Örsaga um hernaðarmeðvirkni Kristinn Schram skrifar 22. nóvember 2012 06:00 Það er erfitt að setja sig í spor þeirra sem nú verða fyrir sprengjuregni Ísraela á Gaza. Í Palestínu hafa heilu kynslóðirnar alist upp við stríðsástand og hersetu Ísraela með ríkulegum stuðningi Bandaríkjastjórnar. Þótt ekki sé það samanburðarhæft bjuggu margar kynslóðir Íslendinga, stærstan hluta ævi sinnar, við bandarískt setulið. Keflavíkursamningur, inngangan í Atlantshafsbandalagið og óeirðir við Alþingi marka upphaf þess tíma. Þau hægri öfl sem að því stóðu urðu fyrir allnokkrum skakkaföllum í hruninu 2008. Sá atburður kallar fram í hugann myndir af þéttklæddri þyrpingu við alþingishúsið, pönnuslátt, ilminn af brennandi norskri furu og piparúða (sem ég ímynda mér stundum að finnist enn af ullarjakkanum mínum). Brotthvarf hersins kallar hins vegar engar áhrifaríkar myndir fram í hugann. Þrátt fyrir þrábeiðni ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar fór herinn án viðhafnar, smátt og smátt, eins og þjófur að nóttu. Þótt við í Samtökum hernaðarandstæðinga fögnuðum ákaft er við „rákum flóttann" fylgja því engar sérstakar minningar. Eitt myndskeið kemur þó upp í hugann sem kórónar þessa tíma hægri afla og hernaðarhyggju. Það er frá blaðamannafundi George W. Bush og Davíðs Oddssonar í Washington árið 2004 þar sem sá síðarnefndi lofar innrásina í Írak og tekur svo undir afmælissöng fréttamanna. „Happy birthday, Mr. President." Hentugur hernaður Þótt meðvirknin með árásarstríðum hafi ekki skilað þeim efnahagslega árangri sem til var ætlast hélt hernaðarlega hentistefnan áfram. Meðan „bandalag hinna viljugu" barðist enn í Írak, og Atlantshafsbandalagið í Afganistan með fulltingi íslenskra „friðargæsluliða", var unnið hörðum höndum að því að fá Íslandi sæti í öryggisráðinu. Þegar Óslóartrénu frá jólum 2008 var gefið nýtt hlutverk á nýju ári höfðu þau áform orðið að engu. Við tóku nýir tímar. Þótt nefna megi mörg jákvæð skref í utanríkisstefnu Íslendinga, til dæmis viðurkenningu Palestínuríkis, erum við enn þátttakendur og yfirlýstir stuðningsmenn stríðsreksturs í löndum eins og Afganistan, Pakistan og Líbíu. Því er erfitt að kyngja frá vinstri stjórn. Hörku vinir Það var því eins og að strá salti í sárin þegar Össur Skarphéðinsson sendi frá sér grein í Fréttablaðinu á dögunum undir heitinu „Loftrýmisgæslan og samstaða" (6. nóvember 2012). Þar viðurkenndi utanríkisráðherrann fyrir alþjóð að hernaður og heræfingar yfir Íslandi og norðurslóðum væru liður í halda góðu vinasambandi við Norðurlandaþjóðirnar. Kannski er maður svo vanur því að láta ljúga að sér að manni bregður jafn grímulaust skeytingarleysi og blasir við hér. Þá segir hann enn fremur að vilji Svía og Finna til þessara heræfinga, sem hann vill kalla loftrýmiseftirlit, „sé eitt styrkleikatáknið um samstöðu Norðurlandaríkjanna í blíðu og stríðu". Skárra er það nú vinarþelið. Illa þeginn afrakstur Eftir þessu er svo tregða íslenskra stjórnvalda að axla ábyrgð á afleiðingum stríðsrekstursins sem auk dauða, fötlunar og eyðileggingar, er landflótti. Landflótti vegna stríðsreksturs er sívaxandi vandamál en samkvæmt vef Velferðarráðuneytisins var aðeins tekið á móti 204 flóttamönnum á Íslandi frá 1956 til 1991. Frá því Flóttamannaráð (nú Flóttamannanefnd) var sett á stofn 1995 og til 2010 var tekið á móti 312. Að meðaltali 21 á ári. Útlendingaótti virðist hafa hreiðrað svo um sig í kerfinu að við þurfum að láta skikka okkur til að taka við þeim fáu flóttamönnum og hælisleitendum sem ekki eru sendir burtu með átyllum á borð við Dyflinnarsamkomulagið. Á tímabilinu 1996-2009 fengu þrettán manns hæli af mannúðarástæðum á Íslandi. Þá fengu 194 synjun um hæli og 247 voru sendir úr landi. Á Íslandi eru hælisleitendur svo sekir uns sýkn er sönnuð og, væntanlega til atvinnuuppbótar, komið fyrir fjarri stofnunum sem þeir eiga allt sitt undir. Með okkur eða án okkar Saga ábyrgðarleysis og meðvirkni Íslendinga í stríðsrekstri er því miður löng og lauk svo sannarlega ekki með vinstri stjórninni. Áframhaldandi aðgerðir Atlantshafsbandalagsins í Pakistan, Afganistan og Líbíu sýna það. Af þessari sorglegu sögu má þó draga eina jákvæða ályktun. Ef það skiptir stríðsherrana máli að njóta liðsinnis Íslendinga þá skiptir ekki síður máli ef þeir njóta hennar ekki. Með því að segja okkur úr árásarbandalögum gerum við okkar til að draga úr stríðsrekstri í heiminum. Utanríkismál Íslendinga munu á næstu árum hverfast um norðurslóðir sem sífellt eru að hervæðast. Friður og sjálfbærni á norðurslóðum er vonarneisti í heimi bráðra loftslagsbreytinga. Leið smáþjóðar til sjálfbærni liggur ekki um braut meðvirkni og hentistefnu. Ekki er hlustað á kröfur og mótmæli þess sem skríður fyrir fótum manna. Siðferðilegt fordæmi og alþjóðleg samvinna án ofbeldis er eina færa leiðin og virðast Íslendingar eiga langa ferð fyrir höndum. Teikn á lofti og nýir taktar? Eins og áður sagði eru víða góðir vísar: á vettvangi Sameinuðu þjóðanna (t.d. breytingar á Dyflinnarreglugerðinni; á þingi; í utanríkismálanefnd; í borginni; og ekki síst á meðal almennings. Á nýafstöðnum mótmælum við sendiráð Bandaríkjanna komu yfir þúsund manns saman fyrirvaralaust og kröfðust þess að blóðbaðið á Gasa yrði stöðvað. Þar vottaði fyrir sama ómi og takfasta slætti og hljómaði við Alþingishúsið fyrir fjórum árum. Nú stóðu reyndar margir þingmenn vinstristjórnarinnar og ráðherrar VG með okkur og sungu ekki fallega fyrir stríðsherrana. Það er þó ekki tilefni til bjartsýni að á meðan á þeim söng stóð voru þrír flóttamenn handteknir og bíða brottvísunar að beiðni Útlendingastofnunar. Nú ríður á að halda tóni og missa ekki úr takt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Það er erfitt að setja sig í spor þeirra sem nú verða fyrir sprengjuregni Ísraela á Gaza. Í Palestínu hafa heilu kynslóðirnar alist upp við stríðsástand og hersetu Ísraela með ríkulegum stuðningi Bandaríkjastjórnar. Þótt ekki sé það samanburðarhæft bjuggu margar kynslóðir Íslendinga, stærstan hluta ævi sinnar, við bandarískt setulið. Keflavíkursamningur, inngangan í Atlantshafsbandalagið og óeirðir við Alþingi marka upphaf þess tíma. Þau hægri öfl sem að því stóðu urðu fyrir allnokkrum skakkaföllum í hruninu 2008. Sá atburður kallar fram í hugann myndir af þéttklæddri þyrpingu við alþingishúsið, pönnuslátt, ilminn af brennandi norskri furu og piparúða (sem ég ímynda mér stundum að finnist enn af ullarjakkanum mínum). Brotthvarf hersins kallar hins vegar engar áhrifaríkar myndir fram í hugann. Þrátt fyrir þrábeiðni ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar fór herinn án viðhafnar, smátt og smátt, eins og þjófur að nóttu. Þótt við í Samtökum hernaðarandstæðinga fögnuðum ákaft er við „rákum flóttann" fylgja því engar sérstakar minningar. Eitt myndskeið kemur þó upp í hugann sem kórónar þessa tíma hægri afla og hernaðarhyggju. Það er frá blaðamannafundi George W. Bush og Davíðs Oddssonar í Washington árið 2004 þar sem sá síðarnefndi lofar innrásina í Írak og tekur svo undir afmælissöng fréttamanna. „Happy birthday, Mr. President." Hentugur hernaður Þótt meðvirknin með árásarstríðum hafi ekki skilað þeim efnahagslega árangri sem til var ætlast hélt hernaðarlega hentistefnan áfram. Meðan „bandalag hinna viljugu" barðist enn í Írak, og Atlantshafsbandalagið í Afganistan með fulltingi íslenskra „friðargæsluliða", var unnið hörðum höndum að því að fá Íslandi sæti í öryggisráðinu. Þegar Óslóartrénu frá jólum 2008 var gefið nýtt hlutverk á nýju ári höfðu þau áform orðið að engu. Við tóku nýir tímar. Þótt nefna megi mörg jákvæð skref í utanríkisstefnu Íslendinga, til dæmis viðurkenningu Palestínuríkis, erum við enn þátttakendur og yfirlýstir stuðningsmenn stríðsreksturs í löndum eins og Afganistan, Pakistan og Líbíu. Því er erfitt að kyngja frá vinstri stjórn. Hörku vinir Það var því eins og að strá salti í sárin þegar Össur Skarphéðinsson sendi frá sér grein í Fréttablaðinu á dögunum undir heitinu „Loftrýmisgæslan og samstaða" (6. nóvember 2012). Þar viðurkenndi utanríkisráðherrann fyrir alþjóð að hernaður og heræfingar yfir Íslandi og norðurslóðum væru liður í halda góðu vinasambandi við Norðurlandaþjóðirnar. Kannski er maður svo vanur því að láta ljúga að sér að manni bregður jafn grímulaust skeytingarleysi og blasir við hér. Þá segir hann enn fremur að vilji Svía og Finna til þessara heræfinga, sem hann vill kalla loftrýmiseftirlit, „sé eitt styrkleikatáknið um samstöðu Norðurlandaríkjanna í blíðu og stríðu". Skárra er það nú vinarþelið. Illa þeginn afrakstur Eftir þessu er svo tregða íslenskra stjórnvalda að axla ábyrgð á afleiðingum stríðsrekstursins sem auk dauða, fötlunar og eyðileggingar, er landflótti. Landflótti vegna stríðsreksturs er sívaxandi vandamál en samkvæmt vef Velferðarráðuneytisins var aðeins tekið á móti 204 flóttamönnum á Íslandi frá 1956 til 1991. Frá því Flóttamannaráð (nú Flóttamannanefnd) var sett á stofn 1995 og til 2010 var tekið á móti 312. Að meðaltali 21 á ári. Útlendingaótti virðist hafa hreiðrað svo um sig í kerfinu að við þurfum að láta skikka okkur til að taka við þeim fáu flóttamönnum og hælisleitendum sem ekki eru sendir burtu með átyllum á borð við Dyflinnarsamkomulagið. Á tímabilinu 1996-2009 fengu þrettán manns hæli af mannúðarástæðum á Íslandi. Þá fengu 194 synjun um hæli og 247 voru sendir úr landi. Á Íslandi eru hælisleitendur svo sekir uns sýkn er sönnuð og, væntanlega til atvinnuuppbótar, komið fyrir fjarri stofnunum sem þeir eiga allt sitt undir. Með okkur eða án okkar Saga ábyrgðarleysis og meðvirkni Íslendinga í stríðsrekstri er því miður löng og lauk svo sannarlega ekki með vinstri stjórninni. Áframhaldandi aðgerðir Atlantshafsbandalagsins í Pakistan, Afganistan og Líbíu sýna það. Af þessari sorglegu sögu má þó draga eina jákvæða ályktun. Ef það skiptir stríðsherrana máli að njóta liðsinnis Íslendinga þá skiptir ekki síður máli ef þeir njóta hennar ekki. Með því að segja okkur úr árásarbandalögum gerum við okkar til að draga úr stríðsrekstri í heiminum. Utanríkismál Íslendinga munu á næstu árum hverfast um norðurslóðir sem sífellt eru að hervæðast. Friður og sjálfbærni á norðurslóðum er vonarneisti í heimi bráðra loftslagsbreytinga. Leið smáþjóðar til sjálfbærni liggur ekki um braut meðvirkni og hentistefnu. Ekki er hlustað á kröfur og mótmæli þess sem skríður fyrir fótum manna. Siðferðilegt fordæmi og alþjóðleg samvinna án ofbeldis er eina færa leiðin og virðast Íslendingar eiga langa ferð fyrir höndum. Teikn á lofti og nýir taktar? Eins og áður sagði eru víða góðir vísar: á vettvangi Sameinuðu þjóðanna (t.d. breytingar á Dyflinnarreglugerðinni; á þingi; í utanríkismálanefnd; í borginni; og ekki síst á meðal almennings. Á nýafstöðnum mótmælum við sendiráð Bandaríkjanna komu yfir þúsund manns saman fyrirvaralaust og kröfðust þess að blóðbaðið á Gasa yrði stöðvað. Þar vottaði fyrir sama ómi og takfasta slætti og hljómaði við Alþingishúsið fyrir fjórum árum. Nú stóðu reyndar margir þingmenn vinstristjórnarinnar og ráðherrar VG með okkur og sungu ekki fallega fyrir stríðsherrana. Það er þó ekki tilefni til bjartsýni að á meðan á þeim söng stóð voru þrír flóttamenn handteknir og bíða brottvísunar að beiðni Útlendingastofnunar. Nú ríður á að halda tóni og missa ekki úr takt.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun