
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Erfið fæðing hjá nýrri ríkisstjórn
Forystufólk stjórnarflokkanna situr enn á rökstólum um framtíð stjórnarsamstarfsins og hver verði næsti forsætisráðherra og kynna ef til vill niðurstöður sínar á reglulegum þingflokksfundum strax eftir hádegi. Reiknað er með að Katrín Jakobsdóttir segi af sér þingmennsku í dag.

Reglubundnir þingflokksfundir á dagskrá klukkan 13
Þingflokksformenn stjórnarflokkanna þriggja hafa boðað til reglubundinna funda þingflokka klukkan 13 í dag. Gera má ráð fyrir að á fundunum munu formenn flokkanna fara yfir stöðuna í viðræðunum um áframhaldandi stjórnarsamstarf.

Ósanngjarnt gagnvart hinum hefji Katrín baráttuna strax
Prófessor í stjórnmálafræði býst ekki við að biðin eftir tilkynningu um endurskipaða ríkisstjórn dragist á langinn. Hún segir það ósanngjarnt gagnvart öðrum frambjóðendum ef forsætisráðherra myndi hefja kosningabaráttuna að fullu meðan hún situr enn í ráðherrastóli.

Telur ekkert að því að sitjandi forsætisráðherra bjóði sig fram
Forsætisráðherra baðst lausnar úr embætti sínu í dag til þess að bjóða sig fram til forseta Íslands. Fráfarandi forseti segir atburðarásina ekki óheppilega en ráðherra telur ríkisstjórnina ekki falla gangi hún frá borðinu.

Ánægð með ákvörðun sína og hlakkar til framhaldsins
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa legið ljóst fyrir þegar hún tók ákvörðun um að bjóða sig fram í embætti forseta að það að hún væri sitjandi forsætisráðherra kæmi til með að flækja málin. Ákvörðunin sitji vel í henni og hún hlakki til komandi kosningabaráttu.

„Óneitanlega óvenjulegt“
Guðni Th. Jóhannesson ræddi við formenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka símleiðis og segist viss um að senn komi í ljós hverjar lyktir viðræðna stjórnarflokkanna verða og þar af leiðandi hver verður næsti forsætisráðherra Íslands.

Katrín verður forsætisráðherra þangað til að ný stjórn er mynduð
Fundi Guðna Th. Jóhannessonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra lauk rétt í þessu og í kjölfarið ávarpaði Guðni fjölmiðla á Bessastöðum. Hann flutti yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði samþykkt lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur en falið henni og ráðuneyti hennar að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð.

Segir afsögn sína heillaspor fyrir VG
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor.

Þjóðin geti krafist þess að nýr forsætisráðherra verði valinn í dag
Prófessor í stjórnmálafræði segir þjóðina geta sett þá kröfu á leiðtoga ríkisstjórnarflokkanna að nýr forsætisráðherra verði valinn í dag. Hann telur líklegast að formaður Framsóknarflokksins taki við embættinu.

Funda stíft og reyna að semja áður en Katrín biðst lausnar
Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna halda áfram að funda um framtíð stjórnarsamstarfsins í dag. Leiðtogarnir funduðu fram á kvöld í gær eftir stíf fundahöld bróðurpart dagsins.

Vaktin: Katrín situr áfram í bili
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með forseta Íslands og baðst lausnar. Hún mun sitja áfram í starfsstjórn.

Skiptar skoðanir á útspili Katrínar
Skiptar skoðanir eru á útspili Katrínar Jakobsdóttur fráfarandi forsætisráðherra í tengslum við forsetaframboð hennar. Einhverjir hlakka til að kjósa hana meðan aðrir saka hana um ábyrgðarleysi

Katrín pakkar saman
Katrín Jakobsdóttir fráfarandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi pakkaði eigum sínum á skrifstofu forsætisráðherra fyrr í dag.

„Þau eru að rífast um forsætisráðherrastólinn“
Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna hafa fundað stíft í dag um framtíð stjórnarinnar vegna forsetaframboðs Katrínar Jakobsdóttur. Formaður flokks fólksins segir að um slag um forsætisráðherrastólinn sé að ræða. Formaður Miðflokksins furðar sig á hve óundirbúnir stjórnarflokkarnir voru undir ákvörðun Katrínar.

Ákvörðun stjórnarflokkanna „alls ekki flókin“
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir aðstæður sem upp eru komnar varðandi forsætisráðuneytið vera mjög óvanalegar. Þó séu fordæmi fyrir því að forsætisráðherra biðji lausnar fyrir sig án þess að biðja lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Hann býst við að niðurstaða muni liggja fyrir áður en Katrín fer á Bessastaði.

Ríkisstjórnin hafi ekki nema sólarhring til að ráða ráðum sínum
Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, er hugsi yfir því að fulltrúar stjórnarflokkanna virðist telja að þeir hafi góðan tíma til að ráða ráðum sínum um áframhald stjórnarsamstarfsins. Stjórnskipaninni samkvæmt hafi þeir ekki nema sólarhringinn til að leysa úr sínum málum.

Hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið
Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa síðan í morgun fundað um framtíð ríkisstjórnarinnar. Formaður Flokks fólksins hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið. Hún og fleiri í minnihlutanum geti hugsað sér að styðja ríkisstjórnina til að klára ákveðin mál í gegnum þingið í vor en hún vænti þess að þingkosningar verði í haust.

Þórdís verði forsætisráðherra og Bjarni komi nýr inn
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur eins og margir þátt í samkvæmisleiknum um það hver verði stólaskipan ríkisstjórnarinnar eftir helgi. Hún veðjar á að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir verði forsætisráðherra og Bjarni Jónsson matvælaráðherra.

Gagnrýna bæjarstjórn fyrir samráðsleysi og vilja fjölbreyttari úrræði
Fyrirtæki í Grindavík kalla eftir mun fjölbreyttari úrræðum vegna stöðunnar í bænum. Algjör óvissa sé um hvort og hvenær íbúar geti snúið til baka og því ljóst að hluti fyrirtækja muni þurfa að hætta starfsemi í bænum. Bæjarstjórn er gagnrýnd fyrir samráðsleysi.

Vinstri græn vilja halda samstarfinu áfram
Fullur vilji er hjá Vinstri grænum að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra, að sögn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, starfandi formanns flokksins. Hann segist ekki hafa ákveðið hvort hann sækist eftir að leysa Katrínu af hólmi.

Ráðherrarnir mættir í kveðjuskál til Katrínar
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er mætt á heimili hennar í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem einhvers konar kveðjustund fer fram. Katrín hefur leitt ríkisstjórnina í sjö ár en með framboði sínu til forseta Íslands lýkur senn löngum kafla hennar í stjórnmálum.

Útilokar ekki kosningar eftir brotthvarf forsætisráðherra
Formaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að til kosninga komi eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um að hún ætlaði að biðjast lausnar sem forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð í dag. Eðlilegast sé þó að núverandi stjórnarflokkar ræði fyrst saman.

Segist ekki verða pólitískur forseti
Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi segist ekki munu verða pólitískur forseti. Hún segi nú skilið við stjórnmálin eftir tveggja áratuga starf.

Þórdís veifar hvíta fánanum til Eyja
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir efnahags- og fjármálaráðherra hefur óskað eftir því að málmeðferð vegna þjóðlendna á svæði 12, en það varðar eyjar og sker, verði frestað svo unnt sé að endurskoða kröfur ríkisins.

Bein útsending: Mikilvægi og framtíð kvikmyndagerðar á Íslandi
Menningar- og viðskiptaráðuneytið í samstarfi við Íslandsstofu og Kvikmyndamiðstöð Íslands stendur fyrir ráðstefnu um efnahagslegt mikilvægi og framtíð kvikmyndagerðar á Íslandi í Hörpu frá klukkan 15 til 17.

Fjármálaráðherra segir „lágmarks kurteisi“ að taka fram þegar gullhúða á lög
Fjármála- og efnahagsráðherra sagði að það væri „lágmarks kurteisi“ að tekið væri fram í lagafrumvörpum þegar gengið væri lengra en EES-samningurinn kveði á um. Lagaprófessor sagði að það væri talsvert um að slíkt væri ekki haft upp á borðum. Það væri ólýðræðislegt gagnvart Alþingismönnum. Við þær aðstæður telji þeir að verið sé að innleiða reglur samkvæmt EES-samningum þegar svo sé ekki.

Svona var fyrsta viðtal Katrínar sem forsetaframbjóðandi
Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi, veitir fjölmiðlum viðtöl í Hörpu klukkan 14.

Katrín gefur kost á sér
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér til embættis forseta Íslands.

Katrín búin að taka ákvörðun og upplýsa ríkisstjórn
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir Katrínu hafa greint ríkisstjórn frá ákvörðun sinni. Það sagði hann að loknum ríkisstjórnarfundi. Forsætisráðherra muni sjálf tilkynna um ákvörðun sína.

Katrín vildi engum spurningum svara
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra yfirgaf ríkistjórnarfund morgunsins án þess að gefa sér tíma til að svara spurningum fjölmiðla varðandi líklegt forsetaframboð sitt. Hún sagðist vera á leið í stjórnarráðið og myndi ræða við fjölmiðla síðar í dag.