Bygging nýs Landsspítala: Umræða og upplýsingagjöf í skötulíki Ingibjörg Óðinsdóttir skrifar 24. nóvember 2012 06:00 Upplýsingagjöf til almennings um byggingu nýs spítala hefur verið í hálfgerðu skötulíki. Umræðan snýst einkum um staðsetningu og fyrirkomulag bygginga en lítið sem ekkert um arðsemi fjárfestingarinnar, sem hlýtur þó að skipta höfuðmáli þegar við erum að tala um ráðstöfun á opinberu fé. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðherra á Alþingi í síðustu viku er áætlaður byggingarkostnaður nýs spítala 60 milljarðar króna, þar af 7 milljarðar í tækjakaup sem færa má rök fyrir að þurfi að kaupa hvort sem er. Áætlaður sparnaður með nýjum spítala undir einu þaki er því metinn 3 milljarðar á ári og endurgreiðslutími þessarar fjárfestingar í kringum 20 ár. Samkvæmt þessum tölum nær arðsemi þessarar fjárfestingar ekki lágmarkskröfum um arðsemi fjármagns í dag. Arðsemiskrafan er í besta falli á núlli ef tekið er tillit til fjármagnskostnaðar. Enn síður er þetta arðbær fjárfesting ef horft er til þess að meðalyfirskot í raunkostnaði miðað við áætlanir hjá ríkinu er 75%. Þannig gætum við jafnvel átt von á því að kostnaðurinn við byggingu nýs spítala fari í 93 milljarða og endurgreiðslutíminn verði rúm 30 ár. Þá er arðsemin, að teknu tilliti fjármagnskostnaðar, orðin neikvæð. Útfrá sjórnahóli atvinnulífsins gengur þetta ekki upp. Hér er annað hvort á ferðinni léleg meðferð opinberra fjámuna eða slök upplýsingagjöf til almennings. Ef hið fyrra á við þarf að endurskoða áform um spítala með það fyrir augum að bæta arðsemi þessarar framkvæmdar. Í öllu falli hefur upplýsingagjöf til almennings í tengslum við þessa byggingu verið bæði ófagleg og yfirborðskennd. Líkt og allar aðrar fjárfestingar í atvinnulífinu þarf að vera hægt að réttlæta byggingu nýs spítala með hagræðingu og framleiðniaukningu. Þannig má t.d. réttlæta fjárfestingu í nýjum tækjum með auknum árangri í lækningum sem mælast t.d. í skemmri innlögnum eða auknum lífslíkum, svo dæmi séu tekin. Ef það er ekki hægt borgar sig hreinlega ekki að byggja nýjan spítala. Við höfum átt heilbrigðiskerfi á heimsmælikvarða og getum verið stolt af árangri okkar heilbrigðisstarfsfólks í baráttunni við hina ýmsu sjúkdóma, en nú er þetta kerfi okkar komið að þolmörkum. Tækjabúnaðurinn er úreltur og við erum auk þess farin að missa sérfæðiþekkingu úr landi. Niðurskurðurinn eftir hrun hefur ekki bara falist í fjársvelti til spítalans heldur fæst líka mun minna fyrir þær krónur sem úthlutað er til kaupa á lyfjum, rekstrarvörum og lækningatækjum eftir gjaldmiðilshrunið. Þá hefur niðurskurðurinn því miður heldur ekki alltaf hitt í mark þegar kostnaðurinn er t.d. færður til og vegur jafnvel þyngra þar sem hann kemur niður, líkt og þegar sjúklingar liggja inni á sjúkrahúsunum af því að langlegurými vantar eða þegar skorið er niður í endurhæfingu til þess eins að það taki þá sjúklinga lengri tíma að verða virkir á atvinnumarkaði aftur. Við þurfum m.ö.o. að heyra betri og faglegri rök fyrir byggingu nýs spítala en þau sem komið hafa fyrir sjónir almennings og ekki síður að breyta umræðunni frá því að vera tilfinningaþrungin og snúast alfarið um staðsetningu spítalans. Rökin ættu miklu frekar að lúta að fjárhagslegri arðsemi og hagkvæmni í rekstri, sem og bættri þjónustu við notendur. Höfundur býður sig fram í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem fram fer þann 24. nóvember nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Sjá meira
Upplýsingagjöf til almennings um byggingu nýs spítala hefur verið í hálfgerðu skötulíki. Umræðan snýst einkum um staðsetningu og fyrirkomulag bygginga en lítið sem ekkert um arðsemi fjárfestingarinnar, sem hlýtur þó að skipta höfuðmáli þegar við erum að tala um ráðstöfun á opinberu fé. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðherra á Alþingi í síðustu viku er áætlaður byggingarkostnaður nýs spítala 60 milljarðar króna, þar af 7 milljarðar í tækjakaup sem færa má rök fyrir að þurfi að kaupa hvort sem er. Áætlaður sparnaður með nýjum spítala undir einu þaki er því metinn 3 milljarðar á ári og endurgreiðslutími þessarar fjárfestingar í kringum 20 ár. Samkvæmt þessum tölum nær arðsemi þessarar fjárfestingar ekki lágmarkskröfum um arðsemi fjármagns í dag. Arðsemiskrafan er í besta falli á núlli ef tekið er tillit til fjármagnskostnaðar. Enn síður er þetta arðbær fjárfesting ef horft er til þess að meðalyfirskot í raunkostnaði miðað við áætlanir hjá ríkinu er 75%. Þannig gætum við jafnvel átt von á því að kostnaðurinn við byggingu nýs spítala fari í 93 milljarða og endurgreiðslutíminn verði rúm 30 ár. Þá er arðsemin, að teknu tilliti fjármagnskostnaðar, orðin neikvæð. Útfrá sjórnahóli atvinnulífsins gengur þetta ekki upp. Hér er annað hvort á ferðinni léleg meðferð opinberra fjámuna eða slök upplýsingagjöf til almennings. Ef hið fyrra á við þarf að endurskoða áform um spítala með það fyrir augum að bæta arðsemi þessarar framkvæmdar. Í öllu falli hefur upplýsingagjöf til almennings í tengslum við þessa byggingu verið bæði ófagleg og yfirborðskennd. Líkt og allar aðrar fjárfestingar í atvinnulífinu þarf að vera hægt að réttlæta byggingu nýs spítala með hagræðingu og framleiðniaukningu. Þannig má t.d. réttlæta fjárfestingu í nýjum tækjum með auknum árangri í lækningum sem mælast t.d. í skemmri innlögnum eða auknum lífslíkum, svo dæmi séu tekin. Ef það er ekki hægt borgar sig hreinlega ekki að byggja nýjan spítala. Við höfum átt heilbrigðiskerfi á heimsmælikvarða og getum verið stolt af árangri okkar heilbrigðisstarfsfólks í baráttunni við hina ýmsu sjúkdóma, en nú er þetta kerfi okkar komið að þolmörkum. Tækjabúnaðurinn er úreltur og við erum auk þess farin að missa sérfæðiþekkingu úr landi. Niðurskurðurinn eftir hrun hefur ekki bara falist í fjársvelti til spítalans heldur fæst líka mun minna fyrir þær krónur sem úthlutað er til kaupa á lyfjum, rekstrarvörum og lækningatækjum eftir gjaldmiðilshrunið. Þá hefur niðurskurðurinn því miður heldur ekki alltaf hitt í mark þegar kostnaðurinn er t.d. færður til og vegur jafnvel þyngra þar sem hann kemur niður, líkt og þegar sjúklingar liggja inni á sjúkrahúsunum af því að langlegurými vantar eða þegar skorið er niður í endurhæfingu til þess eins að það taki þá sjúklinga lengri tíma að verða virkir á atvinnumarkaði aftur. Við þurfum m.ö.o. að heyra betri og faglegri rök fyrir byggingu nýs spítala en þau sem komið hafa fyrir sjónir almennings og ekki síður að breyta umræðunni frá því að vera tilfinningaþrungin og snúast alfarið um staðsetningu spítalans. Rökin ættu miklu frekar að lúta að fjárhagslegri arðsemi og hagkvæmni í rekstri, sem og bættri þjónustu við notendur. Höfundur býður sig fram í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem fram fer þann 24. nóvember nk.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun