koma til landsins dvelja í lengri eða styttri tíma í höfuðborginni.

Skoðun
Fréttamynd

Reykvíkingar, gætum okkar hagsmuna á Alþingi

Laugardaginn 24. nóvember nk. er prófkjör Sjálfstæðisflokksins vegna komandi alþingiskosninga. Þar gefst Reykvíkingum tækifæri til að velja þingmannsefni til að halda á málefnum höfuðborgarinnar og landsins alls næstu ár. Það skiptir máli að velja af kostgæfni og yfirvegun.

Skoðun
Fréttamynd

Breytum þessu saman

Margir einstaklingar hafa komið að máli við mig undanfarið og sagt mér að þeir séu búnir að glata trúnni á stjórnmálin. Þeim þykir miður hversu lítið traust ríkir í samfélaginu og telja ástæðuna meðal annars þá að kjörnir fulltrúar forgangsraði ekki nægilega í þágu fólksins í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Haftastefna Samfylkingar og Vinstri grænna

Vinstrimenn hafa notað bankahrunið sem átyllu til að herða tök stjórnvalda á almennum borgurum í bráðum fjögur ár. Þeir hafa meðal annars fest gjaldeyrishöftin í sessi sem loka Íslendinga inni í eignafangelsi. Með höftunum er erlendri fjárfestingu haldið frá landinu og Íslendingum gert ókleift að fjárfesta erlendis. Meðan svona er ástatt geta engin alþjóðleg fyrirtæki vaxið hér á landi.

Skoðun
Fréttamynd

Norræna nammileitin

Ímyndum okkur eftirfarandi leik: Bláum og rauðum súkkulaðieggjum er dreift um Öskjuhlíðina. Eggin sjást ekki langar leiðir heldur þarf oft að kemba grasið og fara inn í runna til að finna þau. Krakkahópur fær það hlutverk að leita að eggjunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bréf til þingheims um öryrkja

Ég, Valgeir Matthías Pálsson, ákvað upp á mitt einsdæmi að setjast niður og skrifa ykkur örlítinn bréfstúf vegna málefna öryrkja á Íslandi í dag. Vegna hvers, kann einhver af ykkur að spyrja. Það er vegna þess að ég er öryrki sjálfur og hef ég einnig skrifað mikið um málefni öryrkja, m.a. á Facebook og víðar.

Skoðun
Fréttamynd

Snjall sími og smá skilaboð

Það er einkum þrennt sem truflar ökumenn við aksturinn og er ekki mikill gaumur gefinn en það er þegar þeir taka hendur af stýrinu, líta af veginum og eru ekki með hugann við aksturinn.

Skoðun
Fréttamynd

Að vera fastur í fjalli

Á sama tíma og fjárlagavaldið kom því á framfæri við íslenska ættleiðingarfélagið að ekki væri svigrúm til að hækka framlög til félagsins um eina krónu, félags sem þó sinnir mörgum stjórnsýslulegum verkefnum, ákváðu stjórnmálamennirnir sem hafa þetta fjárveitingavald að skuldbinda ríkissjóð vegna átta þúsund og sjö hundruð milljóna króna framkvæmdar. Það er nefnilega mjög mikilvægt að bora göng í gegnum Vaðlaheiði.

Skoðun
Fréttamynd

Þeir sem vita best

Hvert hlutverk ríkisvaldsins á að vera er eilíft umræðuefni. Almennt virðist sátt um það á Íslandi að það eigi að halda uppi lögum og reglu og setja almennar leikreglur. Auk þess er víðtækur stuðningur við að hér sé víðfeðmt velferðarkerfi og að ríkið tryggi þegnum sínum tiltölulega jöfn tækifæri til náms og starfa.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ráðleggingar um hádegisverð í skólum

Yfir vetrarmánuðina verja börn meirihluta dagsins í skóla eða á frístundaheimilum og því gefur skólamaturinn einstakt tækifæri til að bæta neysluvenjur skólabarna og kenna þeim að njóta hollrar fæðu. Með hollum mat í skóla er hægt að hafa jákvæð áhrif á heilsu og líðan nemenda og starfsfólks skólans. Vel nærðir nemendur eiga auðveldara með að einbeita sér og læra.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkið brýtur umgengnisréttindi

Íslenska ríkið leyfir aðeins eina úrlausn ef umgengnisréttindi barns eru brotin af lögheimilisforeldri: Dagsektir. Ekkert annað býðst brotaþolum: barninu, hinu foreldri þess og stórfjölskyldu. Því að öðru leyti heimilar ríkið og Barnalögin lögheimilisforeldrum að brjóta umgengnisréttindi barna takmarkalaust og án refsinga.

Skoðun
Fréttamynd

Þriggja stoða lífeyriskerfi

Oft er rætt um nauðsyn þess að byggja lífeyriskerfi þjóða á þremur meginstoðum. Hér á landi hefur einmitt verið farin slík leið í öllum meginatriðum og á erlendum vettvangi er Ísland tekið sem dæmi um vel heppnaða uppbyggingu.

Skoðun
Fréttamynd

Svo fáir voru þeir…

Ég hef tekið mér tíma til þess – aldrei þessu vant – að lesa eitthvað af því bloggi, sem finna má um greinarnar mínar þrjár í Fréttablaðinu. Þeim tíma var nú illa varið. Ekkert vannst á því annað en það, sem ég áður vissi. Hluti bloggaranna er óskrifandi á íslenskt mál. Miklu fleiri sem ekki getað tjáð sig öðruvísi en með ofstopahætti og gífuryrðum gegn persónu einstaklinga, sem þeim eru ekki að skapi einhverra hluta vegna – í þessu tilfelli gegn mér. Þeim nenni ég ekki að svara. Slíkt væri líkt og reyna að skvetta vatni á gæs. Gersamlega tilgangslaust.

Skoðun
Fréttamynd

Höfum við efni á að búa til afreksfólk?

Kraftur, gleði og þor einkennir framgöngu íslenskra fimleikalandsliða. Íslenskt fimleikafólk keppir fyrir hönd þjóðarinnar á alþjóðlegum mótum margsinnis á ári. Það gerir sitt besta sem fulltrúar lands og þjóðar.

Skoðun
Fréttamynd

Menntamálaskýrsla úr tengslum við veruleika skólastarfs

Nýlega kynnti starfshópur undir forystu Skúla Helgasonar, alþingismanns og varaformanns menntamálanefndar, tillögur sínar um samþættingu menntunar og atvinnu. Verulegum hluta skýrslunnar er beint að framhaldsskólanum á Íslandi. Í upphafi vekur athygli að framhaldsskólinn átti engan fulltrúa í þessum starfshópi ef frá er talinn einn starfandi skólameistari einkarekins framhaldsskóla. Umfjöllun um grunnskóla og framhaldsskóla einkennist af því að horft er á skólastigin utan frá og starfshópurinn virðist hvorki hafa átt beinar samræður við starfsfólk skólanna né samtök kennara og skólastjórnenda sem gerst þekkja þær aðstæður sem skólastarfinu eru búnar. Ekkert er stuðst við rannsóknir á skólastarfi né heldur vitnað í skýrslur um skólastarf og skólahald.

Skoðun
Fréttamynd

Örsaga um hernaðarmeðvirkni

Það er erfitt að setja sig í spor þeirra sem nú verða fyrir sprengjuregni Ísraela á Gaza. Í Palestínu hafa heilu kynslóðirnar alist upp við stríðsástand og hersetu Ísraela með ríkulegum stuðningi Bandaríkjastjórnar. Þótt ekki sé það samanburðarhæft bjuggu margar kynslóðir Íslendinga, stærstan hluta ævi sinnar, við bandarískt setulið.

Skoðun
Fréttamynd

Fordómar gegn fötluðum

Þessi pistill er til atvinnurekenda og ráðningarfyrirtækja sem eru í þeirri stöðu að ráða fólk til starfa.

Skoðun
Fréttamynd

Færum Sjálfstæðisflokkinn aftur til fólksins í landinu

Sjálfstæðisflokkurinn er á vegamótum. Hann hefur að ýmsu leyti fjarlægst uppruna sinn, gleymt hinum gömlu og góðu gildum sjálfstæðisstefnunnar. Í vissum skilningi má jafnvel segja að hann hafi fjarlægst fólkið í landinu, einstaklingana og lífsbaráttu þeirra, og samsamað sig um of sérfræðiálitum og öflugum hagsmunasamtökum.

Skoðun
Fréttamynd

Skapandi til framtíðar

Fyrir tveimur árum voru kynntar niðurstöður rannsóknar á efnahagslegum áhrifum skapandi greina sem opnuðu augu margra fyrir efnahagslegu mikilvægi þeirra. Með nýlegri skýrslu um starfsumhverfi þeirra hefur aðkoma stjórnvalda að þessum fjölbreytta málaflokki verið skýrð og birt sýn til framtíðar.

Skoðun
Fréttamynd

Við megum ekki gefast upp

Eins og ýmsum er kunnugt samþykkti Norðurlandaþingið tillögu um mænuskaða á þingi sínu árið 2011. Tillagan kom upprunalega frá Íslandi og unnu þingmennirnir Siv Friðleifsdóttir, Helgi Hjörvar og Álfheiður Ingadóttir ötullega að því að koma henni í gegn.

Skoðun
Fréttamynd

Elst eða yngst í bekknum?

Aldur barna í árinu hefur veruleg áhrif á gengi þeirra í skóla. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem greint var frá í frétt hér í blaðinu á mánudaginn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Opið bréf til Sóleyjar

Komdu sæl, Sóley. Okkur langar að byrja á að þakka þér fyrir skjót viðbrögð við opnu bréfi okkar og jafnframt að benda þér góðfúslega á að persónugera ekki bréfið sem kemur frá stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík.

Skoðun